Morgunblaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1993 200 milljóna tap í gjald- þrotum 2 prentsmiðja SKIPTUM á búi Prentsmiðju Guðjóns Ó. hf. er lokið án þess að greiðst hafi nema ein milljón króna upp í rúmlega 196 millj- óna króna kröfur. Þá fengust tæpar 618 þúsund krónur greiddar upp í kröfur í þrotabú Prentsmiðjunnar Viðejjar hf., en þær námu alls rúmum 14 milljónum. Prentsmiðjumar voru í eigu sama aðila og voru bú þeirra tekin tii gjald- þrotaskipta í mars í fyrra. Forgangs- kröfur í þrotabú Prentsmiðju Guðjóns Ó. námu rúmum 16,5 milljónum króna., Upp í þær greiddist ein millj- ón, eða rúm 6%. Ekkert fékkst upp í lýstar almennar kröfur að fjárhæð liðlega 180 milljónir króna. Forgangskröfur í þrotabú Prent- smiðjunnar Viðeyjar greiddust að fullu, en þær námu tæpum 618 þus- und krónum. Upp í almennar kröfur, sem voru tæpar 13,5 milljónir, greiddist ekkert. Ný tækifæri at- vinnulífs í EES LANDSMÁLAFÉLAGIÐ Fram og Stefnir, félag ungra sjálf- stæðismanna í Hafnarfirði, gengst fyrir fundi sem haldinn verður í Kænunni í Hafnarfirði laugardaginn 20. febrúar frá kl. 12-14 og ber yfirskriftina: Tækifæri atvinnulífs í EES. Framsögumenn verða Gunnar Snorri Gunnarsson, skrifstofu- stjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytis, og Ingjaldur Hannibalsson, framkvæmdasljóri Útflutningsráðs. Bolluhelgin framundan BOLLUHELGIN er árviss vertíð hjá bökurum. Landssamband bakara hefur gefið út tónlistarsnældu í tilefni af bolludeginum, svonefnda Bakarakasettu, og mun hún fást í öllum bakaríum. Einnig hefur verið bakaður stór piparkökubíll sem verður til sýnis í Kringlunni yfir bollu- helgina. Á myndinni eru Ásta Erlings, framkvæmdastjóri Landssam- bands bakarameistara, og bakarameistaramir Hörður Kristjánsson, Jón Albert Kristinsson óg Tony Espersen við piparkökubílinn. Á fundinum verður fjallað um þær breytingar sem munu verða í íslensku atvinnulífi þegar samn- ingurinn um hið Evrópska efna- hagssvæði gengur í gildi, bæði hvað varðar möguleika íslenskra fyrirtækja á auknum útflutningi og í aukinni samkeppni innan- lands sem utan. Jafnframt verður rætt um atvinnumál, hvort vænta megi aukinnar samkeppni um störf hér á landi þegar Evrópa verður orðin að einum vinnumark- aði eða hvort íslendingar munu leita starfa erlendis í auknum mæli. Boðið verður upp á súpu, brauð og kaffi á tilboðsverði á fundinum og er fundurinn öllum opinn sem hafa áhuga á að kynna sér áhrif EES á íslensk fyrirtæki og at- vinnulíf. (Fréttatilkynning) --------#—4—♦---------- Aldraðir vilja hafa áhrif á mótun öldunarþjónustu SAMSTARFSNEFND félaga aldraðra í Reykjavík stóð fyrir fundi 3. febrúar sl. um öryggismál, heimaþjónustu og starf- semi í þjónustumiðstöðvum aldraðra. „Höfuðatriðið er að aldr- aðir vilja hafa áhrif á mótun öldrunarþjónustu,“ segir Gyða Jóhannsdóttir, formaður Samstarfsnefndarinnar. „Þetta var mjög fróðlegur og líflegur fundur, þar sem fram kom að öldrunarþjónustu megi skipuleggja mun betur. Öldrunarþjón- usta er best, þar sem hún er skipulögð á grundvelli tillagna frá öldruðum sjálfum." mættir á fundinn meðal annarra: Jón Sæmundur Siguijónsson og Kristján Guðjónsson frá Trygging- arstofnun ríkisins; Sigurbjörg Sig- urgeirsdóttir og Sigrún Karlsdóttir frá öldrunarþjónustu Félagsmála- stofnunar; Þórunn Ólafsdóttir frá Heilsugæslunni á Seltjarnarnesi; Margrét Þorvarðardóttir frá Heilsu- gæslustöð Reykjavíkur; Guðrún Zoega, formaður félagsmálaráðs og fulltrúar frá Vara og Securitas. 42 milljóna gjaldþrot Henson hf. ENGAR eignir fundust í þrotabúi Henson sportfatnað- ar hf. og hefur skiptum i búinu því verið lokið án þess að nokkuð fengist greitt upp í lýstar kröfur, sem námu um 42 milljónum króna. Búið var tekið til gjaldþrota- skipta í byijun janúar í fyrra, en skiptum lauk í desember. Lýstar kröfur námu tæpum fjörutíu millj- ónum króna, rúmum 25 þúsund hollenskum gyllinum, tæpum 25 þúsund dönskum krónum og rúm- um 6 þúsund pundum, eða alls tæpum 42 milljónum króna, auk áfallna vaxta og kostnaðar. í framsöguerindi sem Gyða Jó- hannsdóttir flutti á fundinum lagði hún áherslu á, að samráð væri haft við aldraða, þegar mótuð væri stefna í öldrunarþjónustu. Gyða sagði meðal annars að öldruðum væri ljóst að fjármagnsskortur kæmi niður á öldrunarþjónustu jafnt og annarri þjönustu í heil- brigðiskerfinu, en með samráði við notendur þjónustunnar mætti gæta meiri hagræðingar. Skortur á hjúkrunarrýmum Á fundinum kom fram að Sam- starfsnefndin hefði sótt um lóð fyr- ir byggingu 60 hjúkrunarrýma fyrir um einu og hálfu ári - á því svæði sem flestar þjónustuíbúðir aldraðra eru staðsettar. Umsóknin hefur ekki fengið neinar undirtektir, en nefndarmönnum var bent á að fylgj- ast með því sem borgin er að gera í þeim málum. Öryggishnappar Gyða sagði í samtali við Morgun- blaðið, að ölduðum fyndist óréttlátt að þeir skuli missa rétt til niður- greiðslu á öryggishnapp frá Trygg- ingarstofnun, við að flytja í þjón- ustuíbúðir aldraðra. Lasburða fólki fer fjölgandi í þjónustuíbúðunum og dæmi eru um, að fólk liggi ósjálf- bjarga á gólfi íbúðanna klukku- stundum saman, vegna þess að þeir ná ekki til öryggistækis uppi á vegg, - að eina öryggið sem dugi sé hnappur um hálsinn. Undirbúningsmenntun nauðsynleg Gyða sagði að fram hefði komið að heimaþjónustu þurfi að skipu- leggja mun betur. Upplýsingar þurfí að liggja fyrir uin fyrri störf og hagi þeirra, sem sendir eru inn á heimili aldraðs fólks. Nauðsynlegt er að þetta fólk hafi einhveija undir- búningsmenntun, eins og tíðkast til dæmis í Danmörku. Plestum bar saman um, að heimilisþjónusta og heimahjúkrun eigi að vera undir sama hatti. Á fundinum kom fram að síðasta þjónustu- og félagsmiðstöð við Hæðargarð hafí kostað, með öllum búnaði, um 100 milljónir króna, -og allt að einum milljarði hafí verið varið í uppbyggingu félagsmið- stöðva í Reykjavík síðustu 7-8 árin. Gyða segir að rætt hafi verið um að starfsemi í félagamiðstöðvum sé að mestu leyti fyrir frískt fólk. Eldra fólkið geti sjálft séð um spila- mennsku, dansleiki og fleira, og því óþarfi að hafa starfsfólk á launum frá því opinbera á slíkum samkom- um. Auk Samstarfsnefndar voru Vart við mikinn smá- físk á Austfjarðamiðum Eftirlitskerfið er ónýtt, segir Högni Skaftason skipstjóri „VIÐ vorum á Breiðdalsgrunninu fyrir tæpum hálfum mán- uði þegar vart varð við mikinn smáfísk í aflanum. Þarna voru rúmlega 15 skip að ausa upp smáfiski," sagði Högni Skaftason, skipstjóri á Hoffelli SU, í samtali við Morgunblaðið. „Ólafur Gunnarsson, skipstjóri á Ljósafelli SU, hafði samband við Hafrannsóknastofnun og lét vita af þessu," sagði Högni. „Hann fékk þau svör að þeir lokuðu ekki þó einhver einn hringdi, það yrðu allir að hringja og svo yrði mælingamað- ur að vera á svæðinu. Eg á ekki von á að skipstjórnarmenn hafi samband við þá aftur fyrst undir- tektirnar eru svona, menn eru bara að gera sig að fífli með því að láta vita af þessu. Svo eru þessir sömu menn að óska eftir samvinnu við fiskimenn. Það hefur enginn einasti mælingamaður verið á Austfjarða- svæðinu það sem af er árinu. Þeir sendu að vísu varðskip sem kom sólarhring seinna en þá var auðvitað búið að drepa mest af físk- inum þama. Varðskipsmennirnir fóru um borð í skipin og mældu og reyndist fiskurinn langt undir mörkum, þeim ofbauð þetta alveg. Það sjá allir að þetta er glatað kerfí og kemur ekki að neinu gagni við að vemda smáfiskinn." Mikið um smáþorsk Högni sagði að svæðinu hafí ver- ið lokað í viku en það hafí verið kominn stór floti aftur á mánudag. Hann sagði að það þyrfti að taka mun harðar á þessu en gert væri, því þó innan um væru menn sem vildu ekki taka taka þátt í smáfiska- drápi væm þeir mun fleiri sem ekki færu nema þeir væm reknir út af smáfiskaslóðinni með harðri hendi. Högni sagði að nú væri mjög mikið um smáþorsk sem lítið virtist af fyrir nokkrum ámm. Hann sagði að grípa yrði til raunhæfra aðgerða til að venda þennan smáfisk. „Þetta er glatað kerfi. Það þyrfti ef til vill að vera eftirlitsmaður um borð í skipunum sem sæi til þess að farið væri í land með hvem ein- asta ugga. Með því móti fæm menn kannski að yfirgefa smáfiskaslóðir og leita að betri físki, því það skilar litlum arði að veiða þessa titti,“ sagði Högni. -------» ♦ ♦-------- Febrúar- skákmót TR Febrúarhraðskákmót Taflfélags Reykavíkur verður haldið sunnu- daginn 21. febrúar kl. 20. 1. verð- laun eru 50% þátttökugjalda. Þrír heiðurspeningar verða einnig veitt- íslandsmeistarakeppni með frjálsri aðferð í 10 og 8 dönsum 1993 verður haldin í íþróttahúsi HafnarQarðar við Strandgötu sunnudaginn 21. febrúar. Keppni hefst kl. 14.00 • Miðasala hefst kl. 12.30 • Húsið opnað kl. 13.00 Keppt verður bæði í standard- og suður-amerískum dönsum. /Hiái vdáamuix! Dansfáð íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.