Morgunblaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1,993 19 A Ahrif kvenna og atvinnulíf ATVINNULÍF framtíðar - Áhrif kvenna er yfirskrift ráðstefnu sem Kvennalistínn heldur laugardag- inn 20. febrúar nk. Þar munu fram- sögukonur ræða stöðu kvenna á vinnumarkaði og velta fyrir sér framtíð íslensks atvinnuÚfs með hagsmuni kvenna að leiðarljósi. Ætlunin er. að benda á þær leiðir sem konur vilja fara til að sporna við atvinnuleysi og skapa ný atvinnu- tækifæri. Ráðstefnan verður í A-sal Hótels Sögu og hefst stundvíslega kl. 10 árdegis. Ollum er heimill aðgangur en skráningargjald er 500 krónur. Skráning hefst kl. 9.45. í hádegis- hléi býðst fundargestum að kaupa sér léttan málsverð. (Fréttatilkynning) ------»■■♦ ♦ Ráðstefna um stéttarfélög HALDIN verður ráðstefna í Borg- artúni 6 á vegum kynningar- og fræðslunefndar BHMR laugar- daginn 20. febrúar um framtíðar- hlutverk stéttarfélaga. Ráðstefn- an hefst kl. 10 (skráning kl. 9.30). Tilgangurinn með þessari ráð- stefnu er að kalla til fýrirlesara, sér- fræðinga og félagsmenn og forystu stéttarfélaga til hreinskilinnar um- ræðu um markmið og leiðir stéttarfé- laga í framtíðinni. Fyrirlesarar verða: ívar Jónsson félagsfræðingur, Ingólfur V. Gíslason félagsfræðingur, Eina Katrín Jóns- dóttir kennari, varaformaður HÍK, og Danfríður Skarphéðinsdóttir, kennari og fyrrverandi alþingismaður. Meðal þátttakenda í_ pallborðsumræðum verða: Anna ívarsdóttir, formaður SÍB, Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, Páll Halldórsson, formaður BHMR, Svanhildur Kaaber, formaður Kenn- arasambands íslands, og Ögmundur Jónasson, formaður BSRB. (Úr fréttatilkynniiigu.) Lestrarmiðstöð Kennaraháskólans hefur starfað frá síðastliðnu hausti Stofnun MND-(hreyfitaugungahrörnunar-)félags Tilgangurinn að vinna að hagsmunum sjúklinga Rafn er einn þriggja fulltrúa í undirbúningsnefnd fyrir stofnfund MND-félags á íslandi. Á þriðja tug íslendinga þjást af MND, þ.e. hreyfitaugungahrörnun. „TILGANGUR félagsins verður fyrst og fremst að vinna að hags- munum MND-sjúklinga, en það verður líka opið aðstandendum sjúklinganna og öllum sem vilja liðsinna þeim,“ segir Rafn Jóns- son, sem er ásamt Sjgríði Eyj- ólfsdóttur og Jónu Öllu Axels- dóttur í undirbúningsnefnd fyrir stofnfund MND-félags á íslandi. Fundurinn verður haldinn í húsi MS-félags íslands, Álandi 13, á morgun kl. 14. Þrír til fimm greinast á ári Rafn sagði að árlega greindust þrír til fimm íslendingar á öllum aldri með MND (motor neurone disease), eða hreyfitaugungahrörn- un, og leggst hún á efri og neðri hreyfitaugunga með rýmun og stigvaxandi vöðvalömun. Oft eru fyrstu sjúkdómseinkennin óljós, s.s. staðbundinn vöðvakipringur eða stirðleiki, en vöðvarýmun og lömun fylgja í kjölfarið og draga sjúkling- inn til dauða á að meðaltali fimm til tíu árum. Aðspurður sagði Rafn að sjúk- dómurinn væri ekki sá sami og MS. „Sjúkdómseinkenni MS koma og fara. Sjúklingurinn getur verið góður einn daginn og slæmur næsta dag. MND fylgir hins vegar varanleg hrömun, vöðvar rýma og verða smám saman óstarfhæfir," sagði hann og lagði um leið áherslu á að sjúkdómurinn legðist misjafn- lega á fólk. „Hvert tilfelli er ein- stakt. Sumir fara hægt og sígandi, eru kannski með sjúkdóminn á annan áratug, en aðrir fara fljótar, kannski á tveimur árum. Sjúkling- arnir lamast oft fyrst í höndum og fótum og stundum dregur hjarta- lömun þá til dauða.“ Algengast er að sjúkdómurinn geri vart við sig hjá fólki á aldrin- um 40 til 60 ára. Hann getur þó lagst á alla aldurshópa að sögn Rafns. „Eg hef heyrt til þess að böm hafi fæðst með MND og ung- lingar hafa fengið sjúkdóminn hér á landi,“ sagði hann í þessu sam- bandi. Aðspurður sagði hann að orsakir sjúkdómsins væru mönnum hulin ráðgáta og engin lækning hefði fundist við honum. Núlifandi MND-sjúklingar á íslandi á þriðja tug Á þriðja tug núlifandi íslendinga þjást af MND og hefur hópur þeirra, aðstandenda þeirra og vel- unnara ákveðið að stofna MND- félag, þ.e. hagsmunasamtök MND- sjúklinga. „Stofnfundurinn er á laugardaginn og starfsemin hefur ekki verið mótuð með formlegum hætti en verkefni okkar verður þó m.a. að aðstoða þá sem sjúkdómur- inn kippir út úr atvinnulífinu við að aðlagast breyttum aðstæðum," sagði Rafn. „Við höfum líka hugsað okkur að beita okkur fyrir því að sjúklingarnir fái meiri §árhagsst- uðning en aðeins 40.000 kr. ör- orkubætur eins og nú, a.m.k. til að byija með. Fjárhagsskortur hef- ur oft komið niður á sjúklingunum bæði beint og óbeint með því að erfíðleikar af þessu tagi leiði t.d. til hjónaskilnaða eða annarra erfið- leika á heimilinu. Framtíðar- markmið félagsins verður svo að koma upp húsnæði fyrir sjúkling- ana á svipuðum forsendum og SEM-hópurinn hefur gert,“ sagði hann. Aðspurður sagðist Rafn vænta þess að samstarf yrði við MS-félagið en enn ætti eftir að móti því farveg. Yfir 40 nemendur hafa fengið aðstoð LESTRARMIÐSTOÐ tók tíl starfa víð Kennaraháskóla íslands síðast- liðið haust. Hlutverk hennar er meðal annars að þjóna nemendum á öllum skólastigum víðs vegar um landið sem eiga við sértæka lestrarerfiðleika að glíma. í vik- unni var formönnum og forstöðu- mönnum félaga og stofnana i mennta- og uppeldismálum boðið að kynna sér húsnæðið og starf- semi þess. I ræðu við þetta tæki- færi sagði Rannveig Lund for- stöðumaður Lestrarmiðstöðvar- innar og eini starfsmaður hennar, að nemendur væru langflestír frá grunn- og framhaldsskólum í Reykjavík, en það ættí eftír að breytast þegar nýr starfsmaður bættist við á næsta ári. Rannveig Lund sagði í samtali við Morgunblaðið, að allar umsóknir um greiningu og ráðgjöf færu í gegnum skólana sjálfa. Voru þannig send bréf til allra grunnskóla í Reykjavík, framhaldskóla landsins og fraeðslu- stjóra í október sl. Umsóknir hafa borist fyrir 22 grunnskólanemendur, þar af eru 8 á biðlista, en 29 nemend- ur úr framhaldsskólum hafa komið til greiningar og eru þeir allir úr Reykjavík nema einn. Fjórir fram- haldsskólanemar eru á biðlista. Rannveig sagði að með ráðningu annars starfsmanns frá og með næsta hausti yrði mögulegt að sinna fleiri hlutverkum Lestrarmiðstöðvar- innar en hægt hefði verið að gera í vetur. „Reynslan hefur sýnt, að for- eldrar hafa þörf fyrir leiðbeiningar um hvemig þeir geti hjálpað bömum sínum við heimanám og er fyrirhug- að að halda námskeið þess 'efnis fyr- ir foreldra á næsta skólaári." Meðal annarra hlutverka Lestr- armiðstöðvarinnar er að bjóða full- orðnu fólki með lestrarörðugleika greiningu, kennslu og ráðgjöf, að standa fyrir rannsóknum á læsi, lestri og lestrarkennslu og að gefa kennaranemum kost á að kynnast starfi Lestrarmiðstöðvar. Bílamarkadurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraim Kopavogi, simi 671800 V.W. Golf GL 1.8 sport ’92, grænsans, 5 g., ek. 8 þ., vökvast. o.fl. V. 1090 þús. stgr. MMC Lancer GLXi 4x4 Hlaöbakur ’91, vinrauöur, 5 g., ek. 18 þ., rafm. í öllu, þjófav.kerfi, fjarst.læsingar o.fl. V. 1130 þús. Bein sala Peugout 309 GL Profile ’91,5 dyra, rauö- ur, 5 g. Gott ástand. v. 595 þús. stgr. Toyota Corolla XL ’88, 5 dyra, blásans, 5 g., ek.. 65 þ. Gott eintak. V. 540 þ. stgr. Nissan Pickup 2.3 diesel ’87, vsk.bíll, ek. 90 þ. Gott ástand. V. 495 þ. (m/vsk). Toyota Corolla Liftback XL '88, steingr- ár, 5 g., ek. 90 þ. Einn eigandi. V. 690 þ. stgr. Mazda E-2000 4x4 ’87, hvítur, 5 g., ek 130 þ. Vól nýl. uppt. V. 720 þ. Jeep Cherokee 2.8 L ’84, rauöur, 5 gíra, óvenju gott eintak. V. 790 þ. stgr. Lada Sport m/léttistýri '88, 5 g., ek. 57 þ. V. 320 þ. Sk. ód. Chevrolet Blazer Thao '87, sjálfsk., ek. 64 mílur. Toppeintak. V. 1.170 þ. Daihatsu Feroza EL II ’90, 5 g., ek. 58 þ. Ýmsir aukahl., V. 980 þ. Nissan Sunny GTi 100 NX ’92, m/T-topp o.fl. Einn m/öllu. Ek. 4 þ.km. V. 1.400 þ. Sk. ód. Subaru Justy J-10 4x4 ’85, 5 g., ek. 100 þ. Allur nýyfirfarinn. V. 230 þ. stgr. OPIÐ SUNNUDAGA KL. 14 - 18. fHEILSUDAGAR -ÞREK OG ÆRNGATÆKI ^ Glæsílegt tilboð Allt að 60% afsláttur Otrolcgt verð ó lyftingabekkjum meé lóðum: Bekkur með fótuæfingum, armæfingum og 50 kg. lóðasetti, kr. 16.900, stgr. 16.055. Bekkur með fóta- og flugu- æfingum og 50 kg lóðasetti kr. 18.900, stgr. 17.955. Takmarkað magn. Æfingostöðvar ó fróbæru verði: YORK 1001 með yfir 30 æfingum, verð aðeins kr. 29.900, stgr. 28.405, verð óður kr. 37.100. Y0RK 1001 með butt- kr. 36.800, stgr. 34.960. KETUIR MULTI- rð nú kr. 68.000, stgr. 64.600, verð óður kr. 85.000. Þrekhjól, veró eins kr. 11.680, stgr. 11.090. Þrekhjól meó púlsntæli kr. 13.200, stgr. 12.540. Bæói hjólin eru meó tölvumæli meó klukku, hraða og vegalengd, stillanlegu sæti og stýri og þægilegri þyngdarstillingu. Ministeppet, verð aðeins kr. 4.900. Litli þrekstiginn gerir sama gagn og stðr en er miklu minni og nettari og kostar auðvitað miklu minna. Simar 35320 Einnig fribær tilboð i öðrum þrek- og æfingatækjum, svo sem æfingastöðvum, fjölnotatækjum, mörgum gerðum þrekhjóla, handlóðum, trimmsettum, dýnumogfl. VARAHLUTIR OG VIÐGERÐIR, VANDIÐ VALIÐ 0G VERSLIÐIMARKINU 688860 Armúla 40 /VL4R

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.