Morgunblaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1993 Samið við ístak og KS verktaka VERKKAUPAR SH verktaka hafa snúið sér til annarra verk- taka eftir að fyrirtækið var lýst gjaldþrota. Félagsstofnun stúd- enta hefur ákveðið að ganga til samninga við KS verktaka um byggingu stúdentagarða og samið hefur verið við Istak um byggingu kirkju í Grafarvogi og verklok við hús Hampiðjunnar. Pálmi Kristinsson framkvæmda- stjóri Verktakasambands íslands sagði að SH verktakar hefðu verið með sjö verkefni í gangi þegar fé- lagið var lýst gjaldþrota. Verkefnin voru bygging kirkju í Grafarvogi, brúarsmíði yfir Elliðaár, stúdenta- garðar fyrir Félagsstofnun, íþrótta- hús í Vogum, verksmiðjuhús fyrir Hampiðjuna, bygging nýrrar flug- umferðarmiðstöðvar og bygging íbúðarhúsa í Setbergshlíð. Samið við ístak Samið hefur verið við ístak hf. um byggingu Grafarvogskirkju og verklok við hús Hampiðjunnar. Vegagerðin hyggst bjóða út smíði brúar yfir Elliðaár á ný. Pálmi sagði að hann hefði frétt það síðast að sveitastjórnin í Vogum væri í við- ræðum við verktaka um byggingu íþróttahússins. Hins vegar væri allt ófrágengið varðandi framkvæmdir í Setbergshlíð. Pálmi sagði að þrír hagsmunaað- ilar, þrotabú SH verktaka, verk- kaupar og tryggingarfélag verk- kaupans, kæmu að samningum um áframhald framkvæmda. Hann kvaðst telja að verkkaupinn hefði heimild til að rifta samningum og innleysa tryggingu þrátt fyrir að þrotabúið treysti sér til og hefði alla burði til að ljúka verksamning- um. Vegagerðin hefði innleyst ábyrgð tryggingarfélagsins og boð- ið verkið út á ný og í því tilfelli væri tryggingarfélagið augljóslega að tapa fjármunum. V erktakatrygging Pálmi sagði að sá háttur væri jafnan hafður á að verkkaupi tryggði sig hjá ákveðnu tryggingar- félagi gegn gjaldþroti verktakans. Yfírleitt væri um að ræða 5% eða 10% verktryggingu, þ.e. 5% eða 10% af verksamningsupphæðinni. Pálmi sagði að mikill kostnaður fylgdi því að skipta um verktaka. Tilgangurinn með tryggingunni væri sá að standa straum af þeim kostnaði sem því fylgir komi til þess að verktaki falli frá verki eftir að það er hafíð. Morgunblaðið/Sverrir Sest að samningaborðinu Fulltrúi sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum komst ekki á fundinni í gær en fundað verður með honum í dag og fer það eftir niðurstöðu þess fundar hvort gengið verður í það að gera heild- arkjarasamning fyrir alla starfshópa um borð í Heijólfi. Afram fundað í Heijólfsdeilu ÁFRAM verður haldið tilraunum til að gera heildarkjarasamning við alla starfshópa sem starfa um borð í Heijólfi á fundi hjá ríkis- sáttasemjara í dag, en sá fundur verður með fulltrúum sjómannafé- lagsins Jötuns í Vestmannaeyjum. Fundurinn hefst klukkan 11. Fundur var með fulltrúum ann- Gíslasonar, stjómarformanns Her- arra stétta sem starfa um borð í jólfs, lýstu þeir allir áhuga sínum á Herjólfí í gær og að sögn Gríms að halda áfram viðræðum um heild- arkjarasamning. Ef viðbrögð sjó- mannafélagsins yrðu á sömu nótum gerði hann ráð fyrir að haldið yrði áfram viðræðum af krafti um helg- ina. Verkfall stýrimanna um borð í Heijólfí hefur staðið yfir frá því 3. febrúar eða í rúman hálfan mán- uð. Friðrik Sophusson um stöðu samningamála við opinbera starfsmenn Misskiíníiigiu* að slitnað hafi upp úr viðræðum Ómögulegt og útilokað að auka kaupmátt þegar þjóðartekjur falla FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra segir það mikinn misskilning að slitnað hafi upp úr samningaviðræðum milli ríkisins og BSRB en formenn aðildarfélaga BSRB sem þátt taka í samfloti um gerð kjarasamninga hafa samþykkt að hefja undirbúning að atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls. Fjármálaráðherra sagði að sam- kvæmt upplýsingum samninga- nefndar ríkisins hefðu báðir aðilar lýst yfír vilja til áframhaldandi Gunnar Guðmundsson, lögfræð- ingur Sophiu, sagði að dómarinn í sakamálinu hefði frestað dómsúr- skurði um einn mánuð á þeirri for- sendu að gögn vantaði, þ.e. fæðing- arvottorð dætra Sophiu og Halims. I beinu framhaldi hefði Hasíp Kap- lan, tyrkneskur lögfræðingur Sophiu, farið fram á að dómarinn viki þar sem um óeðlilega töf væri að ræða. Dómarinn tekur sjálfur ákvörðun um hvort hann víkur eða lætur annan dómara um að ákvarða hvort hann situr eða annar dómari verður látinn taka við í stað hans. Sakamál vegna brota Halims A1 á samningaviðræðna og ákveðið á síðari samningafundi, 16. febrúar, að hafa samband og ákveða fram- hald viðræðna að loknum fundi for- umgengnisrétti Sophiu við dætur þeirra í sumar hafa verið rekin í tvennu lagi fyrir dómstólum en hafa nú verið sameinuð í eitt. Hvort sem dómarir.n í sakamálinu víkur eða ekki er gert ráð fyrir að dómur verði upp kveðinn 18. mars. Þess má geta að hvorki Halim A1 né lögfræðingar hans mættu til réttarins þegar kveða átti upp úrskurð í sakamálinu um kl. 8 að íslenskum tíma í gærmorgun. Höfðað mál vegna skólagöngu Blaðamaður Aktiiel hefur eftir nágranna Halims að eftir að hann hafí kvænst þriðju eiginkonu sinni, manna aðildarfélaga BSRB. Það hafí komið á óvart að Kennarasam- bandið og BSRB gripu til þeirra ráða, þegar viðræður væru rétt að byija og stæðu yfír, að hafa at- kvæðagreiðslu um verkfall. „Fólkið í verkalýðsfélögunum og þar á meðal í starfsmannafélögum opinberra starfsmanna verður auð- vitað sjálft að ákveða hvort það sem sé strangtrúuð, hafí hann hætt öllum samskipum við nágrannana. „Stúlkurnar fá ekki að hafa neitt samband við fólkið í húsinu, ekki koma fram á stigapallinn, hvað þá að útidyrahurðinni. Kl. 7.30 á morgn- ana ekur Halim þeim í kennslu þar sem eingöngu eru kennd íslömsk fræði og heim koma þær kl. 19.30 á kvöldin. í raun ættu þær að vera í grunnskóla," er haft eftir nágrann- anum. Þess má geta að höfðað hefur verið sérstakt mál á hendur Halim fyrir að láta systumar ekki ganga í almennan grunnskóla. Blaðamaður Aktiiel spurðist fyrir um systumar hjá einum leiðbeinanda þeirra. Hann sagði að þeirri eldri gengi mun betur að læra Kóraninn utan bókar en þeirri yngri. Reynt var að ná tali af stúlkunum en án árang- urs að því er segir vegna hótana frá Halim Al. Blaðagreinin endar með þessum orðum. „Við þessar aðstæður geta stúlkurnar ekki einu sinni vitað hvað þær vilja sjálfar." hyggst leggja niður vinnu. Ríkis- stjórnin mun að sjálfsögðu ekki reyna að hafa áhrif á þá afstöðu. Hitt er annað mál að það blasir við hveijum manni að það hlýtur að vera ómögulegt og útilokað að auka kaupmátt þegar þjóðartekjur falla. íslendingar þekkja það þjóða best hvernig fer þegar reynt er að skipta meiru en því sem til skiptanna er. Slíkt hefur endað í óðaverðbólgu sem hefur jafnan komið þeim lak- ast settu verst,“ sagði Friðrik. Ekkert svigrúm Friðrik sagði eftir fulltrúum sín- um í samninganefnd ríkisins (SNR) að haldnir hefðu verið tveir samn- ingafundir SNR, Reykjavíkurborg- ar og launanefndar sveitarfélaga með viðræðunefnd BSRB. Á fyrri fundinum þar sem BSRB kynnti kröfugerð sína hefði samninga- nefnd ríkisins greint frá því að rík- ið teldi ekki svigrúm vera fyrir hendi til launahækkana og að verð- trygging launa væri óásættanlegt fyrirkomulag. Á síðari fundinum 16. febrúar hafí einkum verið rætt um mennt- unarmál starfsmanna, skatta og skatteftirlit og atvinnuleysistrygg- ingar og um átak í atvinnumálum. Einnig hafí formaður BSRB ítrekað kröfur um launahækkanir. Samn- inganefnd ríkisins hafi hins vegar vísað til fyrri afstöðu og lagt áherslu á að áfram yrði rætt um kröfugerðina í heild og í samhengi við framvindu samningaviðræðna ASÍ og VSÍ. Niðurstaða verði viðunandi „Við höfum lagt áherslu á efna- hags- og atvinnumál og að rætt verði við viðsemjendur okkar ásamt aðilum vinnumarkaðarins. Það verður að gæta þess að niðurstaða kjarasamninga verði þannig að all- flestir geti vel við unað,“ sagði Frið- rik. Jón Viktor Gunnarsson Islensku strákarnir signrsælir ÍSLENDINGAR náðu besta heild- arárangri á Norðurlandamótinu í skólaskák sem lauk fyrir skömmu í Noregi, eins og þeir hafa raunar gert undanfarin þrjú ár. Teflt var í fimm aldursflokkum og fengu íslensku skákmennirnir samtals 36 vinninga, en Svíar sem næstir komu fengu 34 vinninga. Danir urðu í 3. sæti með 30 vinninga. íslendingar unnu tvöfaldan sigur í tveimur aldursflokkunum. í aldurs- flokki 11-12 ára sigraði Jón Viktor Gunnarsson með fullu húsi, 6 vinn- ingum, og í öðru sæti varð Bragi Þorfinnsson með 4 vinninga. í aldurs- flokki 13-14 ára sigraði Arnar Gunnarsson og fékk hann fímm vinn- inga eins og Matthías Kjeld sem varð í 2. sæti, en Araar var úrskurð- aður sigurvegari á stigum. Fyrirmyndar móttökur í flokki skákmanna yngri en tíu ára urðu Sigurður Steindórsson og Davíð Kjartansson í 4. og 5. sæti. I flokki 15-16 ára og 17-19 ára varð árangurinn slakari, enda gátu okkar sterkustu skákmenn í þeim ekki tek- ið þátt í mótinu. Olafur H. Ólafsson var farastjóri íslensku skákmannanna í ferðinni til Noregs. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið vera mjög ánægður með útkomuna. Þá hefðu móttökur Norðmanna og allur aðbúnaður keppenda verið til fyrirmyndar. Úrskurði í sakamáli gegn Halim A1 frestað Lögfræðing-ur Sophiu fer fram á að skipt verði um dómara DÓMARI í sakamáli á hendur Halim A1 vegna brota hans á umgengnis- rétti Sophiu Hansen við dætur þeirra frestaði dómsúrskurði um einn mánuð, eða til 18. mars, í gærmorgun. Hasíp Kaplan, lögmaður Sop- hiu, hefur farið fram á að dómarinn víki þar sem um óeðlilega frestun sé að ræða. Dablaðið Aktiiel í Istanbúl birti grein um daglegt líf systr- anna í gær. Þar segir að faðir þeirra fylgi þeim í kennslu í íslömskum fræðum kl. 7.30 á morgnana og komi með þær heim aftur kl. 19.30 á kvöldin. Þær fái ekki að hitta jafnaldra sína og nágranna í húsinu, fái ekki einu sinni að koma fram á stigapallinn í fjölbýlishúsinu. Tekið er fram að stúlkurnar séu ávallt með slæður eins og þriðja eiginkona Halims sem hann er nýkvæntur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.