Morgunblaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19 FEBRÚAR 1993 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19 FEBRÚAR 1993 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Rjtstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Út úr veruleikanum? Forystumenn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og Kennarasambandsins hafa ákveðið að leggja fyrir félags- menn sína tillögu um boðun verk- falls 22. marz næstkomandi. BSRB hefur krafizt 5% kaup- hækkunar strax og 2% til viðbót- ar seinna á samningstímanum, lækkunar ýmissa álaga á almenn- ing og aðgerða til að minnka atvinnuleysi. Hjá samninganefnd ríkisins hafa kröfur um sama kaupmátt og 1989 ekki hlotið hljómgrunn. „Við höfum átt tvo samninga- fundi þar sem okkar kröfum er hafnað og ég lít reyndar svo á að það hafí verið sett fram gagn- tillaga um að við sættum okkur við þá kjararýmun sem framund- an er á komandi samningatíma- bili,“ sagði Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, í Morgunblað- inu í gær. „Svörin sem við feng- um voru þau að fólk, sem talaði svona, rímaði ekki við hinn ís- lenzka veruleika. En þetta er sá veruleiki sem verið er að skapa okkur og menn vilja gjaman fara út úr honum.“ Hver er íslenzkur vemleiki þessa dagana? Þjóðartekjur okk- ar dragast saman vegna versta aflabrests um árabil. Verðhmn á mörkuðum fyrir stóriðjuafurðir þýðir sömuleiðis tekjurýmun og ekki er útlit fyrir að ný stóriðja verði byggð hér á næstu áram. Skiiyrði á mörkuðum okkar fyrir fískafurðir era ekki með hag- stæðasta móti. Hagvöxtur dregst saman og ísland er komið í næstneðsta sæti aðildarríkja OECD með neikvæðan hagvöxt. Atvinnuleysi er meira en þekkzt hefur í áratugi. Gífurlegur halli er á ríkissjóði, sem annars vegar eykur á erlenda skuldabyrði og heldur hins vegar uppi raunvöxt- um. Hvernig ætla BSRB og KÍ að „fara út úr“ þessum veraleika? Ætla forystumennimir að auka þorskaflann í kjarasamningum? Ætla þeir að semja um nýtt álver eða hærra verð á útflutnings- mörkuðum við samninganefnd ríkisins? Halda þeir að atvinna aukist með því að krefjast kaup- hækkana, sem enginn grandvöll- ur er fyrir, og hóta svo verkföll- um, á meðan þúsundir manna ganga atvinnulausar? Það má einnig spytja hvort starfsmenn hins opinbera séu búnir að gleyma að þeir, sem borga launin þeirra, þ.e. skatt- greiðendur, sjá fram á gífurlegan halla á sameiginlegum sjóði sín- um. BSRB hefur mótmælt báðum aðferðunum við að ná þessum halla niður; að draga saman ríkis- útgjöldin og að hækka skatta. Kauphækkun til opinberra starfs- manna myndi enn auka á halla- reksturinn. Ríkissjóðshallinn heldur uppi vöxtum og bitnar þannig með tvöföldum þunga á heimilum og fyrirtækjum. Vilja forystumenn opinberra starfs- manna viðhalda þessu ástandi? Veraleikinn í þessum efnum er ekki aðeins íslenzkt fýrirbæri, heldur má fylgjast með svipaðri þróun um öll Vesturlönd. 1 Fær- eyjum hafa opinberir starfsmenn tekið á sig launalækkun til þess að komast hjá fjöldauppsögnum. Þó gæti komið að slíkum upp- sögnum þar vegna hins hrikalega efnahagsástands. Frá Finnlandi koma svipaðar fréttir. í fyrradag tilkynnti Bill Clinton Bandaríkja- forseti að hann myndi frysta laun starfsmanna alríkisstjómarinnar í heilt ár. Þessi ákvörðun Clintons er þáttur í viðleitni hans til að ná tökum á fjárlagahallanum. Þegar áföll ríða yfír, verða all- ir að taka á sig byrðar. Það er löngu ljóst að tilefni til kaup- hækkana er ekkert, hvorki á al- mennum vinnumarkaði né hjá hinu opinbera. Efnahagsaðgerðir ríkisstjómarinnar era þungur baggi fyrir marga, en það liggur þó ljóst fyrir að áhrif þeirra á kaupmátt þeirra, sem lægst hafa laun, era mun minni en á kaup- getu hinna betur settu. Það er hægt að komast út úr þeim veraleika, sem íslendingar búa við. En það gerist ekki með kröfum um launahækkanir, sem eiga að greiðast af minnkandi þjóðartekjum. Það gerist ekki heldur með hótunum um verk- föll. Það getur gerzt með sam- stilltu átaki allra aðila, stjóm- valda og aðila vinnumarkaðarins. Slíkt átak þarf að miða að auk- inni framleiðni, hagkvæmni og skilvirkni, jafnt hjá hinu opinbera sem einkafyrirtækjum. Það þarf að stuðla að nýtingu hugvits og rannsókna til að búa til betri út- flutningsvörar og afla nýrra markaða. Það þarf að miða að því að auka atvinnu í stað þess að hækka laun. Með slíku átaki á fremur að stuðla að minni halla ríkissjóðs og lægri vöxtum en útgjaldaþenslu, hallarekstri og skuldasöfnun. Með þessu eru, skapaðar forsendur fyrir auknum hagvexti í framtíðinni, sem er eina uppspretta aukins kaup- máttar. Skilyrði þess að þetta takist; að við komumst út úr núverandi aðstæðum okkar; er friður á vinnumarkaðnum og samvinna allra aðila. Opinberir starfsmenn ættu því að slíðra verkfallsvopnið og ganga af heil- indum til samstarfs á nýjum for- sendum. Dómsmeðferð „barnsránsmálsins“ hafin fyrir héraðsdómi Reykjavíkur Tollur og útlendingaeftirlit vöruð við hugsanlegu brottnámi telpnanna STJÚPFAÐIR Ernu Eyjólfsdóttur sagði í vitnisburði fyrir rétti í máli ákæruvaldsins gegn James Brian Grayson, fyrrum eiginmanni og barnsföður Ernu, og Donald M. Feeney, for- stjóra CTU, fyrirtækis sem sérhæfir sig í að nema á brott börn bandarískra foreldra sem haldið er erlendis, að skömmu eftir að Erna flúði til Islands með dætur sínar í trássi við úrskurð bandaríks dómstóls hafi hann rætt við tollverði og útlendingaeftirlit á Keflavíkurflugvelli, látið þeim í té mynd- ir af bömunum og varað þá við, að ef til vill yrði gerð til- raun til að nema þær á brott og flytja úr landi. Fram kom að um leið og Erna hafði gert foreldrum sínum aðvart um brottnámið hafi stjúpfaðir hennar hringt í vaktstjóra tollgæsl- unnar á flugvellinum og gert ráðstafanir til að menn þar væru viðbúnir. Aðalmeðferð „barnsránsmálsins" fyrir Hér- aðsdómi Reykjavíkur hófst í gær og voru þá yfirheyrðir hin- ir ákærðu, Grayson og Feeney, ásamt Ernu, móður hennar og stjúpföður. I dag verður yfirheyrður fjöldi vitna sem kom að málinu með ýmsum hætti hér á landi og að því loknu flytja sækjendur og verjendur ræður sínar. Hjörtur O. Aðalsteins- son héraðsdómari stefnir að því að kveða upp dóm í málinu fyrir 3. mars næstkomandi. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Ráðgast í réttarhléi JAMES Brian Grayson, annar frá hægri, og núverandi kona hans, Ginger, ráðgast við lögfræðing Gray- sons, Óskar Magnússon og Örn Clausen, veijanda Don Feeneys. Játaði brottnám í Lúxemborg í skýrslu rannsóknarlögreglu í Lúxemborg um afskipti hennar af brottnámi Elísabetar, dóttur Ernu Eyjólfsdóttur, kemur fram að eftir að Judy Feeney, Jacquie Davis og Lawrence Canavan höfðu Lúxem- borg hafi Judy Feeney greint frá starfsemi fyrirtækis hennar og eiginmanns hennar og aðdraganda brottnámsins og sagt fyrirtækið hefði verið ráðið til að að nema börn- in á brott til að bjarga þeim og koma í hendur feðranna sem hefðu fengið forræði fyrir bandarískum dómstól- um. Fyrirtækið væri sérhæft í slík- um aðgerðum. Telpan hélt sig vera að flytja til London með móður sinni Einnig kom fram að í samtali við Elísabetu Pittman, 10 ára dóttur Ernu og Frederick Pittman, hafí telpan tjáð lögreglu í Lúxemborg að hún væri að flytjast til London þar sem móður hennar væri að fara að byrja í nýrri vinnu. Hún yrði samferða vinum mömmu sinnar sem myndi koma með næstu vél. Veij- endur mannanna og Donald Feeney mótmæltu þessari skýrslu, þar sem hún byggðist á frásögn manna sem ekki kæmu fyrir dóm í málinu um óstaðfest ummæli fólks sem kæmi heldur ekki fyrir dóminn. Þórir Oddsson, vararannsóknar- lögreglustjóri og sækjandi málsins, lagði þessa skýrslu fram í réttinum í gær og sagði að hún væri afar þýðingarmikil í málinu þegar haft væri í huga hvenær hún væri tekin, snemma dagsins þegar barnsránið var fyrst kært og vitneskja yfírvalda hér á landi, hvað þá fyrirframvitn- eskja lögreglu í Lúxemborg, um at- vik og forsögu málsins hefði verið nær engin. Undir þeim kringum- stæðum hefði verið aflað þessara gagna sem sýndu að ásetningur um barnsrán hefði búið að baki hjá Donald Feeney og samstarfsmönn- um hans við komu til landsins. Takmarkaðar umræður um aðdragandann í upphafi yfirheyrslunnar yfír Ja- mes Brian Grayson rakti hann að- draganda þess að fjölskylda hans í félagi við Frederick A. Pittman, fyrri eiginmann Ernu, réð Donald Feeney og starfsmenn hans hjá CTU til starfa til að aðstoða þá við að fá telpurnar afhentar en feðrunum hafði verið dæmt forræði þeirra fyr- ir bandarískum dómstóli. Hann rakti það sem Erna stað- festi síðar við yfírheyrslur, að meðan skilnaðannál þeirra var rekið hafí hún búið við hraklegar aðstæður og verið sjúk, m.a. vegna áfengisneyslu og notkunar róandi lyfja. Að öðru leyti takmarkaði dómari umræður um aðdraganda skilnaðar þeirra og deilna um forræði telpnanna þar sem slíkur vitnisburður gæti átt erindi í forræðismáli en hefði ekki beina þýðingu fyrir þetta sakamál. Hann samþykti í upphafi að Gray- son, sem einnig fékk lagða fram u.þ.b. 100 blaðsíðna skýrslu um þessi mál sér til varnar, greindi stuttlega frá þessu til að útskýra hvaða hvatir hefðu legið að baki þegar hann réð Feeney og fyrirtæki hans til starfa. Einnig kom fram að félagsmálayfirvöld í Reykjavík og Garðabæ hefðu komið að málinu en hefðu engar athugasemdir gert vegna aðbúnaðar barnanna hér á landi. Sá þátt um CTU í sjónvarpi Grayson sagði að skömmu eftir að hann hefði ráðið lögfræðing til starfa hér á landi og fregnað hjá honum að málaferli vegna forræðis- deilunnar gætu dregist á langinn hafí hann frétt af sjónvarpsþætti um CTU-fyrirtækið og störf þess í þágu 10 þúsund bandarískra barna, sem haldið væri nauðugum erlendis. James Brian Grayson sagði að móð- ir hans hefði orðið sér úti um númer- ið hjá fyrirtækinu, haft samband við Frederick A. Pittman, föður eldri telpunnar, Elísabetar, og síðan hefði verið haft samband við CTU. Grayson sagði að foreldrar hans hefðu hringt í fyrirtækið upphaflega en síðan hefðu hann og Pittman einnig rætt við fólk þar og sent því ýmis gögn. Skilningur hans hefði verið sá að CTU ætlaði að reyna að flýta því með löglegum hætti að Erna léti börnin af hendi. Hins veg- ar hefði fyrirtækið sagt honum að hann fengi ekkert að vita nema það sem hann þyrfti að vita og um miðj- an janúar hefði honum verið sagt að koma til íslands. Því hafí hann hlýtt, búið á Holiday Inn hótelinu í tvo daga og þá verið sagt að snemma næsta morgun yrði farið úr landi því nú fengjust bömin afhent. Hann hefði svo verið staddur í sendiferða- bíl fyrir utan hótel í bænum þegar honum hefði verið færð dóttir hans og hefðu orðið með þeim fagnaðar- fundir. Þórir Oddsson spurði Grayson af hvetju hann hefði ekki beðið þess að lögfræðingur hans lyki störfum og forræðismálið færi eftir formleg- um leiðum og sagði hann að honum hefði virst að CTU væri lögmæt leið til að hraða málinu. Aðspurður hvað hann hefði talið að CTU gæti sem lögmenn hans gætu ekki sagðist hann hafa talið að þeir byggju yfír árangursríkum aðferðum til að láta málið ganga hraðar fyrir sig á lög- legan hátt. Donald M. Feeney lýsti því að fyrirtæki hans, CTU, sérhæfði sig í þjálfun lögreglumanna og öryggis- varða svo og ýmiss konar sérverk- efnum, t.d. að sækja börn og full- orðna sem haldið væri nauðugum erlendis. Hann rakti hvemig Gray- son-fjölskyldan og síðan einnig Pitt- man hefðu haft samband við fyrir- tækið og eftir ítarlega könnun gagna um forræði barnanna og atvik máls- ins hefði verið ákveðið að velja þetta mál úr hópi annarra til að taka á verkefnalista fyrirtækisins. Hann sagði að í hvert skipti sem mál af þessu tagi væri tekið á dag- skrá hjá fyrirtækinu spyrðu menn hvort „fjandsamlegar aðgerðir" með beitingu valds væru nauðsynlegar; svo hefði ekki verið talið í þessu til- viki. „Við þurfum ekki að gera slíkt í löndum þar sem kristið fólk býr og lög og siðferði eru kristileg," sagði hann. „í löndum þar sem til dæmis múhameðstrúarmenn búa gæti gegnt öðru máli.“ Hins vegar hefði fyrirtækið aldrei beitt valdi í málum af þessu tagi, jafnvel ekki þegar beita hefði þurft flóknum svið- setningum til að flýja úr landi hefði hugvitið ávallt reynst nægilegt vopn. Böm Ernu hefðu ekki verið talin í hættu á íslandi en þau hefðu ekki verið talin örugg hjá móður sinni. Feeney, sem er forstjóri og stjórnar- formaður fyrirtækisins, sagðist sjálfur hafa verið önnum kafinn við ýmis mál og því hefði eiginkonu hans, Judy, sem er næstæðsti yfir- maður CTU, verið falið þetta verk- efni og hefði hún farið til íslands vegna þess. Síðan kvaðst Feeney lítið hafa fylgst með málinu enda önnum kafínn en þó hringt við og við í Judy, t.d. frá New York, og fengið í stuttum samtölum fréttir af því að samningar væra að takast um afhendingu gegn greiðslu upp á 5-10 þúsund dollara. Um þetta leyti hefði Feeney átt erindi til Ziirich og því hefði verið talið ýmissa atriða vegna hentugt að fara með bömin úr landi þangað og afhenda þau þar í því skyni að koma í veg fyrir að lenda upp á kant við lögin á Islandi. Síðan greindi Feeney frá því að foreldrar Ernu hefðu komið í veg fyrir að hún færi með yngra barnið úr landi og því hefði ekki orðið af afhendingunni. Hins vegar hefði hann komið til móts við hópinn í Zurieh, verið kynntur þar fyrir Emu undir réttu nafni og rætt við hana um þessi viðskipti með börnin. Síðan hefði verið farið til íslands á Hótel Holt og í fyllingu timans hefðu böm- in verið afhent en síðan hefði för þeirra verið stöðvuð á Keflavíkur- flugvelli og þeim haldið þar þrátt fyrir að vera með vegabréf og for- sjárúrskurð í höndum frá bandarísk- um dómstóli. Bréf á bréfsefni Carolco í framburði Emu Eyjólfsdóttur rakti hún þá sögu, sem þegar hefur verið greint frá í Morgunblaðinu, hvernig starfsfólk CTU hefði falast eftir framhlið húss foreldra hennar til myndatöku og smám saman yfír- unnið tortryggni fjölskyldunnar, . sem óttaðist að Grayson-fjölskyldan hygði á brottnám yngri telpunnar, Anna Nicole Grayson; henni verið boðin vinna við leit að tökustöðum fyrir kvikmynd hér á landi, látin þýða bréf skrifuð á bréfsefni Ca- rolco-kvikmyndafyrirtækisins og boðið úr landi þess starfs vegna. Þar hefði hún verið kynnt fyrir manni, sem hún vissi nú að væri Don Feen- ey, en hefði verið kynntur fyrir henni sem framleiðand og forstjóri Ca- rolco, Mario Kassar, og sjálfur sagst heita Mario. Vildi aldrei sejja börnin Hún harðneitaði því að nokkra sinni hefði komið til tals að hún væri reiðubúin að selja börnin sín. Hún kvaðst aldrei hafa rætt við Feeney, hvorki sem slíkan né sem Mario Kassar um börn sín eða for- sjármál eða neitt sem þeim við kæmi. Eftir utanlandsferðina hefði hún endanlega hætt að tortryggja fólkið og haldið áfram að starfa með því. Hún lýsti því síðan hvemig henni hefðu verið gefín lyf eftir að hún kom aðfamótt miðvikudagsins 27. janúar af veitingastað með þessum vinum sínum og síðan hefði hún vaknað nokkrum tímum síðar og séð að börnin voru horfín. Fóru að skammast sin fyrir tortryggnina í framburði fyrir rétti rakti móðir Emu einnig hvernig Jacquie Davis hefði fyrir hönd „kvikmyndafólks- ins“ kynnt sig fyrir fjölskyldunni undir fyrrgreindu yfírskyni. Meðal annars kom fram að á ákveðnu stigi hefði Ema sagt hreint út við Jacquie Davis, að fjölskyldu hennar stasði ákveðin ógn af enskumælandi fólki og óttaðist að það væri útsendarar Grayson-fjölskyldunnar þar sem for- ræðisdeilan væri svo hatrömm. Svar Davis hefði verið svo eðlilegt að þær hefðu lagt trúnað á það: „Ég hef verið sökuð um ýmislegt í þessu skrýtna starfí við það að ganga hús úr húsi og segja ótrúlegar sögur um kvikmyndagerð. Aldrei hefur samt nokkur sakað mig um það að veTtr bamaræningi. Ég gæti ekki gert slíkt. Ég veit hvað það er að vera móðir.“ Við þetta svar hefði dregið úr tortryggninni og eftir ferðina þar sem Ema fór til Sviss og kom aftur með bamið hefði fjölskyldan jafnvel byijað að skammast sín fyrir að hafa ekki vartreyst þessu góða fólki og hafa sýnt þá tortryggni að þora ekki að ieyfa litlu telpunni, Anna Nicole Grayson, að fara með til Sviss. Möguleg aðild að Evrópubandalaginu rædd á viðskiptaþingi Meirihluti þátttakenda er fylgjandi aðildarviðræðum AÐILD íslands að Evrópubandalaginu var umræðuefni Við- skiptaþings Verslunarráðs íslands í gær. Á þinginu voru lögð fram og kynnt gögn fimm nefnda um kosti og galla málsins. Var í niðurstöðum reynt að varpa Ijósi á helstu breytingar sem aðild að EB hefði í för með sér fyrir ís- lenskt atvinnulíf. í lok þingsins var skoðanakönnun um af- stöðuna til aðildar að EB og kom þar fram að meirihluti viðstaddra var hlynntur því að hefja viðræður til að skoða nánar með hvaða kjörum Islandi býðst aðild að bandalag- inu. Að sama skapi var mikill meirihluti mótfallinn aðild að EB nú þegar. í skýrslu nefndar sem fjallaði um sjávarútvegsstefnu EB og ís- lenskan sjávarútveg kom fram að efnahagslegt mikilvægi sjávarút- vegs er ekki mikið innan EB. Að- eins 0,14% af landsframleiðslu bandalagsins koma frá sjávarút- vegi og aðeins um 1% af vinnuafl: inu starfar við atvinnugreinina. í þeim aðildarríkjum EB þar sem sjávarútvegur er hvað mikilvæg- astur, á Spáni og í Portúgal, nem- ur hann um 2% af landsfram- leiðslu. Hlutdeild _ sjávarútvegs í landsframleiðslu íslands er um 15%.' Ennfremur segir að þrátt fyrir að efnahagslegt mikilvægi sjávarútvegs sé ekki mikið innan EB sé pólitískt mikilvægi hans þess meira. Þetta orsakist af því að atvinnugreinin er mjög mikil- væg í ákveðnum byggðalögum sem þar að auki séu oft talin vera efna- hagslega vanþróuð. Þessi áhrif byggðastefnu EB á sjávarútvegs- stefnuna sé ein af ástæðum óánægju marga aðildarríkja bandalagsins með sjávarútvegs- málin. í skýrslunni kemur fram að eftirlit aðildarríkja EB með veiðum og afla undir umsjón fram- kvæmdastjórnarinnar í Brussel sé langt frá því að vera nógu virkt, m.a. vegna fjárskorts og takmörk- unar á valdheimildum. Ofveiði á fiskistofnum innan EB sé afleiðing kvótasvindls sem hafi viðgengist og þess að ráðherraráðið hafi oft úthlutað umfram tillögur fiski- fræðinga. Er 25% ofveiði talin al- • geng og stundum jafnvel mun : meiri. EB stefnir nú að átaki í ■ þessum efnum og fyrir ráðherrar- áðinu liggur tillaga frá fram- kvæmdastjórn um nýja reglugerð þar sem eftirlit er hert með notkun gervitungla. 16,5 milljarðar á silfurfati? Innan EB er meginreglan sú að bann er lagt við ríkisstyrkjum sém leiða til ójafnvægis og hafa áhrif á viðskipti milli aðildarríkja. Bann- ið nær ekki til sjávarútvegs, en erfitt er að segja fyrir um hvað styrkir til hans eru háir innan bandalagsins. Þó er talið að á árinu 1991 hafi þeir numið 64,5 milljörð- um króna. Þar af fóru 36,2 millj- arðar til útgerðar og 28,3 milljarð- ar til fiskvinnslu. Miðað við þá upphæð heimfærða upp á Island, ætti íslenskur sjávarútvegur að fá 16,5 milljarða á silfurfati út frá aflamagni. Að sögn Halldórs G. Eyjólfssonar hjá samstarfsnefnd atvinnurekenda í sjávarútvegi, sem kynnti skýrsluna á þinginu, hefur áherslan í úthlutun styrkja EB breyst undanfarin ár. Nú sé aðalá- herslan lögð á að veita styrki til héraða þar sem lífskjör eru lægri en annars staðar innan bandalags- ins. ísland sem aðili að EB ætti því ekki mikla möguleika á þessum styrkjum þar sem efnisleg velmeg- un væri hér mun meiri en í flestum ríkjum bandalagsins. 2 milljarða sparnaður í samskipum við tollayfirvöld í skýrslu nefndar sem fjallaði um skattakerfi EB og íslenska Morgunblaöið/RAX Rætt um kosti og galla EB-aðildar Á VIÐSKIPTAÞINGl íslands í gær voru lögð fram og kynnt gögn um kosti og galla aðildar íslands að EB. skattakerfið kom m.a. fram að eftir 1997 munu tollayfirvöld aðild- arríkja EB ekki koma að virðis- aukaskattskyldum viðskiptum milli landa á innri markaði. Skv. niður- stöðum athugunar sem gerð var á vegum EB meta fyrirtæki kostnað vegna samskipta við tollayfirvöld um 1,7% af virði þeirra viðskipta sem eiga sér stað milli landa. Á "árinu 1991 námu heildarviðskipti íslendinga við lönd EB 114 millj- örðum króna og út frá því má áætla að 2 milljarðar sparist í við- skiptakostnað fyrir íslensk fyrir- tæki vegna minni samskipa við tollyfirvöld ef ísland gerist aðili að EB. í skýrslunni um skattamál segir ennfremur að þó hugsanlegt sé að íslendingar geti haldið óbreyttri virðisaukaskattsprósentu vegna fjarlægðarverndar sé líklegra að pólitískur þrýstingur aðildarríkja EB vegi þar þyngra og álagningar- prósentan á vörur í almenna þrep- inu lækkaði í 15-18% og niður í allt að 5% fyrir vörur sem heimilt er að setja í lægra þrepið. Á viðskiptaþinginu voru enn- fremur kynntar skýrslur nefnda um skipulag EB, stjórnarstofnanir og pólitískt samstarf og fjárlög EB. Þá segir í skýrslu nefndar um landbúnaðarmál að áhrif EB-aðild- ar á landbúnaðinn séu háð inntöku- skilyrðum íslands. Líklegt sé þó að þau verði byltingarkennd og að Núverandi EES EB-aðild Kvótaúthlutun Sjáv.útv.ráðherra Sjáv.útv.ráðherra Ráðh.ráðið til ríkja fsi. stj.völd innan rfkis. Fiskveiðisamn. við önnur rfki Sjáv.útv.r./Alþingi Sjáv.útv.ráðh./Alþingi Framkv.stj. Ráðh.ráð/þing. Viðmið við Viðmið skv. Viðmið skv. Leiðbein.reglur skv. kv.úthl. ákv. Alþingis ákv.Alþingis reglugerð EB Aðrar aðg.við fiskv.stj. en kv.úthl. Sjáv.útv.ráðh. Sjáv.útv.ráðh. Framkv.stj./f undant. ísl.stj.völd. Aðg.að fiskim. Skv. ákvörðun ísl. stj.valda Skv. ákvörðun fsl. stj. valda Skv. EB-rétti. Nú miðað við úthlutun e. reglugerð EB Sp. um ákvæði f aðildarsamn. Fjárf.rétturí sjáv.útv. Skv.ísl. lögum Skv. ísl. lögum Fullt frelsi, nema aðildarsamn. segi annað Veiðieftirlit Hjá ísl. stj.völdum Hjá ísl. stj.völdum Hjá ísl. stj.völdum undir eftirliti framkv.stj. EB Gæðakröfur ísl. reglur ísl. reglur, byggðar á reglum EB EB-reglur, sem Isl. tækju þátt f að setja Verðm.kerfi Lágm.v. til útgerða ekki tryggt Lágm.v. til útgerða ekki tryggt Lágm.v. til útg. tryggt með ákv. skilyrðum Tollar 60%tollfrelsi á útflutningi til EB 96% tollfrelsi á útflutningi til EB FullttoUfrelsi Styrkir Engir opinb.styrkir Engir opinb.styrkir Ríkisstyrkir heimilir í ákv. tilvikum Styrkir frá EB til útgerðar og vinnslu Samanburður á ákvörðunum í sjávarútvegi öllu óbreyttu muni veralegur hluti frumframleiðslu og úrvinnslu í landbúnaði leggjast af hér á landi við_ aðild að EB. Í skýrslu um hinn sameiginlega gjaldmiðil EB og íslensku krónuna segir að þeirri spurningu hvort taka verði ECU í notkun hér á landi, gerist ísland aðili að banda- laginu, sé ekki hægt að svara nema með raunverulegum viðræðum við EB. Sú staðreynd að Danir séu áfram aðilar að EB eftir að hafa fellt Maastricht-samkomulagið, gæti haft ákveðið fordæmisgildi fyrir þær þjóðir sem nú eigi og munu eiga viðræður við EB um aðild.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.