Morgunblaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1993 ___________Brids_____________ Umsjón Arnór G. Ragnarsson íslandsmót kvenna í sveitakeppni íslandsmót kvenna í sveitakeppni verður haldið í Sigtúni 9 helgina 27.-28. febrúar. Skráning er hafín á skrifstofu Bridssambands íslands í síma 689360 og er keppnisgjaldið á sveit 10.000 kr. Skráningarfrestur er til þriðjudagsins 23. febrúar nk. Spilað verður í riðlum allir við alla og sveitum raðað niður eftir stigafjölda eins og í íslandsmótinu í svk. opna flokknum. Tvær efstu sveitimar í hveijum riðli keppa síðan til úrslita helgina 13.-14. mars en þá er einnig á dagskrá ís- landsmót yngri spilara. Meistarastigaskrá Bridssambands íslands Meistarastigaskrá Bridssambands íslands fyrir árið 1992 var að koma út. Hún verður send til félaganna í þessari viku og fær hvert félag 10 eintök en ef einhver félög vilja fá fleiri verða þau að hafa samband við skrif- stofu Bridssambandsins. Eintakið kostar kr. 200 og í þessari bók er að fínna ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir spilara og stjómendur keppna, s.s. útreikning stiga, töflur fyrir baró- meter skiptingar, töflur fyrir Howell tvímenning, umferðatafla fyrir hrað- sveitarkeppni, tög Bridssambands ís- lands og reglugerð fyrir íslandsmót. Einnig em nöfn formanna félaga inn- an bridssambandsins, nöfn þeirra spil- ara sem hlotið hafa Evrópustig og reglur sem þeim er úthlutað eftir auk allra sem hlotið hafa meistarastig frá 1. janúar 1976 þegar núverandi meistarastig vom tekin upp. Breyting á mótaskrá Bridssambands íslands íslandsmót í sveitakeppni opnum flokki. Sl. haust eftir að mótaskrá Brids- sambands íslands var gefin út var gerð sú breyting að íslandsmótið í sveitakeppni opnum flokki var flutt aftur um eina viku og verður haldið dagana 25.-28. mars. Þessi breyting var gerð vegna Evrópumótsins í tví- menningi sem verður í Bielefeld í Þýskalandi helgina áður. Nú hafa ílest svæðasamböndin haidið undankeppni og síðasti skiladagur til að skila nöfn- um þeirra sem unnu sér rétt til að spila í undankeppninni er 11. mars. Mikilvægt er að allir skili nöfnum fyr- ir 11. mars svo hægt sé að undirbúa dráttinn í riðlana sem fer fram að lokn- um þessum skilafresti. Bridsfélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 8. febrúar hófst þriggja kvölda Butler-tvímenningur og í hóp reyndari spilara mættu 22 pör en í byijendahópinn mættu 10 pör. Staðan eftir fyrsta kvöldið er eft- irfarandi: A-riðill: DröfnGuðmundsd.-ÁsgeirÁsbjömsson 58 TraustiHarðarson-ÁrsællVignisson 38 Ingvarlngvarsson-KristjánHauksson 25 Albert Þorsteinsson - Sigurberg Elentínusson 20 HelenGunnarsd.-PállSigurðsson 17 B-riðilI: Biyndís Eysteinsd.—Berglind Oddgeirsd. 27 HaraldurMagnússon-MargrétPálsdóttir 21 SigrúnAm6rsd.-SesseljaGuðmundsd. 19 Haldið verður áfram með Butlerinn á bolludaginn. Bridsfélag Sauðárkróks Þá koma úrslit í Hjóna- og para- keppni félagsins, þar sem spilað var um Hauks- og Erlubikarinn 15. febr. ErlaJónsd.-PáiiHjálmarsson 129 ElísabetKemp-HalldórJónsson 126 Soffla Þorfinnsd. - Einar Gíslason 126 Sigrún Angantýsd. - Sigurgeir Angantýsson 118 Aðalsveitakeppnin heldur áfram næsta mánudag. WtÆkEÞAUGL YSINGAR Verkefnisstjóri Átaksverkefni kvenna á Vestfjörðum leitar að verkefnisstjóra til tveggja ára. Tilgangur verkefnisins er að stuðla að þróun og eflingu atvinnulífs kvenna á Vestfjörðum. Æskilegur verkefnisstjóri þarf að búa yfir eftirfarandi kostum: ★ Félagslyndur að eðlisfari með góða sam- skiptahæfileika. ★ Hafa áhuga og þekkingu á byggðamálum, atvinnuþróun og rekstrarfræði. ★ Þarf að geta unnið sjálfstætt, hafa stjórn- unarhæfileika og frumkvæði. Æskileg er reynsla af stjórnunarstörfum eða hlið- stæðum störfum. ★ Þekkingu á atvinnulífinu, samtökum og stofnunum í tengslum við það. ★ Kunnáttu í tölvunotkun. Umsóknarfrestur er til 6. mars nk. og skulu umsóknir, er greina frá starfsheiti, menntun og reynslu umsækjenda, sendast til: Áhugahóps um atvinnumál kvenna á Vestfjörðum, pósthólf26, 400 ísafirði. Upplýsingar um starfið veitir Magdalena Sig- urðardóttir í símum 94-3599 og 94-3398. Tækifæri atvinnulífs íEES Mun erlent vinnuafl streyma til landsins? Hvernig verður staða íslenskra útflutningsgreina? Munu íslensk fyrirtæki flytja starfsemi sína erlendis? Verður Island verstöð? Hádegifundur verður haldinn í Kænunni, Hafnarfirði, laugardaginn 20. febrúar kl. 12.00-14.00. Framsögumenn verða: Gunnar Snorri Gunnarsson, skrifstofustjóri Viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, og Ingjaldur Hannibalsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs. Fundarstjóri: Valdimar Svavarsson, formaður Stefnis. Boðið verður uppá súpu, fisk og kaffi gegh vægu verði. Allir velkomnir. Sjálfstæðisfélögin í Hafnarfirði. Gistihús í Reykjavík Af sérstökum ástæðum er til sölu vel stað- sett gistihús í fullum rekstri. 16 herbergi. Stækkunarmöguleikar. Tækifæri til að skapa sér arðbæra og skemmtilega atvinnu. Upplýsingar gefur: m B dP BB Lógtræótngut r.isteignásala Suðurljnöst>r,iut 6 “ " ' CQ~7CfiO JS. GtSh SiQtithit *rnssnn Oo/Odd II Stqurniitin Þorbprgsson Einbýlishús á Selfossi Til sölu gott einbýlishús á Selfossi. í húsinu, sem er 138 m2, er stórt eldhús, stofa, sjón- varpshol, 4 svefnherbergi, bað og gestasal- erni. Fullbúin bifreiðageymsla, alls 58 m2 , með herbergi, salerni, sturtu og geymslu. Falleg, gróin lóð með steyptri verönd og heitum potti. Upplýsingar í síma 98-21987. Greiðsluáskorun Sýslumaðurinn í Hafnarfirði skorar hér með á gjaldendur, sem ekki hafa gert skil á álögð- um gjöldum, er féllu í gjalddaga fyrir 15. febrú- ar 1993, að greiða þau nú þegar og eigi síð- ar en innan 15 daga frá birtingu áskorunar þessarar. Gjöldin eru þessi: Tekju- og eignarskattur, sérstakur eignarskattur, skattur á skrifstofu- og verslunarhúsnæði, útsvar, kirkjugarðs- gjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, iðn- aðamála- og iðnlánasjóðsgjald, skipulags- gjald, launaskattur, söluskattur, trygginga- gjald, vinnueftirlitsgjald, virðisaukaskattur, bifreiðagjald og þungaskattur. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna að liðnum 15 dögum frá birtingu áskorunar þess- arar. Hafnarfirði 15. febrúar 1993. Sýslumaðurinn í Hafnarfirði. Stéttarfélög: Tilvistarkreppa? Laugardaginn 20. febrúar nk. verður haldinn ráðstefna í Borgartúni 6 á vegum kynn- ingar- og fræðslunefndar BHMR um Framtíðarhlutverk stéttarfélaga Tilgangurinn með þessari ráð- stefnu er að kalla til fyrirlesara, sérfræðinga og félagsmenn og forystu stéttarfélaga til hreinskilinnar umræðu um markmið og leiðir stéttarfélaga í framtíðinni. Fyrirlesarar verða: ívar Jónsson, félagsfræðingur. Ingólfur V. Gíslason, félagsfræðingur. Elna Katrín Jónsdóttir, kennari, varaformaður HÍK. Danfríður Skarphéðinsdóttir, kennari, fyrrv. alþingismaður Meðal þátttakenda í pallborðsumræðum verða: Anna ívarsdóttir, formaður SÍB. Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ. Páll Halldórsson, formaður BHMR. Svanhildur Kaaber, formaður Kennarasambands íslands. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB. Þátttökugjald (v/matar og kaffis) er kr 1.000. Ráðstefnan hefst kl 10 (skráning kl. 9:30). ívarJónsson Danfríður ElnaKartín IngólfurV. Kynningar- og fræðslunefnd BHMR. Aðal- og félagsslitafundur Aðal- og félagsslitafundur Reykvíkingafé- lagsins verður haldinn á Hótel Borg fimmtu- daginn 25. febrúar 1993 og hefst kl. 20.30. Fundarefni: 1. Skýrsla stjórnar fyrir árið 1992. 2. Ársreikningur félagsins fyrir árið 1992 lagður fram. 3. Tillaga um að slíta félaginu skv. ákvæðum 12. gr. félagslaga, en tillaga þess efnis var samþykkt á aðalfundi félagsins 10. febrúar 1992. 4. Önnur mál. F.h. starfsstjórnar, Ólafur Þorsteinsson, viðskfr., formaður. Til sölu falleg 2ja herb. 45 fm íbúð á 1. hæð við Kóngsbakka. Garður fylgir. 4ra rása erlent sjónvarp. Verð 4,3-4,7 millj. Upplýsingar í símum 74511 og 74363. I.O.O.F. 12 = 1742198V2 = I.O.O.F. 1 = 17421987? = Sp. Frá Guöspeki- " félaginu A/S Ingólfsstrmtl 22. '9X 1 Áskrlftarsími VV Qanglars er r-tróy 38673. I kvöld kl. 21.00 verður Marinó Ólafsson með spjall um „eðlis- fræði tómsins" í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Á laugardag er opið hús frá kl. 15 til 17 með fræðslu og umræðum. Miðvikudaginn 24. febrúar kl. 21 heldur Sverrir Bjarnason áfram fræðslu um litróf vitundarinnar. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SÍMI 682533 Allir út að ganga á sunnu- daginn 21. febrúar Borgargangan 1. áfangi Mæting við Ráðhúsið kl. 13 og gengið upp í Öskjuhlíð. Verið með frá byrjun í 11 ferða rað- göngu um útivistarsvæði Reykjavikurborgar. Ekkert þátt- tökugjald. Nánar auglýst um helgina. Aðrar sunnudagsferðir kl. 11: a. Skíöaganga kringum Skarðs- mýrarfjall. B. Skarðsmýrarfjall. Nýjung f félagsstarfinu: Opið hús á þriðjudagskvöld f Mörk- inni 6 (risi) kl. 20.30-22.30. Nánar auglýst um helgina. Ferðafélag íslands. Jesús '93 VAKNINGARSAMKOMA með Ulrich Parzany í Breiðholtskirkju í kvöld kl. 20.30. Mikill söngur, fyrirbæn, vitnis- burðir, sönghópar og orð frá Guði til þin. Jesús á erindi við þig. Velkomin(n) á samkomuna! KFUM/KFUK/ KSH/SÍK. Orð lífsins, Grensásvegi8 „Mission explosion“ 10.-21. febrúar Carl-Gustaf Severin og Bengt Wedemalm frá Livets Ord í Sví- þjóð verða með samkomur um helgina. Nýjar fréttir frá Rúss- landi og Austur-Evrópu. Kröftug prédikun og beðið fyrir sjúkum. Samkomur verða í kvöld, annað kvöld og sunriudagskvöld kl. 20.30 í húsnæði Vegarins, Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Einnig verða samkomur á morgun kl. 10 og 15 og sunnudag kl. 11 og 15 í húsnæði Orðs lífsins, Grens- ásvegi 8. Allir hjartanlega velkomnir! Krossinn - Orð lifsins - Vegurinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.