Morgunblaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 31
V/ jy. c* *i i t'i i c* )*i V2lLj/\»J<3/. /it uo MORGUNBIAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. KEBRÚAK 1993 .......... ' 31 Casablanca AÐALLEIKARAR Casablanca, Humphrey Bogart og Ingrid Bergman. Casablanca sýnd á 50 ára afmælinu SAGA-BÍO hefur tekið til sýninga myndina Casablanca í tilefni af því að hún á nú 50 ára afmæli um þessar mund- ir. Framleiðandi hennar var Hal B. Wallis, leikstjóri Mich- ael Curtiz og aðalhlutverk voru í höndum Humphreys Bogarts og Ingrid Bergman. Opið hús 1 Tónlistar- skóla Seltjamamess 5 ára af- mæliCasa- blanca Veitingastaðurinn Casablanca heldur upp á 5 ára afmæli sitt nú um helgina, 19. og 20. febrúar. Tekið verður á móti gestum föstu- daginn 19. febrúar með afmælistertu frá Bakaríinu í Austurveri auk kok- teils. Einnig verða ýmis önnur atriði í boði, t.d. verður boðið upp á hársn- yrtingu gesta þeim að kostnaðar- lausu frá Hár Class og Veitingahús- ið Jónatan Livingstone mávur býður hundraðasta gesti upp á þriggja rétta máltíð fýrir tvo. Afmælishátíðinni verður fram haldið á laugardeginum með ýmiss konar uppákomum. (Fréttatilkynning) Skákþing Garðabæjar SKÁKÞING Garðabæjar hefst föstudaginn 19. febrúar og er það í umsjón Taflfélags Garðabæjar. Teflt verður sunnudaga, þriðjudaga og föstudaga. Virka daga kl. 19 og sunnudaga kl. 14. Fjöldi umferða fer eftir þátttöku. Teflt verður í Garðaskóla. Verðlaun verða eftirfarandi: 1. verðlun 15.000 krónur, 2. verðlaun 10.000 krónur og 3. verðlaun 5.000 krónur. Skák- meistari félagsins fær einnig far- andbikar til varðveislu í eitt ár. Þátttaka tilkynnist á mótsstað hálftíma fyrir keppni. RÍÓ TRÍÓ og Gunnar Þórðarson leika í Naustkránni við Vestur- götu um helgina, á föstudags- og laugardagskvöld. Ríó Tríó kom fram í Naustkránni um síðustu helgi en langt var síðan félagarnir höfðu þá komið saman. (Fréttatilkynning) í fréttatilkynningu frá Saga-bíó segir að Casablanca sé ein af fræg- ustu kvikmyndum sögunnar. Saga hennar er margslungin og löng. Á sínum tíma borguðu Wamer Bros. höfundum leikritsins Everybody Co- mes to Rick’s hæstu upphæð fyrir handrit sem þá þekktist, $20.000. Leikritið sjálft hafði ekki gengið vel, en forráðamenn Wamer sáu í því mikla möguleika. Þetta gerðist í desember 1941. í janúar 1942 til- kynntu forráðamenn Wamer Bros. að heiti leikritsins hefði verið breytt í Casablanca og að tökur myndu hefjast innan skamms. Aðalhlutverk yrðu í höndum Ann Sheridan, Ron- alds Reagans og Dennis Morgan. Eitt af öðm helltist þetta fólk úr lestinni þar til að í apríl 1942 er til- kynnt að Humphrey Bogart og Ingrid Bergmann muni fara með hlutverk Ricks og Ilsu. Handritið fór í gegnum margar hendur, en í júní kom fram útgáfan sem innihélt m.a. hinar þekktu lín- ur; „Of all the gin joints in all the towns in all the world, she walks into mine“, „Play it again, Sam“ og „Here’s looking at you, kid“. Hún var þó eki endanleg, því að seinna myndu handritshöfundar ákveða endinn, þar sem Rick segir við kap- tein Renault „Louis, I think this is the beginning of a beautiful friends- hip“. Casablanca var frumsýnd í janúar 1943, á sama tíma og Roosevelt Bandaríkjaforseti og Churchill, for- sætisráðherra Breta, hittust í Casa- Blanca. Síðan hefur sigurganga myndarinnar verið órofín. Hún er sú mynd sem oftast hefur verið sýnd í sjónvarpi og í Bandaríkjunum var hún árið 1977 kosin þriðja besta mynd sögunnar, á eftir Gone With the Wind og Citizen Kane. Á sínum tíma hlaut hún þrenn Óskarsverð- laun fyrir bestu leikstjóm, handrit og sem besta myndin. Nú er Casablanca 50 ára og er af því tilefni sýnd í kvikmyndahúsum um allan heim. Hingað til hefur að- eins verið hægt að sjá hana í sjón- varpi, en nú fá áhorfendur að njóta hennar á breiðtjaldinu. (Fréttatílkynning) DAGUR tónlitarskólanna er laugardaginn 20. febrúar. Þann dag munu tónlistarskól- ar um allt land leggja áherslu á að kynna starfsemi sína með einhverjum hætti. Kennarar við Tónlistarskólann á Sel- tjarnarnesi hafa opið hús frá kl. 14-16 þann dag og bjóða þeim sem áhuga hafa að koma og skoða skólann og e.t.v. frá tækifæri til að hlusta á nem- endur skóians leika á hljóð- færi sín. í frétt á skólanum segir: „Nú stendur fyrir söfnun meðal tónlist- arskólanna á íslandi til hjálpar tón- listarskólum í Eistlandi. Þar er kreppan svo mikil að þess eru dæmi að sjö nemendur sameinist um eitt klarínett eða að eitt varasett af fíðlustrengjum sé til í 200 nemenda skóla. Því höfum við hugsað okkur að taka greiðslu fyrir veitingamar og nota ágóðann til kaupa nauð- synja fyrir frændur í Eistlandi." Dagskrá laugardagsins 20. febr- úar. Kl. 13 hljómsveitir skólans leika á Eiðistorgi, kl. 14 tónleikar í sal skólans, kl. 14.30 húsnæðið og hljóðfæri til sýnir, kaffiveitingar, og kl. 15.30 tónleikar í sal skólans. (Fréttatilkynning) Ráðstefnan er haldin af Lagnafé- lagi íslands í samvinnu við Háskóla íslands, Knörr félag íslenskra skipa- fræðinga, Siglingamálastofnun ríkis- ins, Tækniskóla Islands, Vélstjórafé- lag íslands, Kælitæknifélag íslands, Samband málm- og skipasmiðja, Tæknifræðingafélag íslands, Vél- skóla íslands og Verkfræðingafélag Stríð og friðui; hjá MIR ENGIN kvikmyndasýning verður í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, á sunnudag- inn þar sem stórmyndin Stríð og friður byggð á skáldsögu Tolstojs verður sýnd daginn áður, laugar- daginn 20. febrúar. Þessi fræga Óskars-verð- launamynd verður sýnd óstytt og hefst sýningin kl. 10 að morgni og henni lýkur kl. hálf- sjö að kveldi. Hlé verða gerð milli einstakra þátta myndar- innar, tveir kaffítímar og mat- arhlé. Bomar verða fram veit- ingar m.a. þjóðlegir rússneskir réttir. Myndin er talsett á ensku. Verði einhveijir að- göngumiðar óseldir eftir forsöl- una fást þeir við innganginn. (Fréttatílkynning) íslands. Á ráðstefnunni verða flutt fram- söguerindi og að þeim loknum munu starfa umræðuhópar. Ávörp á ráð- stefnunni flytja Halldór Blöndal sam- gönguráðherra og Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra, en fundarstjóri verður Valdimar K. Jónsson prófess- or við Háskóla íslands. Ríó Tríó leikur í Naustkránni Ráðstefna haldín um lagnir í skipum RÁÐSTEFNA um lagnir í skipum verður haldin að Hótel Loft- leiðum laugardaginn 27. febrúar næstkomandi og hefst hún kl. 8. Ráðstefnan er öllum opin á meðan húsrúm leyfir. • • I TVIBOKUR OGBRUÐUR I ( < i i Sú var tíðin, að hvert mannsbam á íslandi þekkti tvíbökurj en nú er öldin önnur. í orðabók Áma Böð- varssonar stendur að tvíbökur séu, „sérstök tegund af hörðu brauði“. Hann getur ekkert um það að tví- bökur em bollur, sem em skomar í sundur og bakaðar tvisvar. Það er talsvert skrítið, þar sem skýring- in felst alveg í orðinu. Eg spurði nokkur grunnskólaböm, sem ég kenni matreiðslu, hvort þau vissu, hvað tvíbökur væra, en fæst vissu það. En öll vissu hvað bmður vora. En braður, hvað er það? Þetta virð- ist vera nýyrði yfír nýja gerð af tvíbökum. Gran hefí ég um að þetta sé eins konar afbökun af kraðum, en er þó alls ekki illa myndað. Við bryðjum þessá hörðu braður væntanlega þannig að orðið á fullan rétt á sér. Kraður vita líklega allir hvað er. Braður era á hóflegu verði, en tvíbökur era mjög dýrar, en hrá- efniskostnaður í þær er sáralítill. Hér er uppskrift af 50 tvíbökum, að vísu frekar litlum, 4 cm í þver- mál, hráefniskostnaður í þær er um 45 kr. og 50 braðum 6 cm í þver- mál, en hráefniskostnaður þeirra er um 50 kr. Tvíbökur með lyftídufti 5 dl hveiti 3 tsk. lyftiduft 1 msk. sykur 75 g smjörlíki 1 dl mjólk ‘A tsk. kardimommudropar 1. Setjið hveiti, lyftiduft og sykur í skál og blandið saman. 2. Myljið smjörlíki1 út í, bætið mjólk og kardimommudropum út í og hnoðið saman. 3. Búið til 25 kringlóttar bollur úr deiginu. Setjið á bökunarpapp- ír á bökunarplötu. 4. Hitið bakaraofn í 200°C, blásturs- ofn í 180°C. Setjið í miðjan ofninn og bakið í 15-20 mínútur. 5. Skerið bollumar í sundur með brauðsög meðan þær era heitar, raðið á bökunar- pappírinn, skurð- flöturinn snúi upp. 6. Minnkið hitann á ofninum í 140°C, blásturs- ofni í 120°C, setjið í ofninn og látið þoma í honum í um 40-60 mínútur. Bruður með sesamfræi 1 dl sesamfræ 5 dl rúgmjöl 5 dl hveiti ‘A tsk. salt 1 msk. fínt þurrger 1 msk. matarolía U/2 dl mjólk 2 dl vel heitt vatn úr krananum 1. Setjið sesamfræið á þurra pönnu og ristið smástund. Gætið þess að það brenni ekki, en fræið á aðeins að taka lit. Setjið í skál. 2. Setjið rúgmjöl, hveiti, salt og þurrger með í skálina. Setjið síðan matarolíu út í. 3. Blandið saman heitu vatni og kaldri mjólk. Vökvinn á að vera fíngurvolgur. Setjið út í og hrær- ið deig. Deigið er mjög lint í fyrstu, en þegar rúgmjölið þrútn- ar út, verður það þéttara. 4. Leggið stykki yfír skálina og látið deigið lyfta sér í um 2 klst. 5. Takið deigið úr skálinni, mótið 25 bollur úr því. Leggið á bökun- arpappír á bökunarplötu, setjið stykkið aftur yfír og látið lyfta sér í 20-30 mínútur. 6. Hitið bakaraofn í 210°C, blást- ursofn í 190°C, setjið í miðjan ofninn og bakið í 15 mínútur. 7. Takið úr ofninum, stingið gaffli í hliðina á bollunum meðan þær era heitar, rífíð þær síðan í sund- ur (skerið ekki). Raðið þeim aftur á bökunarpapírinn, skurðflötur snúi upp. 8. Minnkið hitann á ofninum í 160°C, blástursofn í 140°C, setj- ið í ofninn og þurrkið þar í um 1 klst. 9. Ef braðumar era ekki orðnar þurrar, má slökkva á ofninum en láta bruðurnar vera í honum, þar til hann er orðinn kaldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.