Morgunblaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1993 í----------------------jnnm— Minning Ólafía Ólafsdóttir Fædd 26. janúar 1953 Dáin 11. febrúar 1993 Að fara og koma, - þessi sorgarsaga er sungin oss á hverri fleygri stund, en fáir skilja lögmál lífs síns daga uns lokuð eru tímans dimmu sund. Þó lilja Guðs, er hvflir hér á ijölum, hve hörð og ströng var útívistin þín! Ó, blessuð stund, er bar þig heim úr kvölum! Nú býrðu þar, sem eilíft sumar skín. Þú lifir enn, í Drottins dýrðarsölum þín dáðrík sál fær riýtt og hærra starf. En niðjum þínum hér í döprum dölum mun Drottinn blessa fagran móðurarf. (Matthias Jochumsson) Þessi orð skáldsins finnst okkur eiga vel við nú er við kveðjum vin- konu okkar, hana Lóu. Hennar erfíða lífshlaupi er nú lokið. Við veltum fyrir okkur tilgangi lífsins. Byrðin sem það leggur á herðar okkar er svo misþung og oft erfitt að „skilja lögmál lífs síns daga“ og sætta sig við sína „útivist". Lóa var með okkur í saumaklúbb í tæplega tuttugu ár. Á gleðistund- um var hún hrókur alls fagnaðar. Hún hafði yndi af tónlist og á dansgólfinu var hún óþreytandi. Við trúum því að tíu ára þrauta- göngu hennar sé lokið og Lóa geti nú dansað á ný í „Drottins dýrðar- sölum, þar sem eilíft sumar skín“. Við viljum með þessum fátæk- legu orðum þakka Lóu fýrir allar samverustundimar. Hennar „harða og stranga útivist" hefur kennt okkur margt. Kalla, Andra, Ola og Karvel, svo og ástvinum öllum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja ykkur og blessa., Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Halldóra G., Halldóra Þ., Elín, Jóhanna og Sigfríð. í dag kveðjum við kæra vinkonu og skólasystur, Lóu Ólafs, eins og við kölluðum hana alltaf. Hún hét fullu nafni Ólafía Ólafsdóttir og fæddist hér á Akranesi 26. janúar 1953, og var því nýlega orðin 40 ára er hún lést. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhanna Sigurðardóttir og Ólafur Þorvaldsson, sem lést árið 1990. Lóa var þriðja af fimm bömum þeirra hjóna, og hér á Akranesi lágu hennar ævispor. Við munum hana svo vel sem stelpuna með mikla kastaníubrúna, krallaða hárið og glaðlega andlitið, að slíta bamskónum fyrst í Barna- skóla Akraness og síðan Gagn- fræðaskólanum. Lóa kynntist eftirlifandi eigin- manni sínum, Karvel L. Karvels- syni, áður en skólagöngu okkar lauk og hóf hún brauðstritið fyrst af okkur vinkonunum. Þau eignuð- ust saman þijá syni, elstur þeirra er Karvel, fæddur 1973, þá Ólaf- ur, fæddur 1975, og Andri, fæddur 1979. Fyrir nokkram áram ákváðum við nokkrar skólasystur að hittast og var Lóa að sjálfsögðu ein þeirra. Vora veikindi hennar þá farin að segja til sín. Þar sem við höfðum verið saman í bekk frá sjö ára aldri tókst okkur á þessum kvöldum að gleyma stund og stað, hverfa 20-30 ár aftur í tímann við upprifj- un á gömlum skólaminningum og era þessar stundir okkur öllum ómetanlegar. Með þessum fáu orðum viljum við þakka Lóu samfýlgdina og biðja algóðan Guð að geyma hana. Gott er sjúkum að sofna meðan sólin er aftamjóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. (Davíð Stefánsson) Við sendum ástvinum hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur, megi góður Guð styrkja þá á erfið- um stundum. Dóra, Drífa, Herdís, Inga Björg, Inga Hanna, Inga Þóra, Ólafía, Sigrún og Sigríður. í dag kveðjum við unga konu langt fyrir aldur fram. Það finnst okkur kannski alltaf þegar við sjáum á bak þeirra, sem okkur þykir vænt um. Þetta er þó eitt af hinu óumflýjanlega. Öllum er okkur áskapað að deyja. Og þegar þjáning þessa heims er orðin meiri en svo að við fáum afborið hana er gott að geta litið á dauðann sem líkn, vegna þess að eftir hann taki við betra líf, þar sem allt slíkt er ijarri og aðeins hið góða ráði ferð- inni. Hún Lóa fæddist hér á Akra- nesi hinn 26. janúar 1953, dóttir hjónanna Jóhönnu Sigurðardóttur, sjstur minnar, og manns hennar, Olafs Þorvaldssonar. Hún var næstyngst fjögurra systkina, sem upp komust. Eldri era Þorvaldur, f. 1946, Guðlaug Sigríður, f. 1949. Yngri vora Hreinn, f. 25. október 1957, d. 5. mars 1958, og Lilja Sesselja, f. 1959. Hún ólst upp hjá foreidram sínum, í þessum systk- inahópi fyrst í Akurgerði 4 og svo hér í Hjarðarholti 5. Við höfum því fylgst náið með henni allt frá því hún sá fyrst dagsins ljós. Sem bami, sem stundum svolítið ör- geðja unglingi, sem fulltríða konu, sem horfði brosandi mót hamingj- unni, m.a. þegar hún hitti manninn sinn og þegar hún eignaðist dreng- ina sína þijá. Nú síðustu árin höfum við fylgst með því hvemig hún hefur barist hetjulegri baráttu við þann hræði- iega MS-sjúkdóm, sem nú hefur að lokum haft betur. Slík barátta setur alltaf sitt mark á þá sem í henni standa. Fyrst og fremst þann, sem þjáist af sjúkdómnum og þó að það sé ekki á sama hátt, þá setur það einnig svip á líf þeirra, sem næstir standa. Þá er gott að líta til baka til þeirra daga, þegar allt lék í lyndi og lífið gekk sinn vanagang. Lóa og Karvel L. Karvelsson gengu í hjónaband hinn 30. desem- ber 1971. Þau eignuðust þijá syni, Karvel Lindberg, f. 22. mars 1971, Ólaf Lindberg, f. 31. mars 1975, og Andra Lindberg, f. 8. janúar Sigurgeir G. H. Finn- bogason - Minning Fæddur 18. júlí 1922 Dáinn 8. febrúar 1993 „Mjök er um tregt tungu að hræra." Nú þegar ég kveð æskuvin minn Sigurgeir Guðmunds Helga Finn- bogason er þökk mér efst í huga. Þökk fyrir tryggð og vináttu og þökk fyrir alia hjálp sem hann veitti mér þegar erfiðleika bar að hönd- um. Það var svo undarlegt, að það eins og hann fyndi á sér ef eitthvað var að hjá mér. Þá hringdi hann og sagði sem svo, að þótt hann gæti ekkert hjálpað væri oft gott að geta talað við einhvem. Þar sem góðir menn fara era Guðs vegir. Sigurgeir fæddist 18. júlí 1922 í Bolungarvík, sonur hjónanna Steinunnar Magnúsdóttur og Finn- boga Guðmundssonar. Þau voru miklar mannkostamanneskjur. Finnbogi var sjómaður og það þurfti áræði og þor að sælq'a sjóinn frá Bolungarvík á þeim tíma, bátamir litlir og ekki búnir neinum öryggis- tækjum. Hann var alltaf ljúfur og glaður þegar hann kom þreyttur heim í litla húsið, þar sem konan hans, góð og nærgætin, tók á móti honum með börnunum, sem vora sex. Þau vora Bemódus, Guðrún, Sigurvin, Sigurgeir, Steinurin og Magnús. Þetta var glaðvær hópur, mikið sungið á þeim bæ. Móðirin spilaði bæði á orgel og harmóníku og bömin sátu 5 kring og sungu með henni. Ég veit að þegar systk- inin hittast, þá syngja þau lög sem amma þeirra og pabbi sungu með þeim og myndast þá sérstök hug- hrif. í þessu andrúmslofti ólst Sigur- geir upp. Það kom snemma í ljós að hann var mjög músíkalskur, spil- aði á fjögur eða fimm hljóðfæri. Þeir bræður spiluðu allir á harmón- íku og um margra ára skeið sáu þeir um hljóðfæraleik á dansleikjum í Bolungarvík, þó einkum Sigurgeir og Bemódus. Sigurgeir var mjög greindur, hann átti gott með að tjá sig, hvort var í bundnu eða óbundnu máli og eitthvað mun vera til af gamanvísum eftir hann. Hann var skemmtilegur maður — maður fundvís á græskulaust gaman og brá sér gjaman í skemmtisögum sínum í persónugervi. Þannig var hann mikill fulltrúi gleðinnar. En músíkin var honum hugleiknust, enda hafði hann hljóðfærin hjá sér hvar sem hann var, lék á þau eða hlustaði á tónlist svo lengi sem heilsa hans frekast leyfði. Árið 1948 hóf hann búskap með Huldu Magnúsdóttur frá Bolungar- vík og ég tel að það hafi verið hans gæfuspor, því að hún er góð og mikilhæf kona. Þau eignuðust tvo syni: Finnboga Steinar og Magnús iíndal. Finnbogi á flóra syni, Sigur- geir Steinar og Ingólf Snævar, Orra Frey og ými Örn. Magnús á tvo syni: Ómar Líndal og Nfls Líndal. Hans kona er Mahdja Mohamed frá Kairó í Egyptalandi. Hulda og Geiri vora mjög samrýnd og unnu vel saman, þau sköpuðu sér yndislegt heimili, þau vora með afbrigðum hlý og gestrisin og ég veit að mörg- um gerðu þau gott. Þau ráku versl- unina Vegamót í mörg ár og unnu bæði að henni meðan heilsan leyfði. Þau höfðu bæði yndi af bömum og bamabömin vora sem sólargeislar á heimilinu. Geiri veiktist fyrir um 15 áram er hann fékk þann sjúkdóm sem hann hefur barist við æ síðan af miklum andlegum styrk og karl- mennsku. Þá sýndi Hulda hve stór persóna hún er, hún annaðist hann af stakri alúð og umhyggju allt til enda. Hann átti líka góð systkini sem reyndust honum með afbrigð- um vel. Ég stilli mig ekki um að nefna Sigurvin bróður hans, sem kom reglulega til hans um margra ára skeið og ávallt viðbúinn til hjálpar. Hin síðari ár dvaldist hann í Sjálfsbjargarhúsinu í Hátúni 12. Þar naut hann einstakrar umönnun- ar, sem hann og hans fólk mat mikils. Steinunn systir hans er forstöðu- kona Dagvistar Sjálfsbjargar og var hún því ávallt nærri til styrktar með sinni alkunnu hógværð, trausti og hlýju. Með virðingu og einlægu þakk- læti kveð ég minn góða vin Sigur- geir Finnbogason. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fýrir allt og allt. (V. Briem.) Flýt þér, vinur, í fegri heim, kijúptu að fðtum friðarboðans, og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa Guðs um geim. (Jónas Hallgrímsson) Huldu minni, sonum og fjölskyld- um þeirra, svo og systkinum hans, votta ég mína dýpstu samúð. HÓImfríður Hafliðadóttir. Á ströndinni við yzta haf. Ólg- andi brimið skellur á fjöraborði. Konur og böm standa í flæðarmáli og á malarkambi. Fólkið bíður eftir sínum, feðram, bræðram, sonum. Loks grillir í bátinn hans pabba. Börnin í fjörunni varpa öndinni létt- ar. Pabbi er kominn heim. Og yzt í Bolungarvík rétt undir Traðarhymunni, ólst Sigurgeir upp. Bjuggu þar sæmdarhjónin Steinunn Magnúsdóttir frá Hrófbergi í Strandasýslu og Finnbogi Jón Guð- mundsson ættaður úr Bolungarvík. Æskuheimilið var án efa mjög sérstakt. Fátt fullorðið fólk hef ég heyrt tala af jafn mikilli hlýju og virðingu um foreldra sína og börn Steinunnar og Finnboga. Og það var einmitt Sigurgeir sem tók sam- an frásagnaþætti um starfshætti og fleira frá fyrri tíð. Einn þeirra flallaði um foreldrana og bemsku- heimilið og lýsir glögglega hversu gott veganestið var er út í lífið kom. Finnbogi var sjómaður. Lengst af formaður á bátum. Hann stofn- aði fyrsta Sjómannafélagið í Bol- ungarvík á áranum fyrir 1930. Hann hafði ríka réttlætiskennd, barátta hans fyrir bættum kjöram og allri velferð var erfið en bar árangur. Samstaða foreldranna og þessi reynsla skildi eftir sig auð - í hug- um barnanna. Steinunn, hin ljúfa og góða mamma, Iagði ætíð gott til mála. Hún var glöð og létt í lund og frá henni hafði Sigurgeir vafalaust tón- listargáfuna. Já, það var sungið á heimilinu og mamman spilaði undir á harmoniku eða orgel. Einnig var lesið upphátt og sumir bragðu fyrir sig leikrænum tilþrifum. Þar var Geiri frændi enginn eftirbátur. Fara 1979. Tveir þeir yngri era ennþá í foreldrahúsum, en Karvel hefur nú stofnað heimili með unnustu sinni, Lindu Björk Pálsdóttur. Þau bjuggu sér og sonum sínum fallegt heimili og þar var tekið vel á móti þeim, sem komu þangað í heimsókn. Nú síðast bjuggu þau á Grenigrand 33. Allt á heimili þeirra bar gott vitni um góðan smekk og umgengni húsmóðurinnar á meðan heilsu hennar naut við. Þeir feðgar reyndu að halda því áfram á með- an hún enn gat verið heima, ásamt því að annast hana eins og kostur var. I okkar huga, sem höfum ver- ið áhorfendur að þessari baráttu, sem hefur nú staðið meira og minna í tíu ár, eiga þeir mikið hrós og ómælt þakklæti, sem alltaf mun verða í minnum haft og yfir- gnæfa allt annað. Við sem eram foreldrar óskum þess gjaman þegar við sendum böm okkar í burtu til staðar þeim ókunnan, að vita einhvem taka á móti þeim. Ég þykist vita að þegar hún frænka mín kemur nú að strönd hins ókunna muni faðir hennar, sem hélt þessa sömu leið fyrir ekki mjög löngu síðan, standa þar í flæðarmáli og taka á móti henni og umvefja hana umhyggju sinni. Þetta er sú huggun, sem ég veit besta til handa þeim er eftir standa. Ég vil líka biðja góðan Guð, sem hefur stjóm á öllu beggja vegna móðunnar miklu, að leiða þau, sem horfin era sjónum okkar, til bjartrar framtíðar í umhverfi án þjáninga og styrkja þau, sem horfa á eftir henni, sem hér er kvödd. Við Erla og fjölskylda okkar öll, þökkum allt of stutta samfylgd. Gísli S. Sigurðsson. Elsku Lóa okkar er dáin. Hún hefur fengið hvfld og frið eftir löng og erfið veikindi. Lóa var ung þegar við kynntumst henni aðeins 16 ára sem unnustu bróður okkar Karvels Karvelssonar. Hún margar sögur af honum þar sem hann hélt fólki föngnu með eftir- hermum og ýmiskonar glensi. Minnast systkini hans margra gleði- stunda þegar bragðið var á leik og Geiri bróðir þeirra var hrókur alls fagnaðar. Eftirlifandi systkini eru Bernódus, Guðrún, Sigurvin, Stein- unn og Magnús. Á yngri áram vann Sigurgeir jöfnum höndum til sjós og lands. Tók í arf baráttuhug og á bak við hógværa framkomu bjó dugnaður og festa. Þó duldist engum hin ljúfa lund og listamannseðli. Hver töfrar fram slika tónakynngi, og seiðinn eykur í algleymingi? (G. Geirdal.) Já, frændi með frábæra tónlistar- hæfileikana sem hann hafði fengið í vöggugjöf. Það var alveg sama á hvaða hljóðfæri hann snerti ljúfir tónar léðu hinum hversdagslegustu dögum lit og gleði. Hann samdi bæði ljóð og lög. Tónlistin sem túlk- uð var af öllum toga, allt frá smá- lögum til hinna margbrotnustu verkefiia og fjöibreytnin að sama skapi. Dillandi harmonikan. Blíðir og mjúkir tónar mandólínsins. Seið- andi banjóið. Og hann naut aldrei tónfræðslu, því miður vora ekki tök til þess, heyrði einungis lagið og svo var spilað. Oss finnst ljósið bjartara, lífið fegra, fólkið og umhverfið yndislegra. (G. Geirdal.) Geiri frændi var kominn í bæinn. Það var slegið upp balli í Mjógöt- unni. Krakkar dönsuðu af hjartans lyst. Enginn var samt glaðari en spilarinn sem þandi nikkuna í horn- inu á stofunni. Hann taldi ekki eft- ir sér að gleðja smáfólkið. Augun leiftraðu af gleði og hlýju, og ekki þótti honum verra ef hann gat „platað" litla manneskju til að syngja fyrir fímmtíu aura eða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.