Morgunblaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 36
§L , MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUUAGUlt 19. FEBRÚAR 1993 Hjónaminnmg Snjólaug S. Ólafsdótt- ir og Ami Jónsson Fædd 14. maí 1915 Dáin 9. febrúar 1993 Fæddur 14. apríl 1912 Dáinn 17. apríl 1987 Okkur langar í fáum orðum að minnast ömmu okkar, Snjólaugar S. Ólafsdóttur, sem lést 9. febrúar og jarðsungin verður í dag frá Ak- ureyrarkirkju, og afa, Árna Jóns- sonar, sem lést hinn 17. apríl 1987. Þegar við hugsum til baka þá rennur saman í eitt amma, afí og heimili þeirra að Stórholti 7. í minn- ingunni er þetta þríeyki samnefnari fyrir fjörugar umræður, samheldni og traust. Oftast gengu hlutimir svipað fyr- ir sig þegar við komum í Stórholt- ið. Undantekningarlaust voru bak- dymar notaðar því aðaldymar voru bara fyrir gesti, en sú skilgreining náði aldrei yfir bamabörnin. Það brást aldrei að við vorum varla komnir inn úr dyrunum þegar afí kom syngjandi á móti manni, bauð til sætis og í sömu andrá birt- ist amma. Þá var til siðs að byija á að bjóða eitthvað í svanginn og lærðist flestum fljótt að það hafði engan tilgang að færast undan. Fyrst var boðið upp á heimabakað matarbrauð með osti, rúllupylsu og kæfu, en amma bjó til bestu rúllu- pylsu sem við höfum smakkað og alltaf var passað að nóg væri af smjerinu eins og afi orðaði það. Að þessu loknu var síðan dregið fram íslenskt Matar- eða Kremkex frá Frón og síðustu árin var farið að bjóða upp á súkkulaðikex og dansk- ar piparkökur. Meðan þessi athöfn stóð yfír vora málin rædd og oftar en ekki var rætt um pólitík. Amma og afí vora bæði vinstrisinnuð og höfðu tekið mikinn þátt í starfsemi verkalýðsfé- lags Glerárþorps sem síðar samein- aðist Verkalýðsfélagi Glæsibæjar- hrepps. í þessu sambandi má nefna að amma var ein af níu konum sem fyrst var veitt innganga í Verka- lýðsfélag Glerárþorps hinn 17. jan- úar 1935 og afi var kosinn formað- ur Verkalýðsfélags Glæsibæjar- hrepps í janúar 1948, en faðir hans, Jón Sigurjónsson, hafði gegnt því embætti nokkram áram áður. í minningunni er Stórholtið sá staður sem alltaf var hægt að leita til. Þar voram við ætíð velkomnir og gátum talað um alla hluti milli himins og jarðar, skipti þá ekki máli hvort það vora rifrildi við strákana í skólanum, ástamál hjá rótlausum únglingum, bílakaup eða ósætti við foreldrana sem stundum vill brenna við á unglingsáranum. Alltaf var tekið á málunum með jafnaðargeði og reynt að leysa sem best úr þeim. Það sem gaf ömmu og afa svo mikið gildi var hversu jákvæð og heiðarleg þau vora. Þau sögðu alltaf það sem þeim bjó i hjarta. Stundum höfðu þau misjafn- ar skoðanir á ýmsum málefnum en þrátt fyrir það þá fann maður þann mikla kærleika og ást sem ríkti með þeim. Amma og afi vora mjög trúuð og kvöddu barnabömin ætíð með orðunum „guð geymi ykkur“. Við vitum að góður guð hefur tekið þeim opnum örmum og við eram honum þakklátir fyrir að hafa verið þeirrar gæfu aðnjótandi að veija svo mörgum stundum með ömmu okkar og afa. Ármann Kr. Olafsson, Árni Ólafsson, Ólafur Rúnar Ólafsson. Hún Snjólaug vinkona mín er látin. Hún lést í Sjúkrahúsinu á Akureyri hinn 9. þessa mánaðar. í huganum skiptast á tvenns konar tilfínningar, annars vegar söknuður vegna fráfalls góðs vinar og hins vegar léttir vegna þess að þannig vildi hún hafa það, að fá að fara áður en hún yrði upp á aðra komin. Hún bar gæfu til þess að dveljast á heimili sínu fram á það síðasta og hafði aðeins dvalið tæpa tvo sólarhringa á sjúkrahúsi þegar kall- ið kom. Vinskapur okkar Snjóu, eins og við kölluðum hana, hófst fyrir meira en 30 áram. Hún tók mér opnum örmum og stóð heimili hennar mér opið alla tíð. Margt rifjast upp og allt gott — þó áttum við okkar erf- iðu stundir, en ef eitthvað var þá styrkti það vinskap okkar. Hann varð okkur jafnvel enn meira virði vegna þessara erfíðleika. Eg minnist menntaskólaáranna þegar allt var rafmagnslaust dögum saman vegna krapa í Laxá. í heima- vistinni var kuldi og myrkur því vegna eldhættu var okkur bannað að hafa kertaljós nema í undantekn- ingartilvikum. Þá var himneskt að koma út í þorp til Árna og Snjóu. Þar var hlýtt, enda olíukynt og eld- að á prímusi. Smakkaðist kjöt og súpa sérlega vel í birtunni frá olíu- lampanum í eldhúsinu. Einnig átti ég athvarf hjá Áma og Snjóu í upplestri fyrir stúdents- próf. Þá flutti ég hreinlega inn til þeirra og minnist ég þess á löngum upplestrarmorgnum hve ég hlakk- aði til þess að Snjóa færi á fætur og kæmi inn til mín um níuleytið með kaffíð og spjallaði við mig. Var ég öll endumærð eftir morgun- spjallið okkar því hún var alltaf hressileg og sá bjartari hliðamar á tilveranni, þrátt fyrir að hún væri mjög raunsæ kona. Hún gerði það ekki endasleppt við mig því stúden- takaffið hélt hún fyrir mig hinn 17. júní og gaf mér fallegt veski og hanska í stíl við stúdentsdragtina. Þetta var mér mikils virði, sérstak- lega á þessum tíma, því þá lá faðir minn banaleguna á spítala í Reykja- vík og fjölskylda mín var beygð vegna hinna löngu og alvarlegu veikinda hans. Snjólaug kom síðast til Reykja- víkur í desember 1990 til að dvelj- ast hjá dóttur sinni yfir hátíðamar. Ég var svo heppin að hún kom þá til mín og á ég góðar minningar og myndir frá þeim degi. Síðasta samtal okkar áttum við á nýliðnum jólum. Þrátt fyrir lélega líkamlega heilsu var Snjólaug hressileg í tali og ræddum við m.a. um vinskap okkar og sagði hún eitthvað á þá leið að vopandi yrðum við alltaf vinkonur. Ég svaraði því til að það myndum við verða á meðan við báðar lifðum og þannig varð það. Mér finnst tómlegt að hugsa norður þessa stundina og ég og fjölskylda mín sendum öllum ættingjum og vinum Snjólaugar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Steinunn Isfeld Karlsdóttir. Þá hafa þau sameinast á ný elskuleg amma mín og afí. Afi, Ámi Jónsson, var fæddur hinn 14. apríl 1912 í Auðbrekku í Hörgár- dal. Hann var sonur hjónanna Önnu Árnadóttur og Jóns Siguijónssonar verkamanns. Anna og Jón eignuð- ust fimm börn, tvær dætur og þrjá syni. Dæturnar era á lífi. Amma, Snjólaug Sigurbjörg Ólafsdóttir, var fædd hinn 14. maí 1915 í Brekku í Glerárþorpi á Akureyri. Hún var dóttir hjónanna Kristbjarg- ar Jónsdóttur og Ólafs Jakobssonar netagerðarmanns. Kristbjörg og Ólafur eignuðust tíu börn, sex dæt- ur og fjóra syni. Þijú þeirra eru enn á lífí. Amma Snjólaug var tvíburi og er tvíburasystir hennar Guðrún, sem dvelst á hjúkrunarheimilinu Seli á Akureyri. Með þeim systram var mikill vinskapur og voru þær ávallt í nánu sambandi. Leiðir afa og ömmu lágu fyrst saman árið 1931 og 1933 hófu þau búskap. Þeim varð þriggja bama auðið, framburðurinn Jón Stefán, eða Gói eins og hann er kallaður, fæddist 16. ágúst 1934. Hans kona er Jóna Snorradóttir og eiga þau flögur börn. Áður hafði Jóna eign- ast son sem Gói gekk í föðurstað. Faðir minn, Ólafur Birgir, fæddist 8. september 1940. Fyrri kona hans var Steinunn ísfeld Karlsdóttir, móðir mín. Þau skildu. Seinni kona pabba er Helga Björg Yngvadóttir og eiga þau eina dóttur. Áður hafði Helga eignast tvö börn sem ólust upp hjá pabba og Helgu. Hinn 7. ágúst 1947 eignuðust amma og afí dóttur, Önnu Guðrúnu. Hún giftist Ólafí Þ. Ármannssyni og á með honum þijá syni. Þau skildu. Amma og afí bjuggu á Akureyri öll sín hjúskaparár. Fyrst í Byrgi, en árið 1948 fluttust þau í Stórholt 5, en það hús byggði afí. Þar bjuggu þau fram til ársins 1955, en fluttu þá í Stórholt 7, sem afi byggði einn- ig. Þar bjuggu þau til æviloka. Hjónaband þeirra var ástríkt og farsælt og voru þau alla tíð mjög samstiga. Heimili þeirra var fallegt enda var amma mjög myndarleg til allra verka og vildi hafa fallegt og hreint í kringum sig. Afí og amma nutu félagsskapar hvors annars og vora glaðvær að eðlisfari og söngelsk. Amma varð fyrir því óhappi sem ung stúlka að falla af húsþaki og hljóta alvarleg höfuðmeiðsl. Þetta slys setti mark sitt á hana alla ævi því hún varð aldrei söm eftir það. Þurfti hún ávallt að fara vel með sig og mátti gæta sín á að ofgera sér ekki. Afí var henni mikil stoð og stytta í líf- inu og virtist aldrei þreytast á að létta undir með henni. Hann var hraustur maður og kraftmikill fram eftir öllum aldri og ákaflega dugleg- ur. Hann var einn af þessum harð- duglegu mönnum sem kvarta aldrei og jafnvel ekki þótt þeir verði alvar- lega veikir. Árið 1980 greindist hann með krabbamein í ristli, en til allrar hamingju tókst læknum að komast fyrir þá meinsemd. Skömmu síðar fóra hjartakvillar að hijá hann og lést hann á föstudag- inn langa 1987. Amma var raunsæ kona og virt- ist vera sátt við það að verða ekkja. Samt saknaði hún afa mikið. Okkur sem að henni stóðum fannst að við fráfall hans kæmi yfír hana tilfinn- ing uppgjafar og tilgangsleysis. Henni hrakaði jafnt og þétt líkam- lega frá árinu 1987. Hélt hún and- legu þreki alla tíð og var stálminn- ug til síðasta dags. Amma var mjög t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BRÍET MAGNEA STEFÁNSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Hafnarkirkju, Hornafirði, mánudaginn 22. febrúar kl. 14.00. Helga Pétursdóttir, Hörður Valdimarsson, Eysteinn Pétursson, Aldfs Hjaltadóttir, Kristín Pétursdóttir, Ágúst Alfreðsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför bróður okkar, HELGA PÁLSSONAR, Seljalandi, Fljótshverfi, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 22. febrúar kl. 3. Blóm og kransar vinsamlega afbeðin, en þeir, sem vilja minnast hans, láti Sólvang njóta. Systkinin og vandamenn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HAUKS B. GUÐJÓNSSONAR, Glæsibæ 17, Reykjavfk. Svanborg Jónsdóttir, Sigmar B. Hauksson, Helga Thorberg, Guðrún Björk Hauksdóttir, Rúnar Bachman, Jón Viðir Hauksson, Helga Sigríður Harðardóttir og barnabörn. t Móðir okkar, SIGNÝ BENEDIKTA GUNNARSDÓTTIR fyrrverandi Ijósmóðir, verður jarðsungin frá Hafnarkirkju, Hornafirði, laugardaginn 20. febrúar kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Ásta Karlsdóttir, Karen Karlsdóttir. sjóndöpur hin seinni ár og að lokum gat hún hvorki lesið né horft á sjón- varp. Hún hafði alla tíð gaman af bóklestri og síðustu árin lét hún tímann líða við að hlusta á útvarp og söguspólur frá Blindrafélaginu. Sú óskráða regla gilti að fjölskyldan traflaði ömmu ekki á milli kl. 2 og 2.30 á daginn þegar miðdegissagan var lesin. Það var ein af ánægju- stundum hvers dags. Amma var óvenju næm og hafði mikið sálar- þrek. Ekkert þýddi að ætla að mað- ur gæti leynt hana því ef maður var áhyggjufullur eða leiður, hún virtist alltaf fínna hvemig manni leið. Hún talaði um að straumarnir sem maður bæri með sér væru já- kvæðir eða neikvæðir. Eftir lát afa bjó amma áfram í Stórholtinu, alveg þar til hún lést. Hún vildi hvergi annars staðar vera og með hjálp barna sinna og tengdabarna var henni gert það kleift. Allir vora góðir við ömmu og vildu allt fyrir hana gera. Hún var ákaflega þakklát og góð við okkur Öll. Hún fylgdist náið með hveijum og einum og skipti þar engu máli hvort um hennar eigin niðja var að ræða eða aðra sem tengdust henni. Enginn munur var á umhyggju hennar fyrir barna- börnum sínum og þeim börnum sem börn hennar ólu upp. Meira að segja sýndi hún systur minni, sem mamma mín eignaðist með seinni manni sínum, mikla hlýju og gaf henni jólagjafír eins og eigin barna- börnum. Amma hafði alla tíð náið sam- band við börn sín og tengdabörn. Sömu sögu er að segja um samband hennar við fyrrverandi tengdason og tengdadóttur. Vináttan entist alla ævi. Hún var trygglynd og laus við alla fordóma gagnvart skilnuð- um og sambúðarslitum. Börnin heimsóttu hana oft og fékk hún heimsóknir daglega, stundum oft á dag. Amma var úrræðagóð, raunsæ , bjartsýn og fyrirhyggjusöm. Hún gat þannig stutt bömin sín þótt þau væra orðin fullorðið fólk og gefíð þeim góð ráð. Hún ýtti ekki undir vol og víl, heldur tók málin skyn- samlegum og föstum tökum. Til- fínningar yfirbuguðu ekki skynsemi hennar, hún var ávallt í góðu jafn- vægi. Sú stund er ber hæst er ég hugsa til ömmu hin seinni ár, þ.e. eftir að afi dó, er laugardagurinn 13. október 1990, en þann dag var yngri sonur minn skírður í Glerár- kirkju á Akureyri tæplega mánað- argamall. Við hjónin, sem búum í Reykjavík, höfðum ákveðið að skíra barnið Ólaf Birgi í höfuðið á pabba og fannst því viðeigandi að láta athöfnina fara fram á Akureyri þar sem pabbi býr. Þennan laugardag fóram við ásamt pabba, konunni hans, systur minni og ömmu, prúð- búin til kirkju og pabbi hélt nafna sínum undir skírn. Þetta var hátíðis- dagur í huga okkar allra, ekki síst ömmu sem aftur var viðstödd skím Ólafs Birgis. Þetta var svo sannar- lega yndislegur og eftirminnilegur dagur. Þrátt fyrir að nú sé ég hnuggin yfir fráfalli ömmu er ég henni og afa þakklát fyrir samfylgdina. Það er engan veginn sjálfgefíð að maður fái að njóta þeirrar gæfu að eiga svona gott fólk að. Er ég kveð þau nú er mér þakklæti efst í huga fyr- ir allar þær ánægjulegu minningar sem þau hafa gefíð mér. Guð blessi minningu þeirra. Svala Ólafsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.