Morgunblaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 37
Amalía Þorleifs- dóttír — Minning Fædd 21. september 1911 Dáin 11. febrúar 1993 Hinn 11. febrúar lést á Alzheim- er-deild Landspítalans í húsakynn- um Öryrkjabandalagsins systir okk- ar Amalía Þorleifsdóttir. Þetta var ekki ýkja langt stríð við þessa nútíma plágu, Alzheimer- sjúkdóminn, en erfið var sú barátta. Milla systir okkar var í stuttu máli sagt elskuleg og hjartahlý manneskja. Hún var elst í hópi 8 systkina og er önnur úr hópnum sem lýkur sinni jarðvist. Hinn 22. september 1934 gekk hún að eiga Guðmund Eiríksson gullsmið, frábæran fagmann. Guð- mundur lést 20. febrúar 1977. Dætur þeirra tvær eru Ingveldur, gift Birgi Berndsen vélstjóra og Elín Staneck, búsett í Arizona í Bandaríkjunum. Milla fór margar ferðir í heim- sókn til Elínar dóttur sinnar enda afkomendahópurinn sífellt stækk- andi. Það var sannarlega vitnis- burður um hugrekki og dug Millu að þrátt fyrir flughræðslu og ýmsan sjúkleika er hijáði hana lét hún það ekki aftra sér frá að fljúga um hálfan hnöttinn til þess að umgang- ast og dvelja hjá Ellu og barnahópn- um. Astríki Millu var slíkt, að hún lét ekkert stöðva þetta ætlunarverk sitt. Amalía var dóttir hjónanna Elín- ar Sigurðardóttur og Þorleifs Þor- leifssonar ljósmyndara og kaup- manns. Allt frá stofnun Amatör- verslunarinnar árið 1925 var Milla búðardama, eða frá unglings aldri allt þar til skylda móður og eigin- konu, kallaði á breytt lífsmynstur. Það er ekkert oflof þótt fullyrða sé að hér fór einstök persóna, þar sem dugnaður og samviskusemi voru mjög áberandi þættir í skap- höfn Millu. Ásamt afgreiðslustörf- um í Amatör tók hún ríkan þátt í umönnun systkina sinna og hjálpaði móður okkar á allan hátt við heimil- isstörfin á hinu fjölmenna heimili. Já, nú er ævi Amalíu lokið á jarðkúlu okkar. Hvar dvelst sál hennar nú? Er hún nú í faðmi lát- inna ástvina sinna? Þrátt fyrir að mörgum spumingum um fram- haldslíf sé að minni hyggju ósvarað tel ég að flest okkar trúi innst inni á líf að loknu þessu. Kæra elskulega systir okkar, þakkir fyrir allt sem þú varst okkur allt frá fyrsta degi til hinstu stund- ar. Samúðarkveðjur sendum við ykk- ur öllum, sem nú kveðja elskulega móður, ömmu og langömmu. Einnig fá tengdasynimir kveðjur okkar. Sérstakar þakkir og samúðar- kveðjur sendum við heiðursmannin- um Bjama frá Túni. Það var mikil gæfa fyrir Millu að njóta tryggðar og vináttu þessa ágæta manns. Læknum og hjúkrunarfólki skulu og færðar þakkir. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd okkar systkina, Oddur H. Þorleifsson. Í dag er til moldar borin okkar ástkæra amma. Fýrir þremur ámm veiktist hún af alzheimer-sjúk- dómnum. Hún var ósérhlífin kona og alltaf boðin og búin til að hjálpa. En svo núna síðustu árin þurfti hún að vera upp á aðra komin. Þegar við vorum yngri og bjugg- um í sama húsi og amma, þá var oft farið upp til að athuga hvort það væri betra í matinn hjá henni eða hjá mömmu og alltaf var reynd- in sú að okkur þótti betri maturinn hjá ömmu. Ljúfar minningar eigum við frá því að við fengum að sofa hjá henni, hún kenndi okkur margar bænim- ar, sagði okkur sögur og toppurinn á tilvemnni var þegar hún færði okkur í rúmið á morgnana, malt- brauð með miklu smjöri og osti og sítrónute. Hvergi var betra malt- brauð en hjá ömmu. Ef eitthvað bjátaði á hjá manni var farið beint til ömmu því hún skildi mann svo vel. Ef hún vissi að við vomm veikar heima var amma mætt með maltflösku og banana. Aldrei kom hún svo í heim- sókn að ekki væm snúðar og rún- stykki í poka og pijónar í öðrum. Það voru ófáar stundimar sem hún passaði okkur systurnar, eins og t.d. þegar foreldrar okkar fóm til útlanda sá hún um heimilið á meðan. Einnig ferðaðist hún sjálf mikið erlendis, þar sem önnur dótt- ir hennar og barnaböm búa í Bandaríkjunum. Þangað fór hún annað hvert ár og dvaldist í 6 mán- uði í senn. Hún giftist Guðmundi Eiríkssyni gullsmið árið 1934, en hann lést eftir langvarandi veikindi árið 1977. Nokkram ámm eftir lát hans kynnt- ist hún góðum manni, Bjama Guð- mundssyni frá Túni, sem reyndist henni einstaklega vel og sérstak- lega í hennar veikindum. Fæmm við honum okkar bestu þakkir fyr- ir. Einnig viljum við færa starfs- fólki öldrunardeildar á 3. hæð í Hátúni 10B okkar bestu þakkir fyr- ir frábæra umönnun. Elsku amma. Við vitum að þér líður vel núna. Þjáningum þínum er lokið og eftir eigum við góðar og ljúfar minningar um þig, elsku amma. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljðta skalt. (V. Briem.) Amalía, Sigríður Jóna, Berg- lind, Birna og Guðmunda. Við viljum með nokkrum orðum minnast okkar kæru móðursystur Millu frænku, sem var okkur afar kær. Hún var í huga allra sem hana þekktu sérstök persóna, góðvild og hjartahlýja voru hennar aðalsmerki. Þegar foreldrar okkar giftu sig festu þau kaup á íbúð við Mánagöt- una við hliðina á húsi Millu og Guðmundar eiginmanns hennar, en hann lést árið 1977. Samgangur var mikill á milli heimilanna. Hún var okkur sem mamma í svo mörgu. Hún saumaði á okkur margar flíkur þegar við vorum lítil því að mamma okkar var ekki lagin við að sauma, en það var Milla frænka. Okkur eru minnisgtæðar flíkurnar sem að hún saumaði á okkur, kjólarnir og káp- urnar. Þó að sjálfsagt eignuðumst við föt sem keypt vom í búð erum við löngu búin að gleyma þeim en ekki hinum sem Milla frænka saum- aði. Margar minningar eigum við frá Mánagötu 21 og sérstaklega eru okkur minnisstæðar samverustund- irnar á góðum sumardögum í garð- inum hjá Millu. Þar var svo sannar- lega glatt á hjalla. Eða allir rigning- ardagarnir þegar við vomm í dúkkulísuleik með Ellu, yngri dóttur Millu. Það er svo margt, sem betur fer, sem gleymist ekki, en geymist í bamssálinni til æviloka. Milla og Guðmundur eru þar efst í huga okkar. Það hefur svo sannarlega margt breyst frá því að við vorum að al- ast upp í Mýrinni og lékum okkur á Mánó í París eða einhveijum öðr- um leik og gott var þá að hlaupa inn til Millu og fá kakó og smurt brauð og seinni árin, eftir að við vorum orðin fullorðin, að koma til Millu og fá kaffi og smurt brauð. Hún var orðin sjúk og hvíldinni fegin, en söknuðurinn er alltaf til staðar þegar ástvinur er kvaddur, ástvinur sem svo margar minningar tengjast við. I trausti þess að Jesús Kristur veiti Millu frið og ró kveðjum við hana með kæm þakklæti fyrir allt. Samúðarkveðjur sendum við ykk- ur öllum. Einnig fær Bjami, vinur Millu, kærar þakkir og kveðjur okk- ar systkina. Elísabet, Guðlaug og Auðunn. Mig langar aðeins til að skrifa fáein orð í minningu ástkærrar frænku minnar, Amalíu Þorleifs- dóttur. Þegar mamma hringdi í mig og Tónlistarskólinn í Keflavík verður með opið hós á morgun DAGUR tónlistarskólanna verður haldinn hátíðlegur um land allt laugardaginn 20. febrúar. Þá munu hinir 70 tónlistarskólar sem starfræktir eru um land allt halda upp á daginn með ýmsum hætti. í Tónlistarskólanum í Keflavík hafa nemendur undanfarnar vikur verið á ferðinni og leikið fyrir bæjarbúa. Meðal staða sem heim- sóttir hafa verið má nefna grunn- skóla, sjúkrahús, elliheimili, Þroskahjálp, leikskóla, banka og vinnustaði auk ýmissa félagasam- taka og fleiri aðila. Tilangurinn með þessari opnu viku er að vekja athygli á starfi skólans og gefa bæjarbúum kost á að heyra í nem- endum hans. Opna vikan nær há- marki á degi tónlistarskólanna á morgun. Þá verður opið hús í skól- anum frá kl. 14-16 þar sem ýmis- legt verður á dagskrá. Léttsveit skólans mun leika á sal og bæj- arbúum verður boðið uppá ókeypis kennslu á hin ýmsu hljóðfæri og í söng. Dagskránni lýkur með spurningakeppni nemenda þar sem spurt verður úr tónlistarsögu og fleiri fræðigreinum tónlistar sem kenndar em í skólanum. Vonast aðstandendur skólans til að sem flestir bæjarbúar komi í skólann þennan dag og taki þátt í því sem þar verður boðið upp á. Sunnudaginn 21. febrúar munu nemendur síðan annast allan tón- listarflutning í sunnudagaskólan- um og við guðsþjónustu í Keflavík- urkirkju kl. 14. sagði mér lát systur sinnar, fann ég til tómleika innra með mér, enda þótt ég hefði vitað að hveiju fór. Enn einn sterkur hlekkurinn í fjöl- skyldukeðjunni var brostinn. Milla var alltaf svo sterk persóna og það var svo gott að leita ráða hjá henni. í mínum huga og ann- arra í fjölskyldunni var Milla aldrei gömul, þótt árin yrðu mörg. Henni féll aldrei verk úr hendi, heldur var sípijónandi, þar til heilsa hennar bilaði fyrir um fjórum ámm, þegar hinn válegi sjúkdómur gerði vart við sig. Er ég þeirrar trúar að Milla mín væri enn í pijónastuði með mömmu, eða að ráðgera eina utan- landsferðina enn, ef hún væri á lífi, en hún fór margar slíkar á meðan heilsan leyfði. Það var alltaf svo hlýlegt að koma á Mánagötuna til Millu og Gumma, enda var mikill samgangur á milli heimilanna. Ég sleit bams- skónum í nágrenni við þau fyrstu sex árin og man að það var sífellt rennerí á milli húsa hjá okkur frænkunum. Hefur það sjálfsagt reynt á þolinmæðina hjá sumum, en ég minnist þess ekki að amast væri við því. Ég votta Ingu og Ellu og fjöl- skyldum þeirra, svo og Bjarna, vini Millu, samúð mína. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Ingibjörg. Með örfáum orðum langar mig til þess, að minnast Millu frænku minnar. Ekki ætla ég að rekja ætt- ir hennar, aðrir mér fróðari munu sinna því. Ég mun hafa verið árs gamall, þegar Milla frænka tók að sér að annast litla frænda, um þriggja vikna skeið vegna siglingar foreldra minna. Þetta var árið 1957. Ekki er mér glögg í minni þessi fyrsta dvöl hjá þeim hjónum Millu og Guðmundi, en eitt er víst, að vel hefur verið hugsað um snáðann, því að óskir um dvöl hjá Millu urðu mjög áleitnar. Óskir mínar rættust og ég átti eftir að gista margar nætur hjá frænku minni. Ljúfar em minning- arnar um stundirnar hjá frænku, allt fullt af dönskum vikublöðumn, sem strákur skoðaði og fékk að klippa út myndir eftir óskum. Ibúð þeirra hjóna á Mánagötunni var ekki stór, en stór var hjarta- hlýja þeirra Millu og Gumma. Odd- ur frændi sagði mér einhvern tíma að Milla hefði tekið miklu ástfóstri við Rabba litla. Það var alltaf pláss fyrir Rabba litla. Eftir að foreldrar mínir fluttust í Garðabæ, urðu heimsóknir til Millu fátíðari. En alltaf er ég átti erindi í bæinn var komið við hjá frænku, enda ávallt sama hlýjan sem mætti mér. Já, hugurinn hvarflar til baka, ég minnist t.d. er ég lagfærði tré- girðingu, sem var að hruni komin í litla garðinum. Ekki stóð á að Milla þakkaði fyrir sig. ís og heitt súkkulaði var umsvifalaust á borð borið. Reyndar vom Milla og bóndi hennar þekkt fyrir fádæma gest- risni. Nú síðustu árin urðu heimsóknir strjálli. Það var helst er við Oddur frændi vorum að tína maðk í garðin- um hennar. Yfir kaffibolla hjá Mollu var gjarnan minnst á þessa gömlu, góðu daga. Já, Milla var einstök kona, alltaf ljúf og góð, og ég er þess fullviss að hún fær góðar móttökur handan landamæranna. Ég þakka samveru- stundirnar. Megi góður Guð geyma hana í faðmi sínum. Ættingjum öllum sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Rafn A. Guðjónsson. + Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN HALLVARÐSDÓTTIR frá Kirkjubæ, Strembugötu 15, Vestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Landakirkju, laugardaginn 20. febrúar kl. 14.00. AAalheiður Jónsdóttir, Svava Jónsdóttir, Andrés Magnússon, María Gunnarsdóttir, Jóna Andrésdóttir, Edda Andrésdóttir, Gunnar Andrésson og fjölskyldur. Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför systur okkar og mágkonu, LAURENZE JÓHÖNNU HELGASON. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Borgarspítalans. Kristbjörg Jónsdóttir, Paula Jónsdóttir, Elíse Larsen, Sigurður Jónsson, Jón Jónsson og aðrir aðstandendur. . + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS MAGNÚSSONAR, Dalbraut 20. Guð blessi ykkur öll. Helga Á. Guðmundsdóttir, Ólafur A. Ólafsson, Marta Gísladóttir, Katrín G. Ólafsdóttir, Bragi Magnússon, Sólveig G. Ólafsdóttir, Haraldur Tyrfingsson, María M. Ólafsdóttir, Márus Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.