Morgunblaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1993 45 Veðráttan í júM óhag- stæð sundíþróttinní Frá Guðbjarti Gunnarssyni: EINS OG komið hefur fram í frétt- um hefur komið til tals að næsta sundmeistaramót íslands verði haldið í útlandinu, nánar tiltekið í Edinborg. Talsmaður Sundsam- bandsins sagði í sjónvarpsviðtali að lítil sem engin þátttaka væri orðin í þessum mótum vegna aðstöðuleys- is, enda þótt tvær löglegar útilaug- ar væru til í landinu. Sundmeistara- mótin væru hreinlega að líða undir lok. „Veðráttan í júlí leyfir það ekki,“ sagði hann. Kom svo sem engum á óvart. Þetta árvissa skítaveður í júlí af öllum mánuðum ársins býður svo sem ekki upp á mikil afrek í sund- íþróttinni frekar en öðrum greinum. Reyndar mesta furða hversu lengi menn hafa haldið þetta út og barist móti vindum og veðrum í hráslaga- legum útilaugum, stífir af kulda og langt fyrir neðan öll lágmörk, eins og það heitir á fagmálinu. Ekki er ég í vafa um að við gamlir Edin- borgarar gleðjumst allir sem einn yfir þeirri einstöku smekkvísi hjá úrvalsfólki okkar í sundi,-að veija einmitt Edinborg til að halda þar Sundmeistaramót íslands. Þetta hljómar næstum því alveg eins og heima í okkar eyrum. Öil vitum við af margauglýstum ferðum til Skot- lands að ekki kostar nú mikið að skreppa þangað, enda minnti mað- urinn í sjónvarpinu kurteislega á þá staðreynd að flugleiðin til Edin- borgar væri nú svo sem ekki löng. Upplagt að sameina árvisar inn- kaupaferðir og alvörukeppni i sundi, golfi, glímu og reiptogi í Edinborg. Keppnislið, klapplið og kátir félag- ar, allir í sama „pakkanum“. Samt setur svolítið undarlegan þanka að þessum skattborgara í Kópavogi og fastagesti í sundlaug- inni við þessi tíðindi. Við sem ætluð- um að bjóða alvöru-íþróttafólki í þúsund fermetra alvöru-keppnis- laug, eftir að hafa heiðrað okkur með nærveru sinni og keppt í al- vöru-handboltahöll hérna í næsta nágrenni. Ég veit ekki betur en að mér og öðrum hafí verið talin trú um að senn værum við Kópavogsbú- ar allt að því komnir á Ólympíuleik- ana hér á Rútstúninu og að við skyldum bara vera prúðir og borga hæstu fasteignagjöld á landinu fyr- ir að hafa þessi forréttindi. En nú er okkur vandi á höndum. Draumur- inn um handboltahöllina rokinn út í veður og vind. Ónafngreindir menn koma í sjónvarpið og lýsa því yfir án þess að blikna að sundlaugin okkar sé ekki brúkleg fyrir alvöru- keppni, af því að veðráttan í júli, þegar svona alvörumót eiga að fara fram, leyfí ekki slíka draumóra. Maður mátti svo sem búast við þessu. Þetta veðurfar í júlí hefur svo sem aldrei verið neitt annað en tálsýn og afleiðingamar eftir því. Misheppnuð sumarfrí, rok, rigning, rifin tjöld og rústaðar íjölskyldur. En mikið er nú samt vanþakk- læti heimsins. Þama emm við Kópavogsbúar búnir að leggja á okkur ómælt erfíði til að landinn geti kátur keppt og sigrað við bestu skilyrði um langa framtíð, og boðið útlendingum í alvörukeppni við al- vöraskilyrði. Tómur misskilningur. Algerlega út í hött að byggja al- vöralaug á íslandi. AJlt of kalt, sér- staklega í júlí, þegar alvörakeppnir eiga að fara fram. Hvað er til ráða? Þar sem ég lóna hér í janúar- gaddinum úti í miðri iaug og sé vart til lands fyrir stormi og þoku, dettur mér í hug kenning smiðs nokkurs fyrir vestan, sem hélt því fram að vitleysu í smíði væri helst ekki hægt að laga, nema að gera aðra vitleysu í leiðinni. Auðvitað vantar þak á þessa Ólympíulaug okkar. Og úr því að búið er að sanna, að vitlaust hafi verið að byggja hana svona stóra og opna fyrir öllum veðram, sýnist mér eina lausnin að smíða nú tvær hallir í sama smiðshögginu og byggja handboltahöllina ofan á laugina á veglegum súlum, svo birta og hreint, heitt loft geti leikið um sund- iðkendur um leið og boltinn rúllar af fullum krafti á efri hæðinni. Hafa verður að leiðarljósi, að aldamótahugmyndir um að hver maður skuli rækta heilbrigða sál í hraustum líkama era einni öld á eftir tímanum. Nú er að koma önn- ur öld með allt öðram formerkjum. Nú er það markaðslögmálið sem gildir. Menn eiga ekkert erindi S íþróttir, nema keppt sé samkvæmt Olympíustöðlum. Og auðvitað verð- ur ísland ekki með, nema þetta sé á hreinu frá upphafi. Það ætti hveij- um manni að vera ljóst að í framtíð- inni er það úrvalsliðið sem skiptir máli. Ekki sunnudagspöpull í baði. Því má ljóst vera, að verði þetta ekki komið á hreint með höllina okkar fyrir næstu kosningar verður þessi verstöð að láta sér lynda að öll alvöra-íþróttamót fari fram í útlandinu um ófyrirsjáanlega fram- tíð. Líka glíman. GUÐBJARTUR GUNNARSSON, Digranesvegi 46, Kópavogi. Friðfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavfk. Sfmi 31099 Komið og dansið Frá Gunnari Þorlákssyni: í bréfi til blaðsins sunnudaginn 14. febrúar sl. lýsir Níels Einarsson danskennari viðhorfum sínum til starfsemi Komið og dansið og telur að ver sé af stað farið en heima setið með starfsemi sem kynnir þátttakendum létta danssveiflu á tveim dögum. Níels notar veralegan hluta greinar sinnar til að ræða starfsað- ferðir Góðtemplarareglunnar og tekur í greininni ríkan þátt í tillög- um að skipulagi þess starfs sem reglan gæti unnið að. Komið og dansið era sjálfstæð samtök áhugafójks um almenna dansþátttöku á íslandi og hópinn mynda einstaklingar sem reyndar eru flestir starfandi í ýmsum félög- um sem hafa dans á stefnuskrá. Samtökin era sjálfstætt félag án aðildar að samtökum templara, þó að nokkrir þátttakenda séu þar starfandi félagar. Hins vegar hafa samtökin fengið aðstöðu fyrir nám- skeiðin hjá Þjóðdansafélagi Reykja- víkur og í Templarahöllinni og hef- ur það samstarf gengið vel. Éins og áður hefur komið fram miðar starfsemi Komið og dansið fyrst og fremst að því að fá fólk sem lítið eða ekkert hefur dansað til að þora á dansgólf og reynslan VELVAKANDI TAPAÐ/FUNDIÐ Lyklar Ingti Láru fundust TVEIR húslyklar á kippu merktri Inga Lára fundust sl. þriðjudag á Frakkastíg. Eigandi (Inga Lára) má hafa samband í síma 19892. AÐ SVELTA OG AÐ SVELTA Guðrún Kristín: ÉG á að vísu ekki sjónvarp en sá fréttir um daginn í ríkissjón- varpinu. Fréttamaður sagði að margir hefðu svelt í hel eða svelt til bana í Bosníu. Nú hefði ég kosið að láta áhrifslausu sögnina að svelta en ekki áhrifssögnina að svelta, hafi fólkið soltið. Hin er notuð þegar einhver sveltir einhvem annan. í öllum guðanna bænum, fjöl- miðlafólk, notið málið rétt og fallega. Abyrgðin er mikil. ATHUGASEMD VEGNA SKRIFA RAFNS GEIRDALS MATSNEFND menntamála- ráðuneytisins er tæknileg nefnd sem einungis metur gögn sem liggja fyrir nefndinni varðandi það hvort eitthvert nám er sam- bærilegt við nám í framhalds- skóium landsins, en veitir eng- um skóla viðurkenningu. Það er á verksviði menntamálaráðu- neytisins. Björn Bergsson, matsnefnd, menntamálaráðuneytisins. Heildsöluverð á undirfatnaði frá CACHAREL og PLEYTEX. Einnig snyrtivörur á kynningarverði. ÞOKKI Faxafeni 9, sími 677599 hefur sýnt að sú létta danssveifla með vel uppbyggðum og markviss- um leiðbeiningum og hljómlist við hæfí, sem Komið og dansið nota á námskeiðunum, hefur nýst vel í þessum tilgangi. Það er ánægjulegt að fylgjast með því að sumir dansskólanna hafa auglýst stutt námskeið í döns- um sem nýtast fólki vel á almennum dansleikjum. Tekjur af námskeiðum hjá Komið og dansið era notaðar til útbreiðslu starfseminnar sem m.a. miðar að því að gefa fólki úti á landi kost á námskeiðum á sama verði og í Reykjavík. Stjórnun og leiðsögn á námskeiðum er unnin í sjálfboða- vinnu. Hugleiðingum Níelsar um dans- fólk, víndrykkju og vínveitingahús látum við ósvarað, en rakalausum ásökunum um blekkingar verður svarað með viðeigandi hætti. Komið og dansið, samtök áhugafólks um almenna dansþátttöku á íslandi. GUNNAR ÞORLÁKSSON, Rangárseli 16, Reykjavík. Pennavinir Tékkneskur piltur, 21 árs, með áhuga á tónlist og öðram listum: Michal Novak, Zavodni 13, 785 01 Stemberk, Czech Republic. LEIÐRETTINGAR Flugleiðir íhuga flug til Halifax I baksíðufrétt Morgunblaðsins í gær um athugun Flugleiða á því að heija flug til Halifax í Nova Scotia á austurströnd Kanada var ranglega sagt að félagið hefði ákveðið að sækja um heimild til þessa flugs. Hið rétta er að Flug- leiðir íhuga að sækja um slíka heim- ild, eins og raunar kom fram í umfjöllun viðskiptablaðs í gær um málefni félagsins. Beðist er velvirð- ingar á þessum mistökum. íslandsmeistari rangt fedraður í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag misritaðist föðurnafn ís- landsmeistarans í hárgreiðslu, Guð- rúnar Hrannar Einarsdóttur. Hún var sögð Emilsdóttir. Hlutaðeigend- ur eru beðnir afsökunar. SUNDFATNAÐUR HBBi SPECIALE Nýjar sendingar mmuTiLíFmm GLÆSIBÆ. SÍMI 812922

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.