Morgunblaðið - 02.03.1993, Qupperneq 46
46
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1993
Mörg fyrirtæki undirbúa útflutning á íslensku vatni
Erfitt að ná fótfestu
á Bandaríkjamarkaði
SÖLUAUKNING hefur orðið hjá vatnsútflutningsfyrirtækjunum Þórs-
brunni og Akva í Bandaríkjunum en forráðamenn fyrirtækjanna telja
markaðinn ótryggan. Markaðssókn íslensks bergvatns hf. vestra hefur
ekki tekist sem skyldi og mun dreifingin vestra verða endurskipulögð
á næstunni. Unnið er að stofnun nýs vatnsfyrirtækis á Sauðárkróki.
Söluaukning lyá Þórsbrunni
„Það hefur gengið vel hjá okkur
á Bandaríkjamarkaði að undanfömu
og við seldum 5 milljónir lítra þar á
síðasta ári,“ sagði Ragnar Atli Guð-
mundsson framkvæmdastjóri Þórs-
brunns hf., sem er í eigu Hagkaupa,
Vífilfells og Vatnsveitu Reykjavíkur.
Hann sagði að mikil söluaukning á
síðustu mánuðum gæfi tilefni til
bjartsýni en samkeppnin væri mikil
á Bandaríkjamarkaði og væri engan
veginn víst að Þórsbmnnur hefði náð
þar varanlegri fótfestu.
Sæmilegar horfur hjá Akva
„Horfurnar eru sæmilegar en við
lítum á þetta sem tilraunastarfsemi
næstu tvö árin,“ sagði Þórarinn E.
Sveinsson hjá Akva hf. á Akureyri.
Hann sagði að veruleg söluaukning
væri áætluð hjá fyrirtækinu og yrðu
um tvær milljónir lítra sendar á
markað í Bandaríkjunum á þessu
ári. Hann sagði að íslensku fyrirtæk-
u r V Q
af hlífðaráklæðum
(cover) á
bílsæti.
*&•
\vr» %
4 %.VT
Verð frá
settið.
ínn nríaust
Borgartúni 26,
sími 62 22 62.
in væru ekki í samkeppni hvert við
annað þar sem markaðurinn væri
stór og fleiri hundruð aðila seldu
innflutt vatn á Bandaríkjamarkaði.
Endiu'skipulagning
íslenskt bergvatn fiutti alls út fjór-
ar milljónir lítra af kolsýrðu vatni á
síðasta ári, þar af tæplega eina millj-
ón lítra á Bandaríkjamarkað. Um
200% auking varð á sölu fyrirtækis-
ins í Ástralíu og um 100% í Bret-
landi. Mikil söluaukning var áætluð
í Bandaríkjunum en dreifingarfyrir-
tækinu þar, Great Icelandic Water
Corporation, tókst aðeins að selja um
5% af framleiðslugetu Islensks berg-
vatns á síðasta ári. Unnið er að end-
urskipulagningu dreifingarfyrirtæk-
isns og fyrirhUguð ný sókn á Banda-
ríkjamarkaði. Miklir möguleikar eru
taldir fyrir framleiðslu Islensks berg-
vatns í Bandaríkjunum en að sögn
Davíðs Schevings Thorsteinssonar
er nauðsynlegt að taka öðruvísi á
markaðsmálunum vestra en gert
hefur verið hingað til.
Nýtt fyrirtæki á Sauðárkróki?
„Við erum því mjög hlynntir að
vatnsútflutningsfyrirtæki taki hér til
starfa og erum tilbúnir að veita
ýmsa fyrirgreiðslu," sagði Snorri
Björn Sigurðsson bæjarstjóri á Sauð-
árkróki í samtali við Morgunblaðið.
Byggðasjóður hefur veitt Islensku
lindarvatni vilyrði fyrir 70 milljón
króna láni með ákveðnum skilyrðum
og hefur bæjarfélagið gengist í
ábyrgð fyrir um helmingi lánsins, að
sögn Snorra.
Bæjarfélagið hefur í nokkur ár
láta rannsaka erlendis vatn af vatna-
svæði vatnsveitunnar og einnig látið
gera jarðfræðikort af svæðinu. Þess-
ar upplýsingar verða væntanlega
notaðar til að fá viðurkenningu Evr-
ópubandalagsins á vatnsgæðunum.
Snorri sagði að þessi rannsóknar-
vinna hefði kostað bæjarfélagið
nokkrar milljónir en fyrir hendi væru
góðar upplýsingar um gæði vatnsins.
) Ert þú atvinnulaus 1
J Ert þú 16-20 ára ?
Hitt Húsið stendur fyrir námskeiðum
fyrir ungt atvinnulaust fólk.
Eftirtalin námskeið eru í boði:
Útlvlst
Skyndlhjálp
Jákvæð sjálfsímynd
Ábyrgð á elgln hellsu
íslenska
Bókfærsla
Fjármálln þín
Fluguhnýtlngar
Dýflngar
Sund
Köfun
Framsögn/Tjánlng
Fundarsköp
Ræðumennska
Lelkllst
Tónllst
Myndllst
Ljósmyndun
Pappírsgerð
Starf með börnum
og unglingum
Myndbandagerð
Útvarpsþáttagerð
Blaðamennska
Skoðanakannanir
Blaðaútgáfa
Skíðanámskeið
Skautanámskeið o.fl.
?
Skráning fer fram (HINU HÚSINU til 9. mars frá kl. 9.00 -17.00.
Námskeiðin hefjast 15. mars.
Allar upplýslngar I slma 62 43 20
^UÍIOM
ATH !
EKKERT
ÞÁTTTÖKUGJALD
íþrótta-og
Tómstundaráð j
Raykjavfkur
UR DAGBOK
LÖGREGLUIMNAR í REYKJAVÍK:
26. febrúar -1. mars 1993
Tilkynnt var um 10 innbrot
og 11 þjófnaði. Þá var tilkynnt
um stuld á þremur ökutækjum.
Á föstudag var tösku stolið úr
ólæstri bifreið á bifreiðaverk-
stæði Háskólans. Aðfaranótt
laugardags var seðlaveski stolið
á Fógetanum og öðru á Kaffi
Amsterdam. Undir morgun var
25.000 kr. stolið úr veski í húsi
við Mánagötu. Á laugardags-
kvöld var útvarpi, geislaspilara,
radarvara og peningum stolið
úr ólæstri bifreið við Seljugerði
og veski með peningum í húsi
við Mjóstræti. Á sunnudag var
tveimur reiðhjólum stolið frá
húsi við Hvassaleiti og um kvöld-
ið var nokkuð af verkfærum
stolið úr nýbyggingu við Smára-
rima. Ekki verður ofbrýnt fyrir
fólki að skilja ekki eftir laus
verðmæti í bifreiðum sínum þeg-
ar þær eru yfirgefnar.
Tilkynnt innbrot voru helm-
ingi færri nú um helgina en
áður. Tilkynnt var um innbrot í
íþróttahúsi Vals, í bakhúsi við
Skúlatún, í sumarbústað í Kjós
og í bifreiðir við Reykjavíkur-
flugvöll, við Grettisgötu, við
Stigahlíð, við Grandaveg og í
bílageymslu við Hverfisgötu.
Nær undantekningarlaust var
stolið radarvörum og geislaspil-
urum, en að öðru leyti báru þjóf-
amir lítið úr býtum.
Stálu eins bílum
Perubrot
Á sunnudagskvöld var lög-
reglunni tilkynnt um tvo drengi
er væm að bijóta perar í ljósa-
staurum við Ártúnsskóla. Haft
var upp á drengjunum og fengu
þeir far með lögreglumönnunum
heim til sín þar sem foreldram
drengjanna var gert kunnugt
um athæfi þeirra.
Aðfaramótt sunnudags var
tilkynnt um mann að skríða inn
um glugga á húsi í Austurborg-
inni. Lögreglumenn fóra þegar
á vettvang, en þá kom í ljós að
um son húsráðanda var að ræða.
Hann hafði verið að koma heim
til sín af næturrölti. Tilkynnand-
inn var umhyggjusamur nábúi.
Atvik sem þetta er dæmi um
það hversu áhrifaríkt það getur
verið að fólk gefi eigum ná-
granna sinna gott auga og til-
kynni lögreglunni þegar í stað
það sem gransamlegt þykir á
hveijum tíma. Oftlega hafa slík-
ar tilkynningar leitt til handtöku
innbrotsþjófa, þó svo að það
hafí ekki gerst í þetta sinn.
Brotaskrá
Bifreiðimar, sem stolið var á
föstudag, era allar af sömu teg-
und. Á laugardagskvöldið náði
lögregluan í fjögur ungmenni,
sem viðriðin vora einhver mál-
anna. Þau viðurkenndu þjófnaði
á bifreiðunum auk annarra
þjófnaða.
Fjórar minniháttar líkams-
meiðingar voru tilkynntar um
helgina. Á Gullinu urðu slags-
mál á föstudagskvöld og þurfti
að flytja mann á slysadeild eftir
að sá hafði verið bitinn í nefíð.
Á laugaragskvöld þurfti einn að
fara á slysadeild eftir átök á
Duus-húsi. Þá nótt þurfti að
handtaka tvo eftir slagsmál á
Lækjartorgi og einn þurfti að
flytja á slysadeild eftir átök í
Bankastræti.
Frá og með 1. mars heldur
lögreglan í Reykjavík sérstaka
brotaskrá í umferðarmálum. í
hana era skráð öll umferðar-
lagabrot þeirra sem lögreglan
þarf að hafa afskipti af á starfs-
svæðinu. Fylgst verður með ferli
hvers og eins í skránni og að
ákveðnum fjölda brota skráðum
á ákveðnu tímabili verður gripið
til þeirra ráðstafana að aðvara
þann ökumann sem ítrekað kem-
ur við sögu í umferðarlagabrot-
um. Láti hann ekki segjast verð-
ur að teljast nauðsynlegt að
beita hann viðeigandi viðurlög-
um. Hver og einn getur sjálfur
haft áhrif á það hvort hann hljóti
skráningu eða ekki. Það er und-
ir honum komið því þeir verða
einungis skráðir sem fremja
umferðarlagabrot. Von lögregl-
unnar er sú að hver og einn
ökumaður hugsi gaumgæfilega
um sín mál og að færri umferð-
arlagabrot verði til þess að
fækka umferðaróhöppum.
Verðkönnun á fiski
NÝLEGA kannaði Verðlags-
stofnun verð á fiski í 44 fiskbúð-
um og matvöruverslunum á höf-
uðborgarsvæðinu og 25 verslun-
um utan þess. Á höfuðborgar-
svæðinu var verðmunur á ein-
stökum físktegundum allt að
117%.
Hæsta Lægsta Verðm.
verð verð X
Steinb., heill 390 180 117
Smálúðuflök 900 460 96
Rauðspretta, heil 350 180 94
Smálúða, heil 790 420 88
Hrogn 646 430 50
Kinnar, nýjar og saltaðar 360 250 44
• •
RAFSTOWAR
Gott úrval diesel-rafstöðva
í ýmsum stærðum.
Hagstætt verö.
Varahlutir og þjónusta.
Þjónustusamningar.
Leitið
upplýsinga hjá okkur
VELASALAN H.F.
ÁNANAUST 1, REYKJAVÍK. SÍMI 91-26122
Utan höfuðborgarsvæðisins var
mun meiri verðmunur á einstökum
fisktegundum.
Hæsta Lægsta Verðm.
verð verð X
Steinb., heill 385 81 375
Smálúða, heil 490 111 341
Kinnar, saltaðar 478 155 208
Rauðsprettuflök 495 165 200
Rauðspretta, heil 360 125 188
Kinnar, nýjar 339 120 183
Meðalverð á fiski var í flestum
tilvikum lægra á þeim stöðum utan
höfuðborgarsvæðisins sem
könnunin náði til, en á höfuðborg-
arsvæðinu. Sem dæmi má nefna
að meðalverð á ýsu og ýsuflökum
var 13-18% hærra á höfuðborgar-
svæðinu en utan þess, steinbítur
var 56% dýrari á höfuðborgar-
svæðinu og stórlúða 35% dýrari.
Verðlagsstofnun gerði sambæri-
lega könnun í september 1991. 1
ljós kemur að meðalhækkun á nýj-
um fiski er tæplega 3% á þessu
tímabili og er það sama hækkun
og á fiskverði í framfærsluvísi-
tölunni.