Morgunblaðið - 17.03.1993, Side 1

Morgunblaðið - 17.03.1993, Side 1
56 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 63. tbl. 81.árg. MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Lamont boðar skattahækkun London. Reuter, The Daily Telegraph. NORMAN Lainont, fjármálaráðherra Bretlands, boðaði skatta- hækkanir til að vinna bug á fjárlagahallanum er hann kynnti fjárlagafrumvarp stjórnar Ihaldsflokksins í gær. Nýjum álögum verður frestað að hluta til, meðal annars umdeildum sköttum á orku og eldsneyti. Fulltrúar verkalýðsfélaga sögðu tillögurnar valda vonbrigðum, þeir hefðu vonað að með fjárlögunum yrði lagt til atlögu gegn atvinnuleysinu en stjórnvöld byðu aðeins auknar álögur. Stjórnmálaskýrendur voru á því að varkárni ein- kenndi tillögur Lamonts og ráðamenn í fjármálalífinu myndu sætta sig vel við þær. Talið er að Lamont hafi sjálfur styrkt stöðu sína, en ráðherrann hefur átt undir högg að sækja síðustu mánuðina, einkum vegna árása fjölmiðla. Sprenging grandar 45 Kalkútta. Reuter. GRÍÐARLEG sprenging skók miðborg Kalkútta á Indlandi - í gærkvöldi og munu 45 manns hafa týnt lífi, fjölmargir að auki slös- uðust. Tvær íbúðarblokkir hrundu. Flestir íbúar í hverfinu, sem einkum er byggt millistéttar- fólki, voru gengnir til náða enda komið fram yfir mið- nætti að þarlendum tíma. Margir eru taldir hafa grafist undir húsarústum og öðru braki. Lögreglumenn töldu að orsök sprengingarinnar hefði verið kæruleysi við geymslu á sprengiefni. Að sögn Lamonts verður skatta- hækkunum frestað til að kæfa ekki þann efnahagsbata sem teikn hafa verið um að undanförnu. Almenn- ingur mun fyrst byrja að finna veru- lega fyrir álögunum á næsta ári. Tugþúsundir manna sem lengi hafa verið án vinnu fá nú tækifæri til að læra ný störf og fyrirtækjum verður umbunað fyrir að ráða þá sem lengi hafa verið atvinnulausir. Blöð og skolpræsi Ráðherrann sagði í ræðu sinni að lífsnauðsynjar á borð við vatn og mat yrðu eftir sem áður undan- þegnar virðisaukaskatti. Ýmislegt annað, „eins og t.d. skolpræsi og dagblöð“, væri annars eðlis en yrði þó ekki skattlagt, bætti Lamont við og hlaut hlátrasköll þingmanna að launum. Sögusagnir höfðu verið á kreiki um að stjórnin ætlaði að skattleggja blöð og bækur sem eru nú án virðisauka. Sjá ennfremur frétt á bls. 16. Reuter Skoðunarferð í Kreml FRANCOIS Mitterrand, forseti Frakklands, ásamt gestgjafa sínum, Borís Jeltsín Rússlandsforseta, við múra Kreml í gær. Heimsóknin er talin eiga að minna á stuðning vestrænna leiðtoga við Jeltsín. Rússlandsforseti segir lýðræði 1 hættu vegna aðgerða harðlínuafla Biður um tafarlausa aðstoð V esturlanda Moskvu, Washington, London. Thc Daily Telegraph, Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, segir að Vesturveldin hafi allt of lengi vanmetið hættuna sem nýju lýðræðisskipulagi í landinu stafi af harðlínuöflum. Hann hvetur til þess að efnt verði til fundar hans og leiðtoga sjö helstu iðnríkja heims strax að lokn- um leiðtogafundi Rússlandsforseta og Bills Clintons Bandaríkja- forseta í byijun apríl. „Rússland þarfnast aðstoðar strax,“ sagði forsetinn á blaðamannafundi með Francois Mitterrand Frakk- landsforseta í Moskvu í gær. „Við getum ekki beðið eftir fundi i Tókýó í júní eða júlí, það gæti reynst of seint.“ Mitterrand lýsti stuðningi við hugmynd Jeltsíns. verið að glæða um of vonir Rússa um aukna efnahagsaðstoð. Vegna kreppu á Vesturlöndum sé fé af skornum skammti, talsmenn Hvíta hússins í Washington viðurkenndu í gær að Clinton myndi sennilega ganga erfiðlega að fá þiiigið til að samþykkja aukin framlög til Rússa. Talsmaður Clintons gaf í skyn í gær að forsetinn kynni að endurmeta þá stefnu að draga mjög úr íjáiveiting- um til landvarna ef ástandið í Rúss- landi, þ.e. er aukin áhrif harðlínu- afla, gæfi tilefni til þess. Shevardnadze „Stefnir í átök við Rússland“ Moskvu. Reuter. EDÚARD Shevardnadze, leiðtogi Georgíu, sagði í gær að 70 manns hið minnsta hefðu beðið bana í árásum aðskilnaðarsinna í Abkh- azíu á Svartahafsbæinn Sukhumi í fyrrinótt. Hann sakaði rússneska hermenn um að hafa stutt aðskiln- aðarsinna og kvað stefna í „átök milli Georgíu og Rússlands". Sukhumi er höfuðborg Abkhazíu og á valdi stjórnarhers Georgíu. Shevardnadze sagði að aðskilnaðar- sinnar hefðu notað herflugvélar, sem merktar hefðu verið rússneska flug- hernum, til að varpa sprengjum á Sukhumi og beitt stórskotavopnum frá rússneska hernum í árásum á bæinn. Vill Rússana burt „Ég veit ekki hvort Borís Jeltsín [Rússlandsforseti] veit af þessu, en ef svo er ekki er málið enn alvar- legra,“ sagði Shevardnadze og krafðist þess að allir rússnesku her- mennirnir í Abkhazíu yrðu fluttir þaðan þegar í stað. Uppgjörið á Ítalíu •• Ongþveiti á þinginu Róm. Reuter. FORSETI neðri deildar ítalska þingsins vísaði í gær þremur ný- fasistum úr salnum eftir að and- stæðingar Giulianos Amatos for- sætisráðherra höfðu krafist af- sagnar forsætisráðherrans með frammíköllum. Þeir köstuðu þvottasvömpum upp í loftið og sökuðu Amato um að reyna að hvítþvo spillta stjórnmálamenn. Þingverðir röðuðu sér upp við bekki stjórnarandstæðinga til að koma í veg fyrir að stjórnarliðar réðust á þá til að ná af þeim heng- ingaról sem þeir veifuðu til að leggja áherslu á kröfur sínar. Renato Altissimo, leiðtogi Frjáls- lynda flokksins, sem er í stjórn, sagði af sér í gær eftir að hafin var rann- sókn á meintri mútuþægni hans. Sjá frétt á bls. 16. Jeltsín gerði í gær seðlabanka- stjóra Rússlands að ráðherra og þar með undirgefinn sér. Bankastjórinn hefur gengið erinda ráðamanna í úreltum risafyrirtækjum sem krafist hafa lána til að halda þeim á floti. Fulltrúar stjórnvalda segja Jeltsín hafa borist fjölmargar hvatningar frá almenningi um að láta framveg- is hart mæta hörðu í deilunni við afturhaldsöflin. Talsmaður Jeltsíns, Sergej Fílatov, sagði þó fréttamanni The Daily Telegraph að forsetinn myndi ekki nema stjórnarskrána úr gildi til að kveða niður harðlínuöflin. Mitterrand forseti sagði aðspurð- ur á blaðamannafundinum að Vest- urveldin vildu forðast að blanda sér í innanlandsmál Rússa en hann von- aði að „frumkvöðlar lýðræðis í Rúss- landi“ hefðu sigur. Hann sagði Jap- ani vera andvíga því að flýta fundi sjöveldanna en stjórnvöld í Japan krefjast þess að Rússar skili nokkr- um smáeyjum sem þeir lögðu undir sig í lok síðari heimsstyijaldar. Varað við vonum Breskir og bandarískir embættis- menn eru á því að varasamt geti Keuter Karl eflir liðsandann KARL Bretaprins heimsótti í gær breska friðargæsluliða í Bosníu, snæddi með þeim írska kjötkássu og ræddi við óbreytta hermenn. Bretar hafa um 2.600 manna lið í landinu; einn hefur fallið og þrir særst. Mennirnir mega aðeins beita vopnum í ýtrustu nauðvörn. Bílalest með hjálpargögn fékk ekki að fara til borgarinnar Srebrenica í gær en Serbar höfðu heitið því að hleypa henni í gegn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.