Morgunblaðið - 21.03.1993, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ MENNIIMGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 21. MARZ 1993
-------------------f------}--H----------
B 13
STAFRÆNN
STUTTUR FRAKKI
ÞAÐ styttist í Stuttan Frakka, því í byrjun næsta mánað-
ar verður frumsýnd kvikmyndin Stuttur Frakki. Dijúg-
ur hluti af þeirri mynd er gríðarmiklir tónleikar sem
haldnir voru í Laugardalshöll 16. júní í fyrra og tónlist-
in úr myndinni verður gefin út á næstu dögum.
Atónleikunum, sem köll-
uðust Bíórokk, komu
fram helstu rokksveitir
landsins og Bubbi Morth-
ens, en sveitirnar voru Sálin
hans Jóns míns, Nýdönsk,
Todmobile, S.S.Sól, Kol-
rassa krókríðandi og Sor-
oricide.
Ekki verða einungis Bíó-
rokkupptökur á disknum,
því Móeiður Júníusdóttir
syngur nýja útgáfu á Án
þín, sem heita mun Komdu
til mín, Jet Black Joe tók
upp tvö lög fyrir þessa út-
gáfu, Bogmil Font syngur
lag sem tekið er upp á Púls-
inum, og einnig bregður
fyrir lögunum Skynjun með
Nýdanskri og Styttur
bæjarins með Spilverki
þjóðanna. Meðal tónleika-
laganna má nefna Sálarlag-
ið Grímu, sem ekki hefur
áður komið út. Til viðbótar
við herlegheitin verður svo
tónlist sem Eyþór Arnalds
samdi beinlínis fyrir mynd-
ina.
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
Bíórokk Nýdönsk í Höllinni.
DÆGURTÓNLIST
Er vöxtur í vaxtarbroddinumf
REGGÍROKK
ALLA tíð hefur það tíðkast meðal reggísveita og
söngvara að taka upp popp- og rokklög úr ýmsum
áttum og endurgera. Þegar vel tekst til hafa orðið
til margar reggíperlur og því vel til fundið að safna
nokkrum slikum saman.
Seint á síðastar ári kom
út frá Rykodisc reggí-
safnið Brand New Second
Hand, sem á eru nokkur
rokk- og popplög í reggíút-
gáfu. Það á meðal er margt
forvitnilegt, til að mynda
D’yer Maker Led Zeppelin
í flutningi Eek-a-Mouse,
Hey Joe með Black Uhuru,
Country Road ■ með Toots
and The Maytals og Just
My Imagination með Juni-
or Murvin. 011 eru lögin
nokkuð breytt til að koma
reggíinu á sinn stað, aukin-
heldur sem sumir flytjenda
nota tækifærið og skjóta
inn rastafariboðskap, sem
skemmir ekki. Auk þessara
laga eru svo lög eins og
Around the World, On &
On, Best of my Love og
Walk on By, en aðrir flytj-
endur eru Aswad, Sheila
Hylton, Krystal, Rula
Brown, I-Tones, Junior
Tucker og The Killer Bees.
fÓLK
m—
MFYRSTA breiðskífa
Deep Jimi and the Zep
Creams, Funky Dinosaur,
kom út í Bandaríkjunum
sl. mánudag og þegar eru
famar að birtast umsagnir
um hana ytra. Tónlistar-
gagnrýnandi stórblaðsins
New York Post skrifar
dóm um plötuna sem birtist
á þriðjudag, og gefur henni
þijár stjörnur af fjórum
mögulegum. Hann er yfir
sig hrifínn og segir sveitina
beint framhald af Led
Zeppelin. Ekki vill hann
þó meina að á ferð sé
hermisveit, en segir að
Deep Jimi-piltar fari ekki
dult með uppruna sinn í
tónlist. Mestu lofi hleður
hann Sigga Eyberg söngv-
ara, sem hann segir mið-
punkt sveitarinnar, og hafi
allan Robert Plant á hreinu,
en „Norræna goðið“ Þór
gítaleikari fær einnig sitt.
Mjúklr Lemonheads.
FRAMTÍÐARSVEIT
Á BAK við hráa rokkkeyrslu eru
oft vonbrgði og biturð út í heim-
inn, enda rokksveitir seinni tíma
margar hagvanar eymd og vol-
æði. Það þarf því engan að undra
þó Lemonheads, sem hælt hefur
sem arftökum R.E.M., skuli færast
í átt að mýkri tónlist, þar sem leið-
toga sveitarinnar hefur allt gengið
í haginn.
Mikið hefur verið látið með Lemon-
heads og sveitin hefur notið mik-
illar hylli, ekki síst hér á landi. Þar
ræður líklegast mestu framlag höfuðp-
aursins, Evans Dankos, sem er myndar-
legur, vellauðugur, hæfileikamikill og
sjálfsöryggið uppmálað.
Lemonheads, sem kemur frá Boston,
var í upphafi dæmigerð nýbylgjurokk-
sveit, sem brá fyrir sig pönkskotnu
rokki og groddatextum. Snemma tók
þó að bera á annarri sort tónlistar, eins
og heyra má á fyrstu breiðskífu sveitar-
innar, þar sem hún tók fyrir lagið Luka
eftir Suzanne Vega, og um svipað leyti
og Evan Danko var einn eftir af upp-
runalegum sveitarmeðlimum uppgötv-
aði hann bandarískt sveitarokk. Af-
raksturinn mátti heyra á þarsíðustu
plötu Lemonheads, Lovey, en á It’s a
Shame About Ray stígur hann skrefið
til fulls og kemur sveitinni kyrfilega
fyrir í fremstu röð. Flestir kannast við
gölu lummuna um frú Robinson, en
meiru skiptir að á plötunni er grúi popp-
laga sem sannar að þó ofmælt sé að
kalla Lemonheads arftaka R.E.M., þá
stendur sveitin vel fyrir sínu.
Morgunblaðið/Þorkell
Keyrsla Óskar Páll takkamaður, Rúnar, Bubbi og Beggi í
Sýrlandi.
HRATT OG ÖRUGGT
GCD lauk á föstudag við væntanlega breiðskífu sem
Skífan gefur út. Líkt og með síðustu plötu sveitarinnar
gekk vinnan hratt og örugglega fyrir sig, enda mark-
mið að vinna hratt og að halda tónlistinni hrárri.
Lögin á plötunni eru öll þeirra félaga var platan full-
úr smiðju þeirra Bubba kláruð á 152 tímum, sem
Morthens og Rúnars Júlíus- þykir ótrúlega stuttur tími.
sonar, en þeir félagar brugðu Þeir segja plötuna öllu betri
sér til Amsterdam snemma en á síðustu plötu GCD;
á árinu og sömdu þar í mik- meira rokk og meira popp.
illi innblásturslotu. Að sögn
Dauðarokkið lifir
FYRIR stuttu hélt
Fellahellir gríðar-
mikla tónleika undir
nafninu Vaxtarbrodd-
ur. Þar tróð upp vel á
fjórða tug hljómsveita
úr öllum áttum og í
öllum getu- og gæða-
flokkum.
Ófrumlegt Stoned.
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
Vaxtarbroddur Sororicide.
aulatexta.
Kæmi
kanski ekki
eins að sök
ef fram-
burðurinn
sem skráð hafa sig til þátt-
töku þar gaf að líta í Fella-
helli.
Leikið er á tveimur svið-
í Vaxtarbroddinum,
eitt fyrir léttari tónlist og
annað fyrir þungarokkið,
og heppnaðist sú skipting
allvel, þó misraðað hafí
verið á þungarokksviðið á
köflum. Á nýbylgjusviðinu
fór ekki á milli mála að
Nirvana-æðið er síst í rén-
un, því ekki var gott að
koma tölu á Nirvanasveitir
þetta kvöld. Þær bestu, líkt
og Stoned, voru fyrirtaks
rokksveitir en um leið ótrú-
lega ófrumlegar með enska
væri
lagi.
Mesta
athygli
vakti
þó
þetta
kvöld
einn maður
með gítar og tölvu,
Curver, sem enn sækir í
sig veðrið, þó liann sé á
hálum ís í textum.
AthvahsVl
A dauðarokksviðinu
var ekki gott að segja á
hvaða máli var sungið,
sérstaklega ekki þegar
dauðarokksveitir tróðu
upp, en þær voru nokkrar
þetta kvöld. Af frammi-
stöðu þeirra, og þá sérstak-
lega Sororicide, sem lék
frábærlega, og viðtökum
áheyrenda mátti glöggt
heyra að dauðarokkið lifir
góðu lífí, þó fækkað hafí í
röðum slíkra sveita; hismið
síast úr. Það má því segja
að það sé enn vaxtarbrodd-
ur í dauðanum.
CUrv,
$ækir,-
s‘gvoðriö.
Líkt og síðasta ár, þeg-
ar Vaxtarbroddur
var haldinn í fyrsta sinn,
voru hljómsveitum ekki
settar neinar skorður; all-
ir fengu
að
spreyta
sig án
tillits til
getu.
Eins og
eftir Árna búast
Motthíasson . mátti við
bar líka
margt fyrir eyru sem ekki
hefði átt að komast út
úr bílskúrnum, á tneðan
annað var áheyrilegt í
meira lagi. Margar við-
staddra sveita gripu einn-
ig tækifærið til að prufu-
keyra lög sem þær hyggj-
ast leika í Músíktilraun-
um, en nokkrar sveitir