Morgunblaðið - 23.03.1993, Síða 3

Morgunblaðið - 23.03.1993, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1993 B 3 KÖRFUKNATTLEIKUR fl HANDBQLTI „Skallam- ir“ náðu að jafnametin Ekki á hverjum degi sem Keflvíkingar gera aðeins 68 stig í leik KEFLVÍKINGAR sóttu liðsmenn Skallagrfms heim í gærkvöldi en urðu að láta í minni pokann fyrir frábærri liðsheild „Skall- anna“ og töpuðu fyrir þeim með 12 stiga mun 80:68. Má segja að heimamenn beri nafn með rentu því þeir fóru til rak- ara fyrir leikinn. eflvíkingar fóru betur af stað og komust í 0:6 en þá fóru „Skallamir“ í gang og jöfnuðu. Jafnræði ríkti síðan _____„ með liðunum fram Þóröarson 1 miðjan fyrn hálf- skrifar leik en þá tóku Kefl- víkingar góðan sprett og náðu 11 stiga forustu. Liðsmönnum Skallagríms tókst síðan með harðfylgi að saxa á for- skotið og jafna rétt fyrir leikhlé 34:34. Borgnesingamir byijuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og öryggi. Þeir vora yfir allan síðari hálfleik og sigraðu af miklu öryggi 80:68. Bestu leikmenn hjá Skallagrími voru þeir Elvar og Henning, einnig vora þeir Birgir og Gunnar mjög sterkir. Hjá Keflvíkingum vora þeir Jonathan Bow og Kristinn Friðriksson bestir. „Þetta var frábært, við gáfum allt í þennan leik og ætlpðum að fara sáttir frá honum og það tókst“ sagði Birgir Mikaelsson þjálfari og leikmaður Skallagríms. „Þvert á álit margra sýndum við að við eram með mjög gott lið, skor Keflvíkinga sýnir hve sterkir við eram. Þetta var varnarleikur og mikil barátta einkenndi hann. Mér fannst dómararnir leyfa of grófan leik, sérstaklega í seinni hálfleiknum", sagði Birgir að lokum. „Þeir áttu skilið að vinna þennan leik“, sagði Jón Kr. Gíslason þjálf- ari og leikmaður Keflvíkinga eftir leikinn. Skotvalið var mjög slakt hjá okkur, við skutum nærri jafn mikið af þriggja stiga skotum og skotum inni í teig og hittnin var ekki góð. Hins vegar var vömin hjá okkur þokkaleg, fleira er ekki um þennan leik að segja," sagði Jón Kr. Gíslason þjálfari IBK. Skallagrímsmenn era sannar- lega „Skallar", eða að minnsta kosti nokkrir þeirra því eftir fyrri leikinn gegn ÍBK létu nokkrir raka á sér höfuðið og sumir létu meira að segja raka númer sín í hnakk- ann. Skallagrímsmenn hafa samið við Alexander Ermolinskij um að leika með liðinu næsta keppnis- tímabil. Einstefna meistar- anna í Keflavík Keflvíkingar áttu ekki í neinum erfiðleikum með Borgames- liðið Skallagrím í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum úr- Bjöm valsdeildarinnar í Blöndal Keflavík á sunnu- skrifarfrá daginn og var um Keflavik einstefnu heima- manna að ræða allt frá upphafi til enda. Mestur varð munurinn 39 stig en lokatölur urðu 105:71 eftir að staðan í hálfeik hafði verið 56:43. Keflvíkingar vora betri á öllum sviðum að þessu sinni en lið Borg- nesinga var ekki svipur hjá sjón miðað við síðustu leiki. Heimamenn tóku völdin þegar í upphafi og það virtist ekki koma niður á leik þeirra þó að þeir hvíldu sína sterkustu menn lengstum í síðari hálfleik. Besti í liði ÍBK voru Jonathan Bow, Kristinn Friðriksson, Hjörtur Harðarson, Guðjón Skúlason, Al- bert Óskarsson og Jón Kr. Gísla- son. En hjá Borgnesingum þeir Birgir Mikaelsson, Henning Henn- ingsson og Alexander Ermolinskij. Sigur gegn íslandsmeisturunum Henning Henningsson átti góðan leik með liði Skallagríms á heimavelli í gær- kvöldi, er Borgnesingar lögðu íslandsmeistara ÍBK að velli. Haukar í góðrí stöðu HAUKAR lögðu Grindvíkinga 70:69 í fyrsta leik félaganna í úrslitakeppni úrvalsdeildar í körfuknattleik í Grindavík á sunnudagskvöld. Þeim nægir sigur í öðrum leik liðanna í Hafnarfirði í kvöld til að leika til úrslita um íslandsmeistara- titilinn. Heimamenn byijuðu betur í leikn- um og skoruðu fyrstu fímm stigin. Haukar svöraðu fljótlega fyrir sig og á fímm mín- F 'mann útna kafla skoruðu Ólafsson iJeir 12 stig í röð án skrifar svars heimamanna. John Rhodes fór á kostum og gekk illa að stöðva hann í sókninni. Hann kórónaði síðan leik sinn í fyrri hálfleik með því að skora þriggja stiga körfu þegar blásið var til hálfleiks. Þá var hann búinn að skora 19 af 38 stigum Hauka í fyrri hálfleik. Bergur Hinriksson kætti heima- menn með tveimur glæsilegum þriggja stiga körfum og jafnaði leik- inn. Hann kom þeim síðan yfir,41:40 með því að skora körfu og fá víta- skot að auki. Haukar létu þó ekki bilbug á sér finna og tóku góðan kipp um miðjan hálfleikinn og komust yfír á ný og þegar rúm mínúta var til leiksloka voru þeir yfír 70:61. Hófst þá mjög æsilegur kafli þar sem heimamenn reyndu allt hvað þeir gátu til að vinna þann mun upp. Bergur Hinriksson breytti stöðunni í 65:70 með fjórum vítaskotum. Jonat- han Roberts skoraði 66:70 og Bergur skoraði þriggja stiga körfu þegar rúmar 30 sekúntur voru eftir. Hauk- ar töpuðu boltanum í tvígang en heimamönnum var fyrirmunað að koma skoti á körfu og Haukamir unnu dýrmætan sigur. Ánægður með sigurinn „Já, ég er mjög ánægður með sig- urinn þó hann hafí verið naumur, við vinnum þá með einu stigi. Leikurinn var mjög jafn og góður. Hittnin var jafnari hjá okkur og þó að þeir [Grind- víkingar] hafi hitt vel á köflum var hittnin jafnari hjá okkur. Liðin eru áþekk og ég er hræddur um að við spilum þijá leiki. Við munum þó reyna hvað við getum að svo fari ekki,“ sagði Ingvar Jónsson þjálfari Hauka eftir leikinn. Verðum að stöðva Rhodes „Heimavöllurinn skiptir ekki öllu máli í svona úrslitakeppni þó að hann gefi manni smá meðbyr. Þetta voru tvö jöfn lið að keppa og sigurinn gat lent báðum megin. Við verðum þó að reyna að stöðva John Rhodes ef við ætlum okkur að vinna Haukana. Ég sagði að ef við höldum honum undir 20 stigum vinnum við leikinn. Nú skoraði hann 29 stig og það geng- ur ekki. Við vorum klaufar í lokin þegar við höfðum alla burði til að vinna þetta upp. Þetta er þó ekki búið, við verðum að ná þremur leikj- um,“ sagði Pálmar Sigurðsson þjálfar og leikmaður Grindvíkinga. Leikurinn bar þess merki að hann var mikilvægur fyrir bæði liðin og leikmenn voru þrúgaðir af spenningi. Heimaménn þó öllu meira og það var stundum eins og boitinn væri heitur í höndum þeirra. Það er þó víst að liðin eru áþekk að getu og allt getur gerst og ræður dagsformið miklu um hvort fer með sigur af hólmi. Lið ÍBV í undan- úrslitin ÍBV tryggði sér í gærkvöldi sæti í undanúrslitum 1. deildar kvenna með öruggum sigri, 22:13, gegn Gróttu íVest- mannaeyjum. Eftir tvo jafna og spennandi leiki mátti gera ráð fyrir jöfnum úrslitaleik um áframhaldandi keppni, en svo varð Sigfús Gunnar samt ekki. ÍBV lék Guðmundsson frábæran vamarleik skrifar á köflum og hanri ásamt góðri mark- vörslu tryggði annan sigur á Gróttu; Aðeins í byijun var jafnt, 1:1, en eftir það náði ÍBV undirtökun- um. Grótta náði góðum kafla rétt fyrir hálfleik, minnkaði muninn úr 8:3 í 8:6 og fyrsta markið eftir hlé gaf liðinu smá von. Þá setti lið ÍBV í fluggír og á næstu 17 mínútum gerðu Eyjastúlkur átta mörk gegn einu og sigurinn í höfn. Lið IBV lék í heild sinni mjög vel, en hjá Gróttu var Fanney Rún- arsdóttir ágæt í markinu og tvíi burasystumar Elísabet og Bryn-> hildur Þorgeirsdætur, sem eiga af-> mæli í dag, vora líflegastar í sókn-i inni — gerði níu mörk af 13. 3. Undanúrslitin heQast á föstudag.i en þá mætast annars vegar Víking-1 ur og ÍBV og hins vegar Stjarnan og Valur. i :i >1 1 ti rl ■ ÞEGAR tölfræðin er skoðuð eftir leik Hauka og Grindvíkinga kemur í ljós og hittnin hjá Haukum, var 43% í skotum í teig og 43% íf þriggja stiga skotum á móti 30% i hittni Grindvíkinga í teig og 38% í þriggja stiga skotum. ■ BERGUR Hinriksson skoraði fjórar þriggja stiga körfur fyrir Grindavík, Pálmar þijár og Guð- mundur eina. Bragi, Jón Arnar, Tryggvi og Rhodes skoraðu hver sína þriggja stiga körfuna fyrir Hauka. ■ JOHN Rhodes var ekki aðeins ■ stigahæstur í leiknum heldur hirti J hann 17 fráköst og stal boltanum ! 4 sinnum. Hann var með 100% j nýtingu í þriggja stiga skotum og i 50% skotanýtingu. ■ RHODES skoraði helming stiga j Hauka í fyrri hálfleik, 19 af 38. I GRINDVÍKINGAR töpuðu i boltanum 17 sinnum í leiknum en i Haukar 18 sinnum. Heimamenn náðu boltanum hinsvegar 19 sinn- i um en Haukar 9 sinnum. Jonathan Roberts tapaði boltanum 8 sinnum j og náði honum 7 sinnum. Jón Arn- ar tapaði honum 9 sinnum en náði . honum tvisvar. ■ HEIMAMENN tóku 29 fráköst á móti 38 fráköstum Haukanna. Láðin tóku bæði 16 sóknarfráköst en Haukar tóku 22 fráköst í vöm- inni á móti 13 heimamanna. ■ ÞEGAR þulur las nöfn Hauka- liðsins tók stór hópur áhorfenda í íþróttahúsinu í Grindavík upp Morgunblaðið og las meðan kynn- ingin stóð yfir en stakk því niður þegar heimaliðið var kynnt. ■ HAUKARNIR höfðu ekki að- eins betur á vellinum heldur yfir- gnæfði fyöldi stuðningsmanna liðs- ins heimamenn á áhorfendastæðun- um oft í leiknum. Hópferð var á leikinn frá Hafnarfirði og komu tveir fullir langferðabílar með hóp stuðningsmanna sem voru vopnaðir trommum af öllum stærðum og gerðum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.