Morgunblaðið - 26.03.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.03.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1993 Stór skurðgrafa féll af vörubílspalli ofan á bíl á Miklubraut Heppinn að sleppa lifandi „EG VAR heppinn að komast lifandi frá þessu, ég mátti ekki vera einum metra framar," sagði Gísli Jónsson, 22 ára iðn- skólanemi, sem fylgdist með því inni í bíl sínum þegar stór skurðgrafa féll af vörubílspalli ofan á þak bílsins sem hann ók. Það hefur líklega orðið Gísla til lífs að hann hafði langt bil á milli síns bíls og næsta bíls á undan þegar umferðin stöðvað- ist við umferðarljós á mótum Miklubrautar og Lönguhlíðar á mesta umferðartíma síðdegis í gær. „Ég bý á Eyrarbakka og var á heimleið úr skólanum þegar þetta gerðist. Ég hafði stöðvað bflinn minn. Ég sá flutningabflinn koma aðvífandi á hinni akreininni og hann þurfti að hemla snögglega til að lenda ekki aftan á kyrrstæð- um bíl. Ég hélt í fyrstu að flutn- ingabfllinn lenti aftan á þeim bíl. Síðan horfði ég bara á gröfuna rúlla yfir mig. Fyrst datt mér í hug að beygja mig fram í bflstjóra- sætinu en þegar ég sá gröfuna koma yfír mig reif ég í takka sem leggur sætisbakið aftur og lagðist aftur á bak og beið,“ sagði Gísli. Grafan lenti einnig á afturenda Saab-bifreiðar sem var kyrrstæð fyrir framan bíl Gísla. Aðeins fest að framanverðu Þakið á bfl Gísla gekk niður, en hann slapp óskrámaður úr þess- um háska. Hefði bfllinn verið að- eins framar hefði grafan lent meira ofan á þakinu á bíl Gísla og þá hefði líklega farið verr. Bíll- inn er mikið skemmdur og líklega ónýtur. Gísli sagði að grafan hefði að- eins verið fest að framanverðu með taugum en ekki að aftan. „Ég prísa mig sælan þó svo að ég tapi bílnum,“ sagði Gísli. Morgunblaðið/Sverrir Undir þungu fargi GÍSLI Jónsson iðnskólanemi prísar sig sælan að hafa sloppið ómeiddur undan þessu þunga fargi. Stórtap Islands Frakkar með þriggja vinninga forystu ÍSLENDINGAR hlutu þrjá vinninga en Frakkar sjö í átt- undu umferð landskeppninnar í skák milli íslands og Frakk- lands í gær. Frakkar hafa nú þriggja vinninga forystu, 41,5 vinninga gegn 38,5 vinningum íslendinga. íslendingar höfðu svart í viður- eignunum í gær. Héðinn einn vann Úrslit urðu þau að Héðinn Stein- grímsson vann sína skák, Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason, Hann- es Hlífar Stefánsson og Þröstur Þórhallsson gerðu jafntefli, en Helgi Ólafsson, Margeir Péturs- son, Karl Þorsteins, Björgvin Jóns- son og Róbert Harðarson töpuðu sínum skákum. Níunda umferð verður tefld í Digranesskóla í kvöld kl. 16-23. Sjá bls. 24-25: „Góður sigur..“ Gengi hefur lækkað á hlutabréfum í Eimskipafélagi íslands Markaðsverð hefur lækkað um 674 mílljónir frá 1991 MARKAÐSVERÐMÆTI hlutabréfa í Eimskipafélagi ís- lands hefur lækkað um 674 milljónir frá árinu 1991. Gengfi bréfanna hefur lækkað nokkuð á síðustu misser- um. Gengið var 3,95 í viðskiptum sem urðu á Verðbréfa- þingi íslands í síðustu viku en var 4,48 í viðskiptum þann 3. mars sl. eða daginn fyrir aðalfund félagsins. Þar var samþykkt að auka hlutafé um 10% með útgáfu jöfnun- arbréfa og greiða 10% arð sem skýrir að miklu leyti gengislækkunina í mars. Hins vegar hafði áður orðið nokkur lækkun á genginu frá áramótum. Skoðanakönnun ÍM-Gallups um efnahagsástandið 60% búast við verri tíð TÆPLEGA 60% aðspurðra í nýrri skoðanakönnun ÍM-Gallups segjast telja að ástandið í efnahagsmál- um eigi enn eftir að versna. Réttur þriðjungur svar- enda telur hins vegar að botninum sé náð. Könnun Gallups náði til úrtaks 1.200 manna á aldrin- um 15 til 69 ára, sem valið var tilviljunarkennt úr þjóð- skrá. Svarhlutfall var 70-75%. Spurt var: „Nú hefur verið lægð í íslenzku efnahags- lífi undanfarna mánuði. Telur þú að botninum sé náð, eða að ástandið eigi eftir að versna enn?“ Af þeim 772, sem svöruðu, sögðust 59,7% telja að ástandið ætti enn eftir að versna. Hins vegar sögðust 33,2% telja að botnin- um væri náð og 7,1% að honum yrði náð fljótlega. 43,8% svartsýnni eftir Landsbankamál Einnig var spurt: „Telur þú að aðgerðir ríkisstjómar- innar í Landsbankamálinu gefi tilefni til aukinnar bjart- sýni eða svartsýni í þjóðarbúskapnum?" Spurningunni svaraði 621 og töldu 31,7% aðgerðirnar gefa tilefni til aukinnar bjartsýni. Hins vegar voru 43,8% svartsýnni. Þeir, sem hvorki töldu tilefni til bjartsýni né svartsýni vegna Landsbankamálsins, voru 24,5%. Markaðsverð hlutabréfa í Eim- skip var rúmlega 5,5 milljarðar í um miðjan mars árið 1991 en er nú tæplega 4,9 milljarðar. Stærsti hluthafí Eimskips er Sjóvá- Almennar með um 11,6% hlut og nemur lækkun á markaðsverði þess hlutafjár um 78 milljónum á þessu tímabili. Háskólasjóður Eimskips, sem er næst stærsti hluthafínn, á nú 5,23% og hefur sá hlutur lækk- að um 35 milljónir miðað við núgild- andi markaðsverð. Lífeyrissjóður verslunarmanna á 3,66% hlut sem hefur lækkað um 25 milljónir frá árinu 1991. Lífeyrissjóðurinn á bréf að nafnverði 45 milljónir og voru þau bókfærð á 62 milljónir um sl. áramót. Núgildandi markaðsverð- mæti þeirra er hins vegar mun hærra eða 178 milljónir miðað við gengið 3,95. 700 milljóna lækkun Eins og fram kom í blaðinu í gær hefur markaðsverðmæti hlutabréfa í Flugleiðum lækkað um 2 milljarða frá árinu 1991. Markaðsverðmæti hlutabréfa Burðaráss, dótturfélags Eimskips, í Flugleiðum hefur lækk- að um rúmar 700 milljónir króna frá árinu 1991. Hlutabréf Burðar- áss í félaginu eru að nafnvirði um 700 milljónir og nemur markaðs- verðmæti bréfanna nú rúmum 900 milljónum miðað við síðasta við- skiptagengi, 1,29. Þessi bréf voru hins vegar bókfærð á 777 milljónir um áramótin eða um 126 milljónum undir markaðsverði. Annar stærsti hluthafi Flugleiða, Lífeyrissjóður verslunarmanna, á hlutabréf að nafnvirði 128 milljónir króna eða sem svarar til 6,2% hlutafjár í félaginu. Þessi bréf eru að markaðsvirði um 165 milljónir króna miðað við gengið 1,29 en voru bókfærð á um 191 milljón um síðustu áramót eða sem nemur um 26 milljónum yfír markaðsverði. Hefur markaðsverð þessa hlutafjár lækkað um 129 milljónir undanfar- in tvö ár. Sjóvá-Almennar eru þriðji stærsti hluthafí Flugleiða með um 5,9% hlut eða 121 milljón að nafn- virði. Ársreikningur vegna sl. árs liggur hins vegar ekki fyrir þannig að ekki er unnt að skoða hluta- bréfaeign félagsins í samhengi við bókfært verð bréfanna. Markaðs- verð bréfanna hefur lækkað um tæplega 122 milljónir undanfarin tvö ár. í dag Framkvæmdir viö Geirsgötu Lægsta tilboð í lagningu götunnar var 74 millj. kr. 16 Besta leikkonan Sólveig Arnarsdóttir var valin besta leikkonan á norrænni kvik- myndahátíð í Rúðuborg 19 Nýr heimsmeistari í skák? Timman vill tefla við Karpov 21 Leiðari Valdataf! í skákheiminum 24 Fasteignir ► Lóðaframboð - Skíða - geymslur - Stöðugleiki á húsnæðismarkaði - Tuminn á Hvaleyrarholti Daglegt líf ► Er nauðsynlegt að lengja skóladaga? - Áhugaleysi kvenna um kynlíf - Þjóðbúninginn þarf að umgangast með virðingu - Seychelles, ferðamál á föstudegi Ný þjónusta í boði hjá Nóa-Síríusi Persónuleg skilaboð sett í páskaeggin SÆLGÆTISGERÐIN Nói-Siríus hefur tekið upp þá nýbreytni að bjóðast sérstaklega til þess að koma fyrir persónulegum sldlaboð- um í páskaeggjum. Jón Björnsson, markaðsstjóri fyrirtækisins, segir að ennþá hafi fáir nýtt sér þessa þjónustu enda fari fólk ekki að hugsa alvarlega um páskaundirbúning fyrr en um helgina. Jón sagði að þó ekki hefði form- væri komið í páskaegg makans. lega verið boðið upp á þessa þjón- ustu áður hefði dálítið verið um að fólk hefði komið í verksmiðjuna og beðið um að persónulegum skilaboðum eða gjöfum væri kom- ið inn í eggin. Hann sagði að mest hefði verið um að eiginmenn eða -konur bæðu um að t.d. máls- háttum, ljóðum eða litlum gjöfum Eggin eru steypt í einu lagi og því er aðeins hægt að koma hlut- um gegnum lítið gat efst á egginu. Vilji fólk notfæra sér þjónustu Nóa-Síríusar er því bent á að fara í Konfektbúðina í Kringlunni, velja sér egg og afhenda innihaldið. Eggið er tilbúið 2 dögum síðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.