Morgunblaðið - 26.03.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.03.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDÁGUR 26. MARZ 1993 Ný umferðargata lögð í sumar frá Kalkofnsvegi að Ægisgötu 7 4 millj- ónir fyrir Geirsgötu BORGARRAÐ hefur samþykkt að taka rúmlega 74,3 milljón króna tilboði lægstbjóðanda, Völs hf., í lagningu Geirsgötu frá Kalkofnsvegi að Ægisgötu. Tilboðið er 89,61% af kostnað- aráætlun sem er rúmar 86,9 milljónir. Framkvæmdir hefjast fljótlega og er gert ráð -fyrir að þeim verið lokið í byijun októ- ber. Að sögn Stefáns Hermannsson- 'ar borgarverkfræðings, er verkinu skipt í fjóra áfanga og er það gert til að auðvelda umgengni um svæðið. Fyrsti áfangi er meðfram Miðbakka norðan við Hafnarhúsið og Tollstöðina að Bakkastæði. Sagði hann að vonast væri til að Frámkvaemdir hægt yrði að opna fyrir umferð inn á Geirsgötu í lok júní um Pósthús- stræti. Breytingar á Bakkastæði Framkvæmdir við annan áfanga, sem nær yfir Bakkastæði ,bifreiðastæði Reykjavíkurborgar, hefst í maí og þá verður bílastæð- ið að mestu lagt niður. Þriðji áfanginn er við Hafnarbúðir og hefjást framkvæmdir þar í byrjun júní og'Ióks er fjórði áfangi breyt- ingar á mótum Kalkofnsvegar og Sæbrautar en þar verður hafist handa í byijun ágúst. „Við ætlum að reyna að standa þannig að verki að umferð verði um Tryggvagötu eins lengi og hægt er,“ sagði Stef- án. Fjögur tilboð Fjögur tilboð bárust í verkið í lokuðu útboði og átti Háfell hf., næst lægst boð 76,3 millj. eða 92% af kostnaðaráætlun. Þá buðu Loft- orka hf., og Sveinbjörn Runólfsson sf., rúmar 84,7 miilj. eða 102,24% af kostnaðaráætlun og Gunnar og Guðmundur sf., buðu 86,8 millj. eða 104,78% af kostnaðaráætlun. Verðandi vill eitt kjördæmi VERÐANDI, samtök ungs al- þýðubandalagsfólks, felur stjórn félagsins að standa fyrir umræðu um nýja kjördæmaskipan, meðal annars með hugmyndina um eitt kjördæmi og óraðaða framboðs- lista að leiðarljósi. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra á opnum fundi um ríkisfjármál Erlendar lántökur varasam- í samþykkt frá stofnfundi Verð- andi, sem haldinn var 20. mars, segir m.a.: „Þingmenn landsbyggð- arinnar hafa ekki lagt sig fram um að mynda heildstæða byggðastefnu, heldur margir hverjir látið stjómast af stundarhagsmunum og keypt sér þannig vinsældir með fyrirgreiðslu. Afleiðingin hefur oft verið spilling, vafasamar fjárfestingar og annað sem þessi þjóð getur verið án. Með tilkomu eins kjördæmis yrðu flokk- arnir að mynda heilsteypta byggða- stefnu." Verðandi er ekki ein af stofnun- um Alþýðubandalagsins en mark- mið samtakanna er samt m.a. að hafa áhrif á störf og stefnu þess flokks, segir í fréttatilkynningu frá samtökunum. Um 80 manns mættu á stofnfundinn. Stjórn Féfang hf. ar en stundum réttíætanlegar tSífír1110 Á OPNUM stjórnmálafundi Heimdallar, sem efnt var til á miðviku- dag á Hótel Borg, var ástand í rikisfjármálum rætt og jafnframt var spáð í leiðir til að minnka rekstrarhalla ríkissjóðs. Frummælend- urnir Friðrik Sophusson fjármálaráðherra og Ólafur Ragnar Gríms- son þingmaður og fyrrverandi fjármálaráðherra töldu báðir að góð- an tima þurfi til þess að ná viðvarandi árangri í þjóðarbúskap og hallalausum fjárlögum. Þá greindi aftur á móti á um leiðir i því að vinna á hallanum. Fjármálaráðherra lýsti því yfír að vegna ástands- ins í þjóðfélaginu yrði ríkissjóður áfram rekinn með halla. Hann varaði við erlendum lántökum en taldi þær þó réttlætanlegar ef þeim væri veitt í arðbær verkefni. Ólafur Ragnar gagnrýndi ríkis- stjórnina harðlega fyrir að hafa gefið almenningi falskar vonir og taldi ráðstafanir hennar og áætlanir í fjárlagagerð ómarkvissar. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra greindi í upphafí frá stöðu ríkissjóðs og rakti ástæður fyrir miklum halla á ríkissjóði. Hann upplýsti að halli ríkissjóðs á fjárlög- um 1993 stefndi í 10 milljarða króna en því veldur meðal annars minni tekjur af sölu ríkisfyrirtækja en áætlað var, vaxandi atvinnuleysi og kerfíslæg útgjaldaaukning. Þá hafði frestun á álversframkvæmd- um nokkur áhrif. Hann sagði að ef þessar forsendur, sem voru fyrir fjárlagagerðinni, hefðu ekki brostið að þá væru fjárlög nú hallalans. Hann bætti við að þar sém horfur væru nú mjög dökkar væri borin von að fjárlög yrðu hallalaus á næsta ári. Árangur í niðurskurði og hagræðingu sinni við erlendum lántökum og taldi brýnt að menn færu sér hægt í þeim efnum. Hann taldi þó slíkar lántökur réttlætanlegar en aðeins þegar ljóst væri að þeim sé varið í arðbær verkefni. Friðrik benti á ýmsar leiðir sem komið gætu í stað lántaka. Hann sagði brýnt að draga úr tilfærslu verkefna hjá hinu opin- bera og taldi heillavænlegra að færa verkefni yfir til einstaklinga og fyrirtækja. Friðrik telur að árangur náist aðeins með áfram- haldandi einkavæðingu. Hann boð- aði breytingu banka í hlutafélög og sölu hlutafjár ríkisins í ýmsum sjóð- um svo sem Iðnlánasjóði. Ennfrem- ur kynnti hann vænlegan kost sem væri að fjölga útboðum ríkisins á ýmsum rekstrarverkefnum. af sölu ríkisfyrirtækja og verið of bjartsýna þegar meta átti áhrif fyr- irhugaðra álversframkvæmda. Ennfremur kvaðst ólafur harma það að ekki hafí tekist að mynda breiða samstöðu um lausn á vanda ríkissjóðs. Þetta samstarf hafi hann boðið ríkisstjómarflokkum á haust- mánuðum en verið umsvifalaust hafnað. Hann kvað ríkisstjórnina hvorki hafa stuðning almennings né bolmagn innan eigin flokka til að ráða við vandamálið. Ólafur taldi brýnt að skattbyrð- um almennings yrði betur dreift á hina ýmsu hópa þjóðfélagsins. Nauðsynlegt væri ennfremur að koma á fjármagns- og hátekju- skatti. Hann taldi einnig að efla bæri smáiðnað því það kæmi æ betur fram að það væru litlu iyrir- tækin, sem sköpuðu hagvöxt. Ólaf- ur benti ennfremur á leiðir til að stöðva útgjaldaþenslu. Hann lagði til að afnumin.yrði miðstýring fjár- veitingarvalds innan ráðuneytanna og að ákvörðunarvald væri fært stofnunum ríkisins. Morgunblaðinu hefur borist eft- irfarandi athugasemd frá eigna- leigufyrirtækinu Féfangi hf. „í tilefni af frétt viðskiptablaðs Morgunblaðsins í gær um breyting- ar á stjórn Féfangs skal tekið fram að Gísli Ólafson, sem gengt hefur stjórnarformennsku í fyrirtækinu frá stofnun þess, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. I hans stað var Gunnar Felixson kjörinn í stjórnina sem fulltrúi Tryggingamiðstöðvar- mnar. Halli ríkissjóðs stefnir í 10 milljarða á yfirstandandi ári Kerfislæg útgjöld aukast um 2,5 milljarða á næsta ári Á FUNDI sem Heimdallur efndi til á miðvikudag lýsti Friðrik Sophus- son yfir því að rekstrarhálli ríkissjóðs stefndi í 10 milljarða fyrir árið 1993. Ennfremur birtust fyrstu drög fjármálaráðuneytisins að útgjaldahorfum A-hluta ríkissjóðs fyrir árið 1994 en þar kemur fram að mikil aukning verður á kerfislægum og hagrænum útgjöldum ríkissjóðs. Falskar vonir Fjármálaráðherra lagði aftur á móti mikla áherslu á að allnokkur árangur hafí náðst með beinum nið- urskurði og hagræðingu í ríkiskerf- inu. Hann upplýsti fundarmenn að mikill árangur hefði náðst við að draga úr kerfislægum halla og næmi hann um 7,5 milljörðum króna. Þar vega Jþyngst breyttar útlánareglur hjá LIN og mikil hag- ræðing í rekstri sjúkrahúsa. Friðrik Sophusson varaði í ræðu Ólafur Ragnar Grímsson gagn- rýndi Friðrik og ríkisstjómina harkalega fyrir að hafa í síðustu kosningum gefíð almenningi falskar vonir um að henni tækist að ná niður hallanum. Loforð rífeisstjórn- arinnar hafí alla tíð verið óraun- hæf. Hann lýsti og yfír vonbrigðum sínum með það óvarfærni ríkis- stjórnarinnar í áætlunum sínum við gerð fjárlaga í haust. Hann sagði ríkisstjórnina hafa ofmetið tekjur Fjárlög fyrir árið 1993 voru á síðasta ári afgreidd með 6,2 millj- arða rekstrarhalla. Nú þykir aftur á móti ljóst að hallinn aukist um tæpa fjóra milljarða. Ástæður þessa aufena halla eru þríþættar. í fyrsta lagi hafa tekjur af sölu ríkisfyrir- tækja orðið minni en áætlað var við gerð fjárlaga. í annan stað auk- ast útgjöld verulega vegna meira atvinnuleysis en spáð hafði verið. Utgjöld vegna aukinna bóta- greiðslna atvinnuleysistrygginga nema hálfum öðrum milljarði króna. Loks veldur bágari efnahagur all- nokkrum tekjumissi eða sem svarar 1,3 milljörðum króna. Fjármálaráðherra kynnti einnig drög að útgjaldahorfum ríkissjóðs fyrir 1994 og samkvæmt þeim er ljóst að kerfislægur halli mun auk- ast vegna stigmögnunar lögbund- inna útgjalda ríkissjóðs. Alls mun kerfislæg og hagræn aukning út- gjalda nema um 4,4 milljörðum króna. Kerfislæg útgjöld eru lög- bundin útgjöld ríkis svo sem lífey- ristryggingar en vegna aldurssam- setningar þjóðarinnar hækka út- gjöld í þeim lið um einn milljarð. * f P ft » » Útgjaldaliðir sem verða fyrir áhrif- um af efnahag þjóðarinnar eru nefndir hagrænir og undir þann hluta falla aukin útgjöld vegna at- vinnuleysis. Þó að kerfislæg útgjöld aukist hefur ríkisstjórnin gripið til ýmissa ráðstafana til að draga úr kerfis- lægum halla á fjárlögum. Það hefur verið gert með breytingum á lögum er kveða á um kostnaðarþátttöku ríkisins. Þar ber hæst lækkun á niðurgreiðslum í landbúnaði en þar sparast tveir milljarðar króna. Enn- fremur skiluðu breytingar á útlána- kerfi LÍN og hagræðing í rekstri sjúkrahúsa um 1,8 milljörðum króna. Þessi sparnaður er árlegur og nemur í ár milli 7,5 og 8 milljörð- um króna samkvæmt mati fjár- málaráðuneytisins. ft ft ft PÁSKAHMTA SPORTVALS ■ STÓRKOSTLEGT TILBOB X atomic koflach ---------------------------------------------SALOMOISI Allt að helmings afsláttur á okkar frábæru skíðavörum - skíðafatnaði - JWSSfCHíOÉ úlpum - jogginggöllum - sundfatnaði og mörgu fleiru. Nú geta allir gert góð kaup hfá okkur. Sportval ■ Kringlan Sími 689520 ft I »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.