Morgunblaðið - 26.03.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.03.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDÁGUR 26. MARZ 1993 Verðvísitölur fiskafurða 1984 til mars 1993 {á gengi SDR, meðaltal 1986 er sett á 100) 179,2 l/O 7 \ 57,9 mm 7 'uu '84 ' '86 ' 88 ' '90 ' '92 75 Sjófrystar afurðir Verðfall sjávarafurða veid- ur 5 milljarða kr. tekjutapi MEÐALVERÐ á sjávarafurðum á erlendum mörkuðum i hefur lækkað mjög það sem af er þessu ári og var verðfall- ið í íslenskum krónum orðið 7,4% um miðjan mars frá því verði sem gilti að meðaltali á síðasta ári. Verðfallið er nokkuð mismunandi eftir tegundum, en þó á það við í | nánast öllum tilvikum að verðið fer lækkandi, eins og línu- ritin bera með sér. Heildarverðmæti útfluttra fiskafurða á árinu 1992 nam rétt rúmum 70 milljörðum króna og miðað við það að verðið í mars gildi út árið yrðu útflutningstekj- urnar rúmlega fimm milljörðum króna minni í ár en í fyrra. Aðalfundur Gigt- arfélags Islands Málþingum framtíðar- stéfnuna AÐALFUNDUR Gigtarfélags ís- lands verður haldinn í Borgartúni 6 laugardaginn 27. Fundarstjóri verður Tómas Amason, banka- stjóri. Á undan fundinum verður haldið málþing sem öllum er opið um framtíðarstefnu Gigtarfélags- ins og hefst það kl. 14. Aðalfund- urinn verður haldinn að því loknu. Eftirtaldir aðilar verða frummæl- endur: Júlíus Valsson gigtarsérfræðingur fjallar um gigtlækningar - innan og utan sjúkrahúsa og Kristján Steins- son gigtarsérfræðingur um gigta- rannsóknir; Sigrún Baldursdóttir sjúkraþjálfari ræðir um sjúkraþjálfun - einstaklingsmeðferð og hópþjálfun - og Gauti Grétarsson sjúkraþjálfari um rekstur endurhæfingastöðva á vegum líknarfélaga í ljósi þeirrar uppbyggingar sem átt hefur sér stað í sjúkraþjálfun; þá mun Jóhanna Ing- ólfsdóttir iðjuþjálfi ræðir um iðju- þjálfun og Þóra Árnadóttir hjúkrun- arfræðingur um ráðgjöf og fræðslu- starfsemi fyrir gigtsjúka; Ingibjörg Sveinsdóttir og Þórarinn Siguijóns- son fyrrv. alþingismaður sem bæði eru formenn landsbyggðadeilda spjalla um hlutverk Gigtarfélagsins á landsbyggðinni. Þá ræðir Svavar Kristinsson framkvæmdastjóri um markaðssetningu og fjármögnun líknarfélaga. Að síðustu er vert að geta þess að aðstoðarmaður heilbrigðisráð- herra, Þorkell Helgason, mun sitja málþingið og fjalla um hlutverk og gildi áhugamannafélaga varðandi heilbrigðisþjónustu. AÐALFUNDUR Aðalfundur Olíufélagsins hf. verður haldinn föstudaginn 26. mars 1993 á Hótel Sögu, Súlnasal, og hefst fundurinn kl. 13.30. DAGSKRÁ 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á aðalskrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á aðalskrifstofu félagsins Suðurlandsbraut 18, 2. hæð, frá og með 22. mars, fram að hádegi fundardags. Stjórn Olíufélagsins hf. Olíufélagið hf Kristjáns Jóhannssonar getið í óperuhandbók Hreykinn af að koma Islandi á óperukortið Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins. KRISTJÁN Jóhannsson verður meðal óperusöngvara í upp- sláttarriti um óperur, sem kemur samtímis út á Italíu og í Bandaríkjunum í haust. í bókinni er getið allra frægustu óperusöngvara og jafnframt fjallað um helstu óperur og stjórnendur. Kristján kveðst hreykinn af því að hafa komið íslandi á kortið í óperuheiminum. „í bókinni eru allir helstu söngv- arar, sem eru á lífi og enn að syngja,“ sagði Giorgio Bagnoli, höfundur bókarinnar, í samtali við Morgunblaðið. „Söngvararn- ir eru alls staðar að úr heimin- um. I bókinni verða nokkur nöfn úr fortíðinni, til dæmis Maria Callas og Enrico Caruso, frægir söngvarar á borð við Luciano Pavarotti og Placido Domingo og aðrir, yngri söngvarar, sem hafa staðið sig vel nýverið. Kristján er einn af þeim síðar- nefndu.“ Bagnoli kvaðst hafa rætt við Kristján og tekið saman æviá- grip hans þegar hann söng í II Trovatore í Verona fyrir skemmstu. „Ég valdi söngvara með því að hlusta á óperur,“ sagði Bagnoli og bætti við að persónulegt mat sitt og ferill listamannanna hefði vegið þyngst á vogarskálunum. ísland inn á kortið Kristján Jóhannsson var að von- um ánægður með að nafn hans skyldi eiga að vera í bókinni, sem á ítölsku ber heitið Dizionario dell’ opere lyriche. „Ég er hreyk- inn af því að mér skuli hafa tek- ist að koma Islandi inn á kortið í óperaheiminum," sagði Krist- ján, sem í gærkvöldi söng í síð- ustu sýningu sinni á Cavalleria Rusticana í Metropolitan óper- unni í New York á þessu leikári. Hver söngvari fær um það bil hálfa síðu í bókinni, hinir fræg- ustu ef til vill ívið meira, og verður þar rakinn starfsferill, söngstíll og helstu hlutverk, sem viðkomandi hefur sungið. Fylgir litmynd af hveijum söngvara og sagði Bagnoli að það gerði bók sína einstæða. Óperur helsta áhugamál höfundarins Segja má að draumur Bagnol- is hafi ræst þegar ítalska forlag- ið Mondadori bað hann um að skrifa þessa bók fyrir tveimur árum. „Ég hef hlustað á óperur frá unga aldri,“ sagði höfundur- inn. „Þær hafa alltaf verið mitt helsta áhugamál.“ Bókin kemur út í september og verður um 500 blaðsíður. Þar í hópi þeirra frægustu KRISTJÁN Jóhannsson óperusöngvari er í hópi fræg- ustu söngvara heims í bók Bagnolis. verða auk söngvara taldar helstu óperur, tónskáld og stjórnendur. Næsta verkefni Bagnolis verður að gefa út aðra bók, þar sem taldir verða fleiri söngvarar, en myndunum sleppt. „Sú bók verð- ur meira fyrir sérfræðinga," sagði hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.