Morgunblaðið - 26.03.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.03.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1993 Bandaríkjastj órn Kanna stefn- una. gagnvart E1 Salvador Washinglon. Reuter. WARREN Christopher, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, skipaði í gær nefnd til að gera úttekt á skýrslu Samein- uðu þjóðanna um mannrétt- indabrot í EI Salvador á með- an á borgarastyijöldinni þar stóð. Sagði Christopher að þó að í skýrslunni væri ríkisstjórn Banda- ríkjanna eða fulltrúar hennar ekki beinlínis gagnrýnd hlyti hún að hafa áhrif á framkvæmd ijanda- rískrar utanríkisstefnu. í skýrslunni kemur m.a. fram að stjórnarher E1 Salvador, sem naut stuðnings Bandaríkjamanna, hafí myrt að minnsta kosti 700 manns í þorpinu E1 Mozote og nágrenni árið 1981. Warren Christopher sagði að meðal þess sem nefndinni yrði fálið að kanna væri þáttur utanrík- isþjónustunnar í málefnum E1 Salvador meðan á borgarastyijöld- inni stóð. Reuter Eldgos á Filippseyjum ELDFJALLIÐ Mayon á Filippseyjum, sem er um 2.400 metrar að hæð og rúma 330 km suðaustur af höfuð- borginni Manila, spýr ösku og hraunleðju um sólsetursbil í gær. Margir jarðskjálftar hafa orðið í fjallinu og nágrenni þess. Gosið hefur staðið yfír í tæpa viku en ekki er vitað um neinn mannskaða. Alls hafa um 60.000 manns flúið heimili sín en óttast er að gosið sé undanfari mun öflugri hamfara. Fremst sést klukkuturn kirkju sem grófst undir ösku í gosi árið 1814. Bílhlass af ís til Nyrups Kaupmannahöfn. Reuter, frá Sig- rúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. DANSKIR bændur og fiski- menn eru mjög óánægðir með ráðstafanir ríkisstjórn- arinnar í málum þeirra og eru byrjaðir að gera alvöru úr hótunum um að grípa til aðgerða. I gær lögðu sex þúsund sjómenn niður vinnu í Danmörku til að mótmæla kvótaskerðingu. Björn Westh, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur varað þessa aðila við að gera neitt sem bitnar á almenn- ingi. Þegar Westh kom út úr húsi sínu á miðvikudagsmorgun hafði hálft tonn af hálmi verið skilið eftir í innkeyrslunni. Sömu kveðju fengu nokkrir aðrir stjómmálamenn frá and- ófsmönnum. Sama morgun sturtuðu sjómenn tuttugu tonn- um af ís við Kristjánsborgar- höll í Kaupmannahöfn, þar sem þingið er til húsa. í gær sturt- uðu svo sjómenn bílfarmi af ís fyrir utan heimili Pouls Nyrups Rasmussens forsætisráðherra. Spillingarmál stjómmálamanna á ítalíu Tengsl við maf- íuna rannsökuð Róm. Reuter. RANNSÓKNIN á spillingarmálunum á Ítalíu beindist í gær aðallega að tengslum mafíunnar og spilltra stjórnmálamanna eftir játningar tveggja manna sem stjórnuðu helstu glæpaborgum landsins, Napólí og Palermo. Þingnefnd í Róm lagði til að Raimondo Maira, þingmaður Kristi- legra demókrata, yrði sviptur þing- helgi svo hægt yrði að sækja hann til saka fyrir meint tengsl við maf- íuna. Leonardo Messina, fyrrver- andi mafíósi sem hefur fallist á samvinnu við lögregluna, hafði sagt að þingmaðurinn hefði verið „fram- bjóðandi mafíunnar" í þingkosning- unum 1991. Maira vísar þessu á bug og óskaði sjálfur eftir því að verða leystur undan þinghelgi svo hann gæti hreinsað sig sem fyrst. Fyrrverandi ráðherra viðriðinn mafíuna Margir af þekktustu fjármála- og stjórnmálamönnum landsins eru nú í fangelsi og rannsókn á tengsl- unum við mafíuna gæti valdið enn meiri sprengingu í ítölskum stjóm- málum. Atkvæðamesti stjómmála- maðurinn sem til þessa hefur verið handtekinn vegna tengsla við maf- íuna er Riccardo Misasi, fyrrverandi menntamálaráðherra og áhrifa- mesti þingmaður Kristilegra demó- krata í Napólí. Hann hefur neitað sakargiftunum og þingið á eftir að ákveða hvort hann verði sviptur þinghelgi. Saksóknarar, sem stjórna rann- sókninni, segja að stjórnmálamenn hafi stofnað svokallaða „viðskipta- nefnd“ með foringjum mafíunnar í Calabriu til að undirbúa samninga um opinberar framkvæmdir í höfuð- stað héraðsins, Reggio Calabria. Giuseppe Santoro sendiherra, sem hafði yfirumsjón með aðstoð ítala við þróunarlönd, var handtek- inn í gær, sakaður um að hafa misnotað fé sem ætlað var til þróun- araðstoðar. Laugavegi 95, sími 25260 SÍDASTIDAGUR VERSLUNARINNAR laugardaginn 27. mars. Opið frá kl. 10-14 - Misstu ekki af því! |||L ■ »w*' jp| i . Sarah Andrés Sarah Ferguson Hef farið illa að ráði mínu London. Reuter. SARAH Ferguson eða „Fergie“, hertogaynja af Jórvík, segir í við- tali við breska dagblaðið Sun, að hún hafi farið heldur illa að ráði sínu og biður alla landsmenn sína afsökunar. Þá segir hún, að Andr- és prins sé mesta gæðablóð og hennar besti vinur. „Okkur verður öllum á í mess- unni en við lærum af mistökunum. Eg hef klúðrað mörgu í lífi mínu og mér þykir það leitt,“ segir Fergie í viðtalinu en hún segist þó vera hamingjusamari nú en nokkru sinni. Hún býr með dætrum sínum tveim- ur og vinnur að hjálparstarfi fyrir börn í Bosníu. Um Andrés, eigin- mann sinn, segir hún, að hann sé góðmenni, sannur vinur í raun og dætrunum yndislegur faðir. í viðtalinu kveður við nokkuð nýjan tón hjá Fergie en áður hefur hún borið konungsfólkinu dálítið misjafna söguna og kvartað yfir því, að hún hafí engan stuðning fengið í hjónabandinu með Andrési. Samkvæmt blaðafréttum mun Fergie fá um 200 milljónir króna í sinn hlut komi til lögskilnaðar með þeim hjónum. Vísbending'- arumlíf á Venusi Bandaríska geimferðastofn- unin (NASA) sagði í gær að upplýsingar sem rannsóknar- farið Pioneer hefði sent til jarð- ar bentu til þess að líf hefði verið að finna á reikistjörnunni Venusi. Mælingar gæfu til kynna að þar hefðu verið út- höf. Vatnsmagn plánetunnar hefði verið nær fjórum sinnum meira en áður var talið. Deyr af völd- um sprengju- tilræðis IRA TÓLF ára drengur dó í gær af meiðslum sem hann hlaut í sprengjutilræði írsku hryðju- verkasamtakanna IRA í versl- unarmiðstöð í borginni Warr- ington í Englandi um síðustu helgi. Þriggja ára drengur beið bana er sprengjan sprakk og 56 manns slösuðust. Tilræðismað- ur gómaður JÓRDANI sem búsettur er í Bloomfield í New Jersey-ríki var handtekinn í gær en hann er grunaður um aðild að sprengjutilræðinu í World Trade Center byggingunni í New York fyrir mánuði. Hann heitir Bilai Alkaisi, er 27 ára og hefur starfað sem leigubíl- stjóri í New York-borg. Þrír kaþólikk- ar myrtir í Belfast ÞRÍR kaþólskir verkamenn voru myrtir og tveir særðust lífshættulega í tilræði í strand- bænum Castlerock á norður- strönd Norður-írlands í gær. Menn sem taldir eru vera í sam- tökum öfgasinnaðra sambands- sinna sátu fyrir bifreið þeirra og létu skothríðina dynja á henni er þeir voru á leið til vinnu. Fylgi hrynur af frjálslynd- um FYLGI hrynur af japanska stjórnarflokknum, Fijálslynda lýðræðisflokknu, miðað við úr- slit skoðanakönnunar sem birt voru í gær. Styðja 35,5% flokk- inn nú sem er 3,8% lækkun á einum mánuði. Ennfremur sýndi könnunin að aðeins 21% Japana styður ríkisstjórn Kiichi Miyazawa forsætisráðherra og er það lækkun um 5% á mán- uði. 68,6% aðspurðra sögðust óánægð með frammistöðu stjórnarinnar. Nýr leiðtogi Likud BENJAMIN Nethanyahu, for- maður ísraelsku sendinefndar- innar í viðræðum ísraela og araba um frið í Miðausturlönd- um, var í gær kjörinn leiðtogi Likud-flokksins í ísrael. Net- hanyahu er 43 ára en samt vel þekktur í heimalandinu þar sem hann gengur manna á meðal undir nafninu BiBi. Hann tekur við formennsku af Yitzhak Shamir fyrrum forsætisráð- herra. Hann er fyrrum víkinga- sveitarmaður í ísraelska hern- um og sendiherra hjá Samein- uðu þjóðunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.