Morgunblaðið - 26.03.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.03.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1993 Norskur sjávarútvegur og aðild að Evrópubandalaginu Hefðbundimi réttur til veiða látinn ráða Brussel. Frá Knstófer M. Kristinssyni, frettantara Morgunblaðsins. VEIÐIHEIMILDUM í norskri lögsögu verður úthlutað á grundvelli hefðbundinna veiða ef af aðild Noregs að Evrópubandalaginu (EB) verður. Þetta kemur fram í umsögn framkvæmdastjórnar bandalags- ins um aðildarumsókn Norðmanna. Samkvæmt þessu fengi fiskveiði- floti annarra aðildarríkja EB litlar sem engar veiðiheimildir í norskri lögsögu til viðbótar þeim sem þegar hefur verið samið um. Gert er ráð fyrir að Norðmenn greiði sem svarar 73,6 milljörðum islenskra króna til EB en fái til baka 39,6 milljarða islenskra króna í styrkjum og öðrum framlögum. Norskur sjávarútvegur fengi 8,7 milljarða íslenskra króna úr upp- byggingarsjóðum bandalagsins til hagræðingar í norskum sjávarút- vegi. Innan EB er reiknað með því að allar sjávarbyggðir í Noregi falli undir uppbyggingarsjóðina og njóti framlaga úr þeim. Mikilvægi innflutnings minnkar Verði Noregur aðili að EB vex fískveiðifloti bandalagsins um 17% og sjómönnum fjölgar um 10%. Að- ild Noregs mun minnka viðskipta- halla EB með sjávarafurðir um 17% eða tæplega 80 milljarða íslenskra króna og draga úr mikilvægi inn- flutnings fyrir bandalagið. í umsögn framkvæmdastjómarinnar um um- sókn _ Norðmanna segir m.a. að vemdarstefna Norðmanna í sjávar- útvegi sé í samræmi við sjávarút- vegsstefnu EB þó svo gefa þurfí gaum að nokkmm atriðum. Um- sögnin gerir ráð fyrir að gildandi samningar milli Svía, Norðmanna og EB um skipti á veiðiheimildum i Skagerrak verði m.a. lagðir til gmndvallar í samningunum. Jafn- framt er vísað til reglna um veiðar innan 12 mílna einkalögsagna aðild- arríkjanna og grandvallarreglunnar um hefðbundin réttindi til veiða. Aðlögun fiskveiðiflotans Fiskveiðifloti Norðmanna er sagður of stór þó svo að meirihluti flotans sé skip styttri en 12 metr- ar. Aðlaga verði flotann breyttum aðstæðum jafnframt því sem að fullt tillit verði tekið til byggðarlaga sem byggi afkomu sína að mestu á sjávarútvegi. Með aðild Norðmanna vex markaður EB með fiskeldisaf- urðir, aðallega lax, um þriðjung jafnframt því sem Norðmenn munu styrkja mjög stöðu sína á þessum mörkuðum. Niðurgreiðslur og verðákvarðan- ir í norskum sjávarútvegi eru taldar stangast á við reglur EB. í umsögn EB koma einnig fram áhyggjur vegna mikilla áhrifa hagsmunaaðila í norskum sjávarútvegi á stjórn sjávarútvegs og alþjóðleg sam- skipti. Samningaviðræðurnar um aðild Noregs heijast í Lúxemborg 5. apríl. Reuter. Mótmæli í Belgrad BOSNÍU-Serbar voru í gær sagðir vera í mikilli sókn og sögðu yfírmenn friðargæslusveita SÞ að þeir myndu líklega ná borgunum Srebrenica og Zepa á sitt vald innan nokkurra daga. Það myndi leiða til nýrrar öldu flóttamanna og að auki stefna friðarviðræðunum um Bosníu í hættu. Serbneskar sveitir hafa að nýju hafið stórskotaliðsárásir á Króatíu og krafðist Franjo Tudman, forseti Króatíu, þess í gær að þær yrðu teknar upp á vettvangi SÞ. Stríðið hefur þó æ meiri áhrif efnahag Serbíu og í gær lýsti ríkisstjóm landsins því yfír að það hefði tekið gjaldeyrisinnistæð- ur einkaaðila að láni. Þetta vakti ekki mikla lukku meðal gjaldeyrisreikn- ingseigenda og efndu hundruð þeirra til mótmælafundar fyrir utan stjóm- arráðið í gær og kröfðust þess að fá fjármuni sína afhenda. Harðar deilur um næsta heimsmeistaraeinvígi í skák Tiniman vill tefla við Karpov „JÁ, ég er reiðubúinn að heyja einvígi við Anatólíj Karpov um heimsmeistara- titilinn í skák,“ sagði hollenski skák- meistarinn Jan Timman í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann var spurður að því hvort hann myndi verða við til- mælum Alþjóðaskáksambandsins (FIDE) að tefla um heimsmeistaratitilinn eftir að sambandið hafði svipt Garrí Kasparov og Nigel Short réttinum til þess. Kasparov og Short ákváðu í byijun vik- unnar að heyja einvígi um heimsmeistaratit- ilinn án afskipta FIDE sem þeir hafa sakað um að virða að vettugi hagsmuni skákmann- anna sjálfra. Sérfræðingum ber saman um að keppnin um heimsmeistaratitilinn sé for- senda tilveru FIDE. Hafa þeir sagt í sam- tölum við Morgunblaðið að framtíð sam- bandsins standi og falli með afstöðu Tim- mans. Styddu hann og aðrir fremstu skák- menn heims framtak Kasparovs og Shorts gæti það þýtt endalok FIDE. Kemur ákvörð- un hans um að vilja tefla við Karpov um titilinn skákmönnum á óvart en aðilum ber saman um að allar líkur séu á að Karpov gefi jákvætt svar við þátttöku í einvígi. „Eg harma þessa ákvörðun Kasparovs og Shorts. Ég vonaði alltaf að málamiðlun tæk- ist milli þeirra og FIDE. Það var reynt að Karpov Timman sætta sjónarmiðin en nú er ég hræddur um að allt slíkt sé úr sögunni, menn hafi einfald- lega gengið einum of langt til þess,“ sagði Timman. „Það verður að virða leikreglurnar sem í gildi em og burtséð frá því hvort mönnum finnst tignin verðskulduð verður að ljúka keppninni um heimsmeistaratitilinn. Það verður að loka hringnum,“ sagði Timman. Sá orðrómur gengur meðal skákmanna að Short hefði óskað eftir því við Timman eftir áskorendaeinvígi þeirra á Spáni í byijun árs að hann yrði aðstoðarmaður sinn í einvíg- inu við Kasparov. Það sagði Timman að væri ekki rétt, Short hefði aldrei orðað slíkt við sig. „Ég hef hvorki séð Short né heyrt frá því við kvöddumst eftir einvígið," sagði hann. Timman sagði að FIDE hefði þegar leitað hófanna hjá sér. „Ég hef fengið munnlega fyrirspurn um hvort ég sé tilbúin til einvígis * við Karpov. Og ég hef svarað þeirri fyrir- spurn játandi, einnig munnlega. Mér er ekki kunnugt hver afstaða Karpovs er, hef ekki rætt við hann,“ svaraði Timman. Aðspurður sagðist Timman efins um að einvígi þeirra Karpovs, ef af yrði, færi fram í Manchester, sem átt hafði hæsta tilboðið í einvígi Kasparovs og Shorts. Hins vegar kvaðst hann ekki geta sagt neitt um hvar einvígið hugsanlega yrði. „Það mál er í hönd- um FIDE,“ var svarið. Kasparov og Short róa einir Timman sagðist álíta að stofnun Samtaka atvinnuskákmanna (PCA), sem Kasparov og Short hleyptu formlega af stokkunum í London á mánudag, væri málamyndagjörn- ingur. „Þetta er gert til að auka á formleg- heit einvígisins. Samtökin eru hins vegar ekki trúverðug. Þau njóta ekki stuðnings skákmanna, það þykist ég vita nokkuð vel,“ sagði Timman að lokum. SJÁLFVIRKl OFNHITASTILLIRINN = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 91-624260 meira spunnið í símann þinn en þu heldur efhann er tengdur stafrœna símakerfinu Símtalsflutningur Þú getur vísað öllum símtölum sem beint er í þinn síma í annan síma, hvar sem er á landinu. Þú getur vísað símtölunum í venjulega síma, farsíma eða boðtæki. Sá sem hringir verður ekki var við símtalsflutninginn. Ef þú átt von á símtali en ætlar að bregða þér í heimsókn til vinar þíns getur þú látið símann þinn færa símtalið í símann hans. Til að færa símtöl úr þínum síma í annan tekur þú símatólið upp og eftir að sónninn kemur ýtir þú á 021 Qsímanúmer vinar þíns E3 Ef þú hættir við að flytja símtalið ýtir þú á ED210 Þú getur nýtt þér alla möguleika sérþjónustu stafræna símakerfisins með því að greiða 790 kr. skrán- ingargjald. Til að fá nánari upplýsingar um sérþjónustuna getur þú hringt f Grænt nómer 99-6363 á skrifstofutfma (sama gjald fyrir alia landsmenn), á söludeild Pósts og síma eða á næstu póst- og simstöð. * tt R SÉRÞJÓNUSTA SÍMANS * I t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.