Morgunblaðið - 26.03.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.03.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 26. MARZ 19.93 23 Utanríkisráðherra hefur ekki trú á gildistöku EES 1. iúlí JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra telur þingsályktunartil- lögu Steingríms Hermannssonar (F-Rn) formanns og Halldórs Ásgríms- sonar (F-Al) varaformanns Framsóknarflokksins um tvíhliða viðræður milli Islands og EB óþarfa, ótímabæra, jafnvel skaðlega. Það kom fram; m.a. hjá utanríkisráðherra, að gildistaka og gildistími EES er óviss. I fyrri umræðu um tillögu framsóknarmanna skýrði utanríkisráðherra frá nokkrum atriðum sem hann byggir þetta stöðumat á. Tillaga Steingríms Hermannsson- ar (F-Rn) og Halldórs Ásgrímssonar (F-Al) er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að stefnt skuli að því að ná tvíhliða samningi við Evrópubanda- lagið, fyrst og fremst á grundvelli viðskiptahluta þess samnings sem fyrir liggur um Evrópskt efnahags- svæði. Því felur Alþingi ríkisstjóm- inni að hefja undirbúning að slíkri samningsgerð og fara þess á leit við framkvæmdastjórn Evrópubanda- lagsins að viðræður hefjist hið fyrsta." Tillaga framsóknarmanna var rætt í nokkur stundarkorn í gær og talaði fjöldi þingmanna. Framsókn- armenn lögðu mikla áherslu á mikil- vægi þess að með samþykkt þessarar tillögu var að því stefnt að eyða óvissu og með samþykkt slíkrar stefnumörkunar væri jafnframt vísað frá hugmyndum um aðild íslands að Evrópubandalaginu, EB. Ólafur Ragnar Grímsson (Ab-Rn) lýsti yfir stuðningi Alþýðubandalagsins við þessa tillögu sem væri einnig í sam- ræmi við samþykkt miðstjómar Al- þýðubandalagsins 28. júní 1992. Forviðræður um eftirmál EES Jón Baldvin Hannibalsson útanrík- isráðherra sagði að viðræður um hvernig form samningar tækju ef/þegar önnur EFTA-lönd gengju í EB væru útaf fyrir sig hafnar. Það væri u.þ.b. ár síðan viðræður hefðu verið teknar upp. Það hefðu farið fram viðræður um formbreytingu samningsins. Þetta hefði verið ítrek- að rætt við forystumenn EB. Við Frans Andriessen, þáverandi utanrík- isráðherra fram- kvæmdastjómar EB, og við utanrík- isráðherra þeirra þjóða sem farið hafa með forystuna í bandalaginu, Dou- glas Hurd utanrík- ' isráðherra Bret- lands í desember, Jón Baldv'in Niels Helveg Pedersen utanríkisráð- herra Danmerkur í febrúar og nú fyrir nokkrum vikum við hinn nýja utanríkisráðherra framkvæmda- stjómar EB, Hans van der Broek. Fundargerðir lægju fyrir frá þessUm viðræðum og þessum fulltrúum EB bæri öllum saman um að ef EFTA legðist niður væri einfalt mál að semja um stofnanaþáttinn, dómstól og eftirlitsstofnun. íslendingar mættu ganga út frá því sem gefnu að samningsskuldbindingar og rétt- indi EES-samningsins héldust þótt formið breyttist. Það segði sig nán- ast sjálft að þá þyrfti að efna til samninga um breytingar á formi stofnana. Ef EFTA-yrði ekki til þá væri sjálfgefið að ekki yrði til eftir- litsstofnun og dómstóll EFTA. Utanríkisráðherra vildi ekki víkj- ast undan að svara þeirri spumingu hvers vegna væri ekki gengið frá þessu nú þegar. Jón Baldvin sagði svarið einfalt. Það væri samdóma mat manna að það væri ekki tíma- bært fyrr en EES-samningurinn hefði tekið gildi. Við værum í óvissu bæði með tímasetningu gildistöku og einnig væri fullkomin óvissa um gildistíma EES-samningsins. Við- ræður um aðild nýrra ríkja að EB væru nýhafnar og þær yrðu ekki auðveldar og mörg ágreiningsefni gætu orðið að ásteytingarsteini. Flestir teldu það bamaskap af hálfu Svía að lýsa því enn yfír að góðar horfur væru á því að Svíþjóð gæti orðið aðildarríki í ársbyijun 1995. Utanríkisráðherra benti einnig á að meirihlutasamþykki þjóðanna í nýj- um aðildarríkjum væri ófengið. Og eins og nú horfði, stefndi ekki í þann meirihluta og margt gæti eflt and- stöðuna. Utanríkisráðherra taldi jafnvel að viðræður um tvíhliða samning núna gætu verið varasamar. Með slíku gætum við verið að kalla yfír okkur opnun á samningum á gmndvelli sem gæti reynst okkur afar óhagstæður, s.s. veiðheimildir fyrir rýmri mark- aðsaðgang. Gildistaka EES Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur (SK-Rv) þótti gæta nokkurrar óvissu í máli utanríkisráðherra um gildis- töku EES-samningsins og spurði hann nánar eftir þessum efasemdum, jafnvel um það hvort EES tæki gildi yfírleitt? Svar utanríkiráðherra var: „Nei, ég held að ekki verði aftur snúið." En utanríkisráðherra treysti sér ekki til að fullyrða neitt um hve- nær það yrði, jafnvel ekki um það hvort gildistaka yrði á þessu ári. Hann sagði að veruleg tregða væri í þjóðþingum 2-3 landa, ekki bara á Spáni. Utanríkisráðherra sagði einn- MÞIIKSI Þingsályktimartillaga rí kisstj órnarinnar lögð fram Sótt um aukaaðild að VES RÍKISSTJÓRNIN hefur farið þess á leit að Alþingi lýsi stuðningi við ákvörðun hennar um að Island gerist aukaðili að Vestur-Evrópu- sambandinu, VES. Hefur verið lögð fram þingsályktunartillaga um þetta á Alþingi. Eiður Guðnason umhverfísráð- herra undirritaði í Róm í fyrra skjal um aukaaðild íslands að VES ásamt utanríkisráðherrum Noregs og Tyrk- lands. Fram kemur í greinargerð þingsályktunartillögunnar að auka- aðildarskjalið sé pólitísk yfírlýsing ríkjanna, sem hlut eiga að máli, en ekki lagalega bindandi samningur. Skjal þetta er að miklu leyti efnislega samhljóða Petersberg-yfirlýsingu VES frá 19. júní 1992, en þar segir m.a. að aukaaðildarríki geti tekið fullan þátt í fundum ráðs, vinnuhópa og undirnefnda VES, með nokkrum skilmálum og takmörkunum s.s. þeim að aukaaðilar geti ekki hindrað ákvarðanir aðildarríkjanna. Ekkí þátttaka í hernaðaraðgerðum Samkvæmt fyrrgreindu aukaðild- arskjali mega aukaaðilar vænta þess að verða beðnir að leggja fram fé til þarfa samtakanna en framlög verða endanlega ákvörðuð innan tíð- ar. Tekið er fram í greinargerð þing- sályktunartillögunnar að ísland muni ekki taka þátt í hemaðaraðgerðum VES, þar sem landið hafí ekki eigin her. í greinargerðinni segir einnig að aukaaðilar hafí góða möguleika á að koma skoðunum sínum og tillögum á framfæri. Jafnframt geti þeir tengst ákvörðunum sambandsins hverju sinni. Það er mat ríkisstjórn- arinnar að: „Þegar á heildina er litið, hefur aukaaðild að Vestur-Evrópu- sambandinu ýmsan ávinning í för með sér fyrir ísland, en fáar kvaðir eða skuldbindingar." ig að ef svo færi að Maastricht-sam- komulagið yrði ekki staðfest, myndi það hafa víðtækar afleiðingar. Hann hugði að fyrstu áhrif yrðu þau að öllum aðildarviðræðum yrði sópað útaf borðinu. Slíkt ætti út af fyrir sig að styrkja EES-samninginn en hins vegar yrði væntanlega pólitískt uppnám sem myndi leiða til þess að gildistakan drægist á langinn. Utanríkisráðherra mat það svo að höfnun Maastricht myndi fyrst í stað leiða til þess að suðlægari ríki EB myndu tregðast við að samþykkja EES-samkomulagið en að lokum myndu þeir sem ætluðu að byggja upp harðan kjarna EB sjá sinn hag í því að halda þeim ríkjum sem vildu lausara samband utan við en veita þeim aðgang að innri markaðinum með EES. Af fyrrgreindum ástæðum treysti utanríkisráðherra sér ekki til að slá neinu föstu um það að EES-samning- urinn tæki gildi fyrir áramót. Það væri fyrst og fremst Maastrict sem kynni að flækja stöðuna og breytti þá engu að fyrir lægju pólitískar yfírlýsingar allra samningsaðila um að hvetja öll þjóðþing til að ljúkja staðfestingu og að stefnt skyldi að gildistöku 1. júlí á þessu ári. Utanrík- isráðherra sagist enga trú hafa á því að það tækist 1. júlí. Hveijir vilja ekki ísland í EB? Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra sagði enga óvissu ríkja um afstöðu íslenskra stjórnvalda og stjórnmálaflokka gagnvart aðild að EB en enginn stjómmálaflokkur hef- ur slíkt á sinni stefnuskrá. Það væri heldur ekki nein ástæða til að ætla það jafnvel þótt héma væru stjórn- málaflokkar sem fylgdu því máli, að gatan inn í EB væri greið. „Það vill svo til að við vitum að Evrópubanda- lagið hefur ekki minnsta áhuga á að fá Island sem aðila að bandalag- inu. Og mjög valdamikil öfl innan bandalagsins myndu eindregið leggj- ast gegn því að það gerðist." Utanríkisráðherra rakti nokkrar ástæður þessa áhugaleysis á aðild íslands. Það væri ríkjandi skoðun miðað við óbreytta skipan og starfs- hætti bandalagsins að EB gæti ekki tekið inn svokallaðar „örþjóðir", s.s. Kýpurbúa, Möltubúa og Islendinga, og veitt þeim fullgild réttindi, t.d. að fá „alla gjörninga og pappírsflóð bandalagsins" þýdd á tungumál við- komandi þjóða. Utanríkisráðherra sagði að eindregnustu andstæðingar EB-aðildar hérlendis ættu „mjög trausta bandamenn í forystusveit Evrópubandalagsins sjálfs." Sighvatur Sturla Lokun Staðarfells Ekkí haft samráð við heilbrigðis- ráðuneyti SIGHVATUR Björgvinsson heil- brigðis- og tryggingaráðherra segir að ekkert samráð hafi verið haft við heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytið um lokun meðferðar- heimilis SÁÁ að Staðarfelli. Hann telur _ samkomulag ráðuneytisins við SAA frá 8. desember vera ótví- rætt og væntir þess að við það verði staðið. Sturla Böðvarsson (S-Vl) spurðist fyrir um skoðun ráðherra á fyrirhugaðri lokun SÁÁ á meðferðarheimilinu. Heilbrigðis- og tryggingaráðherra rakti samkomulag það sem hann hafði gert við forráðamenn SÁÁ í desember, en það gerði m.a. ráð fyr- ir því að ráðherra myndi beita sér fyrir því að lækkun á fjárveitingum til SAÁ yrði 20 milljónir króna en ekki 35 milljónir eins og frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1993 gerði ráð fyrir. Á móti gerði samkomulagið m.a. ráð fyrir að samningsaðilar skipuðu nefnd til að undirbúa á árinu 1993 samning um þjónustu þá sem ríkissjóður keypti af SÁÁ vegna meðferðar áfengissjúkra. Aframhaldandi rekstur I samkomulaginu sagði einnig að fulltrúar SÁÁ samþykktu að starf- rækja sjúkrastofnanir SÁÁ á árinu 1993 miðað við slíka afgreiðslu mála og myndu taka að sér að leita leiða til að „hagræða og spara í rekstri stofnana sem þessu nemur í rekstri, hugsanlega verður um einhvern sam- drátt í starfseminni að ræða verði ekki annars kostur.“ Sturla Böðvarsson sagðist vænta þess að heilbrigðisráðuneytið myndi gera allt sem í þess valdi stæði til þess að staðið yrði við þennan samn- ing. Samningsbrot væru óviðunandi og yllu óþolandi óvissu fyrir starfs- fólk að Staðarfelli um atvinnuöryggi sitt. H3BBBBEHBHB ZANCASTER ÁRSÓL HUÐGREINING I DAG KL. 13-17 Grímsbæ 10% kynningarafsláttur. HMMÍ AÐEINS EIN JÖRÐ AÐEINS EI.NN BILL Frá upphafi hafa hönnuðir Honda Civic viljað framleiða eins umhverfisvæna bíla og mögulegt er. Þetta hefur tekist með hreinbrunavélinni (VTEC) sem skilar meiri orku á hvem lttra af bensíni og mengar minna en áður hefur þekkst. Til að fullkomna verkið er Civic settur saman úr 80% endurvinnanlegum efnum. Þessir „umhverfis- vænu“ bílar eru nú fáanlegir hér á landi. Til afgreiðslu strax • Opið virka daga kl. 9:00 - 18:00 og laugardaga kl. 11:00 - 15:00 • Honda • Vatnagörðum 24 • Sími (91) 68 99 00 Á RÉTTRl LÍNU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.