Morgunblaðið - 26.03.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.03.1993, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1993 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1993 25- fN*fgmi(Iafrií Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 110 kr. eintakið. Valdatafl í skákheimínum Enn einu sinni skekja harðvítugar deilur skákheiminn. Þessi göf- uga íþrótt, sem öðrum fremur bygg- ist á hinum andlega mætti frekar en hinum Hkamlega, hefur áratugum saman verið leiksoppur í oft miður skemmtilegu valdatafli. Deilan, sem nú er risin, er hins vegar um margt annars eðlis en hið hefðbundna karp sem staðið hefur um skákíþróttina frá lokum síðari heimsstyijaldarinnar. Líkt og á svo mörgum öðrum vígstöðvum eru það endalok kalda stríðsins sem eru hvati umskiptanna. Skákin var til skamms tíma tákngervingur baráttunnar milli austurs og vesturs á alþjóða- vettvangi. Hvergi hefur þetta komið eins greinilega í ljós og í heimsmeist- araeinvíginu í Reykjavík árið 1972. Það voru ekki bara Borís Spasskíj og Bobby Fischer sem glímdu í Laugardalshöllinni heldur í augum flestra einnig Sovétríkin og Banda- ríkin. Kommúnismi og lýðræði. Alþjóðaskáksambandið, FIDE, gegndi lykilhlutverki í þessari tog- streitu og sætti mikilli gagnrýni fyr- ir. FIDE og formaður þess, Flor- encio Campomanes, voru sökuð um baktjaldamakk með sovéska skák- sambandinu og öðrum fyrrverandi kommúnistaríkjum. Þetta umtal gerði skákinni illt auk þess að reka fleyg milli margra helstu skákmanna heims og þeirra samtaka sem undir eðlilegum kringumstæðum hefðu átt að gæta hagsmuna þeirra og tryggja framgang þeirrar íþróttar, sem þeir stunduðu. Nú snúast deilurnar í skákheimin- um um peninga en ekki pólitík. FIDE, sem skipulagt hefur heims- meistaramótið í skák frá árinu 1948, hefur löngum verið sakað um að taka til sín ótæpilega stóran hlut af verðlaunafé skákmanna, eða fjórðung. Þó að það hafi vakið óánægju meðal skákmanna var þetta hægt á meðan stórveldabaráttan gegnsýrði skákheiminn og bestu skákmenn heims komu frá ríkjum Austur-Evrópu og Sovétríkjunum. Sú barátta gerði það líka að verkum að mörkin milli áhugamennsku og atvinnumennsku í skákinni voru oft mjög óljós, þrátt fyrir að um veruleg- ar peningaupphæðir hafi verið að tefla. Það hlaut hins vegar að koma að því að skákmennirnir gerðu kröfu um að hafa meiri áhrif á gang mála jafnt hvað varðar keppnisfyrirkomu- lag sem verðlaunaupphæðir. Sú hef- ur verið þróunin alls staðar í íþrótta- heiminum og þrátt fyrir sérstöðu skákarinnar á mörgum sviðum var ekki við því að búast að endalaust væri hægt að standa gegn kröfum um að hrein atvinnumennska í íþróttinni yrði tekin upp. Heimsmeistari síðustu ára, Garrí Kasparov, hefur gengið fram fyrir skjöldu í þeirri baráttu. Fyrir nokkr- um áruin stofnaði hann Stórmeist- arasambandið og lagði fram tillögu árið 1990 um að það myndi skipu- leggja heimsmeistaramótið í stað FIDE. Sú tillaga fékk hins vegar ekki hljómgrunn meðal annarra stór- meistara, Kasparov sagði af sér for- mennsku og Stórmeistarasambandið lognaðist út af. Vissulega má rekja illúð Kasp- arovs út í FIDE til fleiri þátta en peningadeilna. Frægt er dæmið þeg- ar hann tefldi um heimsmeistaratitil- inn við Anatolíj Karpov í Moskvu árið 1985. Eftir að staðan hafði ver- ið 5-0 Karpov í vil var Kasparov búinn að minnka muninn í 5-3 og virtist sigurstranglegur. Þá greip Campomanes í taumana og stöðvaði einvígið á þeirri forsendu að leik- mennimir væru orðnir þreyttir. Það hafði þá staðið í fimm mánuði. Boð- aði hann að einvígið myndi hefjast að nýju nokkrum mánuðum síðar og yrði bytjað frá upphafi. Þó svo að Kasparov hafi síðar náð heims- meistaratitlinum hefur hann aldrei fyrirgefíð FIDE og Campomanes, sem er góðvinur Karpovs, þessa framkomu. Öðru sinni leggur nú Kasparov til atlögu gegn FIDE, í þetta skipti ásamt Bretanum Nigel Short, sem á síðasta ári vann sér rétt til að skora á heimsmeistarann. Short og Kasparov eru um flest mjög undar- legir bandamenn og til þessa hefur ekki andað hlýju milli þeirra. Þegar Kasparov var spurður hvemig hon- um litist á að tefla einvígi við Short sagði hann hæðnislega að hann byggist við að einvígið yrði „stutt“ [á ensku „short"]. Askorandinn Short hefur á hinn bóginn lýst heimsmeistaranum sem „óviðkunn- anlegasta manni sem hann á ævi sinni hefur hitt“ og „bavíana". Ástæða þess að þeir taka nú hönd- um saman er sú ákvörðun FIDE að halda heimsmeistaraeinvígið í bresku borginni Manchester í mars, en hún var tekin án nokkurs sam- ráðs við þá Kasparov og Short. Þeir neituðu að tefla undir merkjum FIDE og stofnuðu í staðinn Samband atvinnuskákmanna, sem fengið hef- ur nokkur væn tilboð frá aðilum, sem em reiðubúnir að standa að einvígi þeirra. Viðbrögð FIDE voru fyrirsjáan- leg. Kasparov hefur verið sviptur titlinum og Short réttinum til að skora á heimsmeistarann. Minnir þetta á þegar FIDE svipti Bobby Fischer titlinum vegna ágreinings. Rétt eins og fæstir efuðust um að Fischer væri mun betri skákmaður en Karpov, sem á sínum tíma fékk titilinn í staðinn, leikur enginn vafí á því að þeir Kasparov og Short skari framúr í skákheiminum þessa stundina. FIDE ætlar áfram að halda einvígið í Manchester og hefur boðið Karpov og Hollendingnum Jan Timman að tefla um heimsmeistara- titilinn. Short vann þá báða er hann tefldi um réttinn til að skora á Kasp- arov. Haldi Kasparov og Short áformum sínum til streitu mun eng- inn vafi leika á því að þar sé hið raunverulega heimsmeistaraeinvígi og að því mun athyglin beinast. Ein- vígi milli Karpovs og Timmans yrði í mesta lagi vandræðalegt. Ef fer sem horfir stefnir því í róttækar breytingar í skákheiminum. Til þessa hafa ekki margir stórmeistar- ar tekið afstöðu með uppreisnar- mönnunum. En ef augljóst verður að mestu athyglina og mestu pening- ana verður að fínna utan FIDE munu eflaust fleiri -fylgja í kjölfarið. Félagsdómur ógildir uppsögn yfirvinnu- samnings í Stálsmiðju FÉLAGSDÓMUR dæmdi í gær ógilda uppsögn Stálsmiðjunnar hf á sérsamningum við Dagsbrún um fasta yfirvinnu verkamanna fyrir- tækisins og dæmir fyrirtækið til að standa við sérsamninga sem Dagsbrún hafði gert við Slippfélagið en þeir samningar tryggja verkamönnum í brautum a.m.k. 5 yfirvinnutíma á viku. Stálsmiðjan yfirtók rekstur á brautum Slippfélagsins í ársbyuijun 1989. Eftir að Stálsmiðjan yfirtók reksturinn var greitt samkvæmt samningi Slippfélagsins þar til hon- um var sagt upp þann 30. septem- ber 1992 fráogmeð 1. janúar 1993. Stálsmiðjan tók á sig skuldbindingar í dómi félagsdóms segir að Slipp- félagið, Stálsmiðjan og VSÍ, sem hélt uppi vömum í málinu fyrir hönd Stálsmiðjunnar, hafí ekki haft ástæðu til að ætla að Dagsbrún vildi una því að hafa ekki í gildi sérsamning um störf í brautum á viðkomandi athafnasvæði eftir að skipti urðu á rekstraraðila. Við Steypa, gler og járn lækkar í byggingariðnaðinum telja menn að niðurfelling vörugjalds af sementi, gleri og járni muni skila sér beint í verðlækkun til húsbyggjenda. Seljendur byggíngarvara um niðurfeilingu 9% vörugjalds Tíinabær adgerð sem skilar sér beint í lægra vöruverði TALSMENN steypustöðva, sementsframleiðenda og byggingarvörusala fagna þeim tillögum fjármálaráðherra að fella niður 9% vörugjald á ýmsum byggingarvörum, sem leiðir til lægra verðs á steypu, sementi, gleri og steypustyrktaijámi. Þeir telja að tímabært sé að fella gjaldið niður, þar sem innfluttir húshlutar hafi ekki borið það og því verið um mismunun að ræða. Þeir telja niðurfellingu skila sér beint til kaup- enda í lægra vöruverði. Verð lækkar „Þessi niðurfelling á vörugjaldi skilar sér beint til kaupenda í lægra vöruverði," sagði Víglundur Þor- steinsson, framkvæmdastjóri steypu- Dæmdur fyrir að selja am- fetamín HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær 36 ára mann til fimm mánaða fangelsisvistar fyrir dreifingu og sölu á um það bil 40 grömm- um af amfetamíni, sem er sama refsing og dæmd var þegar fjallað var um málið í héraðsdómi sl. haust. Þegar maðurinn var handtekinn fundust á heimili hans um 19 grömm af amfetamíni, auk þess sem hann var sakaður um að sjá sér farborða með sölu efnisins og standa þannig straum af eigin neyslu. I Héraðsdómi var maðurinn í október dæmdur til 5 mánaða fangelsisvistar fyrir þessi brot en fáeinum dögum fyrr hafði hann verið dæmdur til 6 mánaða fangelsisvistar fyrir þjófnaðar- brot. Dómaranum sem dæmdi fíkniefnamálið var ekki kunnugt um þann dóm en hefði svo verið hefði borið að dæma refsingu sem hegningarauka. Frá því að þessir tveir refsi- dómar voru kveðnir upp hefur maðurinn verið dæmdur til refs- ingar fyrir skjalafals en honum var ekki refsað sérstaklega fyrir þau brot umfram þá samtals ell- efu mánaða refsingu sem hann hefur þegar verið dæmdur til. stöðvar BM Vallár hf. „Þá hlýtur lægra steypuverð að auka mönnum vilja til að fjárfesta. Þó er það trú mín, að vaxtalækkun í tengslum við aðgerðir Seðlabankans séu þýðingar- meiri í því sambandi, því byggingar- kostnaður er mikið meira en kostnað- ur við steypuna eina. Steypan er til dæmis aðeins um 7-8% af kostnaði við byggingu venjulegrar íjölbýlis- húsaíbúðar. Vaxtakostnaðurinn er gífurlega þýðingarmikill og ef menn sæu fram á affallalítil eða affallalaus húsbréf skipti það miklu,“ sagði Víg- lundur Þorsteinsson. Mismunun útrýmt Halldór Jónsson, framkvæmda- stjóri Steypustöðvarinnar hf. sagði að með því að fella niður 9% vöru- gjald á steypu væri verið að útrýma mismunun sem hefði verið fólgin I því að innfluttir húshlutar hefðu ekki borið vörugjald. „Það var mikið ranglæti og ég fagna að fjármálaráð- herra skuli hafa tekið svo myndarlega af skarið í þessu rnáli," sagði hann. „Eg vona að þetta fái hinn bráðasta framgang og vonandi örvar þetta eftirspum eftir steypu. Þá er það auðvitað fagnaðarefni fyrir skuldug heimili landsins, að lánskjaravísitalan lækki í kjölfarið," sagði Halldór Jónsson. Beðið um lengi „Við vonum að þessar hugmyndir fjármálaráðherra nái fram að ganga, enda höfum við beðið um svona leið- réttingu í fleiri ár, því innlendu bygg- ingarefni hefur verið mismunað gagnvart ýmsum erlendum efnum," sagði Guðmundur Guðmundsson, tæknilegur framkvæmdastjóri Se- mentsverksmiðju ríkisins. „Eg tel að þessi ákvörðun, nái hún fram að ganga, muni auka sölu á sementi. Þegar sköttum er létt af fyrirtækinu hiýtur það að skila sér til kaupenda. Svo njóta auðvitað fleiri góðs af, því þama er ekki eingöngu um niðurfell- ingu vömgjalds af sementi að ræða,“ sagði Guðmundur Guðmundsson. Til bóta „Það er alltaf til bóta að geta lækkað vömverð, en niðurfelling vömgjalds gerir ekkert útslag fyrir framkvæmdir í byggingariðnaðin- um,“ sagði Jón Snorrason, fram- kvæmdastjóri Húsasmiðjunnar. „Ég á ekki von á söluaukningu hjá okk- ur, enda er þetta vömgjald ekki ýkja stór hluti kostnaðar við húsbygging- ar. Það er hins vegar gott að sjá á bak því, til að jafna út þann mun, sem hefur verið á skattlagningu og ekki síst til að þessar vömr verði skattlagðar með sama hætti hér og í öðmm löndum. Þetta hefur hins vegar ekki afgerandi áhrif á söluna, því þar skiptir framkvæmdagleði fólks og áræði meira máli,“ sagði Jón Snorrason. gerð kaupsamningsins hafí Slippfé- laginu borið annað hvort að til- kynna Dagsbrún að sérsamningur- inn félli sjálfkrafa niður þar sem fyrirtækið væri hætt umræddri starfsemi svo að verkalýðsfélagið ætti kost á að endumýja samning- inn við nýjan rekstraraðila eða semja um áframhaldandi gildi fyrri samnings. Með kaupsamningi hafi Stálsmiðjan tekið á sig að standa við skuldbindingar gagnvart verka- mönnum hjá fyrirtækisins og falli sérsamningurinn undir þær skuld- bindingar. Sératkvæði Málið dæmdi Auður Þorbergs- dóttir, Bjöm Helgason, Ingibjörg Benediktsdóttir, Jón Þorsteinsson og Gunnar Guðmundsson, en hann skilaði sératkvæði og vildi sýkna VSÍ, fyrir hönd Stálsmiðjunnar, af kröfum Dagsbrúnar. Eftir að formaður Dagsbrúnar ásamt fleirum kom í veg fyrir sjó- setningu skips úr brautum Stál- smiðjunnar einn laugardaginn í upphafi árs vegna deilna aðilanna höfðaði Stálsmiðjan skaðabótamál fyrir félagsdómi gegn Dagsbrún vegna tjóns sem fyrirtækið taldi sig hafa orðið fyrir vegna þeirrar að- gerðar. Ekki hefur verið lagður dómur á þá deilu með þessum dómi Félagsdóms en ráðgert hefur verið að flytja það mál fljótlega. Flestir eldri en 65 ára eru tannlausir FLESTIR á aldrinum 65 ára og eldri árið 1990 voru tannlausir, eða 71,6%, og margir, sem voru enn með eigin tennur, höfðu það fáar að þeir hafa vart getað tuggið nógu vel. Þetta kom fram í könnun á vegum Háskóla ís- lands. Aðeins 2,1% fólks 65 ára og eldra var með allar tennumar, þ.e. 28 eða fleiri tennur. Hlutfall tannlausra kvenna var mun hærra en tannlausra karla, eða 80% á móti 62,1%. Starfsmenn sjúkrahússins á ísafirði lýstu vantrausti á framkvæmdastjórann Stjórnin heldur fund með fram- kvæmdastjóranum um málið DEILUR hafa orðið milli starfsmanna Sjúkrahússins á ísafirði og stjórn- ar sjúkrahússins. Hafa stai*fsmenn lýst yfir vantrausti á framkvæmda- stjórann, Guðmund Marínósson. Til stóð að haldinn yrði fundur starfs- manna og framkvæmdastjóra í gær en honum var aflýst vegna veik- inda Guðmundar. Frumorsök deilnanna er bókhaldsskekkja sem nú hefur verið leiðrétt. „Eins og málið hefur þróast er bókhaldsskekkja, sem kom öllu af stað, nánast orðin aukaatriði," sagði Fylkir Ágústsson formaður stjórnar Sjúkrahúss og heilsugæslustöðvar ísafjarðar. „Það hafa blossað upp deilur og yfírlýsingar verið gefnar um að þetta og hitt sé í megnasta ólagi. Mikið er gert úr því að einn fulltrúinn hafi ekki fengið greidda yfírvinnu, sem hann hefur þegar fengið greidda. Það kemur fram í gögnum þó svo að viðkomandi hafí þá túlkun að hann hafí ekki fengið yfirvinnuna greidda. Undir venjuleg- um kririgumstæðum væri farið með slíkt mál fyrir launanefnd stjórnar- innar í stað þess að blása það upp í fjölmiðlum.“ Fylkir sagði að niðurstaðan væri sú að framkvæmdastjórinn stæði frammi fyrir því að starfsmenn hefðu lýst vantrausti á hann. Hins vegar hefði ekki komið fram hvaða ásakán- ir beindust gegn honum. Til stóð'að halda fund í gær en honum var 'af- lýst vegna veikinda framkvæmda- stjórans, sem hefur verið undir miklu álagi vegna þessa máls. Sagði Fylkir að fundur yrði haldinn þegar fram- kvæmdastjórin er orðinn rólfær á ný og fengist þá væntanlega einhver botn í málið. Orsök deilunnar Fylkir sagði að málið hefði hafíst þegar rætt var misræmi í bókhaldi á stjórnarfundi. Eitthvað hefði lekið út af fundinum og borist til starfs- manns sem hefði túlkað viðkomandi upplýsingar þannig að hann væri vændur um fjárdrátt. Þetta hefði aldrei verið skilningur stjórnar- manna sem hefðu tekið þá ákvörðun að leysa málið innanhúss og fá við- komandi menn til að fara yfír bók- haldið sjálfa. Starfsmennirnir voru hins vegar ekki tilleiðanlegir að fara í málið og tók stjómin þá ákvörðun að þeir færu úr húsi í þijá daga á meðan endurskoðandi kannaði málið. Reikniskekkjur Endurskoðandi skilaði stjóminnni áliti síðdegis á miðvikudag og tekur fram í greinargerð sinni að um eftir- litsleysi og mistök sé að ræða. Tvær reikniskekkjur hafi orðið þar sem þar sem gleymist að færa í öðru tilfellinu 3 milljónir króna en í hinu rúmlega eina milljón krónur í ávísanahefti. Þegar stjórnin var búin að leysa þetta mál afhenti hún fulltrúunum tveimur niðurstöður endurskoðanda og afturkallaði ákvörðun sína um að þeir væri vikið úr húsi. „í framhaldi af þessu var meining- in að við færum á fund stjórnar starfsmannaráðs en við lentum inná starfsmannafundi þar sem stóð yfír atkvæðagreiðsla. Lýstu starfsmenn þar yfir vantrausti á framkvæmda- stjórann,“ sagði Fylkir. Reytingsveiði við Snæfellsnes Sæmilegur afli Loðnubátamir hafa aflað sæmilega við Snæfellsnes. Loðnan á stutt eftir REYTINGSVEIÐI var á loðnumiðunum við Snæfellsnes í gær. Bræla hamlaði veiðum og álíta skipsljórar á loðnubátunum að loðnan eigi stutt eftir. Reytingsveiði var á loðnumiðunum við Snæfellsnes í gær, að sögn Gunn- ars Jónssonar skipstjóar á ísleifi VE. Hann sagði að nokkrir bátar hefðu fengið sæmileg köst um miðjan dag en veður hefði versnað síðdegis. Sæmilega hefur aflast við Snæ- fellsnes að undanfömu en Gunnar sagði að ekki hefði verið friður til veiða nema stund og stund vegna brælu. Grímur Jón Grímsson skip- stjóri á Guðmundi VE sagði að tölu- vert væri um loðnu við Snæfellsnes en hún ætti ekki langt eftir. Hann sagði að nær eingöngu væri um hæng að ræða og væri hann að drep- ast umvörpum og fljóta upp. Allt land Húsavík- urgirtaf HÚSVÍKINGAR stefna að því að girða allt land bæjarins á allra næstu ámm. Er verið að vinna að samkomulagi um það við nágranna- sveitarfélög og fjáreigendur á Húsavík. Astand gróðurs í bæjar- landinu er fremur slæmt en með friðun þess verður hægt að hefja skipulega uppgræðslu á mörg þús- und hekturum lands. " ^ Einar Njálsson, bæjarstjóri á Húsa- vík, greindi frá þgssum áformum á fundi Húsgulls, samtaka áhugamanna um umhverfí, gróður, landvemd og landgræðslu. Samtökin hafa séð um átak landgræðsluskóga á Húsavík og komið á samstarfi ýmissa aðila um framgang verkefna f landgræðslu og skógrækt. Afgirt beitarhólf Einar sagði í samtali við Morgun- blaðið að ef samkomulag næðist um girðingu um Húsavíkurland væri hægt að ráðast í það verkefni á næsta og þamæsta ári. Hann sagði á fundinum að jafnframt yrði að endurskoða reglugerð um búfjárhald í sveitarfé-4** laginu þannig að lausaganga búfjár yrði bönnuð og fjöldi kinda og hrossa takmarkaður. A Landskeppni Islendínga og Frakka í skák Góður sigur íslend- inga í sjöundu umferð ____________Skák Bragi Kristjánsson SJÖUNDA umferð í land- skeppninni íslendinga og Frakka í skák var tefld á mið- vikudagskvöld í Digranesskóla í Kópavogi. íslendingar mættu einbeittir til leiks, staðráðnir í þvi að notfæra sér hvita litinn á öllum borðum til að snúa landskeppninni sér í vil. Þeir létu það ekki setja sig úr jafn- vægi, að Hannes Hlífar tapaði slysalega í fáum leikjum, og sigrar Jóhanns Hjartarsonar, Helga Ólafssonar, Karls Þor- steins og Þrastar Þórhallssonar tryggðu 6-4 sigur í umferðinni. Þar með hafa íslendingar náð forystunni með 3514 vinning gegn 34*4 vinning Frakkanna, þegar þrjár umferðir eru ótefldar. Sigurhátíð er enn ekki tímabær, því að Frakkar eiga hvítt á öllum borðum í tveimur af þeim þremur um- ferðum, sem eftir er að tefla. í einstaklingskeppninni er stað- an nú þessi: 1. Jóhann Hjartarson, 6 v. 2. Bachar Kouatly, 5Vi v. 3. -5. Helgi Ólafsson, 4'4 v. 3.-5. Karl Þorsteins, 4*4 v. 3.-5. Manuel Apicella, 4*4 v. 6.-7. Margeir Pétursson, 4 v. 6.-7. Eric Prie, 4 v. Það fer vel á því, að í tveimur efstu sætunum eru fyrirliðar sveitanna, sem gefa öðrum liðs- mönnum gott fordæmi með frá- bærri frammistöðu. Um mögu- leika á alþjóðlegum titlum er að segja, að Karl virðist eiga allgóða möguleika á áfanga að stórmeist- aratitli. Hann hefur unnið þijár skákir í röð og þarf 2'4 v. í þrem- ur síðustu skákunum. Björgvin þarf 1‘4 v. til viðbótar til að ná alþjóðlegum meistaratitli og Héð- inn þarf að bæta við sig 2*4 v. til að ná sama titli. Eini Frakk- inn, sem enn á möguleika á áfanga að stórmeistaratitli, er Manuel Apicella, en hann þarf 214 v. gegn Margeiri, Jóni L. og Helga. í dag, föstudag, verður 9. um- ferð tefld kl. 16-23 í Digranes- skóla, og hafa íslendingar hvítt á öllum borðum: Jóhann-Renet, margeir-Kouatly, Jón L.-Apicella, Heigi-Prie, Hannes Hlífar-Bric- ard, Karl-Houchard, Þröstur- Koch, Héðinn-Marciano, Björg- vin-Chabanon, Róbert-Dorfman. Við skulum að lokum sjá skák Jóhanns við Apicella úr 7. umferð. Hvítt: Jóliann Hjartarson. Svart: Manuel Apicella. Kóngsindversk vörn. 1. d4 - Rf6, 2. c4 - g6, 3. Rc3 - Bg7, 4. e4 - d6, 5. Rf3 - 0-0, 6. Be2 - e5, 7. 0-0 - Ra6, 8. Be3 - Rg4, 9. Bg5 - De8 (Svartur getur einnig leikið 9. — f6, t.d. 10. Bcl - Kh8, 11. h3 - Rh6, 12. dxe5 — fxe5, 13. Be2 - Rf7, 14. Dd2 - Rc5, 15. Rg5 - Rxg4, 16. Bxg5 — Bf6, 17. Be3 — Re6, 18. Bg4! með betra tafli fyrir hvít (Karpov-Kasparov, 7. skák í heimsmeistaraeinvígi í New York 1990). 10. dxe5 — dxe5, 11. h3 — h6, 12. Bd2 - Rf6, 13. Be3 - c6, 14. a3-----De7, 15. b4 - Rh5, 16. c5 - Hd8, 17. Dcl - Rf4, 18. Bxf4 - exf4, 19. e5! - g5 (Eftir 19. — Bxe5, 20. Bxa6 — Bxc3, (annars kemur 21. Hfel) 21. Dxc3 — bxa6, 22. Hfel verð- ur svarta staðan sundurtætt). 20. Bxa6 — bxa6, 21. Re4 — Bxe5, 22. Hel! - Bg7 (Svartur getur ekki drepið hrók- inn: 22. — Bxal, 23. Dxal — Be6 (23. - Db7, 24. Rf6+ - Kf8, 25. Rd5 - Kg8, 26. Re7+ - Kh7, 27. Df6 - Hf8, 28. He5 ásamt 29. Hxg5 — hxg5, 30. Rxg5+ mát) 24. Rf6+ - Kf8, 25. Rd5 - Hxd5, 26. Dh8+ mát). 23. Ha2 - Be6, 24. Hae2 - Dc7, 25. Dc2 - Hd5, 26. Rd6 - a5 27. Hxe6! - fxe6, 28. Hxe6 - axb4, 29. axb4 — a5, 30. De4 — axb4 (Afleiðing fómar Jóhanns í 27. leik koma nú í ljós. Svartur getur ekki komið í veg fyrir innrás hvíta hróksins á e7 og sókn gegn svarta kónginum í framhaldi af því.) 31. He7 - Dxe7 (Svartur gat reynt 31. — Da5, 32. Re8 - Dal+, 33. Kh2 - Ha7, en eftir 34. Rc7 er erfitt að veijast fíölmörgum hótunum hvíts, t.d. 34. He8+ eða 34. De6+ ásamt 35. Df7 o.s.frv. Svartur virðist ekkert eiga betra en 34. — Hxc7, 35. Hxc7 — Hd8, 36. Dxb4 og ólíklegt er, að svartur geti haldið jöfnu í þeirri óvirku stöðu.) 32. Dxe7 - b3, 33. Df7+ - Kh8, 34. Rf5 - Hxf5, 35. Dxf5 - b2, 36. Rd2 - Hd8, 37. Rbl - Hdl+. 38. Kh2 - Hfl, 39. Dc8+ - Kh7, 40. Dxc6 - Hxf2 (Tímamörkunum er náð og svart- ur getur gefíst upp. Hann má ekki leika 40. — Hxbl vegna 41. De4+ ásamt 42. Dxbl.) 41. De4+ - Kh8, 42. c6 og svartur gafst upp, því að c-peð- ið rennur upp í borð og önnur hvít drottning fæðist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.