Morgunblaðið - 26.03.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.03.1993, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1993 fóz ínnmg f.W Anna Euiksdóttw frá Skjöldólfsstöðum Fædd 8. mars 1907 Dáin 19. mars 1993 Hún amma Anna er fallin frá. Hún andaðist hinn 19. mars sl. eft- ir stutt veikindi. Amma Anna var mikil sómakona og eftirlifandi eig- inmaður hennar, afi Keli, er mikill sómakarl. Þau hjónin voru svo sam- rýnd og samhent að erfitt er að tala um annað þeirra án þess að tala í sömu andránni um hitt. Er nú sjaldgæft orðið að hitta hjón sem þykir eins innilega vænt hvoru um annað og þeim þótti. Amma og afi bjuggu víða um langa ævi, en aðal- lega þó á Dalnum, í Eyjafirðinum og loks í Reykjavík. Alls staðar voru þau rómuð fyrir einstaka góð- mennsku og höfðingsskap. Ekkert bágt máttu þau sjá og enginn fór frá þeim án þess að þiggja af þeim gott atlæti, enda söfnuðu þau ekki miklu af veraldlegum auðæfum á lífsleiðinni, allt var öðrum gefið. Amma Anna var alin upp á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal. Á þeim tímum voru Skjöldólfsstaðir mikið stórbýli og var það vani ferða- langa að koma þar við áður en haldið var á öræfin enda bærinn síðasti áningarstaðurinn áður en haldið var út í óbyggðirnar. Gesta- gangur var því með eindæmum mikill og allir, háir sem lágir, hlutu höfðinglegar móttökur. Afi Keli kemst svo að orði um andann á Skjöldólfsstöðum að sjaldan hafi hann hitt annan eins jafnaðarmann og stórbóndann þar, jafnvel þótt stórbóndinn sjálfur teldi sig sjálf- stæðismann! Höfðar hann þannig til gjafmildi þeirrar og höfðings- lundar sem einkenndi Skjöldólfs- staðafólkið. Amma Anna átti þannig ekki v langt að sækja góðmennskuna og höfðingsskapinn, hún var einfald- lega alin upp við þetta. Á heimili ömmu og afa voru allir velkomnir og öllum var gert jafnhátt undir höfði. Amma steikti hrygg a )a amma Anna og meðlætið var ekki af verri endanum. Svo mátti náttúr- lega ekki heyra á annað minnst en að allir fengju sveskjugraut á eftir og helst pönnukökur, jólaköku og súkkulaðidöðluköku líka. Og ef ein- hverjum varð það á að dást að fal- legum hlut í eigu þeirra hjóna, var víst líklegra en hitt að sá hinn sami hlyti hlutinn þann að gjöf. Eins og eðlilegt er, þegar fólk á von á svo góðum móttökum, var gestagangur á heimili þeirra hjóna alla tíð með eindæmum mikill, vinir og vandamenn gengu út og inn og gistu þegar þeir vildu. Sumir stopp- uðu stutt en aðrir lengur, jafnvel allt upp í nokkur ár, svona eins og gengur og gerist. En svona vildu amma og afi hafa þetta og öðruvísi ekki. Enda öfunduðu margir mig af því að eiga þvílíka ömmu og þvílíkan afa. Til dæmis tvær móður- systur mínar, sem ekki eru nema fáum árum eldri en ég. Þeim fannst ég með eindæmum heppin. Og á tyllidögum þegar mamma þeirra, hin amma mín, spurði þessar ágætu frænkur mínar hvort þær vildu nú ekki gera eitthvað skemmtilegt í dag, eins og til dæmis að skreppa niður á Tjörn og gefa öndunum eða jafnvel út í ísbúð þá var viðkvæði jafnan það sama „förum til Önnu og Þorkels". Ekkert í heiminum var jafn gaman og að fara til þeirra og fá ís og súkkulaðifrosk og svo eins og eina Búkollusögu a la afi Keli í kaupbæti. Og annað dæmi má taka. Einn sonarsona ömmu og afa að norðan, sem staddur var í bænum, hringdi til þeirra og tjáði þeim að hann kæmi nú við áður en hann færi aftur til baka. Sökum þrýstings frá vini sínum, sem heyrt hafði miklar sögur af þessum ágætu hjónum, hafði hann á því orð að hann væri reyndar ekki einn í för. Þar með var ekki við annað kom- andi en að þeir kæmu báðir í mat. Amma töfraði fram alla undrarétt- ina sína og þegar þeir voru orðnir saddir og pattaralegir, báðir tveir, hafði amma á því orð að vinurinn væri víst eitthvað fölur. Með það sama var hún búin að draga upp hitamælinn og úrskurða vininn veikan. Hann fengi sko ekkert að ferðast norður í dag, lengra færi hann ekki en beint inn í rúm. Og með það sama var honum snarlega pakkað ofan í rúm og þar skyldi hann dveljast uns hann væri orðinn ferðafær að mati ömmu. Aðra eins sæludaga kveðst vinurinn aldrei hafa upplifað. Hann var vakinn með súkkulaði og kók á morgnana og leið hreinlega eins og prinsi. Heim fékk hann ekki að fara fyrr en að þremur dögum liðnum, enda fyrr ekki fullbata að mati ömmu. Já, það er óhætt að fullyrða að leitun er að slíku sómafólki. Allt gert fyrir aðra, sjálf sátu þau á hakanum. Ömmu var ekkert illt í fætinum, hún var bara með svolít- inn bjúg, þótt alla tíð væri hún slæm í öðrum fætinum eftir Akureyrar- veikina. Afi var heldur ekkert blind- ur, hann sá bara svolítíð illa, þótt hann sæi varla glóru nokkra hríð áður en hann gekkst undir augnað- gerð. Þau voru svo sannarlega sköpuð fflnjffliuoúDs Höfum reist sýningarhús frá VUOKATTI í Finnlandi á flöt'mni gegnt skrifstofu okkar ab Skúlagötu 26. SYNINC A MORCUN LAUQARDAQ FRÁ KL 10:00 TIL 17:00 Dœmi um verb: Húsib hér ab ofan: 1.450 þús. -Uppsett og frágengib meb rafíögn og eldhúsinnréttingu: 2.295 þús. ímou Vuokatti á Islandi Skúlagötu26 s.13999 'Wórt;%HHraMaðí>Annái og WSföí kell, enda sá Símon Dalaskáld það fyrir þegar þau voru aðeins börn að aldri. En um það segir af Keli svo í Aldnir hafa orðið IV: „I síðustu ferð sinni um Jökuldal- inn kom hann í Skjöldólfsstaði í annað sinn, eftir gistinguna í Hnef- ilsdal. Þá sagði hann við fjögurra ára heimasætu þar, Önnu að nafni, að hann væri búinn að sjá manns- efnið hennar, það var hann Þorkell í Hnefilsdal. En áður hafði hann haft orð á því heima, að konuefnið hans Þorkels litla hérna, væri hún Anna á Skjöldólfsstöðum. Ég var þá aðeins sex ára og hafði víst ekki fyrr verið orðaður við kven- mann, enda gerði ég mér ekki háar hugmyndir um stúlkur á þeim árum og var meinilla við spásögn karls- ins." Og ömmu Önnu var víst lítið betur við spásögn karlsins, enda var hún á þeim árunum ekkert á því að gifta sig, vildi helst bara eltast við vini sína ferfætlingana alla tíð. En spásögnin gekk eftir og Anna og Þorkell urðu hjón. Hjón sem gáfu öðrum allt og helst dálítið meira. Og öll félög styrktu þau, sama hvort þar var Blindrafélagið eða Kvennaathvarfið á ferð. Ja, öll nema kannski Tófuvinafélagið. Gamlar grenjaskyttur svíkja varla málstaðinn þótt þær hafi samúð með tófunni! Með þessum fátæklegu orðum kveð ég öðlinginn hana ömmu mína og votta afa mínum, sem nú á um sárt að binda, samúð mína. Móður- bróður ömmu, Örn Arnarson, læt ég um lokaorðin. Mörgum þykir vel sé veitt, vinnist gullið bjarta, láta í búksorg ævi eytt, ágirndinni skarta. En þeir flytja ekki neitt yfir djúpið svarta. Þangað fylgir aðeins eitt ást frá vinarhjarta. F.h. sonabarna, Ingibjörg Ingvadóttir. Anna Eiríksdóttir frá Skjöldólfs- stöðum lést í Reykjavík 19. mars sl. á björtum vetrarmorgni 86 ára gömul. Foreldrar hennar voru Ragnhildur Stefánsdóttir húsfreyja og Eiríkur Sigfússon bóndi á Skjöld- ólfsstöðum á Jökuldal. Faðir Ragn- hildar var Stefán Árnason frá Hjálmárströnd í Loðmundarfirði og bróðir hennar var Magnús Stefáns- son skáld, öðru nafni Örn Arnar- son. Móðir hennar var Ingveldur Sigurðardóttir frá Svínafelli í Út- mannasveit. Faðir Eiríks var Sigfús Eiríksson frá Kolsstöðum á Völlum og móðir hans Anna Halldórsdóttir var frá Egilsstöðum á Völlum. Anna Eiríksdóttir óx úr grasi á Skjöldólfsstöðum ásamt fimm systkinum við gott atlæti og um- hyggju foreldra sinna. Skjöldólfs- staðir voru í þjóðbraut og þar um hlað fór fjöldi manna. Gestagangur var því mikill og ekki skorti gest- risnina. Æskuheimili Önnu var alla tíð orðlagt fyrir rausn og myndar- sk'ap og menntir og margskonar fróðleikur voru þar í heiðri höfð. Sextán ára gömul hleypti Anna heimdraganum og fór í Kvennaskól- ann á Blönduósi og nokkrum árum síðar lá leið hennar í Mjóanes á Völlum til hinna nafntoguðu Blön- dalshjóna sem þar ráku skóla með myndarbrag. Var sá skóli upphafið að Húsmæðraskólanum á Hallorms- stað. Anna hugði á frekara nám og 1930 brá hún undir sig betri fætinum og hélt til Reykjavíkur. Þar var hún ekki lengi að þessu sinni enda leitaði hugur hennar löngum austur á æskustöðvarnar. Margir ungir menn munu hafa rennt hýru auga til þessarar fríðu og föngulegu heimasætu á Skjöld- *BLOM^AVEXTIR HAFNARSTRÆTI 4 SIMI 12717 Skreytingar uniiar af fagmönnum OPiÐKL. 9-19 ¦;,,„.'¦ . , % ,."->.;;;-:-í::::í* ^# í +ML:^Æ ólfsstöðum, ekki síst bændasynir á Jökuldal. Þar var fremstur í flokki frændi minn, ungur maður, hár vexti, grannvaxin og dökkur yfirlit- um með kímniglampa í augum, Þorkell Björnsson frá Hnefilsdal. Það er skemmst frá því að segja að þau Anna felldu hugi saman og gengu í hjónaband 15. september 1932 og var til þess tekið hve glæsi- leg hin ungu brúðhjón voru. Jafn- ræði var með þeim hjónum og mik- ið ástríki alla tíð. Eitt sinn hafði ég orð á því við Þorkel hve miklu barnaláni þau Anna ættu að fagna. Satt segirðu frændi sagði hann. Við erum hamingjufólk. Búskap hófu þau í Hnefilsdal í félagi við foreldra Þorkels, þau Björn Þorkels- son, hreppstjóra, og Guðríði Jóns- dóttur, sem þar bjuggu rausnarbúi. Var það alþekkt menningar- og myndarheimili þar sem hreppstjór- inn reis iðulega úr rekkju fyrir miðj- an morgun til að Ieysa stærðfræði- þrautir eða lesa franskar skáldsög- ur. Þau Anna og Þorkell fluttust af Jökuldalnum norður í Eyjafjörð og bjuggu þar lengst af uns þau brugðu búi og héldu til Reykjavíkur 1959. Þar bjuggu þau á Laugavegi 162 í meira en 20 ár en nú síðustu árin í þjónustuíbúð fyrir aldraða í Lönguhlíð 3. Jafnan var gestkvæmt á heimili þeirra, ekki síst á Laugaveginum enda var géstrisni mikil og góðvild einstok. Allir voru þar aufúsugestir, ungir sem aldnir háir sem lágir. Næturgestir voru tíðir og áttu það til að ílendast, jafnvel árum saman. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið. Þau eru: Björn rafvirkja- meistari ' á Akureyri, kvæntur Oddnýju Óskarsdóttur húsmóður og eiga þau fimm börn; Anna Þrúður, yfirmaður í öldrunarmálum hjá Reykjavíkurborg, gift Gunnari D. Lárussyni verkfræðingi og eiga þau þrjú börn; Eiríkur Skjöldur stöðvar- stjóri Mjólkursamsölunnar, kvænt- ur Sigrúnu Skaftadóttur hjúkrunar- fræðingi og eiga þau tvær dætur, og Ingvi Þór framhaldsskólakenn- ari, kvæntur Hansínu Ástu Björg- vinsdóttur grunnskólakennara og eiga þau þrjú börn. Öll eru þessi börn þeirra Önnu og Þorkels vel gefið dugnaðarfólk eins og þau eiga kyn til og hafa hið besta veganesti úr föðurhúsum þar sem ætíð ríkti ástúð og umhyggja að ógleymdri einstakri kímni sem kryddaði dag- legt líf þessarar ágætu fjölskyldu og gerði gestum og gangandi glatt í geði. Margs konar fræði voru í hávegum höfð á heimilinu og menn- ingaráhugi mikill sem börnin drukku í sig með móðurmjólkinni. Sem fyrr segir var Anna fríð kona og fönguleg. Hún var grann- vaxin og beinvaxin, ljóshærð, björt yfirlitum og augun voru himinblá. Hún var hæglát og höfðingleg í framkomu, hnyttin í tilsvörum og gat lætt út úr sér smellnum vísum þegar sá gállinn var á henni. Hún var vel að sér til munns og handa, fróð um menn og málefni, minnug og sagði vel frá, gjafmild og greið- vikin. Nú er Anna horfin af sjónar- sviðinu og Þorkell frændi situr einn eftir í Lönguhlíðinni. Líf hans hefur nú annan lit en áður og söknuður- inn sár. En það er huggun harmi gegn að eiga góða og umhyggju- sama afkomendur og ljúfar minn- ingar um látinn ástvin. Þær lýsa upp ævikvöldið. Anna verður ógleymanleg öllum er kynntust henni. Hún skilaði miklu og merku ævistarfi. Margir munu því minnast hinnar látnu heiðurskonu með þakklæti og virð- ingu í dag þegar hún er til grafar borin. Við Rannveig og börn okkar sendum Þorkeli frænda, börnum hans og barnabörnum og öðrum vandamönnum kærar kveðjur. Ingólfur A. Þorkelsson. Amma okkar, Anna Eiríksdóttir er látin, látin eftir langa vegferð. Eftir stendur björt og ljúf minning um konu sem var stór í umhyggju og örlæti, stolt og glaðleg í fasi þó undir byggi alvara og einlæg trú. Hún átti rætur að rekja til Aust- urlands.var fædd á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal í Norður-Múlasýslu hinn 8. mars 1907. Hún var næst elst fimm systkina. Elstur var Sigfús, næst amma, þá Ingveldur.Þórdís og Jón Skjöldur. Fóstursystir ömmu er Hulda Jónsdóttir, yngst í hópnum. ÖU systkinin nutu skólagöngu ýmist á Eiðum, í Reykholti, við Menntaskólann á Akureyri, Lauga- vatni, og í Mjóanesi en þangað fór amma auk þess sem hún var í Hús- mæðraskólanum á Blönduósi. Hugur ömmu stóð til þess að læra hjúkrun, en veikindi og skyldurækni við bernskuheimili hennar komu í veg fyrir það. Hinn 15. september árið 1932 gengu amma og afi, Þorkell Björns- son frá Hnefilsdal, í hjónaband, sem hefur varað í rúm 60 ár og aldrei skugga á borið. Þau hófu búskap austur í dalnum sínum, fluttust norð- ur í Eyjafjörð og frá 1959 hafa þau búið í Reykjavík. Börn þeirra eru: Björn, Anna Þrúður, Eiríkur og Ingvi Þór. Fyrstu minningar okkar eru frá þeim tíma er þau bjuggu að Lauga- vegi 162, en þar var heimili þeirra í þjóðbraut eins og Skjöldólfsstaðir fyrrum. Oft var gestkvæmt og glatt á hjalla. Árið 1975 fluttust afi og amma í nágrenni við okkur hér í Fossvoginum, í Kelduland 9, þar sem þau bjuggu í 15 ár eftir að launuðu starfi lauk. Þar var ekki sést í helg- an stein, það var bakað og eldað, kaffikannan kólnaði sjaldan og ilm- andi heitt súkkulaði var ætíð til reiðu. Rósirnar hennar ömmu blóms- truðu hver í kapp við aðra á litla blettinum við húsið. Afi skrifaði bók, sinnti áhugamálum sínum, einkum áhuga á íslensku máli, las og grúsk- aði. Gestir komu og fóru, háir sem lágir. Litlir pollar úr nágrenninu fóru að leggja leiðir sínar til afa og ömmu því að þangað var gott að koma. Pollarnir fengu kakó, brauð og sögu í kaupbæti. Fyrir okkur var stutt að skreppa til þeirra og ætíð nægur tími fyrir veitingar og uppörvun hjá þeim. Fjölskylduboð afa og ömmu eru ógleymanleg, krásum hlaðin borð, eldamennska ömmu var toppurinn, glaðværð og heimilisleg hlýja, engar kvaðir. „Þið komið ef þið viljið." Allir komu og þröngt var setið. Fyr- ir þremur árum fór að halla undan fæti, heilsan að bila. „Æ, þetta er bara elli," sagði amma og vatt sér fimlega hjá spurningum er minnið fór að gefa sig. Þau fluttust í íbúð fyrir aldraða í Lönguhlíð 3 fyrir þremur árum. Þar leið þeim vel og voru þau þakk- lát fyrir góða umönnun. Elli kerling sótti að en amma fékk óskir sínar uppfylltar að fá að vera hjá afa til æviloka og að vera ekki öðrum byrði lengur en kostur væri. Hún lést að morgni 19. mars síðastliðins. Eftir situr hann afi, þessi öðling- ur, sem aldrei hefur af ömmu getað séð, þakklátur fyrir langa og ljúfa samveru. Amma efaðist ekki augna- blik um framhald eftir að tilveru okkar hér á jörðu lyki. „Svona ódýrt sleppur enginn frá lífinu," sagði hún. Amma mun því standa bjart- leit og broshýr í varpa og fagna komu afa þegar hans tími kemur. Hún mun einnig fylgjast með öllum sem henni þótti vænt um og hugga og bæta. Og er það ekki mesta gæfa manns að milda skopi slys og þrautir unnar, að finna kímni í kröfum skaparans og kankvís bros í augum tilverunnar. Örn Arnarson. Ragnar, Ragnhildur og Þorkell Máni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.