Morgunblaðið - 26.03.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.03.1993, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1993 Björg Einars- dóttir — Minning Fædd 21. september 1905 Dáin 19. mars 1993 Mig langar að minnast ömmu minnar, Bjargar Einarsdóttur, sem lést hinn 19. mars sl., 87 ára gömul. Fyrstu æskuminningar mínar eru tengdar ömmu. Ég var þriggja ára þegar hún og Lúlli afi bjuggu um skamman tíma í kjallaranum heima í Hrauntungunni. Oft kom það fyr- ir um helgar að við systkinin vökn- uðum mjög snemma og vorum ekki lengi að hlaupa niður og ýta við ömmu sem þar af leiðandi fékk ekki að sofa frameftir frekar en á virkum vinnudögum sínum. En hún lét sér fátt um finnast og tók okkur með sinni alkunnu góðsemi og súkkulaðibitakexi sem við svo örlát- lega muldum niður í sængina henn- ar í staðinn. Arið 1971 fluttust amma og afi í Snælandið og voru helgarnar oft þéttbókaðar af okkur systkinunum. Ég man að ég beið alltaf í eftirvænt- ingu eftir því að röðin kæmi að mér að fá að gista hjá þeim. Amma tók aldrei annað í mál en ég svæfi í rúminu hennar og svaf hún þá sjálf á gólfinu, en ekki kvartaði hún frekar en fyrri daginn. Helgarnar liðu hratt þar sem við sökktum okkur niður í Ólsen-ÓIsen og veiði- mann af mikilli baráttu. Þau áttu líka púsluspil sem svo gaman var að púsla, aftur og aftur. Amma kenndi mér einnig að leggja kapal. Við brölluðum mikið saman stöll- umar. Á aðfangadag vorum við nöfnurnar iðulega tvær í Hraun- tungunni á meðan fullorðna fólkið fór að keyra út pakka. Á meðan við biðum eftir að fólkið kæmi í hús og hátíðin gengi í garð dunduðum við okkur m.a. við að príla upp á skáp þar sem pakkarnir voru geymdir og þukla þá og þótti mér með ólíkindum hve getspá hún var. Við sögðum að sjálfsögðu aldrei neinum frá þessu beinum orðum, en heimilisfólkinu þótti sjálfsagt grunsamlegt hversu fáar gjafir komu á óvart þegar amma átti í hlut. Amma var aðdáunarverð í fleiri augum en mínum. Bæði hún og afi virtu okkur systkinin og önnur ung- menni, sem sérstaka einstaklinga og töluðu alltaf við okkur sem jafn- ingja sína. Þó að aldursmunur væri eðlilega mikill þá háði það okkur ekki og við uxum aldrei hvert frá öðru. Við ræddum um heima og geima og ávallt var stutt í gaman- semina. Þó að árin liðu var amma alltaf ung í anda og sýndi okkur hve aldur er afstæður. Amma hafði mikið yndi af bókum og las mikið alla tíð. Hún notaði aldrei gleraugu og allt fram á síð- ustu stundu gat hún lesið það sem hún þurfti að finna í símaskránni hikstalaust. Hún vann líka fullan vinnudag allt til 85 ára aldurs og taldi að í vinnunni væri lækning flestra meina. Það er svo margt sem við systkin- in lærðum af ömmu og afa og erum þakklát fýrir að hafa fengið að hafa þau hjá okkur svo lengi sem raunin varð. Það er ekkert óeðlilegt að fólk í hárri elli hverfi á braut, en eftir situr samt sem áður mikill söknuður. Þau voru svo örlát, ekki síst á hina sönnu gjöf sem er að gefa af sjálfum sér. Þú átt ætíð eitthvað til auðmagn þó að bresti. Guð þér bæði gleði og yl gaf í veganesti. (Guðm. Björnsson) Björg Ragna. Öldruð íslensk kona er látin. Þessi kona, Björg Einarsdóttir, fædd 21. september 1905, dáin 19. mars 1993, var föðursystir mín, vinnufélagi og vinkona. Lát hennar var ekki forsíðufrétt blaðanna en var vissulega frétt sem snerti okkur sem kynntumst henni og vorum henni samferða því hún var litríkur persónuleiki og hafði til áð bera eiginleika sem vöktu virðingu. Við Björg vorum vinnufélagar í u.þ.b. 20 ár en hún hóf störf á Til- raunastöðinni Keldum strax og sú stofnun tók til starfa 'og var þar í 42 ár eða þar til hún sjálf kaus að hætta störfum fyrir þremur árum. Starf hennar var annars vegar að sjá um dauðhreinsun og þvott á því gleri sem var notað á rannsóknar- stofunum og hins vegar að sjá um kaffistofuna. Þessi ríkisstofnun var ekki svikin af vinnu hennar. Sam- viskusemi hennar, nákvæmni í vinnubrögðum og ótrúleg afkasta- geta einkenndu hana alla tíð. Mér er til efs að hún hafi nokk- urn tíma tekið fullt sumarfrí, veik- indadagar hennar voru fáir því að hún var með eindæmum hörð~ af sér. Eitt sinn lét hún það eftir syni sínum að litið væri á handarmein sem hafði aftrað henni frá vinnu í tvo daga. Kom í ljós að hún var handleggsbrotin, en röntgenmyndin sýndi einnig að hún var með gam- alt brot sem ekki hafði verið með- höndlað, því að hún hafði einfald- lega harkað það af sér. Við glerþvottinn kom fyrir að hún skar sig og oftar en einu sinni sá ég hana standa við vaskinn og draga stærðar glerbrot úr annarri hendi með töng, hrylla sig aðeins yfir sársaukanum en hella síðan joði yfir sárið, vefja um það tusku og halda síðan áfram verkinu eins og ekkert hefði ískorist. Nei, heil- brigðisþjónustunni var ekki íþyngt af henni. Persónuleiki hennar hafði áhrif á lífið á kaffistofunni. Hún fór ekki í manngreinarálit, sagði sínar skoð- anir óhikað við hvem sem var og tilsvör hennar gátu verið óvænt og skemmtileg. Þegar Björg var hlý var hún eins og sól á sumardegi en hún gat lika verið eins og norð- anvindurinn ef svo bar við og stund- um gat fas hennar eitt og sér tjáð okkur skýrar en nokkur orð að matartímanum væri lokið og hún þyrfti að komast að til að þvo upp. Björg var ekki með miklar vífi- lengjur eða orðskrúð í kringum það sem hún sagði eða gerði og var uppsögn hennar á Keldum dæmi- gerð fyrir þennan þátt í fari hennar. Það var snemma árs 1990 að Björg veiktist af flensu, en fram að því hafði hún þrátt fyrir háan aldur stundað vinnu sína að fullu og mætt sérhvern dag. En nú brá svo við að það leið líklega um ein vika án þess að Björg mætti. Eftir þessa, á hennar mælikvarða, óvenju löngu fjarveru, hringdi hún í síma- stúlkuna á Keldum og bað hana að skila því til forstöðumannsins að hún væri hætt og þar með lagði hún á. Haft var samband við hana og henni tjáð að hún væri ekki nauðbeygð að segja upp störfum þótt hún veiktist, hún ætti veikinda- daga eins og aðrir. En Björg hafði tekið sína ákvörðun og kom ekki til vinnu eftir þetta, hún vildi hætta meðan hún enn sinnti starfinu af reisn. Hún saknaði þó staðarins og vildi helst heyra fréttir þaðan dag- lega. Hennar er saknað vegna þess sem hún hafði lagt af mörkum í starfi en ekki síst vegna þess sem hún var mannlegu samfélagi þeirra sem vinna þarna saman. Daginn sem hún verður jörðuð verður vinnustaðnum hennar lokað vegna jarðarfararinnar. Það segir nokkuð um þann sess sem Björg skipaði í hugum samstarfsmanna sinna. Það segir líka eitthvað um þau mannlegu samskipti og hlýju sem hefur ríkt á vinnustaðnum sem henni var svo kær. Björg frænka mín sóttist ekki eftir auði eða fallvöltum munaði þessa heims. Hennar ríkidæmi voru góðir mannkostir. Hún mat mikils fjölskyldu sína sem studdi hana dyggilega. Sérstakur persónuleiki hennar og reisn eru litbrigði sem við munum öll sakna. Þegar ég stóð við rúm nýlátinnar frænku og vinkonu voru tilfínningar mínar friður, þakklæti, hlýja og söknuður en einnig tilfinning fýrir fegurð í lífshlaupi íslenskrar, ald- innar konu sem hafði alla tíð lagt sig fram til hins ýtrasta. Það var eins og hún væri að útskrifast með láði. Elsa Benediktsdóttir. Bopar aldrei - brotnar í bylnum stóra seinast. (St. G. St.) Þessar ljóðlinur úr kvæðinu „Greniskógurinn" komu ósjálfrátt upp í huga minn þegar ég frétti af andláti kærrar frænku minnar, Bjargar Einarsdóttur. Líf hennar auðkenndist af stolti og baráttulund sem svo vel er lýst í kvæðinu og þannig lauk líka göngu hennar hér á jörð. Björg, móðursystir mín, fæddist á Stöðvarfirði í Suður-Múlasýslu í upphafi aldarinnar og hafði því sannarlega lifað tímana tvenna. Hún var dóttir Einars Benedikts- sonar sjávarútvegsbónda og síðar símstöðvarstjóra á Stöðvarfirði og fyrri konu hans, Bjargar, sem lést langt um aldur fram frá dóttur sinni kornungri. Einar giftist nokkru síð- ar ungri heimasætu frá Kirkjubóli, Guðbjörgu Erlendsdóttur og gekk hún, þótt ung væri, Björgu í móður- stað. Þau Guðbjörg og Einar reistu sér bú á nýbýlinu Ekru og þar ólst Björg upp og tók þátt í gæslu og uppeldi sex yngri systkina sinna ásamt öðrum störfum sem börnum og unglingum voru ætluð í þá daga. Sterk bönd og væntumþykja var alla tíð milli Bjargar og systkinanna allra, en best þekki ég til sambands þeirra systra Bjargar og Þorbjarg- ar, móður minnar. Þau tengsl ein- kenndust af miklum systurkærleik og vináttu sem aldrei bar skugga á. Þótt langt væri á milli þeirra síð- ustu árin töluðust þær við í síma vikulega og skiptust á skoðunum um menn og málefni, bókmenntir og trúmál. Mikill er því söknuður móður minnar við fráfall Bjargar og stórt skarð er höggvið í systkina- hópinn þar sem yngsti bróðirinn, Björn, lést fyrir tveimur mánuðum. Áður voru látnar systurnar Elsa og Ragnheiður sem báðar létust ungar og ennfremur nýfæddur bróðir. Eftirlifandi systkini Bjargar eru Þorbjörg, Benedikt og Ánna. Björg fór snemma að heiman og kynntist ástinni og manninum sem varð örlagavaldur í lífi hennar, Lúð- vík Gestssyni. Þau giftust og sett- ust að í Reykjavík og Austfírðingur- inn Björg varð óforbetranlegur Reykvíkingur. Þau Björg og Lúðvík eignuðust tvo myndarlega syni, þá Einar og Erling. Erlingur lifir móð- ur sína en Einar lést um tvítugt af vinnuslysi, en lét eftir sig ungan son, Einar Ingþór. Dauði sonarins setti svo mjög spor sín á líf Bjargar að mér er til efs að hún hafí nokk- urn tíma orðið söm eftir það. En hún hélt lífinu áfram, vann og gerði skyldu sína. Hún lifði ekki síst fyr- ir yngri son sinn og fjölskyldu hans þegar hún kom til sögunnar. Erling- ur er kvæntur Jakobínu Ingadóttur og eiga þau þijú mannvænleg börn, Inga, Elvar og Björgu. Jakobína varð Björgu sem besta dóttir og barnabörnin öll endurguldu ást ömmu sinnar sem áreiðanlega var besta gjöfín sem hægt var að gefa henni. Svo lengi sem ég man eftir mér t Ástkœr móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA BENEDIKTA EYLEIFSDÓTTIR, lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja miðvikudaginn 24. mars. Böm, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkaer móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN LIUA GUÐMUNDSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 27. mars kl. 14.00. Jóhann T. Ingjaldsson, Ástbjörg S. Gunnarsdóttir, Sigrún Ingjaldsdóttir, Jónatan Jónsson, Halldóra Ingjaldsdóttir, Sigurður Ari Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs sambýlismanns míns, sonar, föður, tengdaföð- ur og afa, GUÐBJARTS BENEDIKTSSONAR múrarameistara, Brekkubyggð 5, Garðabæ, Kristín Árnadóttir, Benedikt Viggó Jónsson, Guðrún Guðbjartsdóttir, Benedikt Jónasson, Lilja Guðbjartsdóttir, Eyþór Þorgrímsson, Vigdis Guðbjartsdóttir, Skarphéðinn Sigurðsson og barnabörn. Birting af- mælis og minningar- greina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og .minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík, og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hlið- stætt er með greinar aðra daga. Ákjósanlegast er að fá greinarnar sendar á disklingi. HÓPFERÐIR VEGNA ±1 JARÐARFARA HÖMÍM GÆÐA HÓPBII RllDAR FRÁ12TIL65 FARÞHGA Á n LEITIÐ UPPLÝSINGA MUNIB! HÓPFERÐAMIÐSTÖÐIN Minningarkort Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna Seld í Garðsapóteki, sími 680990. Upplýsingar einnig veittar Bíldshöfða 2a, sími 685055, Fax 674969 í síma 676020. LEGSTEINAR 720 Borgarfirðl eystra, sími 97-29977, fax 97-29877 VETRARTILBOÐ t Frændi okkar og mágur, ÁGÚST JASONARSON, verður jarðsettur frá Hólskirkju, Bolungarvík, laugardaginn 27. mars kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Sjúkrahúsið í Bolungar- vík eða uppbyggingu gömlu húsanna í Ósvör. Jóhann Kárason, Maríus Kárason, Guðrún Káradóttir, Ástríður Káradóttir, Jakobína Guðmundsdóttir, Hólmfríður Hafliðadóttir og fjölskyldur. Tökum að okkur erfidrykkjur í ný uppgerðum Gyllta salnum. Hlaðborð og nýlagað kaffi kr. 790,- Hótel Borg sími 11440.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.