Morgunblaðið - 26.03.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.03.1993, Blaðsíða 37
hefur Björg frænka verið hluti af lífi mínu. Eg minnist hennar fyrst í Smálöndunum og því næst Efsta- sundi þar sem hún tók á móti okk- ur krökkunum að austan af ein- stakri gestrisni og væntumþykju. Það sem batt okkur Björgu sérstök- um böndum var dálæti mitt og að- dáun á syni hennar, Einari, sem við kölluðum Bía. Hann var tíu árum eldri en ég og var mér einstaklega eftirlátur og ljúfur. Mér fannst hann fallegastur allra ungra manna og ég syrgði hann einlæglega þegar hann dó. Björg var einstök kona sem ekki er auðvelt að lýsa. Hún bar ekki tilfinningar sínar á torg og mörgum kann að hafa fundist hún snögg upp á lagið, enda lá hún aldrei á skoðunum sinum. Við sem þekktum hana vel vissum að hún mátti ekk- ert aumt sjá og undir að því er virt- ist hrjúfu yfirborði var hlýtt hjarta og viðkvæm lund. Hún kunni þó allri hálfvelgju illa og gerði miklar kröfur til sjálfrar sín og annarra, einkum um samviskusemi og trún- að. Dæmi um trúmennsku hennar var afstaðan til vinnunnar en hún vann um áratugaskeið að rannsókn- arstöðinni að Keldum. Hún gerði áreiðanlega ekki mikinn greinar- mun á eigin hagsmunum og hags- munum vinnustaðarins enda fannst henni varla að hún gæti tekið sér sumarfrí eins og lög kváðu á um. Vinnuveitendur hennar mátu hana að verðleikum og reyndust henni afar vel m.a. fékk hún að vinna svo lengi sem hún sjálf óskaði eða fram yfir áttrætt. Hún hélt eigið heimili allt fram í andlátið og ein eftir lát Lúðvíks fyrir nokkrum árum. Hún gat glaðst yfir velgengni sonar, fjögurra bamabarna og ijölskyldna þeirra. Hún lifði á síðari árum fá- brotnu en auðugu lífí, einkum kunni hún þá list að njóta góðrar bókar og hverfa á vit sögusviðsins og ævintýrsins og gat því setið heima en samt ferðast víða. Nú er hún horfín þessi elsti kven- skörungur ættarinnar en minning hennar mun lifa með okkur, vensla- fólki hennar og vinum. Syni, tengdadóttur og barnabörnum sendi ég samúðarkveðjur. Blessuð veri minning Bjargar Einarsdóttur. Lára Björnsdóttir. Björg Einarsdóttir, Snælandi 2, Reykjavík, lést á hjartadeild Borg- arspítalans hinn 18. mars eftir skamma sjúkrahúsvist. Með Björgu er horfin af sjónarsviðinu kona sem öllum er minnisstæð sem kynntust henni að einhveiju ráði. Björg var Austfirðingur, fædd að Kirkjubólsseli, Stöðvarfírði, og þó að hún dveldist lengst af ævi sinnar fjarri æskustöðvunum fannst að alltaf lék sérstakur ljómi um Austurland í huga hennar, er það barst í tal. Foreldrar Bjargar voru Björg Björnsdóttir og eiginmaður hennar, Einar Benediktsson, útvegsbóndi frá Hamarsfírði. Eins og fleiri Aust- fírðingar dvaldist Björg ung á Eið- um, en þar var þá rekinn alþýðu- skóli, sem mörgum kom að góðu líði. Á Eiðum tókust kynni með Björgu og skólastjórahjónunum, Steinunni Magnúsdóttur og Ás- mundi Guðmundssyni. Dáði hún þau hjón mjög og rækti vináttu við þau alla tíð. Munið minningarsjóð Blindrafélagsins, Hamrahlíð 17, sími 91-687333 MORGUNBLAÐIS FÖSTUPAGUR 26, MAR<L199?§7 Hafliði J. Gísla son — Minning Ung réðst Björg kaupakona suð- ur í Reykholtsdal og síðan að skóla- búinu á Hvanneyri. Þar kynntist hún mannsefni sínu, Lúðvík Gests- syni sem sótt hafði Hvanneyrar- skólann og síðan ráðist þar sem starfsmaður um nokkurra ára skeið. Gengu þau í hjónaband í nóvember 1932. í byijun heimskreppunnar á fjórða áratugnum var ekki auðvelt fyrir ung og eignalaus hjón að verða sér úti um sæmilega launuð störf þó að bæði væru dugleg og starfs- fús eða viðhlítandi staðföst. Fyrst fluttust þau til Reykjavíkur en héldu síðan til Austurlands þar sem þau áttu búsetu um nokkurra ára skeið. Eitt ár stóðu þau fyrir búi að Arnarfelli í Þingvallasveit á vegum Matthíasar Einarssonar yf- irlæknis. Síðan fluttust þau aftur til höfuðborgarinnar og í Reykjavík átti Björg heima upp frá því. Þegar Tilraunastöð Háskólans í meinafræði að Keldum var reist árið 1948 stóð heimili þeirra hjóna þar skammt frá. Réðst Björg þegar í upphafi til starfa við þá stofnun og þar átti hún eftir að starfa óslit- ið í rúma fjóra áratugi. Lúðvík starfaði þar einnig um nokkurt skeið við smíðastörf, og síðar i nokkur ár á vegum Sauðijár- veikivarna við eftirlitsstörf víðsveg- ar um land. Lúðvík var maður frjöl- fróður, bókhneigður, skemmtinn og alúðlegur í framkomu, viðræðugóð- ur. Metnaður hans var að bregðast ekki því sem honum var til trúað. Síðar lagði Lúðvík fyrir sig bók- band og garðyrkjustörf. Hann and- aðist í maí 1985. Ég sem festi þessar línur á blað átti samleið og samstarf við Björgu á Tilraunastöðinni að Keldum í rúm- lega fjóra áratugi. Þess minnist ég nú með þakklátum huga. Björg var hamhleypa að dugnaði og ósérhlífín til allra verka, og virt- ist vinnuþreki hennar lítil takmörk sett. Öll störf sem henni voru falin rækti hún af kostgæfni og hvikaði aldrei frá settum reglum. Þeim sem yngri voru þótti hún stundum nokk- uð ráðrík og fasmikil, en allt var það af góðum hug gert því að hún vildi aga þá sem óreyndir voru og venja þá við réttar aðferðir og regl- ur. Björg var hreinskiptin og sagði hug sinn allan ef því var að skipta hver sem í hlut átti og ekki varð henni orða vant ef svo bar undir. Gamansöm var hún á góðri stund, gestrisin, bókelsk og hafði frá mörgu að segja. Það mun samdóma álit þeirra sem lengst unnu með Björgu að vandfundinn væri trúrri starfsmaður þeirri stofnun sem hún vann hjá langa starfsævi. Björg og Lúðvík eignuðust tvo syni. Einar Guðgeir, sem kvæntur var Ingu Herbertsdóttur og áttu þau einn son. Einar lést af slysför- um árið 1955, aðeins 21 árs gam- all, harmdauði öllum. Það voru Björgo dimmir og daprir dagar meðan óvissa ríkti um örlög þessa unga og efnilega sonar. Þá stóð Björg sig sem hetja. Yngri sonur þeirra er Erlingur Ragnar húsasmíðameistari, kvænt- ur Jakobínu Ingadóttur og eiga þau þijú böm. Þau hjón og börn þeirra hafa verið stoð og stytta Bjargar eftir að hún hætti störfum og sýnt henni óvenjulega umhyggjusemi. Það hefi ég fyrir satt að allt sam- starfsfólk Bjargar við Tilraunastöð- ina að Keldum fyrr og síðar hafi haft á henni miklar mætur og borið til hennar hlýjan hug og því kveðj- um við hana nú með þökk fyrir gömul kynni og góðar minningar. Aðstandendum Bjargar sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Páll A. Pálsson. Mig langar að minnast Bjargar Einarsdóttur með örfáum línum. Hún var amma mannsins míns og langamma barna minna og góð vin- kona mín. Alltaf var hún hress og kát er við hittumst, gaman var að tala við hana er hún var að rifja upp æskuárin sín þegar hún var ung stúlka að alast upp á Austfjörð- um hlaupandi um á sauðskinns- skóm, og einnig man hún fyrstu bænina sem hún lærði og óskaði eftir því að barnabarnabömin lærðu hana líka. Hún er á þessa leið: Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti signaður Jesú mæti. (Höf. ók.) Oft hringdi hún í mig og var að fá fréttir af langömmubörnum sín- um og alltaf bauð hún mér að koma til sín í Snælandið og fá lánaðar bækur því af þeim átti hún nóg og sjálf las hún mikið því sjónin var góð og notaði hún ekki gleraugu. Hún var hress og ern allt til hins síðasta. Að endingu vil ég þakka Björgu hina góðu en allt of stuttu samfylgd. Jafnframt bið ég góðan Guð að styrkja þá og styðja sem nú eiga um sárt að binda. En hugg- un er harmi gegn að minningin um Björgu er svo sannarlega ljós í lífi þeirra sem hana þekktu og verkar slíkt sem smyrsl á sárin. Að lokum: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Ragnheiður Sigurðardóttir. Mig langar að minnast afa míns, Hafliða, með nokkrum orðum. Afi var alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér, alveg frá því að ég man fyrst eftir mér, enda tengjast mínar fyrstu minningar um afa því að hann var að lauma að mér sæl- gæti eða peningum kannski í „óþökk“ foreldra minna. Það er yndislegt til þess að vita, að þessum minningum get ég deilt með dóttur minni, Kristrúnu, en ég veit að hún geymir nákvæm- lega sams konar minningar í sínu hjarta um afa í Stórholti. Af vitnisburði okkar feðginna má það ljóst vera að afí var barn- góður maður með eindæmum, enda var oft kátt á hjalla hjá barna- og bamabamabörnunum í Stórholtinu og síðar á Dalbraut- inni. En afí varð auðveldlega bam í annað sinn og ég minnist þess að oft þegar lætin vora farin að keyra úr hófí, þá þurfti amma að byija á að sussa á afa til að geta róað hina krakkana. Þannig veit ég að öll barna- og barnabama- bömin minnast afa síns eða eins og við sögðum svo gjarnan: Afí _er góður. Eg get ekki minnst afa án þess að minnast á þær góðu stundir sem við áttum saman upp við Meðal- fellsvatn við veiðiskap og aðrar tómstundir, en þar áttu amma og afí sumarbústað, þegar ég var polli. En afí var veiðimaður af lífí og sál og ég hygg að hann hafí kveikt neista veiðimannsins í mér og hin- um strákunum, en hann var ótrú- lega viljugur að fara með okkur, pollana, út á bát til.að veiða og leiðbeina okkur báðum við sigling- ar og veiðskap og það var líka mikill sjómaður í afa. Nú eftir því sem ég óx úr grasi minnist ég afa fyrst og fremst fyrir það hvað hann var hjálpsam- ur með afbrigðum. Afi var alltaf boðinn og búinn að gera næstum hvað sem er fyrir mann, bæði beð- inn og óbeðinn. í því sambandi minnist ég þeirra ótal skipta sem afí sótti mig eða keyrði mig um allan bæ og jafnvel út úr bænum á þeim tíma er ég hafði ekki tök á að keyra sjálfur og alltaf var það jafn sjálfsagt mál. Hvort sem það kostaði að hann missti af frét- unum í sjónvarpi eða einhveiju öðru sem skipti hann máli, þá var hann alltaf boðinn og búinn. Þá kemur upp í huga mér, að þegar ég kom úr minni fyrstu veiðiferð á togara, sem hafði komið óvænt upp á, og ég minnist ekki að ég hafí haft neitt samband í land þær tvær vikur sem við vorum úti og bjóst því ekki við neinum móttök- um er við kæmum í land. En ég man enn þá hlýju tilfinningu sem um mig fór er við sigldum inn í Reyjavíkurhöfn eldsnemma að morgni og ég sá afa standa á bryggjunni og þá vissi ég að afi var ekki aðeins góður og hjálpsam- ur, heldur að hann fylgdist líka með. Afi átti það til að tala til okkar barnabamanna á alvarlegum nót- um um framtíð okkar og deildi með okkur sínum hugmyndum um framtíðina. Af þessum samtölum var ljóst að honum var umhugað um framtíð hvers og eins okkar. Afí talaði af reynslu og gerði sér fulla grein fýrir hversu mikilvæg menntun er í nútímaþjóðfélagi. Annars var yfírleitt létt yfir afa og stutt í kímnina. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að eiga einlægt samtal við afa aðeins nokkmm dögum áður en hann yfírgaf þennan heim og við vissum báðir að hveiju stefndi. Við töluðum um lífið og tilverana í þessum heimi og við spáðum í lífíð og tilverana í þeim sem við tekur er þessi er yfirgefínn, við töluðum um guðs orðið og hvað það segir um þessa hluti og við báðum saman. Ég veit að ég mun alltaf eiga þessa stund í minningu minni og ég mun alltaf muna þeg- ar afí sagði: „Já, hér eftir á ég bara eftir að sigla lygnan sjó.“ Með þessum orðum vil ég kveðja afa minn og votta þér amma sam- úð mína, en þinn missir hlýtur að vera mikill eftir tæþlega sextíu ára hjónaband, en mundu að Kristrún litla sagði, að heilagur andi hafí sagt sér, að Guð passi afa. Bless afi minn, ég veit að þú kannt vel við þig á lygnum sjó. Rúnar Rúnarsson. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför LILJU GAMALÍELSDÓTTUR, Kárastíg 1. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengda- föður, afa og langafa, INGÓLFS JÓNSSONAR frá Prestbakka, kennara og rithöfundar. 'V 'l t Þökkum sýnda samúð og vinarhug við andlát og útför mannsins míns, föður, sonar, bróður og frænda, Margrét Fjóla Guðmundsdóttir, Ómar Ingólfsson, Auður Ingólfsdóttir, Sigurður Ingólfsson. tengdasonur, barnabörn og barnbarnabarn. JÓNS AGNARS EGGERTSSONAR Eggert Sólberg Jónsson, Magnús Elvar Jónsson, Aðalheiður Lilja Jónsdóttir Kristfn Eggertsdóttir, Guðmundur Eggertsson, Jóna Eggertsdóttir, Guðrún Eggertsdóttir. Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir, Heiður Hrönn Hjartardóttir. t Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð við andlát og útför, UNNAR SIGURJÓNSDÓTTUR, Laugabóli. + Sérstaklega viljum við þakka starfsfólki Sjúkrahússins á Húsavfk mikla og góða umönnun. T Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför, föður okkar, fósturföður, afa og langafa, KRISTVALDAR EIRÍKSSONAR. Sérstakar þakkir til sjúkradeildar elliheimilisins Grundar. Helga Kristvaldsdóttir, Eiríkur Kristvaldsson, Anna B. Óladóttir, Guðbjörg Einarsdóttir, Karl Guðnason, barnabörn og barnabarnabörn. Ingi Tryggvason, Eysteinn Tryggvason, Ásgrfmur Tryggvason, Kristín Tryggvadóttir, Helga Tryggvadóttir, Hjörtur T ryggvason, Ingunn Tryggvadóttir, Dagur Tryggvason, Sveinn Tryggvason, Haukur Tryggvason og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.