Morgunblaðið - 26.03.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.03.1993, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1993 fclk f fréttum TÍSKUSTRAUMAR Giorgio Armani kynnir ilmvatn Morgunblaðið/Þorkell FYRIRSÆTUR Fordstúlkan 1993 Dustin Hoffman, Ron Silver og Whoopi Goldberg voru líka dökkklædd. Meira að segja hattur Whoopi er svartur. Bima Rut Willardsdóttir, 16 ára Dalvíkur- stúlka, varð hlutskörpust í Ford-keppninni, sem fór fram í síðustu viku á Sólon Islandus. Hún lýkur grunnskólaprófí í vor og fer að öllum líkindum út til Bandaríkjanna strax í sumar eða í haust. Á myndinni má sjá stúlkurnar sem lentu í fimm efstu sætunum eftir að verðlauna- afhending hafði farið fram. F.v. Hrafnhildur Hafsteinsdóttir sem hreppti annað sætið, Fordstúlkan Bima Rut, þá Berglind Ólafsdótt- ir sem var í þriðja sæti, Erla Björg Guðrúnar- dóttir sem lenti í fimmta sæti og lengst til hægri er Ragna Borgþóra Gylfadóttir, sem lenti í fjórða sæti. Hún hefur örugglega ekki verið af verri endanum kynningin hjá tískuhönnuðinum Giorgio Armani þegar hann bauð til sín fjöldanum öllum af ríku og frægu fólki. Enda mikið í húfi. Tækist honum að koma því til skila að nýja ilmvatnið hans, Gio, væri hluti af lífsstíl ríka fólksins væri honum vel borgið. Meðal þeirra sem sáust á kynn- ingunni voru Dustin Hoffman, Martin Scorsese, Cher, Whoopi Goldberg, Lee Radzwill, Robert De Niro, Spike Lee, Russell Simmons og Donna Karan. Þegar Spike Lee var spurður að því hvaða fatnaðar hann gæti ekki verið án sagðist hann alltaf verða að eiga Nike-skó. Donna Karan, sem hefur mjög einfaldan smekk, sagði að uppáhaldsföt sín væru úr kasmír. Cher sagðist ganga um heima hjá sér í ítölsk- um bol, en Whoopi Goldberg sagði að uppáhaldsflík sín væri Giorgio Armani fagnar hér Cher, sem er öll svartklædd. Vestið virðist vera úr stungnu leðri eða plastefni. Pavarotti hefur ekki brosað svona gleitt þegar hann upp- götvaði hvað gerðist. OHEPPNI Pavarotti of þungur fyr- ir baðkarið Aumingja Luciano Pavarotti, sem er alltaf að kljást við þyngdina og slúðurdálkar í öllum heimshornum fylgjast með, varð fyrir óhappi nýlega sem ýtir enn frekar undir þá skoðun að hann verði að megra sig. Reyndar mun hann vera í megrunarkúr um þesar mundir. Pavarotti var á ferð í London nýlega og gisti á Hyde Park Hotel eins og svo oft áður. Syngj- andi sæll og glaður ákvað hann að fara í bað, nema að baðkarið þoldi ekki þau 140 kíló, sem Pavarotti er sagður hafa verið. Baðkarið losnaði einhvern veginn frá veggnum og vatnið fór að leka niður í matsalinn. Hinn syngjandi tenór hafði ekki hug- mynd um hvað gerst hafði fyrr en hann fór niður í borðsalinn, þar sem vatnið var farið að leka niður eftir veggjum. Kennari við læknadeild Háskóla íslands sýnir hestahóf, sem nýlega hefur verið meðhöndlaður með efni, sem gerir það að verkum að hann varðveitist nánast í frumlíkingu. MorgunDlaoio/uuoiaugur l ryggvi ftarisson Helga Guðrún Johnson hefur verið ráðin til Háskólans sem kynning- arfulltrúi í afmörkuðum verkefnum. Hér aðstoðar hún væntanlega nemendur skólans. Álfrún G. Guðrúnardóttir leikur hér Gerði Gýmisdóttur og Jón Jóns- son leikur Skirni. Til hliðar má sjá Jón Hnefil Aðalsteinsson kennara í þjóðháttafræði ásamt eiginkonu sinni, Svövu Jakobsdóttur rithöfundi. HÁSKÓLI ÍSLANDS Fróðlegir molar og uppákomur Eins og þegar hefur komið fram í fjölmiðlum fór fram kynning á námi í Háskóla íslands og skólum innan Bandalags íslenskra sérskóla um síðustu helgi. Ekki var einungis um þurrar kynningar og staðreynd- ir að ræða, heldur var framsetning í sumum deildum þannig, að til mikillar fyrirmyndar var. Gestum og gangandi var einnig boðið upp á menningarlegt efni svo sem danssýningar og Ieikrit. Á veg- um þjóðháttadeildar var til dæmis fluttur hluti úr Skírnismálum eftir dr. Terry Gunnell, sem er doktor í þjóðfræði við háskólann í Leeds. í doktorsritgerð hans, sem var úr Eddukvæðum, kemur meðal annars fram, að Eddukvæðin hefðu í frumbúningi verið tilbúin til leik- gerðar. Næsta haust er fyrirhugað námskeið innan þjóðháttafræðinnar á þessu sviði. COSPER oflO COSPER Ekki veit ég af hverju hann grenjar. Það er í það minnsta ekki vegna þess að hann er þyrstur!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.