Morgunblaðið - 26.03.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.03.1993, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1993 Takk fyrir spjallið fagra Ég tek puttalinga aldrei mær. Ég verð að fara núna, uppí því konan mín er óstjórn- lega afbrýðisöm. HÖGNI HREKKVISI „ KO/MDU ÞÉR STRA% UPP 'a LOPT OG STÖKKTU BBIKIT OFAN l'BAPlP/ " BRÉF HL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 681811 Afturgengimi misskiln ingnr kveðinn niður Frá Einari K. Guðfinnssyni: HRAPALLEGUR misskilningur kemur fram í grein Guðrúnar Guð- mundsdóttur móður í Velvakanda Morgunblaðsins á sunnudaginn var. Þar gerir hún að umtalsefni viðtal við undirritaðan á Stöð 2 vegna ummæla minna á Aiþingi um barna- efni í sjónvarpi. Ályktanir þær sem Guðrún dregur af viðtalinu við mig eru vægast sagt sérkennilegar og alveg gjörsamlega úr samhengi við það sem ég sagði á Alþingi um þetta mál, þann 11. mars síðastliðinn. Þannig var að á Alþingi var lögð fram fyrirspum um þá ákvörðun Sjónvarpsins að senda út bamaefni á laugardags- og sunnudagsmorgn- um. Auk fyrirspyrjanda, Gunnlaugs Stefánssonar, og menntamálaráð- herra, er fyrirspuminni svaraði, tók- um við fimm þingmenn þátt í umræð- unni og voru viðhorfin margvísleg eins og gengur. í máli mínu kvartaði ég ekki undan því að Sjónvarpið hefði kosið að auka veg bamaefnis, gagnstætt þvi sem Guðrún Guð- mundsdóttir bersýnilega álítur. Öðru nær. Ég vakti á hinn bóginn athygli á því að Stöð 2 sendi út sjónvarps- efni fyrir böm á laugardögum og sunnudögum. Ennfremur að fyrir lægi alveg á næstunni að lang flest- ir Islendingar myndu eiga þess kost að ná útsendingum þeirrar stöðvar vegna tilkomu ljósleiðara. Því taldi ég sérkennilegt að úr því að Sjón- varpið hefði til þess fjárhagslegt svigrúm að auka barnaefni sitt að gerta það þá ekki á öðrum tíma en laugardags- og sunnudagsmorgnum. Eg hefði talið, og það var kjami þess máls sem ég flutti á Alþingi, að eðlilegt hefði verið að Sjónvarpið hefði forgöngu um að auka fjöl- breytni þess efnis sem sýnt er fýrir börn í sjónvarpi á íslandi. Til þess að svo hefði mátt vera, hefði útsend- ingartím barnaefnis Sjónvarpsins að sjálfsögðu átt að vera á öðrum tíma en laugardögum og sunnudögum. Vænti ég þess að framangreindar upplýsingar mínar hér og nú eyði misskilningi Guðrúnar Guðmunds- dóttur á orðum mínum á Alþingi. Skrif Víkverja Hin kurteislega grein Guðrúnar Guðmundsdóttur varð síðan fýlupok- anum sem skrifaði Víkverja í Morg- unblaðið sl. þriðjudag tilefni til und- arlegrar samsuðu. Með næsta til- gerðarlega umhyggju fyrir börnum að skálkaskjóli, lýgur dálkahöfundur þessi því upp á mig að ég ásamt öðrum ónafngreindum þingmönnum hafi látið senda mig upp í ræðustól í þessu máli! Þvílík firra! Það er bersýnilegt að hinn geð- illskulegi Víkveiji hefur ekkert hirt um að athuga málavöxtu, eins og sjá má ef saman eru borin skrif hans Frá Guðmundi Sveinbjörnssyni: ÉG LAS viðtal við Eggert Magnús- son formann KSÍ í Morgunblaðinu sunnudaginn 21. mars sl. og leist mjög vel á metnaðarfullar hugmynd- ir formannsins um uppbyggingu framtíðarknattspyrnulandsliðsins okkar. Þegar ég með bros á vör hafði lesið megnið af viðtalinu kom ég að þeim hluta sem er kveikjan að þess- um skrifum mínum. Eftir millifyrir- sögninni „Félagaskipti" segir for- maður KSÍ orðrétt: „Verði ofan- greindar hugmyndir að veruleika er óhjákvæmilegt að efnilegir knatt- spymumenn utan af landi skipti í félög á höfuðborgarsvæðinu, jafnvel í ríkara mæli en verið hefur.“ Kæri Eggert. Ef fram koma efni- legir knattspymumenn á lands- byggðinni tel ég að tvennt hijóti að koma til, annars vegar meðfæddir hæfileikar og hins vegar góð þjálfun, því sem betur fer eru ágætir þjálfar- ar búsettir annars staðar en í Reykja- vík. Það á að hlúa að efnilegum knatt- spymumönnum á landsbyggðinni, en ekki að soga þá alla suður, því góður árangur ungra drengja úti á landi hlýtur að örva áhugann í heimabyggð og ræða mín á Alþingi 11. mars sl. Þess í stað kýs hann að gera mér upp annarleg sjónarmið í málinu. Hann um það. Þannig vinnubrögð hitta að sjálfsögðu hann sjálfan einan fyrir. Menn getur greint á um skoðanir. Þannig er það og á að vera í lýðræð- islegu samfélagi. En að menn geti ekki rætt málin á vitibornum og upplýstum gmnni er lakara. Og enn- þá verra er það þegar dálkahöfundur víðlesnasta dagblaðs landsins tekur sig til og gerir mönnum upp annar- lega hagsmuni, eins og Víkveiji ger- ir í máli þessu. Slík vinnubrögð eru Víkveija til skammar, Morgunblað- inu til ama en sérstaklega er það börnum landsins til leiðinda að slíkur leynipenni skuli gera sér upp vináttu við þau. EINAR K. GUÐFINNSSON, Alþingi, Reykjavík. þeirra og skapa þar jákvæðan metn- að fyrir þeirra hönd. Ég tel því jákvæðara að skapa þessum drengjum aðstöðu til æfinga í heimabyggð sinni, þó að þeir þurfi auðvitað að stunda æfingar á stund- um með öðrum drengjum sem valdir hafa verið til að sícipa úrvalslið í sín- um aldursflokki. Ég sé hins vegar ekki að það sé sjálfgefið að þessar æfingar séu í Reykjavík. Nú eru sjálfsagt einhveijir farnir að hugsa eins og einn kunningi minn í Reykjavík sagði við mig fyrir skömmu. „Þetta er nú meira þjóð- arsálarvælið í ykkur alltaf úti á landi." Mér fínnst þetta bara alls ekkert þjóðarsálarvæl heldur ótrúleg þröngsýni manna sem búa í allt of vemduðu umhverfi höfuðborgar- svæðisins. Að lokum vil ég fagna þeim metn- aði sem annars kemur fram í máli formanns KSÍ og óska ungum knatt- spyrnumönnum hvar sem þeir búa á landinu alls hins besta á komandi árum. GUÐMUNDUR SIGURBJÖRNSSON, knattspyrnuáhugamaður, Borgarhlíð 6d, Akureyri. Hugleiðing vegna við tals við formann KSI Víkveiji skrifar Sérkennilegur sjónvaipsum- ræðuþáttur í vikunni með Hrafni Gunnlaugssyni, dagskrár- stjóra innlendrar dagskrárgerðar, leiddi þrátt fyrir allt sitthvað merki- legt i ljós. Til að mynda vanmátt ríkisstofnana af þessu tagi við að fóta sig í síbreytilegu rekstrar- og tækniumhverfi. Að ríkisstjómin hefur ekkert gert til að sýna í verki stuðning við klásúlu Hvítbókarinnar um mikilvægi innlendrar dagskrár- gerðar til mótvægis við allt erlenda myndefnið sem flæðir og á eftir að flæða í enn ríkara mæli yfir ís- lenskt menningarsamfélag. Loks leiddi þátturinn í ljós að hugmynd Eykons um.að gera útvarpshúsið í Efstaleiti að kartöflugeymslu var alls ekki eins galin og ýmsum þótti þegar bygging hússins var að hefj- ast. Nú eru veruleg áhöld um hvort sjónvarpið muni nokkru sinni flytj- ast í húsið þar sem innandyra bíður heill geimur undir myndver sem tæknin hefur gert meira og minna óþarft. Spurningin er því hvort ekki sé tímabært að endurvekja hug- myndina um kartöflugeymsluna. Iauglýsingum frá tölvuinnflytj- endum má sjá að öflugir Makk- ar og einnig IBM-samhæfðar ein- menningstölvur með öflugasta 486 örgjörvanum, 4 mb vinnsluminni og um 85 mb hörðum diski eru komnar niður undir og jafnvel niður fyrir 100 þúsund krónurnar. Miðað við frétt í viðskiptablaði Morgun- blaðsins sl. fimmtudag má þó enn gera ráð fyrir verulegri lækkun á tölvum af þessum gerðum. í Banda- ríkjunum hafa stærstu tölvufram- leiðendumir hafið blóðugt verðstríð sem hefur leitt til þess að tölvur með jafnvel enn stærri hörðum diski hafa lækkað niður fyrir þúsund dollara eða niður í um 60 þúsund krónur. Tölvur með áþekka afkasta- getu kostuðu yfir 300 þúsund krón- ur fyrir um 5 árum. Ekki er enn ljóst hvernig og hvenær verðstríð þetta skilar sér yfir til Evrópu, þótt áreiðanlega komi að því fyrr eða síðar. Hins vegar hefur reynslan kennt þessum Víkveija að tilgangs- laust er að ætla halda að sér hönd- um með tölvukaup vegna verðlækk- unnar eða tækniframfara handan næsta horns. Til þess eru breyting- arnar alltof ævintýralegar og hrað- Norrænu kvikmyndadagarnir sem nú standa yfir, gefa kvikmyndaáhugamönnum hér á landi kærkomið tækifæri til að fá all heildstætt yfirlit yfir það helsta sem er að gerast í norrænni kvik- myndagerð um þessar mundir. ís- lendingar gera sér ef til vill ekki alltaf grein fyrir því en úti i hinum stóra heimi þykir mönnum talsvert til norrænnar kvikmyndalistar koma. Kannski má segja að þjóðir með ríkulega kvikmyndahefð eins og Danir og Svíar og stórleikstjóra á borð við Dreyer og Bergman, dragi þar vagninn, en engu að síður eru kvikmyndaunnendur stórþjóð- anna í vaxandi mæli famir að gefa t.d. finnski kvikmyndagerð gaum og ekki síður íslenskri. Norðmenn hafa til skamms tíma náð síðri tök- um á þessum miðli en nú virðist vera að vaxa þar út grasi hópur yngri kvikmyndaleikstjóra sem er til alls líklegur. Fyrir unnendur „öðruvísi" mynda bíður því ríkulegt hlaðborð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.