Morgunblaðið - 26.03.1993, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 26.03.1993, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1993 47 HANDKNATTLEIKUR Fjögurra liða úrslit í 1. deild kvenna Stjarnan líklegri en Valsstúlkur - segir Heiða Eriingsdóttir, og Víkingurvinnur IBV Winterthíir vill Einar Gunnar Avidesa og fleiri lið vilja fá Geir Sveinsson FJÖGURRA liða úrslit í 1. deild kvenna hefjast í kvöld. Morg- unblaðið leitaði til Heiðu Erl- ingsdóttur úr Selfossi og bað hana að spá í spilin, en Heiða lék áður með Víkingum og varð íslands- og bikarmeistari með liðinu í fyrra, og þekkir vel til liðanna sem nú leika í undanúr- slitum. að er auðvitað alltaf erfítt að spá fyrir um leiki, en ef við byijum á viðureign Stjömunnar og Vals þá held ég að það þurfí örugg- lega þijá leiki til að ná fram úrslit- um,“ segir Heiða. „Ég tel möguleika liðanna nokk- uð jafna en ef við skoðum veikleika og sterku hliðarnar hjá þeim þá stendur Stjaman aðeins betur að vígi að mínu mati. Styrkur Stjörn- unnar liggur fyrst og fremst í meiri breidd og að mínu mati er ábyrgðin hjá Valsstúlkum of mikil á skyttun- um þremur, Hönnu Katrínu, írinu og Guðrúnu, en minni ógnun kemur hins vegar úr homunum og af lín- unni. Valur er hins vegar mikið stemmningslið og þar sem þetta eru allt úrslitaleikir gæti það fleytt þeim langt. Valsstelpur sýndu það í bik- arúrslitunum er þær náðu að rífa sig upp þó svo þær hafí tapað fyrir Ármanni skömmu áður. Hraðaupphlaupin hjá Stjömu- stelpunum em sterkasti þátturinn hjá þeim og ef Valur nær að stöðva þau held ég að þær séu komnar langt. Þetta er hægt með því að leika góða vörn og í átta liða úrslit- unum gerði Stjarnan ekki mörg mörk úr hraðaupphlaupum. Sóknar- leikur Stjömunnar hefur ekki verið mjög sterkur í vetur en í leikjunum gegn Selfossi var sókriin þó ágæt hjá þeim. Það eru fjölmargir þættir sem koma til með að hafa áhrir á hvem- ig úrslitin verða. Það vegur þungt að Stjarnan hefur meiri breidd og það kemur í ljós í þriðja leik hvort liðið er heilsteyptara," sagði Heiða. Heiða telur að Víkingur og ÍBV þurfí aðeins að leika tvo leiki. „Ég held að Víkingar hafí það í tveimur leikjum. Það er þó alltaf erfítt að fara til Eyja og þær em sterkar heima. Líkurnar á að Víkingur vinni em miklu, miklu meiri. Víkingur hefur verið með jafnasta liðið í vet- ur og það heilsteyptasta. Vörnin er góð og sóknarleikurinn einnig, en ef það á að fínna einhvern veikan hlekk þá hefur ekki komið nógu mikið úr úr hægri vængnum í sókn- inni. Ég tel að hjá ÍBV sé of mikil ábyrgð á fáum leikmönnum og varnarleikurinn hjá liðinu er ekki sterkur. Reynsla liðanna af úrslitaleikjum skiptir líka miklu máli og þar hafa Víkingar mikið forskot á IBV. Hvað varðar leik Stjörnunnar og Vals þá em margar Valsstúlkur með mikla reynslu en þó svo Stjarnan sé með yngra lið hafa stelpumar flestar tekið þátt í svona leikjum, þrátt fyrir ungan aldur,“ sagði Heiða. Því má bæta við að Valur vann Stjörnuna í örðum leik liðanna í deildinni en Stjaman vann hinn leik- inn. Valsstúlkur unnu síðan í bikar- úrslitunum eftir tvíframlengdan leik. Valsstúlkur gerðu sex mörkum fleira en Stjranan í þessum leilcjum. Víkingar unnu ÍBV tvívegis í vetur og gerðu 12 mörkum meira en ÍBV. Morgunblaðið/Kristinn Elnar Gunnar Sigurðsson Síðustu brunkeppninni í heims- bikamum var aflýst í gær vegna veðurs. Svisslendingurinn Franz Heinzer og þýska stúlkan Katja Seizinger höfðu þegar tryggt sér sigur í keppni vetrarins. Marc Girardelli, sem keppir fyr- ir Lúxemborg, stendur enn betur að vígi í samanlögðu eftir aflýs- Svissneska 1. deildar félagið Winterthur hefur áhuga á að fá Selfyssinginn Einar Gunnar Sig- urðsson til liðs við sig. Forráðamenn félagsins höfðu samband við Einar Gunnar í lok heimsmeistarakeppn- innar í Svíþjóð og ræddu við hann. „Það komu þarna tveir menn að máli við mig, annar frá félaginu og hinn frá aðalstyrktaraðila þess. Ég sagði þeim strax að ég vildi athuga málið áður en þeir kæmu með ein- hvern samning og ég ætla að gefa þeim svar í byijun maí. Þetta er óneitanlega áhugavert enda hefur það alltaf verið stefnan að komast í handboltann úti. Það er líka ánægjulegt til þess að vita að það eru einhveijir sem taka eftir manni," sagði Einar Gunnar í samtali við Morgunblaðið í gær. Einar sagði að það væri margt sem gæti orðið til þess að hann færi ekki út fyrir næsta keppnis- tímabil. „Konan á eftir eitt ár í námi og það yrði erfítt að rífa hana frá náminu og svo er það auðvitað Sel- fossliðið og fleira sem spilar inní. En það er allt í lagi að athuga mál- inguna og bendir flest til að hann sigri fimmta árið í röð. Norðmaðurinn Kjetil Andre Aamodt er næstur, 236 stigum á eftir, en keppni er ólokið í þremur mótum og sigur í grein gefur 100 stig. „Ég vildi keppa, en það geng- ur ekki í þessum vindi,“ sagði Norðmaðurinn. ið vel áður en maður gefur svar. Þetta er þó alltaf upphafið þó svo maður fari ekki út í haust," sagði Einar Gunnar. Avidesa vill fá Geir aftur Geir Sveinsson gæti farið til Avi- desa á Spáni og leikið með félaginu á nýjan leik en Geir lék með Avi-„ desa áður en hann kom heim og hóf að leika með Val. „Forráðamenn klúbbsins höfðu samband við mig áður en ég fór á HM og síðan voru tveir leikmenn sem ég ræddi við í Svíþjóð sem sögðu mér að vilji væri fyrir því að gera aftur við mig samning," sagði Geir í samtali við Morgunblaðið. Geir sagðist frekar eiga von á að hann myndi leika erlendis á næsta tímabili þó svo of fljótt væri að segja nákvæmlega til um það. En höfðu ekki fleiri félög samband við Geir á HM í Svíþjóð? „Jú, það gerðu það nú reyndar en ég vil ekki segja á þessu stigi málsins hvaða félög það eru. Ég er að skoða hitt og þetta og reyna að gera þetta upp við sig,“ sagði Geir. Seizinger var ekki eins ánægð enda aðeins 50 stigum á eftir Anitu Wachter frá Austurríki í samanlögðu. „Ég var ánægð með að sigra í brunkeppninni, en það er sárt að missa af besta tækifær- inu til að komast upp fyrir Wac- hter.“ SKIÐI / HEIMSBIKARKEPPNIN Brunkeppninni aflýst SUND / ISLANDSMOTIÐ INNANHUSS Morgunblaðið/Krislinn Bryndís Ólafsdóttir, sem er nær á myndinni, og Helga Sigurðardóttir hita upp fyrir átökin í gærkvöldi. Stefnir í mikið einvígi í kvöld Sund fslandsmótið innanhúss íslandsmótið í sundi innan- húss hófst í Sundhöll Reykja- víkur í gærkvöldi með keppni í undanrásum, en mótinu lýk- ur á sunnudag. í kvöld byija úrslitasund kl. 20 og verður keppt í 200 m fjórsundi karla og kvenna, 50 m skriðsundi karla og kvenna og 4x100 m skriðsundi karla og kvenna. Handknattleikur Undanúrslit 1. deildar kvenna Garðabær: Stjaman - Valur..20 Víkin: Víkingur-ÍBV........20 Blak Undanúrslit karla (2. leikur) KA-hús: KA-HK..............20 Hagaskóli: ÍS-Þróttur.......18.30 Undanúrslit kvenna Digranes: HK - Víkingur....20 Körfuknattleikur 2. leikur um sæti í úrvalsdeild Austurberg: ÍR - Tindastóll.20.30 ■ATH! Leikurinn fer fram f fþrótta- húsinu Austurbergi, en ekki í Selja- skóla þar sem ÍR er þó vant að leika. m FÉLAGSLÍF Herrakvöld knatt- spymudeildar UBK Herrakvöld knattspyrnudeildar Breiðabliks verður haldið í félags- heimili Kópavogs í kvöld. Húsið verð- ur opnað kl. 20 og borðhald hefst stundvíslega kl. 21. Miðasala er í versluninni Ljóshraða Hamraborg. Ræðumaður kvöldsins verður Geir Haarde, alþingismaður. Herrakvöld Hauka Herrakvöld Hauka verður haldið í félagsheimilinu við Flatarhraun' í kvöld og opnar húsið kl. 19, en miða- sala verður við innganginn. Ræðu- maður kvöldsins verður Ossur Skarp- héðinsson, alþingismaður. ÍSLANDSMÓTIÐ í sundi innan- húss hófst í Sundhöll Reykja- víkur í gærkvöldi með keppni í sjö greinum. Gert er ráð fyrir spennandi keppni, einkum í skriðsundi kvenna, þar sem Bryndís Ólafsdóttir og Helga Sigurðardóttir mætast í þrem- urgreinum. Helga, sem er í námi í Bandaríkj- unum, kom til landsins í gær- morgun og hóf keppni í undanrás- um 50 m skriðsunds í gærkvöldi eins og Bryndís. Bryndsís hafði betur, synti á 27,33 sekúndum en Helga á 27,34. Þær keppa einnig í 100 m og 200 m skriðsundi og ætla báðar sér stóra hluti. Flestir sterkustu sundmenn landsins taka þátt, en 115 manns keppa og eru 360 skráningar. Keppni hefst aftur kl. 20 í kvöld og síðan kl. 10 í fyrramálið og á sama tíma á sunnudag. Árangur á mótinu sker úr um hvaða 15 sund- menn verða valdir til að taka þátt í Smáþjóðaleikunum á Möltu í lok maí og eins verður unglingalandsl- iðið valið eftir mótið. KORFUBOLTI 50. sigur Phoenix Phoenix lét sektargreiðslur eftir leikinn gegn Knicks aðfarar- nótt miðvikudagsins ekki á sig fá í Los Angeles í fyrrinótt heldur vann Lakers og var Charles Barkley i fararbroddi, gerði 33 stig. Þetta var 50. sigur Phoenix á tímabilinu, sem er met hjá félaginu, en liðið hefur aðeins tapað 15 leikjum. Michael Jordan var hetja Chicago í Philadelphia. Chicago var átta stigum undir í hálfleik, en Jordan skoraði 23 stig eftir hlé. Derrick Coleman setti persónu- legt met, skoraði 35 stig fyrir Nets gegn Charlotte. Coleman, sem tók 14 fráköst, varði skot frá Tyrone Bogues á síðustu sekúndu. ÚRSLIT Handknattleikur Úrslitakeppni 2. deildan HKN - ÍH..................23:28 UBK-UMFA..................17:23 KR - Grótta...............28:22 Knattspyrna Reykjavíkurmótið: Fylkir - Þróttur............5:1 Lúðvík BBragason, Halldór Steinsson, Sali Porca, Ásgeir Ásgeirsson, Aðaisteinn Víg- lundsson - Stinar Helgason. Körfuknattleikur NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Boston-Miami................115:109 New Jersey Nets - Charlotte.118:116 Philadelphia - Chicago.......100:113 Washington - Dalias.........98 -.101 San Antonio Spurs - Minnesota 105: 92 LA Clippers - Milwaukee......116:105 LA Lakers - Phoenix..........105:120

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.