Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C 80. tbl. 81. árg. ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Forlani núundir smásjá Róm. Reuter. ARNALDO Forlani, fyrr- verandi forsætisráðherra Italíu, var í gær skýrt frá því að yfirvöld dómsmála væru að kanna hvort hann hefði gerst sekur um fjár- málaspillingu. Fréttastofan ANSA sagði að um væri að ræða ólöglegar mútu- greiðslur í flokkssjóð kristi- legra demókrata, flokks Forlanis. Það eru yfirvöid í Róm sem kanna hvort Forlani hafi séð til þess að kristilegir demó- kratar fengju greiddar mútur er ríkisfyrirtæki, sem annast vegalagningu, bauð út verk. Forlani er 67 ára og þriðji fyrrverandi forsætisráðherra landsins sem kemur við sögu í herferðinni gegn spillingu og samstarfí stjómmálamanna við glæpasamtök mafíunnar sem nú hefur staðið yfír í ár. Sjá ennfremur „Nýjar ákærur ... “ á bls. 26. Ráð Owens lávarðar um viðbrögð SÞ við stefnu Bosníu-Serba Reuter Berskjölduð ÍBÚAR í Sarajevo hraða sér í skjól fyrir skothríð frá leyniskyttum. Rétt ár er nú liðið frá því að Bosníu-Serbar hófu stórskotaliðsárásir á Sarajevo sem er aðsetur ríkisstjórnar múslima. Aukið þrýst- inginn Lúxemborg, Sarajevo, Belgrad. Reuter. OWEN lávarður, samningamað- ur Evrópubandalagsins (EB) í friðarviðræðunum í Bosníu, sagði í gær að beita yrði Bosníu- Serba vægðarlausum þrýstingi til að fá þá til að samþykkja friðaráætlun þá sem liggur fyr- ir. Samkunda Bosniu-Serba hafnaði á laugardag áætluninni, sem gerir ráð fyrir að Bosníu verði skipt upp í tíu sjálfstjórn- arsvæði. Hart var í gær barist í grennd við borgina Srebrenica í Bosníu. Haris Silajdzic, utanríkisráðherra Bosníu, sagði Serba hafa umkringt borgina og að þeir færðu sig sífellt nær henni. Jose Maria Mendiluce, sérstakur fulltrúi Flóttamanna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna í Bosn- íu, sagði í gær að SÞ hygðust reyna að flytja 15 þúsund flóttamenn til viðbótar í burt frá Srebrenica. Jeltsín hefur baráttu sína fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna 25. apríl Forsetinn hvetur Rússa til að krefjast kosninga Moskvu, Washington, London, Brussel, Lúxemborg, Bonn, Reuter, The Daily Telegraph. BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti kom við í borginni Bratsk í Síberíu í gær á leið heim frá leiðtogafundinum með Bill Clinton Bandaríkjaforseta og hóf þegar baráttuna fyrir þjóðaratkvæðið 25. þessa mánaðar. Þá verða lagðar spurn- ingar fyrir Rússa er leiða skulu í ljós hvort þeir styðji for- setann og stefnu hans. Einnig er spurt hvort fólk vilji að efnt verði til nýrra forseta- og þingkosninga. „Ég ráðlegg ykkur einfalda aðferð — svarið öllum fjórum spurningum játandi," sagði forsetinn eftir að hafa heimsótt starfsfólk I álverksmiðju og gamla háskólafélaga. Ný skoðanakönnun í Rússlandi sýnir 43% stuðning við Jeltsín. Clinton hét Rússum sem svarar rúmlega 100 milljarða króna fjár- stuðningi á fundinum í Vancouver um helgina, Verður að sögn Banda- ríkjamanna reynt að sjá til þess að féð nýtist vel. Lennart Meri, forseti Eistlands, segist í viðtali við þýska blaðið Die Welt telja að mikið af því fé sem vestræn ríki láti Rússum í té endi á svissneskum bankareikn- ingum spilltra embættismanna í Moskvu. Japanskar veiyur Clinton og Jeltsín voru sammála um að nýtt samband þjóðanna, byggt á sameiginlegri virðingu fyr- ir lýðræði og mannréttindum, væri hafíð. Bandaríkjaforseti lagði áherslu á mikilvægi þess að Japan- ar tækju þátt í aðstoðinni við Rússa. Bandarískir embættismenn reyndu að fullvissa Japani um að Clinton hefði ekki viljað fara um þá niðrun- arorðum er hann sagði Rússlands- forseta að þegar Japanir segðu já ættu þeir oft við nei. Forsetinn hefði aðeins verið að minna á kurteisis- venjur Japana. Fréttamaður fann pappírsmiða með þessum ummæl- um Clintons, þýddum á rússnesku, undir handþurrku á borði þar sem forsetamir höfðu snætt saman. Loforðum Clintons um aðstoð var yfírleitt vel tekið annars staðar á Vesturlöndum en Þjóðveijar, serri hafa lagt fram helminginn af aðstoð við Rússa fram til þessa, sögðu þó að meira þyrfti til. Utanríkisráð- herrar Evrópubandalagsins sam- þykktu á fundi sínum að heita Rúss- um að einhvem tíma í framtíðinni yrði komið á fríverslun milli Rúss- lands og bandalagsins. Sjá einnig fréttir á bls. 26-27. Reuter Heimta vernd PÓLSKUR fiskimaður leggur áherslu á skoðanir sínar en ásamt starfs- bræðrum sínum lokaði hann öllum höfnum landsins í gær til að mót- mæla innflutningi á ódýmm físki frá fyrrverandi lýðveldum Sovétríkj- anna gömlu, einkum Rússlandi. Sjómennirnir heimla að ríkisvaldið hlaupi undir bagga með því að aflétta álögum á olíu, veita þeim hagstæð lán og setja skorður við innflutningnum. Franskir og breskir sjómenn sendu stjórnvöldum landa sinna sameiginlega áskorun í gær um að þegar yrði fundin lausn á deilum þeirra um fískveiðiréttindi á Ermarsundi. Tyrkir fordæma hemað Armena Ankara, Nikosiu, Nagorno, Tashkent. Daily Telegraph, Reuter. ARMENAR hafa unnið stór- sigra á stjómarhernum í Az- erbajdzhan síðustu daga og lagt undir sig mikið land milli Arm- eníu og héraðsins Nagorno- Karabaks. Það er byggt arm- ensku fólki en tilheyrir Az- erbajdzhan og er umlukið az- ersku landi. Tyrkir, sem em náskyldir Azerum, bönnuðu í gær allt flug véla með hjálpar- gögn á leið til Armeníu yfir tyrkneskt yfirráðasvæði og stöðvuðu sjálfir matvælaaðstoð við landið. Turgut Ozal, forseti Tyrklands, sagði í Tashkent í Úzbekístan í gær, að „yfirgangur Armena í Az- erbajdzhan væri óviðunandi" en vildi engu svara um það hvort Tyrk- ir mundu hafa bein afskipti af átök- unum. TASS -fréttastofan sagði, að Ozal hefði sakað vestræri ríki og Rússa um að styðja Armena en á milli þeirra og Rússa er í gildi sérstakur vamarsamningur. Azerar segja, að flytja hafí orðið á brott 40.000 óbreytta borgara frá átakasvæðunum og séu auk þess 15.000 innikróaðir fyrir sunnan bæ, sem Armenar sæki að. Rússneska dagblaðið Ízvestía skýrði frá því, að um 200 manns hefðu orðið úti í fjallaskarði þegar þeir reyndu að flýja átakasvæðin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.