Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 1993 Bakkafiskur á Eyrarbakka á uppboð Hreppurínn tapar tugum milljóna Selfossi. „KOMI til þess að við þurfum að greiða þessar ábyrgðir fer peninga- leg staða hreppsins út og suður,“ sagði Magnús Karel Hannesson oddviti á Eyrarbakka. Hreppurinn er í ábyrgð fyrir um 40 milljóna króna veðskuldum Bakkafisks hf. en allri vinnslu var hætt í fyrirtæk- inu í nóvember 1991. Skatttekjur Eyrarbakkahrepps voru 55 milljón- ir 1991 og heildartekjur um 60 milljónir. Gert er ráð fyrir heldur lægri tekjum í ár. Uppboð hefur verið auglýst á eignum Bakkafisks hf. i dag, 6. apríl. Að afstöðnu uppboði falla veðkröfur af eignum og munu beinast að ábyrðaraðilanum, sveitarfélaginu, af fullum þunga. Ábyrgðir hreppsins og skuldir Bakkafisks við sveitarsjóð nema ríflega 50 milljónum króna. „Við verðum auðvitað alltaf að hafa það bakvið eyrað að greiða þessar ábyrgðir. Ég á ekki von á því að Bakkafiskur greiði þessar skuldir. Fyrirtækið er ekki í neinum rekstri og því engar tekjur þar. Eign- ir félagsins standa vart undir þessum skuldum því ef það hefði verið þá hlyti það að vera starfandi núna,“ sagði Magnús Karel oddviti. Hann sagði að í raun væri litið á þessar ábyrgðir sem tapað fé sem greiða þyrfti á næstu árum með ein- hveijum ráðum. Hins vegar væri mjög litið til þeirra húsa sem Bakka- fískur hf. ætti og fyrirspumir hefðu borist um þau. En það væri félag sem ætti þær og réði yfir þeim. Hins vegar undruðust margir þolipmæði kröfuhafa gagnvart fyrirtækinu, að þeir skyldu ekki hafa verið aðgangs- harðari en raun bæri vitni. Eyrarbakkahreppur á verulegar fjárhæðir útistandandi, um það bil 10 milljónir vegna ógreiddra gjalda Bakkafísks hf. sem væntanlega bætast við tapað fé hreppsins vegna ábyrgðanna þegar til greiðslu þeirra kemur. Aðaleigendur Bakkafísks hf. stofnuðu í fyrra og reka fískvinnslu- fyrirtæki í Þorlákshöfn. Sig. Jóns. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Holuviðgerðir á þjóðvegum STARFSMENN Vegagerðar ríkisins halda uppi stöðugu eftirliti með ástandi vega og sjá til þess að fylla upp í holur og raufar þar sem þær myndast. Hér er verið að bera í þjóðveg 1 skammt frá Selfossi og sagði Gunnar Olsen rekstrarstjóri, að umdæmið næði frá Kömbum, að Krísuvík um Grímsnes að Gullfossi og niður með Þjórsá eða samtals um 1.000 km. „Við getum ekki kvartað undan ástandi vega hjá okkur eftir veturinn," sagði hann. „Það er sett í holurnar jafnóðum allan ársins hring en síðan er sett yfír skemmdirn- ar þegar fer að hlýna. Það eru yfírleitt engar holur hjá okkur deginum lengur en við vitum af þeim.“ Tillögur um framseljanlegan kvóta til fiskviimslustöðvanna Tilboð UUl Formaður LÍÚ segist vera Dagrúnu alfarið á móti hugmyndinni NEFND UM mótun sjávarútvegsstefnu leggur til að heimilt verði að framselja aflahlutdeild báts yfir á vinnslustöð enda hafi vinnslu- stöðin fullgilt útflutningsleyfi. Þá gerir nefndin einnig tillögu um að ákveðnar hámarksreglur verði settar um það hve mikla aflahlut- deild megi skrá á hveija vinnslustöð. Kristján Ragnarsson formaður meira jafnvægi milli útgerðar og LÍÚ segir að LIÚ eigi eftir að taka formlega afstöðu til allra tillagna nefndarinnar og verði það gert á stjómarfundi á fímmtudag í næstu viku en umsögninni síðan skilað til nefndarinnar á föstudag. Persónu- lega segist Kristján hinsvegar vera alfarið á móti þeirri hugmynd að hægt verði að framselja aflahlutdeild skipa yfír á fískvinnsluhús og segir að hann telji það ómögulegt í fram- kvæmd. „Það þarf skip til að ná í afla og veiðirétturinn hefur alltaf verið bundinn við skip,“ segir Krist- ján. „Nú er hinsvegar verið að tak- marka veiðirétt skipa og í þeirri stöðu er undarlegt að verið sé að skoða þennan möguleika." Arnar Sigurmundsson formaður Samtaka fiskvinnslustöðva segir að þeir séu mjög hlynntir þessari hug- mynd og hafí vilja koma henni á um nokkurra ára skeið. „Við teljum að með þessu skapist möguleikar á vinnslu og að minni húsin sem eru ekki í tengslum við útgerð eigi meiri möguleika á að halda uppi vinnslu hjá sér.“ Fyrirkomulag með ýmsu móti í gildandi lögum er aflahlutdeild- um úthlutað til einstakra skipa, en nefndin telur að fyrirkomulagið geti þó verið með ýmsu móti. Heimila mætti að skrá aflahlutdeild hjá sjáv- arútvegsfyrirtækjum eða físk- vinnslustöðvum. Hún gæti þá gengið kaupum og sölum eins og verðbréf á markaði. „Fiskverkandi getur talið sig hafa betri stjórn á magni, gæðum og verði aðfanga sinna með því að hafa sjálfur umráðarétt yfír veiði- heimildum. Benda má á að heildar- kostnaður við veiðar og vinnslu er almennt hærri þegar fískvinnsla kaupir físk af ótengdu fiskiskipi heldur en Jjegar um tengda aðila er að ræða. Astæðumar eru samningar Fjölmenni tók á móti nýjum björg- unarbáti SVFÍ, Hannesi Þ. Haf- stein, þegar hann kom til heima- hafnar í Sandgerði 22 Varðveisla erfðaauðlegðar Fræ norrænna nytjaplantna geymd í námu á Svaibarða 24 Skúk____________________________ Karpov hefur samþykkt að tefla við Timman um heimsmeistaratitii FIDE. Nú gæti svo farið að þrír menn teldu sig heimsmeistara 26 Leiðari__________________________ VaIfrelsi í lífeyrismáium 28 Stjaman og HK kæra E’-rr/ÍE-r-rS SáSa íþróttir ► Stjarnan sigraði Víking í fyrsta úrslitaleik íslandsmóts kvenna í handknattleik - HK og Sijaman kæra í 1. deild karla - Skíðalandsmótið á Akureyri um hlutaskipti sjómanna og þeir við- skiptahættir sem þróast hafa. Þetta hefur leitt til þess að misvægi hefur skapast. Jafnvægið milli veiða og vinnslu hefur raskast veiðum í vil,“ segir í skýrslunni. Aukið frelsi Þá er mælt með þessu fyrirkomu- lagi vegna byggðarsjónarmiða. Sé vinnslustöðvum heimilað að afia sér kvóta myndist meira jafnvægi og röskun byggðarlagsins vegna eig- endaskipta verður minni. Nefndin er þeirrar skoðunar að stefna beri að víðtækara frelsi í handhöfn aflahlutdeildar en nú er í gildi. Þróun á þessum sviðum verði að öllum líkindum sú að í framtíð- inni verði viðskipti með aflaheimildir nokkuð frjáls. „Nefndin leggur þó ekki til að þetta skref verði stigið að fullu, en að opnað verði fyrir heimild til þess að framselja megi aflahlutdeild báts yfír á vinnslustöð enda hafí vinnslustöðin gilt útflutn- ingsleyfí." Sjá einnig fréttir á bls. 40-41. ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Leiti hf. í Hnífsdal ásamt áhöfninni á skut- togaranum Dagrúnu frá Bolung- arvík lögðu í gær fram tilboð í leigu á skipinu til skiptastjóra í þrotabúi Einars Guðfinnssonar. Samkvæmt tilboðinu er gert ráð fyrir að áhöfnin haldi sínum störf- um og aflanum verði landað á Bol- ungarvík. Aflinn yrði hins vegar unninn í Hnífsdal. Samkvæmt tilboðinu er gert ráð fyrir ákveðnu fískverði, sem er örlít- ið lægra en gengur og gerist, en þó það viðunandi að áhöfnin væri tilbú- in að he§a veiðar. Fimmtán manna bolvísk áhöfn hefur verið á Dagrúnu, og skipinu fylgir 2 þúsund þorskígild- istonna kvóti, en skipið hefur verið við festar í Bolungarvíkurhöfn frá 24. mars sl. Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri VSÍ Enn er stefnt að gerð samnings fyrir páska LÍTIÐ miðaði í þríhliða kjaravið- ræðum fulltrúa Alþýðusambands- Hestar ► Órar framfarir í hrossalækn- ingum - Ólýsanleg lífsnautn - Ræktunin gefur lífinu gildi - Fyrstu skrefin í hestamennsku - Fátt eins þroskandi ins, vinnuveitenda og ríkisstjórn- ar um helgina þrátt fyrir stíf fundahöld. Viðmælendur Morg- unblaðsins eru þó sammála um að enn sé grundvöllur til að ná samkomulagi og er formlegur samningafundur ASÍ og VSÍ boð- aður kl. 10 árdegis í dag. Þórar- inn V. Þórarinsson, framkvæmda- stjóri VSÍ, segir að enn sé stefnt að því að ná samningi fyrir páska. Ekkert varð af því um helgina að aðilar vinnumarkaðarins hittu ráð- herra ríkisstjórnarinnar á fundi. Rík- isstjómin hefur ekki komið saman til að ræða stöðuna í kjaramálunum, en mun væntanlega gera það á fundi sínum fyrir hádegi í dag. Ólafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri forsætis- ráðuneytisins, átti hins vegar fundi með aðilum vinnumarkaðarins um helgina og í gær. Að þeim loknum er enn ekki samkomulag um það hvenær lækkun virðisaukaskatts á matvæli eigi að koma til greina. Aðilar vinnumarkaðarins tala um 1. september en ríkisstjórnin vill helzt ekki að það verði fyrr en um áramót. Vaxtaskattur á lífeyrissjóði afskrifaður Þá hefur skattlagning vaxtatekn lífeyrissjóða, sem rætt hafði veri um, verið afskrifuð. Samkvæmt upp lýsingum Morgunblaðsins er rök stuðningur fyrir því meðal annar sá að slík skattlagning 'myndi mis muna mjög lífeyrissjóðum opinberr starfsmanna, sem hafa trygging frá launagreiðanda, og sjóðum laun þega á almennum markaði. Stóra samninganefnd ASÍ oj framkvæmdastjóm VSÍ koma sam an til funda í dag og taka afstöð til þess hvert framhaldið verðui Samkvæmt upplýsingum Morgun blaðsins á að ræða um ýmsa félags lega þætti kjarasamninga. Þórarinn V. Þórarinsson, fram kvæmdastjóri VSÍ, sagði í gærkvölc að enn væri stefnt að samningi fyr ir páska. „Efnisforsendurnar liggj þann veg fyrir að menn eiga að far að geta tekið ákvarðanir. Aðstæð urnar batna ekkert þó við bíðun nema síður sé,“ sagði Þórarinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.