Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 1993 Margrét Óðinsdóttir söngkona og Krystyna Cortes píanóleik- ari. Háskólatónleikar Margrét Óðinsdótt- ir syngnr Háskólatónleikar verða í Nor- ræna húsinu á morgun, mið- vikudaginn 7. apríl og hefjast þeir kl. 12.30. Margrét Óðins- dóttir syngur lög eftir Marcello, Caccini, Mahler og Tshaikow- sky. Undirleikari á píanó verður Krystyna Cortes. Margrét hóf söngnám 1982 við Tónlistarskóla Kópavogs undir handleiðslu Ástu Thorstensen. Á árunum 1985 til 1989 var hún við nám í Tónlistarskóla Garðabæjar og lauk þaðan VIII. stigs prófi. Síðan stundaði Margrét nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk þaðan söngkennaraprófi vorið 1991. Aðalkennari hennar frá 1985 hefur verið Sieglinde Kah- mann. Margrét syngur með kór Is- lensku óperunnar. : Simi (iT'W-10 • StVumila Jl Skrifstofupláss óskast. Traustir kaup- endur hafa beðið okkur að út- vega samt. 1200 fm skrifstpl. Hávallagata - parh . Erum með í einka- sölu fallegt parh. Á 1. og 2. hæð eru m.a. 5 herb., góð stofa, eldhús, bað o.fl. í kj. er ein- staklíb., geymslur o.fl. Húsið hefur verið endurn. að miklu leyti og lóð skipul. Verð 14,7 millj. 1017. Melhagi. Björt og falleg 110 fm íb. á 2. hæð ásamt 30 fm bílsk. Nýtt eldh. og bað. ib. er í mjög góðu ástandi. Verð 11,5 millj. 2678. Ofanleiti. Giæsii. 5 herb. íb. um 116 fm í eftirsóttri blokk auk stæðis í bílgeymslu. Parket. Baðherb. flísal. í hólf og gólf. Mjög góðar innr. Mjög falleg eign. íb. getur losnað fljótl. Áhv. 4,5 millj. Verð 11,5 millj. 2521. Bragagata. Falleg 3ja herb. íb. um 83 fm á jarðh. í nýl. húsi á besta stað í Þingholt- unum. Parket. Góðar innr. Sér- inng. Sérbílastæði. Verð 7,8 millj. 3055. Hjallavegur. Mjög fal- leg og mikið endurn. 2ja herb. íb. um 60 fm Íítvíbhúsi í ról. og góðu hverfi. Stór lóð. Verð 5,9 millj. 3056. Hraunbær. Góð 2ja herb. íb. um 57 fm. (b. snýr öll í suður. Nýl. er búið að taka blokkina í gegn. Laus strax. Verð 5,5 millj. 3059. 2 Ævintýraleg skemmtun Rúnar Lund í hlutverki Klængs biskups, ásamt Hélgu Sveinsdótt- ur í hlutverki Bíbiar og Hönnu Kr. Hallgrímsdóttur (Nuddu) Ásgrímur á þtjár gjafvaxta dætur, Jórunni, Jófríði og Jódísi. Jórunn er hinn mesti svarkur og kemur aftur heim eins oft og faðir hennar selur hana í hjónaband. Hann er kúguppgefinn á öllum þessum jarðarpörtum sem hann hefur fengið frá höfðingjum í öllum landshornum við brúðarkaupin og nú leitar hann fulltingis frænda síns, Klængs Kortsonar, biskups, sem býr á Skálhólum með frillum sínum þremur, Bíbí, Dúllu og Nuddu. Auk þess þarf Ásgrímur að ná sáttum við seinasta tengda- son sinn, Þorbjörn, frænda Geirs bjúga á Útistöðum. Þorbjörn þessi er gríðarlega sigldur til orðs og æðis, hefur farið til Róms og bíður þess ekki bætur. Á þessum grunni hefst Stú- tungasaga, berst vítt og breitt um landið, skreppur í kóngsgarð í Noregi og í henni eru brennur, víg, brúðkaup, draumar og íslensk trúrækni - eins og í öllum góðum íslendingasögum. Allur textinn í verkinu er stór- skemmtilegur, hnyttinn og lifandi; atburðir líðandi stundar sendir aft- ur í fornsögur og atburðir forn- sagnanna tengdir nútímanum. Persónurnar er litríkar og ofsa- fengnar í því hlutverki sem þær hafa í sögunni og til að undirstrika að þær eru söguperónur á börðu kálfskinni, er leikmyndin gríðar- mikið og verðmætt handrit. Sýningin er einstaklega vel leik- in af um það bil þijátíu manns, hugmyndaflug í útfærslu á persón- um, umhverfi, búningum, texta og textaflutningi með ólíkindum. Þetta er ævintýraleg skemmtun sem hefur aðeins einn galla; hún tekur enda. Leiklist Súsanna Svavarsdóttir Hugleikur í Tjarnarbíói. STUTUNGASAGA - eða Kyrrt um hríð. Höfundar: Ármann Guðmunds- son, Hjördís H. Hjartardóttir, Sævar Sigurgeirsson, Þorgeir Tryggvason. Tónlist: Ármann Guðmundsson og Þorgeir Tryggvason. Leiksljóri: Sigrún Valbergsdótt- ir. Leikmynd: Magnús Þorgríms- son og Árni Baldvinsson. Búningar: Hrefna Hrólfsdóttir Lýsing: Kári Gíslason. Ég held að Hugleikur hljóti að vera eitthvert skemmtilegasta leik- félag sem til er. Og víst er að nýjasta framleiðsla þeirra, Stú- tungasaga, svíkur ekki okkur sem höfum beðið þess í ofvæni að flug þeirra, sem þar leika sér, um víð- áttur hugans, geti af sér meistara- stykki á grínmælikvarða. Og hvað nú? Jú, jú. Ráðast þau ekki á helgustu vé íslenska bók- menntaandans, sjáifar íslendinga- sögurnar, sem helst aldrei hefur mátt anda á. Stútungasaga hefst á því að Haraldur, bóndi á Höfuðbóli, brennir inni hyskið á Kaldakoli og verður þarmeð mestur höfðingi á norðurlandi - á meðan kona hans Ólöf, lætur skera kálfa hans til að rita á næstu metsölubók sína, Brennu-Njáls sögu, sem hún ætlar að verði enn vinsælli en skáldsaga Leikfélag Hornafjarðar MÁFURINN Höfundur: Anton Tsjekhov. Þýðing: Pétur Thorsteinsson Leikstjóri: Hlín Agnarsdóttir. Leikmynd og búningar: Pétur Gautur Svavarsson. Máfurinn er einkar viðeigandi verk fýrir okkur íslendinga, ham- ingjusamasta meðal þjóða. Eða skyldi vera einhver dagamunur á því? Eitthvað hafa breyst síðan hamingjudaginn góða, þegar könnunin var gerð sem gaf okkur svo góða einkunn? Eða erum við í svo vondu sambandi við tilfínn- ingar okkar að við greinum ekki milli hamingju og óhamingju? í leikskrá spyrja Hornfirðingar: Er það eitthvað líf að vera í Hornafirði alla tíð eða er lífíð fólg- hennar frá í fyrra, Laxdæia. Á meðan dundar sonur þeirra, Atli, sér við að lesa blóm í fögrum hlíð- um, til að að færa unnustu sinni, Jófríði. Haraldur hefur því lítið gagn af flölskyldunni, enda stekk- ur hann beina leið úr logunum til Noregs og verður ástfangin af drottningunni. Það er Grani, bóndi á Hrakhól- um, sem á að færa húsfreyju skila- boðin, en bardagahundurinn, Haki (sonur Grana), verður fyrri til, vegna þess að Grani ér að fela kálfana, svo Ólöf stúti þeim ekki öllum fyrir sín ódauðlegu bók- menntaverk. Haki er sonurinn sem Haraldur bóndi hefði þurft að eiga, enda hefur hann fóstrað hann og líklegt er að Haki taki við búi á Höfuðbóli að Haraldi gengnum. Atgeirinn er gróinn við eðli hans, sem dg önnur vopn - sem öll er göldruð í skemmu ömmu hans, Þuríðar axarskafts. Kolfinna, móð- ir Haka, hefur fleiri rif en gengur og gerist og ráð undir hveiju þeirra, svo ljóst er hann er svo vel ættaður í kvenlegg að fáar konur eru honum samboðnar. Hvern ann- an skyldi svosum Ólöf, rithöfund- ur, senda til að ræna kálfum Ás- gríms á Útnárum, svo bókmennta- arfurinn fái staðist? Auðvitað er það fremur kot- ungslegt verk fyrir hetjur að slátra kálfum, en Haki er listamaður meðal drápara og slátrar tveimur húskörlum í „forbífarten.“ Ferðin því til einhvers. Og eins og í öllum góðum íslendingasögum, fylgja eftirmálar. ið í því að þeytast um? Verða frægur fyrir sunnan? Þessar spurningar má á einu augnabliki færa yfir á þjóðina. Er þetta nokkurt vit? Og hvað ef Hornfírðingar koma suður? Sjá þeir þá ekki hamingjuna búsetta erlendis? Er ekki hamingjan alltaf annars staðar en þar sem mann- eskjan er? Utan seilingar. Og í hveiju er hún fólgin? Ástinni, framanum, frægðinni, æskunni, þroskanum? Víst er, að í Máfinum vill sumt landsbyggðafólkið komast til borgarinnar í leit að frægð og frama, þarmeð hamingju, aðal- lega unga fólkið þó. Flest það eldra hefur sætt sig við að vera þar sem það er. Aðrir ungir telja sig ekki næga snillinga til að fara, ákveða að vera um kyrrt, vegna þess að ástin býr í sveitinni þeirra, eða þá vegna þess að ást þeirra er ekki endurgoldin og því skiptir ekkert lengur máli. Svo eru það fræga leikkonan og frægi rithöf- undurinn, sem koma úr borginni í sveitasæluna, til að hvíla sig frá lófataki og samkvæmislífi, alltaf nægilega lengi til að viðhalda skilningsleysi sínu á lífsháttum sveitafólksins. Nægilega lengi til að njóta bergmálsins af lófataki aðdáendanna. Þegar það fjarar út og þau standa andspænis sjálf- um sér; spegillinn sem náið sam- band við öðruvísi fólk verður óþægilegur, er kominn tími til að fara aftur. Leikfélag Hornaljarðar hefur sett upp Máfinn af næmum skiln- ingi og þokka. Leikurinn er jafn og góður og ljóst að Hornfirðingar eiga nægilega mikið af hæfileika- fólki til að reka líflega leiklistar- starfsemi. Margrét Jóhannesdótt- ir leikur Arkadínu, fræga leikkonu sem er hégómleg og sjálfmiðuð. Elskhuga hennar, Trígorín, sem er frægur rithöfundur, leikur Þor- valdur Viktorsson. Son Arkadínu, Konstantín, sem vill verða frægur rithöfundur, en móðirin heldur í fátækt í sveitinni, leikur Guð- mundur Heiðar Gunnarsson. Sar- in, bróður Arkadínu, gamlan, fyrr- verandi skrifstofustjóra, leikur Jón Guðmundsson. Nínu, ungu stúlka sem vill verða fræg leik- kona, leikur Snæfríður Hlín Svav- arsdóttir. í hlutverki Sjarmaévs, ráðsmanns hjá Sarin, er Geir Þor- steinsson. Konu hans, Pálínu, leik- ur Kristín G. Gestsdóttir. Dóttir þeirra, hin þunglynda Masja, er leikin af Björk Pálsdóttur. Kári Sölmundarson leikur vonbiðil hennar, sveitakennarann Médvéd- enko og læknirinnn Dorn, er leik- inn var Ingvari Þórðarsyni. í hlut- verki þjónustustúlku er Guðrún Jónsdóttir og Stefán Stefánsson leikur Jakob vinnumann. Persónusköpun ,er almennt góð í sýningunni, leikmynd og búning- ar vel unnin og framvindan öll lipur og þétt. Utan seilingar 91Q7H LÁRUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjóri L I IQU'LIOiU KRISTINNSIGURJÓNSSON,HRL.löggilturfasteignasali Til sýnis og sölu m.a. eigna: Nýtt og vandað stein- og stálgrindahús grunnfl. um 300 fm v. Kaplahraun, Hafnarf. Vegghæð 7 m. Glæsilegt ris 145 fm íb./skrifst. Húsið má stækka. Margs konar nýtingarmögul. Eignaskipti möguleg. Glæsileg eign í Mosfellsbæ Einnar hæðar parhús með bílskúr og sólskála samtals 169,5 fm. Allar innr. og tæki af bestu gerð. Mjög góð lán fylgja. Skipti möguleg á nýlegri 4ra-5 herb. íb. í borginni eða nágrenni. Á úrvalsstað á Högunum neðri hæð í þríbhúsi 5 herb. um 130 fm. Allt sér. Bílskúrsréttur. Glæsi- leg lóð með háum trjám og gosbrunni. Tilboð óskast. í Suðurhlíðum Kópavogs á móti suðri og sól góð húseign m. 5 herb. íb. á tveimur hæðum og 2ja herb. íb. í kj. Stór og góður bílskúr. Ræktuð lóð. Mikið útsýni. Eignaskipti möguleg. • • • Auglýsum á morgun og á skírdag. Opið á skírdag og laugardaginn. AIMENNA FASTEIGNASAl&H LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 Rauðir þymar, þ’óðabók eftir Onnu Kristínu Ulfarsdóttur NÝLEGA kom á markaðinn ljóðabókin Rauðir þyrnar, eftir Onnu Kristínu Ulfarsdóttur. Rauðir þyrnar er fyrsta ljóðabók Önnu Kristínar, sem er aðeins átján ára gömul og nemandi í Verzlunarskóla íslands. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Anna Kristín lengi fengist við ljóða- smíð. Ljóð eftir hana hafa birst í skólablöðum og tímaritinu Ljóð- drekum sem er vettvangur ljóða- gerðar nemenda Verzlunarskólans og kemur út hvert vor. Undanfarin þijú ár hefur Anna Kristín unnið til verðlauna í árlegri ljóðasam- keppni Verzlunarskólanema. Ljóðin í Rauðum þyrnum fjalla mörg hver um ástina, um það er tilfinningarnar vakna og einnig er þær deyja og sorgina sem fylgir. Anna Kristín Úlfarsdóttir. Eftirtektarverðar eru einig nátt- úrumyndir í ljóðum Önnu Kristínar þar sem maður og umhverfi renna saman í eitt. Höfundur gefur bókina út. Kápu- mynd er eftir Brian Pilkington.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.