Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 1993 Um Jiróunarað- stoð Islendinga eftirÞröst Ólafsson All mikið hefur verið fjallað um þróunaraðstoð íslendinga að und- anförnu. Tilefni þessarar umræðu- hrinu hefur einkum verið Malaví- ferð utanríkisráðherra. Þá hefur einnig verið skrifað nokkuð um gagnsleysi aðstoðarinnar, auk þess hefur Þróunarsamvinnustofnun Is- lands (ÞSSÍ) og starfsfólk hennar fengið vænan skammt af miður smekklegu tilskrifi. Umræður um smánarlega lítið framlag okkar til þróunarmála hafa ekki þótt nægj- anlega seljanlegt fjölmiðlafóður og því fengið minna pláss. Umfjallanir fjölmiðla hafa verið með ýmsu móti og ætla ég ekki að gera neina eina þeirra sérstaklega að umræðuefni. Hér verður frekar leitast við að gera grein fyrir störf- um ÞSSÍ og samstarfí stofnunarinn- ar við önnur lönd. Þá kemst ég ekki hjá því að ijalla nokkuð um Malaví- málið vegna þess moldviðris sem þyrlað var upp vegna ferðar utanrík- isráðherra. Þróunarsamvinnustofn- un íslands starfar samkvæmt lögum frá Alþingi. Þar segir m.a. að hún skuli gera tillögur um samstarfs- verkefni á eigin vegum eða í sam- vinnu við aðra sem „einkum beinast að því að miðla til umræddra landa reynslu og sérþekkingu, sem íslend- ingar búa yfír og þau hafa áhuga á að afla sér.“ Sú reynsla og sér- þekking sem við íslendingar eigum mest af og eftirsóttust er meðal þróunarlanda er á sviði sjávarút- vegs. Hvaða verkefni verða fyrir valinu? Á undanfömum árum hafa okkur borist fyrirspumir frá tólf þróun- arlöndum um aðstoð við að þróa sjávarútveg þeirra. Við höfum að- eins getað sinnt þremur þeirra, lönd- um sem við þegar höfum samstarf við. í viðtölum við forystumenn þessara þjóða kemur fram sterkur vilji hjá þeim um að leggja megin áherslu á uppbyggingu matvæla- framleiðslu. Þar eru landbúnaður og sjávarútvegur undirstaðan. Vegna mjög takmarkaðrar fjár- hagsgetu höfum við einbeitt okkur að leiðbeiningum og kennslu í sjáv- arútvegi. Ef við hefðum meiri fjár- ráð gætum við eflaust einnig miðlað af þekkingu okkar í landbúnaði. Aðstoð okkar við að þróa sjávarút- veg einstakra þjóða er gerð í þeim tilgangi einum að auka matvæla- framleiðslu í viðkomandi landi. Það er fjarstæða að fullyrða að við séum að aðstoða í sjávarútvegi til þess eins að selja þeim skip í staðinn. Það er heldur ekki rétt að við séum að smíða rándýr skip sem síð- an liggi ónotuð við bryggju og ryðgi í hlýju loftslaginu. Þau skip sem smíðuð hafa verið hérlendis á vegum Þróunarsamvinnustofnunarinnar eru í góðri notkun í þróunarlöndum. Þeirra hlutverk hefst þá fyrst fyrir alvöru þegar svokölluðu þróunar- starfí lýkur. Því lýkur um leið og heimamenn eru færir um að reka skipin sjálfír. Hitt er rétt, og fyrir það skömm- umst við okkur ekki, að hafí þurft að bæta skipakost eða smíða rann- sóknarskip þá höfum við ekki færst undan því að láta smíða skipin hér heima. Við höfum gjarnan viljað sýna íslenskt handverk erlendis. Við vildum satt best að segja geta gert meira af því. Starfsfólk ÞSSÍ hefur lagt sig fram um að kenna heimamönnum á nýja tækni og sleppa ekki af þeim hendinni fyrr en það hefur fullvissað sig um að þeir ráði við verkefnið. Þannig er bátur sem smíðaður var hér heima gerður út af útgerðar- manni á Cabo Verde. Sá aðili fékk kennslu og þjálfun hjá ÞSSÍ og keypti síðan bátinn og gerir hann út núna og stendur í skilum með afborganir. Þannig á að yfirfæra þekkingu og aðstoða fólk við að hjálpa sér sjálft. Til þess að geta byggt upp arð- bæran og afkastamikinn sjávarút- veg þurfa heimamenn að þekkja hafsvæði sín og hve mikið af físki sé þar að fínna. ÞSSÍ hefur því ver- ið beðið um að aðstoða við uppbygg- ingu fískirannsókna heimamanna og hefur orðið vel ágengt á því sviði. Aðstoð ÞSSÍ er einkum fólgin í því að miðla þekkingu. íslenskir sérfræðingar sem unnið hafa þessi störf á vegum ÞSSÍ hafa hlotið mikið og verðskuidað lof frá erlend- um aðilum sem til þekkja fyrir störf sín. Þeir eru eftirsóttir af öðrum stofnunum sem starfa á sviði sjáv- arútvegsmála í þróunarlöndum og norrænar þróunarstofnanir hafa leitast eftir því að fá ÞSSÍ til að taka að sér verkefni vegna þess að þeir vita að þar eru þau í góðum höndum. Að gefnu tilefni er hér tekið fram að stjórn ÞSSÍ ber fullt traust til starfsfólks stofnunarinnar. Þar er valinn maður í hveiju rúmi. Það gildir ekki hvað síst um fram- kvæmdastjórann sem varð fyrir afar ósmekklegri árás vonsvikins um- sækjanda um starf. Hvaða lönd verða fyrir valinu? íslensk þróunaraðstoð fer nú til þriggja ríkja í Afríku, Cabo Verde öðru nafni Grænhöfðaeyjar, Namib- íu, sem fyrir sjálfstæðið var kallað Suð-vestur Afríka og Malaví, sem á nýlendutíma Breta hét Njassaland. Lengst af höfum við átt samstarf við Cabo Verde. Þar höfum við unn- ið að fiskirannsóknum, útgerð og starfað með kvennahreyfíngu í land- inu. Margt hefur þar verið vel gert. Hins vegar var þar lengi vel við völd einræðisstjóm sem hafði inn- leitt stjórnarfar sem hafði hom í síðu einkaframtaks en ívilnaði ríkis- reknum fyrirtækjum. Þeir sem gátu nýtt sér árangur verkefnisins vildu •það ekki, hinir sem gjarnan vildu fengu það ekki. Þetta leiddi lengi vel til þess að hagnýting þeirrar þekkingar sem íslendingar höfðu veitt fór að nokkru leyti út um þúf- ur. Þarna hefði verið ágætt að huga að því fyrr hverskonar stjórnarfar var á eyjunum. ÞSSÍ hefur tekið þátt í mörgum fleiri verkefnum þar. Greinilegur árangur hefur orðið af þróunarstarfi á eyjunum. Þjóðar- tekjur hafa aukist og stjórnmála- ástandið hefur batnað. í Namibíu er starfsemi ÞSSÍ enn nánast eingöngu takmörkuð við ráð- gjöf við fískirannsóknir og sjó- mannafræðslu. Namibía varð fyrir valinu vegna þess að þáverandi for- ingi frelsissamtaka Namibíu og nú- verandi forseti skrifaði þáverandi forsætisráðherra íslands bréf og bað um aðstoð við að þróa sjávarútveg landsins eftir að landið fengi sjálf- stæði. Namibía er fremur fámennt land sem hentar vel fyrir litla stofn- un eins og ÞSSÍ. Þá starfar ÞSSÍ í Malaví sem nánar verður nú vikið að. ÞSSÍ kýs helst að starfa í litlum löndum og með fámennum þjóðum. Þau hlut- föll skiljum við best. Aðstoðin við Malaví Aðstoð okkar við Malaví hefur aðra forsögu. Það var á fundi Norð- urlandanna og tíu ríkja í sunnan- verðri Afríku, svokallaðra SADCC- ríkja, í janúar 1987, að fram kom ósk frá þessu ríkjasambandi um að Norðurlöndin aðstoðuðu þessi ríki við uppbyggingu og eflingu sjávar- útvegs í löndunum. Jafnframt fór SADCC þess á leit við Norðurlöndin að þau tilnefndu ríki innan sinna vébanda sem gæti tekið að sér að vera tengiliður á milli SADCC og Norðurlanda. Af hálfu Norðurlanda svöruðu Norðmenn þessari málaleitan á já- kvæðan hátt, en íslendingar áttu ekki fulltrúa á fundinum. Haustið 1987 fóru Norðurlönd hinsvegar fram á það við íslendinga að taka að sér þetta verkefni sem þáverandi utanríkisráðherra samþykkti og til- kynnti á fundi í Tanzaníu í janúar 1988. Á þessum tíma fór Malaví með fiskimálin af hálfu SADCC- ríkjanna. Það var síðan ákveðið, eftir langa og ítarlega kynnisferð þangað suður og fundarhöld við alla aðila máls- ins, að ÞSSÍ styddi Malaví í því hlut- verki að fara með fiskimál SADCC. Jafnframt skyldi sá sem aðstoðaði Malaví í þessum efnum vera fiski- málafulltrúi Norðurlanda á SADCC- svæðinu. Þessi niðurstaða var sérstaklega Prinsessuegg á ntinna en bónusverði allsstaðar Inttihaldið ervel útilátið afsælgæti og leikföngum. Svissneskt súkkulaði. Það besta hingað til EtSSQCPQKlCð GQC? SÍMI 91-68 73 74 Þröstur Ólafsson „Utanríkisráðherra og þeir sem voru í för með honum mátu það svo að varaformaður stærsta stj órnarandstöðu- flokksins í Malaví hlyti að vera jafn dómbær á hvað rétt væri að gera og mannréttindaáhuga- menn heima á Islandi.“ rædd á samstarfsfundi Norðurlanda um fískimál í október 1988. í fram- haldi af þessu var síðan undirritaður samstarfssamningur við Malaví- stjórn í apríl 1989. Samstarfssamningurinn, sem er til fímm ára og rennur út á næsta ári, gerir ráð fyrir eftirfarandi starf- semi á gildistímanum: - Ráðinn er sérfræðingur í físki- málum á Fiskimálaskrifstofu SADCC í Malaví. - Greitt er fyrir starf hans og tekið þátt í skrifstofukostnaði. - Tvíhliða samstarf íslands og Malaví í þróunarmálum. Hvað síðasttalda atriðið áhrærir kom það inn vegna eindreginnar óskar Malaví-manna og var frá upp- hafí fram tekið af þeirra hálfu að þeir vildu aðstoð við að fá nýjan rannsóknarbát á Malavívatni. í engu vatni í heimi munu vera fleiri fisk- tegundir og afar auðvelt að raska lífríki þar ef ekki eru gerðar rann- sóknir áður en veiði er hafín fyrir alvöru. Reynslan frá Viktoríuvatni hræðir enn. í framhaldi af þessum samningi var síðan undirritaður samningur milli fyrrgreindra aðila og Norræna þróunarsjóðsins. Samningurinn er hluti af fímm ára verkefni Alþjóða- bankans til aðstoðar við fískveiðar og fískvinnslu í Malaví. Samningur- inn hljóðaði uppá smíði tveggja skipa fyrir Malaví en fjármögnunin væri að verulegu leyti á vegum Norræna þróunarsjóðsins. Þá er staðsettur í Malaví físki- málafræðslustjóri á vegum SADCC- ríkjanna, en hann er íslendingur, sendur þangað samkvæmt svipaðri beiðni og hinn sérfræðingurinn. Samstarf okkar við Malaví hefur því verið ákveðið fyrir alllöngu síðan og verið unnið samkvæmt tilmælum ýmist annarra Norðurlandanna eða alþjóðlegra stofnana. ÞSSÍ hefur í engu vikið frá þessum samningum og ekkert gert þessu til viðbótar. Við erum þar að vinna hluta af stærra verkefni sem aðrir hafa búið til og ákveðið. Þetta verkefni rennur ekki út fyrr en á næsta ári. Það Þúsundir kvenna ú Balkanskaga hofa verið svívirtar Framlag okkar getur skipt múli og breytt örvæntingu þeirra í von Muni6 heimsendan <ulT HJÁLPARSTOFNUN KIRKJUNNAR gíróseðil V~||~y - með þinni hjálp roiliílrhni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.