Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 1993 Fijáls samkeppni í lyfjadreifingxi eftir Sighvat Björgvinsson Frumvarp til lyfjalaga verður á næstu dögum lagt fram á Alþingi, en frumvarp þetta var sent þing- flokkum stjómarflokkanna 3. des- ember sl. Frá þeim tíma hefur frumvarpið tekið breytingum sem flestar eru smávægilegar. Engar umtalsverðar breytingar hafa verið gerðar á meginefni frumvarpsins um fijálsa lyfj'averslun. Einu efnis- breytingarnar sem gerðar hafa verið varðandi smásöluverslun með lyf eru í fyrsta lagi sú þrenging á lyfsöluheimildum sjúkrahúsa að þau fá ekki að selja lyf á almennum markaði og í öðru lagi rýmkun á lyfsöluheimildum dýralækna. Aðr- ar efnisbreytingar hafa ekki verið gerðar. Fullt öryggi á landsbyggðinni í fyrstu voru látnar í ljós áhyggj- ur um að frumvarpið, eins og það var lagt fyrir þingflokka stjómar- flokkanna, tryggði ekki góða þjón- ustu í lyfsölu á landsbyggðinni og að eitt af markmiðum endur- skoðunarinnar hafi verið að iag- færa þetta. Hér var um misskilning að ræða, sem leiðréttist strax og menn kynntu sér frumvarpið. Tvennt er þar gert til að tryggja lyfsölu á landsbyggðinni. í fyrsta lagi gerir frumvarpið ráð fyrir því að í dreifbýli þar sem ekki sé grundvöllur fyrir sjálfstæðri lyf- sölu sé nærbyggjandi lyfsala heim- ilt að opna útibú, eitt eða fleiri. í öðru lagi gerir frumvarpið ráð fyr- ir því að þar sem engin .lyfsala er starfrækt sé heilsugæslustöðvum heimilt að dreifa lyfjum. Þannig er fyllsta öiyggis gætt um lyfja- dreifingu á landsbyggðinni og á þeim ákvæðum hafa engar breyt- Þægilegir, sterkir, liprir^ -3*30A krómaðir ....... stólar með bólstruðu baki og setu - ótrúlega ódýrir... Gásar Borgartúni 29, Reykjavik S: 627666 og 627667 • Fax: 627668 ingar verið gerðar í umfjöllun stjórnarflokkanna um fmmvarpið. Áhyggjur af þeim málum, sem fram koma í viðtali við formann þingflokks Sjálfstæðisflokksins 2. apríl sl., voru því óþarfar. Aukin samkeppni — lækkað verð Tilgangurinn með fijálsri sam- keppni í innflutningi og dreifíngu lyfja er að sjálfsögðu sá að lækka verð og draga úr dreifíngarkostn- aði. Virk samkeppni lækkar vöni- verð. Það hefur sannast hér á ís- landi eins og annars staðar. Virk samkeppni í lyfsölu — bæði heild- söludreifingu og smásöludreifingu — mun lækka lyfjaverð og er ekki vanþörf á. Lyfjaverð á íslandi er nefnilega eitt það allra hæsta í heiminum. Það er með öllu ástæðu- laust að gera það að reglu að allir hlutir eigi að vera dýrastir á Ís- landi. Ofrelsi í verslunarmálum hefur leitt til þess að íslendingar þurfa í sumum tilvikum að borga tvöfalt meira fyrir landbúnaðar- vöru en aðrar þjóðir. Ófrelsi í lyf- sölumálum hefur leitt til þess að á íslandi eru lyf miklu dýrari en víð- ast hvar annars staðar. Þetta þarf ekki að vera svona. Það er kominn tími til að breyta þessu. Virk sam- keppni er vísasti vegurinn til þess. Það er ánægjulegt að samsaða skuli loksins hafa tekist milli nú- verandi stjórnarflokka um virka samkeppni í lyfjaverslun. Færi bet- ur ef líka tækist samkomulag milli þeirra um virka samkeppni í versl- un, líka innflutningsverslun, með búvöru. Samkeppni í heildsölu og smásölu Eins og kunnugt er gerir núver- andi kerfi ráð fyrir því að einkaum- boðsmenn stóru erlendu lyfjafram- leiðslufyrirtækjanna sitji einir að lyfjainnflutningnum á íslandi — og gera þeir það að verulegu leyti Smásöluverð, án vsk., á lyfjum í nokkrum Evrópulöndum Portúgal Skýringin á háu útsöluverði á íslandi í samanburði við grannlönd- in felst einkum í hárri álagningu í heildsölu og smásölu, enda er innflutningsverð lyfja, t.d. í Danmörku, mjög áþekkt og innflutn- ingsverðið á íslandi að áliti Lyfjaeftirlits ríksins. Mismunurinn er hár dreifingarkostnaður, geysihá álagning. Sighvatur Björgvinsson „Skýringin á háu út- söluverði á íslandi í samanburði við grann- löndin felst einkum í hárri álagningu í heild- sölu og smásölu, enda er innflutningsverð lyfja, t.d. í Danmörku, mjög áþekkt og inn- flutningsverðið á Is- landi að áliti Lyfjaeftir- lits ríksins. Mismunur- inn er hár dreifingar- kostnaður, geysihá álagning.“ í gegnum milliliði í Danmörku. Þessu verður breytt, þannig að hvaða innflytjandi sem er, sem hefur leyfi til að flyja inn lyf, get- ur keypt lyf frá viðurkenndum framleiðendum á mörkuðum hvar sem er í heiminum. Ef umboðs- menn stóru erlendu lyfjafyrirtækj- anna ætla að halda markaðshlut- deild sinni hér á Islandi verða þeir þannig að geta boðið lyfin á lægra verði en öðrum innflytjendum er kleift að gera. Þetta er virk sam- keppni. Hún mun leiða til lækkaðs Útivist í Fossvogsdal eftir Guðmund Vernharðsson Kópavogsbúum hefur með ára- langri samstöðu tekist að veija Fossvogsdal sem útivistarsvæði gegn Fossvogsbraut. Það er vel og varðveisla dalsins skapar gott hlutfall milli útivistar- svæða og byggðar á höfuðborgar- svæðinu. Einnig styttir það leiðina á næsta útivistarsvæði og er mikil- væg tenging útivistasvæðisins í Öskjuhlíð. og Elliðaárdals. PABBI/MAMMA Alit fyrir nýfædda barnið ÞUMALINA í málgagni Alþýðubandalagsins í Kópavogi, 1. tölubl., febrúar 1993, voru birtar hugmyndir sem eru til umfjöllunar í bæjarstjórn Kópavogs um að byggja golfvöll í stórum hluta dalsins. Þá spyr ég hvort baráttan gegn Fossvogs- braut þessi ár hafi virkilega verið háð til að leggja svæðið undir golf- völl sem þjónar mjög takmörkuð- um hluta íbúanna. Útivistarsvæði Vissulega er golfleikur holl og heilbrigð íþrótt fyrir þá sem það stunda. En að mínu mati er blekk- ing að ímynda sér að saman geti farið útivist fyrir almenning og golfleikur. Skipulagshugmyndir gera ráð fyrir að göngustígar fyrir almenn- ing séu meðfram golfvellinum sinn KAFFIBRENNSLA AKUREYRAR HF „Þá spyr ég hvort bar- áttan gegn Fossvogs- braut þessi ár hafi virkilega verið háð til að leggja svæðið undir golfvöll sem þjónar mjög takmörkuðum hluta íbúanna.“ hvoru megin. Hér er í raun verið að vísa almenningi af svæðinu. Vegfarendur á þessum göngustíg- um eru engan veginn óhultir vegna hættu á að fá golfkúlu í hausinn nema reist verði háar girðingar til varnar. Þá má spyija hvort ekki sé eins gott að fá sér göngutúr á gangstétt inni í íbúðahverfi. Ráðstöfun á almannafé Þessi málefni varða íbúana ekki eingöngu vegna nýtingar á svæð- inu heldur líka peningalega. Golf- klúbburinn mun væntanlega njóta styrkja frá bæjarstjórn til mann- virkjagerðar eins og önnur íþrótta- starfsemi. Vissulega er þörf á fjár- magni til að gera eitthvað í þessum hluta dalsins en á það að vera í formi golfvallar? Ég hvet Kópa- vogsbúa til að vetja það sem þeir börðust fyrir. Byggjum upp vist- innkaupsverðs á lyfjum. Um það eru allir sammála. Veijendur óbreytts kerfís vilja hins vegar halda því fram að auk- in samkeppni í smásölu muni ekki leiða til verðlækkunar. Það er rangt. Dreifingarkostnaður á lyfj- um er mjög hár hér á íslandi, miklu hærri en ég þekki dæmi um ann- ars staðar. Vegna strjálbýlis getur verið eðlilegt að dreifingarkostnað- ur á vöru sé eitthvar hærri á ís- landi en í þéttbýlli löndum en strjál- býlið réttlætir ekki þann mikla mun sem er á útsöluverði lyfja á íslandi og í öðrum löndum. Heilbrigðisráðuneytið hefur lát- ið gera könnun sem leiðir þetta í ljós. Gerð var samanburðarathug- un á útsöluverði nokkurra algeng- ustu lyija hér á íslandi og' útsölu- verði sömu lyfja í sömu pakkning- um frá sama framleiðanda á öðrum Norðurlöndum, og er þá dreginn frá virðisaukaskattur sem er mis- munandi í löndunum. Þó setja verði fyrirvara um niðurstöðu könnunar- innar þar sem um lítið úrtak var að ræða, hlýtur hún engu að síður að vekja fólk til umhugsunar. Island:Noregur Samanburðurinn á útsöluverði umræddra lyfja á íslandi og í Nor- egi leiðir í ljós að verðmunurinn nemur 11% Islandi í óhag. Lyfja- karfa sem kostaði íslensku þjóðina kr. 424.237.531 hefði kostað hana kr. 383.825.961 á norsku verði. Virk samkeppni gæti breytt þessu. Island:Danmörk Lyf sem kosta kr. 437.564.880 á íslandi kosta kr. 347.522.431 í Danmörku. Mismunurinn er 26% íslandi í óhag. Virk samkeppni gæti breytt þessu. ísland:Svíþjóð Lyf sem kosta kr. 323.900.043 á íslandi kosta kr. 198.249.251 í Svíþjóð. Mismunur er 63% íslandi í óhag. Virk samkeppni gæti breytt þessu. Meðfylgjandi súlurit sýnir sam- anburð á smásöluverði lyfja í nokkrum Evrópulöndum. Upplýs- ingar eru sóttar í rit danskra lyfja- framleiðenda nema hvað ísland er fært inn á súluritið á grundvelli ofangreinds samanburðar á lyfja- verði á íslandi og í Danmörku. Hér kemur greinilega í ljós hvað verðið á íslandi sker sig úr. Höfundur er heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra Guðmundur Vernharðsson legt útivistarumhverfi fyrir alla íbúa með aðaláherslu á skjól, göngustíga og leikvelli eins og minigolf, sparkvelli, barnaleikvelli, aðstöðu fyrir skautahlaup og skíðagöngu m.m. Golfáhugafólk ætti sjálft að hafna hugmyndinni um golfvölL í dalnum til að forðast árekstra, sem yrðu íþróttinni síst til framdráttar. Að láta afmörkuðum hópi í té notkunarrétt á svo stórum hluta Fossvogsdals telst varla lýðræðis- legt. Lifum heilsusamlega án árekstra. Höfundur er garðyrkjufrœðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.