Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 1993 19 * / NEYÐARNUMER eftir Katrínu Fjeldsted Hinn 2. febrúar síðastliðinn var eftirfarandi tillaga frá borgarfull- trúum Sjálfstæðisflokksins sam- þykkt samhljóða í borgarráði: Borgarráð felur slökkviliðsstjóra að vinna að því að tekið verði upp samræmt neyðarnúmer hið fyrsta og heimilar að fjárveitingar til Slökkviliðsins verði nýttar í því skyni. Gert er ráð fyrir að kostn- aður á árinu rúmist innan heild- arfjárveitinga í þessum mála- flokki. Tillögunni fylgdi svohljóðandi' greinargerð: Allt frá árinu 1986 er tillaga Katrínar Fjeldsted um samræmt neyðarnúmer í Reykjavík kom fram í borgarráði, hefur verið unnið að málinu án sýnilegs árangurs fyrir borgarbúa. Þó svo að allir þeir aðilar, er tengjast myndu slíku neyðarnúmer og gáfu umsögn þar að lútandi fyrir hartnær 7 árum, þar sem þeir töldu þetta hið þarfasta mál, situr það enn fast í kerfínu. Þó virðist sem einhver hreyfing sé í vænd- um og er þess vænst að vinna að sameiginlegu neyðarnúmeri „Aðalatriðið er þó, að tek- ið verði upp samræmt neyðarnúmer, helst fyrir allt landið, en höfuðborg- inni sæmir að taka af skarið og ég tel, að það hafi verið gert með sam- þykki tillögunnar í borg- arráði.“ verði ekki fyrir frekari töfum. Til þess að sýna vilja og frumkvæði Reykjavíkurborgar í þessu máli er tillagan lögð fram. Er þar með ljóst, að Reykjavíkurborg muni beita sér af fullum krafti í sam- starfi aðila um neyðarnúmer, svo að þessu mikla öryggismáli borg- arbúa verði komið í höfn á árinu. Hvers vegna neyðarnúmer? Rökin blasa við. Á neyðarstundu, svo sem í húsbruna eða við líkams- árás er öryggi í því að hafa eitt símanúmer, stutt og einfalt, sem ölium getur reynst auðvelt að muna. Það hefur komið í ljós í skoð- anakönnunum og við ýmis neyðart- ilvik, að fólk man ekki símanúmer lögreglu eða slökkviliðs. Eðlilegast er að bregðast við slíkum stað- Stjórnartíð Reagans Var valdatími Reagans blómatími fjárglæfra og skammsýni? eftir Hannes Hólmstein Gissurarson 5. grein Eitt algengasta umkvörtunar- efnið um stjórnartíð Ronalds Reag- ans 1981-1989 er, að þá hafi Bandaríkjamenn gefið sig á vald skammsýnni gróðahyggju. í því sambandi er oft vitnað í ljárþrot byggingarsjóða landsins (the sa- vings-and-loan crisis), óhóflega skuldasöfnun einkafyrirtækja og fjárglæfra þeirra Ivans Boeskys og Michaels Milkens. Byggmgarsjóðirnir voru konmir í þrot fyrir 1981 En byggingarsjóðirnir banda- rísku voru komnir í þrot áður en Reagan tók við völdum. Sam- kvæmt skýrslu Federal Home Loan Bank Board (stofnunar þeirrar, sem hafa átti eftirlit með sjóðun- um) frá því í júlí 1981 voru eignir sjóðanna ofmetnar um 152,3 millj- arða dala. Þar eð bókfært virði sjóðanna var aðeins 32 milljarðar dala vantaði þá 120 milljarða upp á, að þeir ættu fyrir skuldum. Rýmkuðum reglum um innláns- vexti og eignamyndun sjóðanna, sem tóku gildi í tíð Reagans, verð- ur því vart kennt um fjárþrot þeirra. Reagan-stjórnin hefði vafalaust mátt gera betur í mörgu og ráða- menn sumra byggingarsjóða voru sekir um vítavert gáleysi eða jafn- vel fjársvik. Meginskýringin á fjár- þroti sjóðanna liggur þó í óskyn- samlegum reglum, sem áttu rætur að rekja til kreppunnar miklu; útl- án voru til dæmis til langs tíma á föstum vöxtum, en innlán á breyti- legum vöxtum til skamms tíma, svo að miklar eignir (útlán) brunnu upp í verðbólgubálinu í stjómartíð Carters. Ríkisábyrgð á innstæðum hvatti ekki heldur til aðgæslu. Áhættubréf hleyptu lífi í viðskipti o g framleiðslu Klifað er á því, að hvers konar kauphallarbrask hafí færst í auk- ana á meðan Reagan var forseti. Hrægammar viðskiptalífsins hafi klófest fyrirtæki og fækkað starfs- mönnum. Hafi þessir óyndislegu menn oftast notað „ruslbréf" eða áhættubréf (junk bonds) í viðskipt- um sínum, en þau eru skuldabréf fyrirtækja, sem ekki hafa verið sérstaklega metin með tilliti til lánshæfni. Þessar fullyrðingar em hæpnar. í tíð Reagans fækkaði atvinnu- tækifærum í gömlum og grónum fyrirtækjum, um leið og slíkum tækifærum snarfjölgaði í nýjum fyrirtækjum. Fimm hundruð stærstu fyrirtækin samkvæmt skrá tímaritsins Fortune fækkaðu starfsmönnum um tvær milljónir á níunda áratug, en á sama tímabili fjölgaði störfum í bandarísku at- vinnuiífi samtals um tólf milljónir. Securities and Exchange Com- mission (stofnun sú, sem hefur eftirlit með kauphallarviðskiptum) telur aðeins 10% þess fjármagns, sem notað var til þess að bjóða í fyrirtæki á níunda áratug, fengið með hávaxta- eða áhættubréfum, en 73% þess útveguðu bankar. Þegar fyrirtæki voru keypt upp gegn vilja stjórnenda þeirra (host- ile takeovers) lögðu bankar til 78% fjármagnsins. Aðeins voru 23% þeirra 215 milljarða dala, sem afl- að var með hávaxtabréfum á þessu tímabili, notuð til fyrirtækjakaupa. Rýmkaðar reglur voru til góðs Ennfremur voru fjárglæfrar Boeskys, Milkens og þeirra undan- tekning, ekki regla, í bandarísku efnahagslífi. (Margir kunnáttu- menn telja raunar, að flest brot þeirra hafí ekki átt að vera refsi- verð að lögum, þótt þau hafi ef til vill verið ámælisverð. Þeir veittu öðrum ekki fullkomnar upplýs- ingar um hag einstakra fyrirtækja og hagnýttu sér upplýsingar, sem þeir sátu einir að.) Aðalatriðið er, að rýmkaðar reglur á lánamörkuðum á dögum Reagans auðvelduðu vöxt, vjð- bragðsflýti og sveigjanleika at- vinnulífsins, veittu stjórnendum fyrirtækja hæfilegan aga og fjölg- uðu atvinnutækifærum. Heimildir: Greinar eftir William Niskanen og Glenn Yago í National Review 31. ágúst 1992. Höfundur er lektor. reyndum með því að einfalda síma- kerfi neyðarþjónustu. EES-samningurinn Samkvæmt samningi um evr- ópskt efnahagssvæði og staðli Evr- ópubandalagsins eiga íslendingar að taka upp neyðarnúmerið 112. í viðtali við Guðjón Petersen, fram- kvæmdastjóra Almannavarna ríkisins, í Morgunblaðinu 21. ágúst 1992 kemur fram, að númerið 112 falli ekki að íslensku símakerfi, en í staðinn megi nota 0112. Ég tel útilokað að sú breyting samræmist ofangreindum staðli, og veit að með nútímatækni er hægt að taka upp sama númer og nágrannalönd okkar hafa gert eða munu gera. Ef til vill má nota númerið 0112 til bráðabirgða þar til nauðsynlegar breytingar hafa verið gerðar til að nota megi númerið 112. Aðalatriðið er þó, að tekið verði upp samræmt neyðarnúmer, helst fyrir allt landið, en höfuðborginni sæmir að taka af skarið og ég tel, að það hafi verið gert með samþykki tillögunn- ar í borgarráði. Samstarf Dómsmálaráðuneytið (lögregl- an), Borgarstjórn Reykjavíkur (slökkviliðið), Póstur og sími, ná- grannasveitarfélögin og Almanna- varnir ríkisins þurfa að starfa sam- an að þessu mikla öryggis- og hags- munamáli íbúanna og skora ég á dómsmálaráðherra að beita sér fyr- ir virku samstarfi og sjá til þess að þetta þjóðþrifamál fái farsælan Katrín Fjeldsted endi og það fljótt. Vilji Borgar- stjórnar Reykjavíkur liggur fyrir. Mikils áhuga hefur gætt hjá ýmsum aðilum og vil ég nefna sér- staklega Hallgrím Guðmundsson bæjarstjóra í Hveragerði, Samband sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð- inu (sem samþykkti nefndarskipan 8. janúar sl. til að undirbúa upp- setningu sameiginlegs neyðarnúm- erakerfis fyrir svæðisnúmer 91) og Slysavarnafélag íslands, sem ásamt Samtökum sveitarfélaga á Austurlandi hélt ráðstefnu á síð- asta ári um neyðarnúmer. Vona ég að hægt verði að virkja krafta og áhuga alls þessa góða fólks og annarra sem að málinu koma til þess að ljúka því á farsælan hátt. Ákvörðun og framkvæmdir strax Forvalsgögn hafa verið unnin og undirbúningur staðið í nokkur ár, að vísu með hléum. Á 91-svæðinu eru nú einungis þrír opinberir aðil- ar sem sinna neyðarþjónustu: Lög- regla, Slökkvilið Reykjavíkur og Slökkvilið Hafnarfjarðar. Númerið 0112 hefur nú þegar verið tengt til lögreglu á þann hátt að það tengist tveimur símstöðvum. Verði bilun á einni símstöð hjá Pósti og síma helst samband við 0112. Númerið 0112 hefur hins vegar ekki verið auglýst nema þeg- ar sambandslaust hefur orðið við 11166 vegna bilana. Heyrst hefur, að menn hiki við að tka það númer upp formlega, þar til allir aðilar hafí komið sér saman, þvi að það geti orðið til þess að fresta endan- legri lausn á málinu. Mér fínnst almenningur eiga heimtingu á því, að það verði gert strax. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Rcykjavík. Fjárstoð hf. Endurskipulagning fjármála, greiðsluáætlanir, | skuldbreytingar, samningaumleitanir við kröfuhafa o.fl. Franz Jezorski, lögfr. Borgartúni 18, sími 629091. TVÖFÖID ÖRBYLGJUDREIFING Þessari nýjung hefur veriS líkí viS breytinguna frá MONO i STERÍÓ AVM - 600 örbylgjuofninn er enn ein nýjungin frá PHIUPS-Whirlpool. Orbylgjurnar dreifast um ofninn frá tveimur bylgjudreifurum.Tvöfalda bylgjudreifingin ásamt snúningsdisknum gerir þaS að verkum að maturinn hitnar fyrr og aS hvergi fyrirfinnst í honum mishitun. Ofninn er mjög öflugur eða 900 Vött og allar aðgerðir taka styttri tíma, hvort sem þú þíðir, hitar upp eða eldar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.