Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 1993 27 ' Takk fyrir BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti (t.v.) og Bill Clinton Bandaríkjaforseti Ijá sig með höndun- um á sameiginlegum blaðamannafundi leiðtoganna við lok fundar þeirra í Vancouver á sunnudag. magn í umferð var aukið tífalt í fyrra, hefur verkað sem olía á verðbólgubálið. Meira í vændum Búist er við að Rússum verði veitt frekari efnahags- aðstoð og að fréttir um þær verði vandlega tímasett- ar með tilliti til þjóðaratkvæðis 25. apríl sem kann að ráða pólitískri framtíð Jeltsíns. Utanríkis- og fjár- málaráðherrar sjö helstu iðnríkja heims, G7-ríkjanna, hittast í Tókíó 14.-15. apríl til þess að reyna að ná samkomulagi um allt að 30 milljarða dollara aðstoð. Ætlast er til að sú upphæð komi að miklu leyti í gegnum Alþjóðabankann og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn en þessar stofnanir hafa verið tregar til að auka aðstoð við Rússa fyrr en þeir ná tökum á verðbólgu. Clinton lagði einnig áherslu á að iðnríkin sjálf, önnur en Bandaríkin, yrðu hvert um sig að leggja meira að mörkum til hjálpar Rússum. Það hafa Kanada- menn og Bretar gert síðustu daga en Þjóðveijar hafa verið hikandi og segjast hafa lagt sitt af mörkum. Japanir eru líklega betur settir en önnur G7-ríki að aðstoða en hafa farið sér hægt vegna deilna við Rússa um Kúrileyjar. Clinton sagði hins vegar á sunnudag að Japanir hefðu nú fullvissað sig um að þeir myndu veita þá aðstoð sem þeim bæri. Eystrasalts- þjóðir reið- ast Jeltsín STJÓRNVÖLD í Eistlandi og Lett- landi gagnrýndu I gær ummæli Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, frá því á sunnudag þess efnis að Lettar og Eistar yrðu að tryggja réttindi rússneska minnihlutans í löndum sínum ef Rússar ættu að standa við áformin um brottflutning hermanna þaðan. „Við skipuleggj- um brottflutningana í samræmi við það sem þeir ákveða á mannrétt- indasviðinu," sagði Jeltsín á blaða- mannafundi með Bill Clinton, for- seta Bandaríkjanna, í Vancouver. „Þetta er alvarleg íhlutun í innan- ríkismál okkar," sagði Valdis Birkavs, forseti lettneska þingsins. Morð í réttarsal MÓÐIR barns, sem hafði verið mis- notað kynferðislega, tók lögin í sín- ar hendur á föstudag þegar réttað var í máli kynferðisafbrotamanns- ins og skaut hann til bana fyrir framan dómarann. Maðurinn var ákærður fyrir að misnota sjö drengi. Varist glæpa- menn í Miami BRESKAR ferðaskrifstofur og bíla- leigur hvöttu í gær ferðamenn sem heimsækja Florída til að vera á varðbergi gagnvart glæpamönnum, forðast hættuleg svæði og skilja verðmæti eftir á öruggum stað. Stigamenn höfðu myrt þýska konu að tveimur börnum hennar aðsjá- andi á föstudag, aðeins tveimur klukkustundum eftir komu hennar til Miami. Norðmenn ræða við EB AÐILDARVIÐRÆÐUR Norð- manna við Evrópubandalagið (EB) hófust formlega á fundi utanríkis- ráðherra bandalagsins í Lúxemborg í gær. Björn Tore Godal, viðskipta- ráðherra Noregs, sagði í ávarpi sínu á fundinum að Norðmenn sæktu um aðild að EB vegna þess að hugs- munum þeirra væri best borgið með því að þeir hefðu áhrif á framtíðar- mótun Evrópu. Samdráttur í bílasölu SÆNSKU bílafyrirtækin Volvo og Saab seldu mun færri bifreiðar í Bandaríkjunum í mars miðað við sama mánuð I fyrra. Sala Saab minnkaði um 32% og Volvo um 23%. 23 drepnir í S-Afríku MENN vopnaðir byssum myrtu í gær 10 stuðningsmenn Afríska þjóðarráðsins í svefni í húsi í suður- hluta Durban. Að minnsta kosti 23 menn, allir blökkumenn nema einn, höfðu þar með verið drepnir vegna átaka stríðandi fylkinga í Suður- Afríku frá því á föstudag. Átökin hafa kostað rúmlega 7.000 manns lífið. Fangi slapp á skriðdreka DÆMDUR morðingi braust úr fangelsi á stolnum skriðdreka í Þýskalandi á sunnudag. Vinir fang- ans, sem er 52 ára, stálu skriðdrek- anum og óku honum í gegnum þrjú fangelsishlið. Skriðdrekinn fannst skömmu síðar mannlaus í grennd við fangelsið. Lögreglan hóf mikla leit að morðingjanum og vinum hans. Nýju Bakarabrauðin eruþéttísér enþó svo mjúk ogsvo eruþau líka öðruvisi í laeinul - bakar brauðið þitt!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.