Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 29
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 1993 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 1993 29 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Valfrelsi í lífeyrismálum Fyrir Alþingi liggja nú tvö þing- mál um aukið valfrelsi í lífeyr- ísmálum. Annars vegar er þings- ályktunartillaga tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins, þeirra Árna M. Mathiesen og Vilhjálms Egils- sonar, hins vegar frumvarf) fram- sóknarmannanna Guðna Ágústs- sonar, Finns Ingólfssonar og Hall- dórs Ásgrímssonar. í báðum tilfell- um er gert ráð fyrir að menn geti sjálfir valið hjá hvaða lífeyrissjóði eða samsvarandi stofnun þeir greiða iðgjöld eða kaupa sér lífeyristrygg- ingu, þótt skylda til að kaupa slíka tryggingu verði ekki afnumin. Jafn- framt vilja flutningsmenn beggja mála að tryggingafélög, bankar, sparisjóðir og verðbréfafyrirtæki fái að veita þjónustu, sem samsvarar þjónustu lífeyrissjóða. Eins og málum er nú háttað, eru langflestir almennir launþegar skyldaðir með lögum að greiða í líf- eyrissjóði, sem bundnir eru við at- vinnugrein eða landsvæði, tengjast í flestum tiivikum stéttarfélögum eða samtökum þeirra og eru sam- eignarsjóðir. Fámennur hópur getur hins vegar ráðið því sjálfur í hvaða sjóð hann greiðir, einkum stjórnend- ur og sjálfstæðir atvinnurekendur, sem byggt hafa upp nokkra séreign- arsjóði. Þótt allir borgi í lífeyrissjóð er ekki þar með sagt að allir eigi jafn- tryggar tekjur vísar á-ævikvöldi, í veikindum eða vegna slyss. Lífeyris- sjóðirnir eru mjög misvel á vegi staddir. Þeir eru á níunda tug, en að mati brezka ráðgjafarfyrirtækis- ins Enskilda, sem gerði úttekt á ís- Ienzkum fjármagnsmarkaði á sið- asta ári, eru 10-15 sjóðir æskilegur íjöldi miðað við stærð markaðarins. Ein afleiðing þess, hversu margir og smáir sjóðirnir eru, er að rekstr- arkostnaður þeirra er miklu hærri að meðaltali en tíðkast í öðrum lönd- um. Einkum er kostnaður minni sjóðanna mikill. Hár rekstrarkostn- aður étur upp iðgjaldagreiðslur sjóð- félaga og Ieiðir til þess að þeir fá minna til baka en þeir greiddu í sjóð- inn. Litlu sjóðirnir hafa einnig minni möguleika á að finna beztu fjárfest- ingarmöguleikana og dreifa áhættu. Hætta er því á að þeim takist verr að ávaxta fé sjóðfélaga sinna en stærri sjóðunum. Enskilda taldi að fækkun og sameining sjóða myndi leiða til lægri kostnaðar, betri stjórnunar og meiri fagmennsku í rekstri þeirra. Bankaeftirlit Seðlabankans gaf út skýrslu í desember siðastliðnum, þar sem fram kom'að íjöldamargir lífeyrissjóðir ættu ekki fyrir framtíð- arskuldbindingum sínum. í nokkr- um tilfellum ber ríki, sveitarfélag eða aðrir launagreiðendur ábyrgð á því að skuldbindingar verði greidd- ar. Þar sem slíkri ábyrgð er ekki til að dreifa vantar að mati Banka- eftirlitsins í mörgum tilfellum millj- arða króna upp á að sjóðirnir geti staðið við lífeyrisgreiðslur nema réttindi sjóðfélaga verði skert eða iðgjöld þeirra hækkuð. f svörum margra lífeyrissjóða við fyrirspurn- um Bankaeftirlitsins um stöðu þeirra, hefur komið fram að grípa verði til skerðingar réttinda. Sú spurning hlýtur að vakna, hvaða réttlæti sé í því fólgið að menn séu skikkaðir til að borga í lífeyrissjóð, þar sem rekstrarkostn- aður er ef til vill upp undir 15% af iðgjaldatekjum og fyrirsjáanlegt er að lífeyrir þeirra muni skerðast í samræmi við það, á meðan aðrir eiga aðild að sjóðum með langtum minni rekstrarkostnað og hærri ávöxtun. Einnig felst ákveðið rang- læti í því, að sumir starfshópar geti ráðstafað fé að vild til þess að kaupa sér lífeyristryggingu, á meðan aðrir eru bundnir á klafa skylduaðildar. Umræður um vanda lífeyriskerf- isins og valfrelsi í lífeyrismálunum tengjast umræðum um félagafrelsi á íslandi. Færð hafa verið rök að því að það bijóti bæði stjórnarskrá og alþjóðlega mannréttindasáttmála að skylda menn til að greiða í ákveð- inn lífeyrissjóð. Ekki má heldur horfa framhjá því hvernig skylduað- ild að lífeyrissjóðum, rétt eins og stéttarfélögum, er hluti af valda- grundvelli stéttarfélaganna. For- ystumenn stéttarfélaganna og líf- eyrissjóða þeirra hafa mikil völd og áhrif í krafti þeirra gífurlegu fjár- muna, sem sjóðfélagar eru skyldug- ir að leggja í sjóðina. Eignir lífeyris- sjóðanna eru nú um 157 milljarðar króna og þeir eru umsvifamestu fjárfestamir á markaðnum. Spyija má hvort núverandi kerfi tryggi að fjárfestingarákvarðanir lífeyrissjóð- anna séu alltaf fremur í þágu fjár- hagslegra hagsmuna sjóðfélaganna en pólitískra hagsmuna eða jafnvel einkahagsmuna forystumannanna, sem geta notað styrk lífeyrissjóð- anna í valdatafli í hlutafélögum. Jafnframt má spyija hvort fjárfest- ingar lífeyrissjóða í hlutafélögum hafi alltaf verið þeim til góðs. Að minnsta kosti virðast fréttir Morg- unblaðsins undanfarið af verðfalli hlutabréfa ekki beinlínis benda til þess. Fijálst val um lífeyrissjóð myndi leysa úr læðingi öfl frjálsrar sam- keppni í lífeyrismálunum. Það myndi stuðla að því að lífeyrissjóðir keppt- ust við að ávaxta fé sjóðfélaga sinna með sem lægstum tilkostnaði, hag- ræða í rekstri og leita að öruggustu ávöxtunarleiðunum. Sjóðunum myndi áreiðanlega fækka með þessu móti, því að litlir og/eða illa reknir sjóðir yrðu tilneyddir að sameinast öðrum. Að gera Bönkum, trygginga- félögum og verðbréfafyrirtækjum kleift að reka lífeyrissjóði, gæti einnig stuðlað að aukinni hag- kvæmni, enda hafa þessi fyrirtæki mikla reynslu af því að reka ýmiss konar fjármálaurnsýslu með sem lægstum tilkostnaði. Heildarniður- staðan yrði hagkvæmara lífeyr- iskerfi og hærri lífeyrisgreiðslur til sjóðfélaganna. Tillöguflutningur sjálfstæðis- manna og framsóknarmanna á Al- þingi bendir til þess að nú sé lag að ná pólitískri samstöðu um upp- stokkun á kerfí lífeyrissjóða í land- inu. Löggjafínn ætti að grípa þetta tækifæri. Frumvarp um samfélagsþj ónustu Dóma megi fulln- usta með vinnu í þágu samfélagsins DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um samfélagsþjónustu. í frumvarpinu er lagt til að gerð verði tilraun með samfélagsþjónustu hér á landi þannig að dóma um allt að þriggja mánaða óskilorðsbundna refsivist megi, að uppfylltum ströngum skilyrðum, fullnusta með ólaunaðri vinnu í þágu samfé- lagsins. Gert er ráð fyrir því að þessi vinna fari fram í frítíma viðkomandi og hann sinni jafnframt vinnu eða námi. Frumvarp sama efnis hefur verið lagt fram á Alþingi tvisvar áður, en varð ekki útrætt. Frumvarpið hefur nú verið endursamið af sérstakri nefnd sem Þorsteinn Pálsson skipaði. í nefndinni áttu sæti Ari Edwald að- stoðarmaður dómsmálaráðherra, Haraldur Johannessen forstjóri Fang- elsismálastofnunar og Margrét Frí- mannsdóttir alþingismaður. Lögunum er ætlað að gilda í tvö og hálft ár frá 1. júlí 1994. Frumvarpið gerir ráð fyrir að farið verði hægt í þessa tilraun um samfé- lagsþjónustu. Því er lagt til að henni verði aðeins beitt varðandi fullnustu á dómum um allt að þriggja mánaða óskilorðsbundna refsivist en í fyrra frumvarpinu var talað um allt að 10 mánaða refsivist. í frumvarpinu kem- ur fram að 60 klst. samfélagsþjón- usta samsvari eins mánaðar refsivist en í fyrra frumvarpinu sagði að að jafnaði skyldi miða við 20 klst. Störf hjá íþróttafélögum og trúfélögum Að sögn Ara Edwalds er það ómót- að hvaða störf kæmu helst til greina við samfélagsþjónustu. Á Norðurlönd- unum er við það miðað að þau störf sem komi til greina séu fyrst og fremst aðstoðarmannsstörf hjá opin- berum stofnunum eða stofnunum sem njóta opinberra styrkja og að vinnan sé þess eðlis að henni verði ekki sinnt nema samfélagsþjónusta komi til. Samfélagsþjónusta má ekki verða til að auka atvinnuleysi. Á reynslutíma samfélagsþjónustu í Danmörku og Noregi hafa flest störf verið hjá íþróttafélögum, stofnunum reknum af trúfélögum eða aðstoðarstörf við félagslega þjónustu. Vinnan hefur verið fólgin í hreingerningum, ýmsu viðhaldi, vinnu í görðum og ýmsum öðrum tilfallandi störfum. Starfsfólk ÍSAL mótmælir samningsleysi Leitað heimildar fyrir verkfalli 1. maí STARFSMENN íslenzka álfélagsins í Straumsvík mótmæltu því í gær fyrir utan skrifstofur fyrirtækisins að enn hefur ekki verið gerður við þá kjarasamningur, þótt þeir hafi haft lausa samninga frá í fyrra. Ákveðið hefur verið að óska eftir verk- fallsheimild á félagsfundum í stéttarfélögum starfsmanna ál- versins í dag og á morgun. Boðað verður til verkfalls 1. maí, hafi ekki samizt fyrir þann tíma, að sögn Sigurðar T. Sigurðs- sonar, formanns Verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði. Deila álfélagsins og starfsmanna snýst einkum um kröfu stjórnenda um að fá verktaka til að sjá um ákveðna þætti í rekstri fyrirtækisins. „ÍSAL er með kröfur, sem allir aðrir vinnuveitendur á almennum markaði tóku út af borðinu. ÍSAL-starfsmenn eru þeir einu, sem hafa ekki fengið þessa 1,7% launahækkun, sem al- mennir samningar kváðu á um,“ sagði Sigurður T. Sigurðsson. Alþýðusamband íslands hefur gert það að skilyrði fyrir að skrifað verði undir almennan kjarasamning að deil- an í álverinu verði leyst. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að leitað yrði samkomulags í deilunni. „Það er hins vegar sízt til þess fallið að greiða fyrir lausn að vera með ótímabært vopnaskak á þeim tíma þegar menn eru að reyna að sigla málunum í ein- hveija höfn,“ sagði Þórarinn. , Morgunblaðið/Ingvar Hremsun SLÖKKVILIÐIÐ notaði efni sem sýgur málningu og lífræn leysiefni í sig til þess að hreinsa þessi efni upp. Ekki er talið að efnið hafi komist ofan í niðurföll. Eins og áður segir er það eldfimt en af því er hvorki sjálfkveiki- né sprengihætta að sögn Finns. Eldfimt efni lekur úr stáltunnu við málningarverksmiðju Beðið eftir að hægt sé að eyða efninu hér Skil á spilliefnum jukust úr 290 tonnum í 527 tonn milli ára Á BILINU 100 til 150 lítrar af eldfimri gallaðri málningu og lífrænum leysiefnum láku út úr stáltunnu í geymslugámi við málningarverksmiðju Slippfélagsins í Dugguvogi síðastliðið sunnudagskvöld. Vaktmaður gerði verkstjóra viðvart um lekann og var kallað á lögreglu til að girða svæðið af og slökkvilið til að ná efninu upp. Ekki er talið að það hafi komist í niðurföll. Finnur Árnason, framleiðslustjóri verksmiðjunnar, segir að ástæðan fyrir því að efnið hafi ekki verið flutt út til eyðingar sé sú að forsvarsmenn verksmiðjunnar eygi von um að hægt verði að brenna því hér á landi. var spurður að því hvernig stæði á því að efninu hefði ekki verið eytt. Gamlar syndir Finnur sagði að um 20.000 lítrar af efninu væri geymdir í stáltunn- um í gám á svæði verksmiðjunnar og væri þar aðallega um að ræða gamlar syndir því aðeins hefði fall- ið til lítið magn undanfarin ár. Hann sagði að í framhaldi af slys- inu yrði farið yfir tunnurnar og reynt að koma í veg fyrir annað slys. Aðspurður sagði hann að ekki yrði farið með efnið til Sorpu enda vonaðist hann eftir svari frá Holl- ustuvernd og Sementsverksmiðj- unni um að hægt yrði að brenna efnið hér á landi. Hann sagði að „Við gengum mjög vel frá efninu á sínum tíma og vorum jafnvel að velta því fyrir okkur að flytja það sjálfir út þar sem við þóttumst eygja ódýrari leið en í gegnum Sorpu. Þá fréttum við af því að Hollustuvernd og fleiri aðilar hefðu verið að kanna þann möguleika að brenna efni af þessu tagi innan- lands en á þessum tíma var Se- mentsverksmiðjan að brenna olíus- ora frá olíufélögunum og stóð til að athuga með fleiri efni. Við báð- um um leyfi til að brenna þessu og voru gefnar góðar vonir um að það myndi ganga í gegn en það hefur legið í nefndum og tekið miklu lengri tíma en við bjugg- umst við,“ sagði Finnurþegar hann Hirðir hf. hefði gert athugun á því hvort hagkvæmt væri að eima efn- ið hér á landi en komist að þeirri niðurstöðu að of lítið félli til af því til þess að um raunhæfa hugmynd væri að ræða. Aukið spilliefni til eyðingar Að sögn Ásmundar Reykdals hefUr það magn spilliefnis sem skilað er til eyðingar í Sorpu auk- ist úr 290 tonnum árið 1991 í 527 tonn árið 1992. Hann segir að 'greiða þurfi fyrir eyðinguna og sé gjaldið nokkuð hátt enda þurfi að ganga frá efnunum og senda þau til eyðingar i Danmörku. Aðspurður um hversu hátt hlut- fall spilliefna væri hér um að ræða sagði Ásmundur að víða erlendis væru til kenningar um hversu stórt hlutfall spilliefna væri komið til eyðingar en ekki væri hægt að notast við þær þar sem mun minni efnaiðnaður væri hér á landi en víða erlendis. Hann sagði að rætt hefði verið um að koma á sérstöku skilagjaldi á spilliefni en þeirri hugmynd hefði verið hafnað í ná- grannalöndunum. Pétur Guðfinnsson um samning Sjónvarpsins við Hrafn Rangt að dagskrárstjóri hafi hafnað myndinni PÉTUR Guðfinnsson, framkvæmdastjóri Sjónvarpsins, sem nú er í ársleyfi á launum, segir að samningur sem gerður var við FILM hf., fyrirtæki staðgengils síns, Hrafns Gunn- laugssonar, um þrjár sýningar á kvikmyndinni Hin helgu vé, meðan sú mynd var enn á framleiðslustigi, hafi verið gerður af sér sem framkvæmdastjóra en ekki af Sveini Einarssyni sem deildarstjóra innlendrar dagskrárgerðar. Sveinn hafi talið eðlilegt að framkvæmdastjóri afgreiddi málið. Rangt sé að Sveinn hafi hafnað því að gera samninginn eins og haldið hafi verið fram við utandagskrárumræður á Alþingi í gær. Þetta hafi Sveinn áréttað við sig í samtali að umræð- unni lokinni. Þann 18. september sl. var gerð- ur samningur milli Sjónvarpsins og F.I.L.M hf. um að Sjónvarpið fengi rétt til þriggja sýninga á myndinni Hinum helgu véum. Fyrsta sýningin skal fara fram eigi síðar en 6 mánuðum eftir frumsýningu í kvik- myndahúsi og endursýningar innan tveggja ára þar í frá. Fyrir réttinn bar Sjónvarpinu að greiða 3,9 millj- ónir króna; 1,5 millj. króna þann 5. febrúar 1993 og 2,4 milljónir í gær, þann 5. apríl. Norrænt samstarfsverkefni Tökur myndarinnar fóru fram í fyrrasumar og kvaðst Pétur Guð- fínnsson telja að hún yrði frumsýnd í haust. Um tildrög samnings þessa sagði Pétur Guðfinnsson að hjá sjónvarpsstöðvum víða um lönd tíðkaðist það í vaxandi mæli að leggja fram fé til kvikmyndagerð- ar. I þessu tilviki hefði legið fyrir að sænska sjónvarpið væri reiðu- búið til að leggja fram fé en Svíar hefðu gert að skilyrði að hinn ís- lenski samstarfsaðili sænska sjón- varpsins, íslenska ríkissjónvarpið, væri einnig skráð fyrir verkefninu. Sveinn Einarsson dagskrárstjóri hefði vísað málinu til framkvæma- stjóra þar sem hann hefði talið rétt, eðli málsins samkvæmt, að fram- kvæmdastjóri fjallaði um málið en ekki deildarstjóri innlendrar dag- skrárdeildar. Pétur kvaðst svo hafa ákveðið að ganga til samnings þessa i samráði við útvarpsstjóra. Aðspurður sagði Pétur að þetta hefði ekki verið fyrsti samningurinn þessarar tegundar, nokkur dæmi væru um fyrirfram samninga af þessu tagi allt frá fyrstu árum Sjón- varpsins. Sjónvarpið hefði að jafn- aði heldur viljað kaupa myndir full- búnar en þessi háttur væri í aukn- um mæli tíðkaður meðal sjónvarps- stöðva víða um lönd. Nýlega hefði Sjónvarpið t.a.m. ákveðið að gera sams konar samning við aðstand- endur sjónvarpsmyndarinnar um Jón Leifs, Mors et vita, sem vænt- anlega yrði gerð í samvinnu við þýska aðila. Pétur sagði að kostnaður vegna samningsins um Hin helgu vé hefði verið færður í bókhald stofnunar- innar sem dagskrárgerð á vegum framkvæmdastjóra en undir þann lið væru norræn samstarfsverkefni færð, svo og ýmislegt annað, t.d. kostfnaður vegna kvikmyndar Magnúsar Guðmundssonar. Pétur sagði að greiðslur sam- kvæmt samningum sem þessum hefðu verið með ýmsum hætti. Oft væri hluti greiddur þegar við undir- Starf skipulagsráðgjafa Ríkisút- varpsins var auglýst 18. mars síð- astliðinn og sóttu 10 um stöðuna. í fréttatilkynningu frá skrifstofu útvarpsstjóra segir að hugmyndina um starfsmann sem þann sem nú hefur verið ráðinn hafí útvarpsstjóri kynnt fyrir alllöngu, og um hana hafi verið fjallað innan Ríkisút- varpsins og víðar undanfarnar vikur og mánuði. Nýtt skipurit Að sögn Heimis Steinssonar út- skrift og aðrar greiðslur á fram- leiðslutímabilinu. í þessu tilviki hefðu engar greiðslur verið inntar af hendi fyrr en tökum var lokið og eftirvinnsla komin vel í gang. Ekki fyrri áminning útvarpsstjóra Pétur Guðfinnsson sagði það einnig rangt sem kom fram í utan-„ dagskrárumræðum á Alþingi að Markús Örn Antonsson, fyrrum útvarpsstjóri, hefði veitt Hrafni Gunnlaugssyni áminningu á fyrri starfstíma Hrafns. Pétur sagði að í apríl 1988 hefði þáverandi aðstoð- arframkvæmdastjóri stofnunarinn- ar, Ingimar Ingimarsson, í fjarveru sinni, skrifað Hrafni áminningar- bréf vegna ákveðins tilviks. Hrafn hafi óskað eftir að bréfið yrði tekið til baka. Pétur kvaðst hafa litið svo á að þarna væri um einstakt tilvik að ræða og ekki séð ástæðu til að hreyfa við bréfi Ingimars. í því hafi ekki beinlínis vitnað til ákvæða laga um réttindi og skyldur opin- berra starfsmanna svo sem venja sé um formleg áminningarbréf. varpsstjóra verður það verkefni Arthúrs Björgvins að vinna að nýju skipuriti fyrir Ríkisútvarpið, skipu- riti sem að hluta til gæti nýst við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 1994. Sökum atburða síðustu daga vill Heimir taka fram að hugmynd þessa hafi hann kynnt fyrst í ágúst í fyrra og unnið að framgangi henn- ar síðan. Það muni vera í verka- hring Arthúrs Björgvins að vinna í nánu samstarfi við útvarpsstjóra, aðra yfirmenn og starfsmenn Ríkis- útvarpsins að þessu verkefni. Ráðinn skipulags- og dagskrárráðgjafi útvarpsstjóra ARTHÚR Björgvin Bollason var í gær ráðinn skipulags- og dagskrárráðgjafi útvarpsstjóra frá 15. apríl næstkomandi til eins árs. Þessi skipan hefur í för með sér að Arthúr mun ekki annast umsjón þáttarins Litrófs á þeim tíma sem ráðn- ing hans stendur. Heimir Steinsson útvarpssljóri segir að ekki sé um nýja stöðu að ræða heldur tímabundið verkefni en hugmyndina að því kynnti hann fyrst á fundi í ágúst í fyrra. Ferðamenn varaðir við hættum vegna fannfergis á Fjallabaksleið nyrðri Hættulega lágt undir SigölduKnu MIKIÐ fannfergi er nú á Fjalla- baksleið nyrðri, og við reglubundna skoðun starfsmanna Landsvirltjun- ar á Sigöldulínu 4, sem er 132 kíió- vatta háspennulína og liggur m.a. að Fjallabaki, kom í ljós að á nokkr- um stöðum er vegna snjóalaga orð- ið hættulega lágt undir línuna. Einkum er lágt, undir hana á svæð- inu frá Ljótapolli austur að Lamba- skarðshólum. í fréttatilkynningu frá Landsvirkj- un segir að af þessum ástæðum séu ferðalangar sem kunna að verða á þessum slóðum á næstu dögum og vikum á meðan þetta ástand varir hvattir til að gæta ýtrustu varúðar. Viðbrögð útvarpsstjóra við ráðningu Hrafns Gunnlaugssonar Býð settan framkvæmda- stjóra velkominn til starfa „ÉG ER gamalreyndur embættismaður og þekki mín tak- mörk. Ég þekki mitt vald en ég þekki líka hverjir eru yfir mig settir og menntamálaráðherra einfaldlega ræður fram- kvæmdastjóra hinna ýmsu deilda Ríkisútvarpsins og þar af leiðir að ég býð nýjan, settan framkvæmdastjóra velkominn til starfa með vísun til veitingar menntamálaráðherra, “ sagði Heimir Steinsson útvarpsstjóri þegar Morgunblaðið leitaði viðbragða hans við setningu Hrafns Gunnlaugssonar í stöðu framkvæmdastjóra Sjónvarpsins. Flestir til ísafjarðar BÚIST er við hátt í 6.000 far- þegum í innanlandsflug Flug- leiða yfir páskana. Flestir eiga bókað far til ísafjarðar og hefur verið ákveðið að bæta við átta ferðum með um 400 farþega. Frímann Benediktsson, vakt- stjóri í innanlandsflugi, sagði að straumurinn til ísafjarðar hafi byijað síðastliðinn föstudag. Þeg- ar hefur verið ákveðið að fjölga ferðum um átta og eru þær vélar fullbókaðar. „Það er mun rólegra en í fyrra,“ sagði hann og nefndi sem dæmi Egilsstaði en sagði jafn- framt að Akureyri héldi sínu. Þangað færu álíka margir og und- anfarin ár. Um síðustu helgi voru farþegar um 3.300 í innanlands- flugi og sagðist Frímann búast við að þeir yrðu um 6.000 þessa páska þar af 2.000 til ísafjarðar. Heimir kvaðst ekki líta á af- greiðslu ráðherra á málinu sem vantraust á sín störf. Hann sagði að þeir Hrafn Gunnlaugsson hefðu hist um helgina og eytt þeim mis- skilningi sem fram hefði komið hjá Hrafni fyrst eftir setningu hans í embætti, að starf hans heyrði undir menntamálaráð- herra en ekki útvarpsstjóra. Misskilningur leiðréttur Ólafur G. Einarsson mennta- málaráðherra er nú í Bandaríkj- unum. í viðtölum við hann í fjöl- miðlum um helgina kom fram að hann hefði leiðrétt við Hrafn Gunnlaugsson misskilning hans sem byggst hefði á einni setningu í starfslýsingu. Misskilningurinn hefði verið sá að breytingar á starfssviði framkvæmdastjóra heyrðu undir menntamálaráð- herra en framkvæmdastjórinn eins og aðrir starfsmenn heyrði undir útvarpsstjóra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.