Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 1993 TILLOGUR NEFNDAR UM MOTUN SJAVARUTVEGSSTEFNU Rætt var um úthlutun hluta aflaheimilda til langs tíma gegn gjaldi Heildarkvótar að verða regla í fisk- veiðum heimsins í greinargerð með tillögum nefndar um mótun sjávarút- vegsstefnu er eftirfarandi kafli „um veiðigjald og þjóðareign á fiskistofnunum": „Eitt allra viðkvæmasta umfjöll- unarefni nefndarinnar var hvaða afstöðu hún ætti að taka til hug- mynda um veiðigjald. Með afla- markskerfi er verið að úthluta nýtingarrétti til einstakra aðila úr sameiginlegri auðlind. Lög um stjóm fiskveiða gera ráð fyrir þjóð- areign á fískimiðunum. Það er ekki fyrr en með ákvörð- un stjómvalda um að breyta opn- um, fijálsum almennum aðgangi að miðunum í lokaðan, sérnýtan- legan rétt sem krafan um veiði- gjald kemur upp. Þó má rekja hugmyndir um auðlindagjald í efnahagslegum tilgangi til sjöunda áratugarins. Um þetta mál hafa verið skiptar skoðanir meðal þjóð- arinnar og deilur risið hátt. Nefnd- in fjallaði ítarlega um þetta mál. Inn í málið blandast umræða um skiptingu arðsins af auðlindinni og það er samofíð spurningunni um eignarrétt á fískistofnunum, framsalsrétt aflaheimilda og hver gæti verið handhafí að aflahlut- deild. Öll þessi mál hafa skapað óvissu fyrir útgerðaraðila, sérstaklega vegna þess að forsendur fyrir lang- tímáviðskiptum milli aðila í sjávar- útvegi hafa ekki verið traustar. Kvóti hefur fengið verð í viðskipt- um, bæði kvóti sem notaður er innan viðkomandi fískveiðiárs sem og varanleg aflahlutdeild. Verð á skipum sem gengið hafa kaupum og sölum hefur tekið mið af þeim aflahlutdeildum sem skipin hafa haft. í langtímaviðskiptum, s.s. kaupum á skipi með aflaheimildum eða við varanlegt framsal á afla- heimildum er nauðsyniegt að kaup- endur og seljendur búi við þokka- legt öryggi um forsendur fyrir við- skiptum. Viðskipti með aflaheimildir bæði innan hvers fískveiðiárs og varan- leg yfírfærsla milli skipa eru for- senda hagræðingar og framleiðn- iaukningar í útgerðinni. An slíkra viðskipta er aflamarkskerfíð ósveigjanlegt og hemill á framfar- ir. Slík viðskipti verða því að vera heimil. Viðskipti með aflaheimildir hafa þó verið sérstaklega umdeild, m.a. vegna þess að forsendan fyrir þeim — eignarrétturinn — orkaði tvímælis. Þannig hefur iðulega verið gagnrýnt að handhafár afla- heimilda gætu gert sér verðmæti úr þeim með sölu eða Ieigu. Þeirri skoðun er haldið fram að réttlæt- ingu skorti fyrir hagnaði af þessum toga enda sé skýrt í lögum að físki- miðin séu þjóðareign og því óðeðli- legt að þjóðin fái ekki beina hlut- deild í viðskiptunum. Er þá álitið ósanngjamt að tiltekinn hópur manna geti notið fjárhagslegs ávinnings af sölu eða leigu verð- mæta sem hann hefur fengið ráð- stöfunar- og nýtingarrétt á án nokkurs endurgjalds. Enn fremur er það ekki endilega hinn fjárhags- legi ávinningur sem talinn er sið- ferðislega vafasamur við sölu á kvóta á milli aðila, heldur er ekki síður amast við ráðstöfunarréttin- um sem slíkum hjá útgerðaraðilum þar sem verið er að fjalla um grundvöll fyrir atvinnu fjölda fólks. Siðferðisleg rök hafa því frá upphafí vegið þungt í umræðu um eignarhald á auðlindinni. Þeir sem þessum rökum beita, telja það óás- ættanlegt að heimild til að veiða á íslandsmiðum færist til fárra „útv- alinna" í gegnum kvótakerfið, og þeir nái með því tangarhaldi á ís- lensku efnahagslífi. Frjálst staðarval er ein megin- forsenda fyrir þróun hagkvæms atvinnulífs og kvótakerfíð sem slíkt hefur ekki aukið það frelsi. Einnig er bent á að sala á kvóta eða skip- um sé fyrst og fremst komin vegna fjárhagslegra erfíðleika, þ.e. að söluhagnaðurinn af kvótasölunni fari fyrst og fremst til að greiða skuldir sem hafa orðið til við lang- varandi taprekstur sjávarútvegs- fyrirtækja. Þá er nefnt að þó að aflamark hafí fengið sjálfstætt verð í viðskiptum hafí jafnframt komið fram mikil verðlækkun á skipunum sjálfum í viðskiptum án aflaheimilda. Astæðan er sú að verð á skipum var óeðlilega hátt vegna takmörkunar á aðgangi þeirra að fískveiðum áður en nú- verandi kvótakerfi komst á svo og að ekki var markaður erlendis fyr- ir þann flota meira og minna sér- hæfðra skipa sem reyndust um- fram þarfír við upptöku kvótakerf- isins.“ Markaðsverð kvótanna gefur ýkta mynd af hagnaðinum „Nefndin reyndi að meta hvort og í hvaða mæli ókeypis úthlutun á kvóta hefur fært aukin verð- mæti í hendur útgerðarmanna. Þessir útreikningar eru miklum örðugleikum háðir en þó er ljóst að markaðsverð kvótanna gefur ýkta mynd af hagnaðinum af sölu á ókeypis úthlutuðum kvótum. Þau rök hafa verið færð fram fyrir veiðigjaldi að slík skattlagn- ing væri beinlínis æskileg í því skyni að knýja fram hagræðingu í veiðunum. A móti er því haldið fram að ekki skorti tilefíii til þess að knýja lakast settu sjávarútvegs- fyrirtækin í gjaldþrot. Oftar sé vandamálið að skuldugum fyrir- tækjum sé haldið gangandi af opin- berum aðilum. Bent hefur verið á að gengis- skráningu hafí í reynd verið beitt áratugum saman til að beina arði af sjávarútvegi til allrar þjóðarinn- ar. Gengisskráningin hafí í besta falli miðast við að halda afkomu sjávarútvegs í jámum. Á móti til- tölulega háu gengi sem myndast á þennan hátt voru lengst af lögð há aðflutningsgjöld á innflutning. Þannig hafí veiðigjald í raun verið lagt á með háu gengi en innheimt með tollum. Nú sé öldin önnur þar sem aðflutningsgjöld hafí lækkað verulega. Veiðigjaldið sé í reynd enn lagt á í gegnum gengisskrán- inguna en innheimta í ríkissjóð sé horfín. í stað þess njóti allur al- menningur þessa veiðigjalds í formi ódýrs innflutnings. Þetta skapi aftur á móti fölsk. lífskjör og stuðli þar með að skuldasöfnun þjóðarinnar. Til viðbótar séu nú komnar til fleiri útflutningsgreinar en sjávarútvegur og fleiri atvinnu- greinar búi við beina erlenda sam- keppni. Talsmenn þessara sjónar- miða telja að með þessu móti sé í raun lagt veiðigjald jafnt á sjávar- útveg sem og aðrar greinar. Þessu verði að brevta á þann veg að skrá gengið út frá almennum efnahags- legum forsendum, og þar með fella það í raun, en leggja í þess stað beint veiðigjald á fískveiðar. Staða sjávarútvegs þurfi ekki að breytast við slíka kerfísbreyt.ingu, en traust- ari stoðum yrði skotið undir aðrar útflutningsgreinar. Efasemdar- menn um þetta samhengi veiði- gjalds, gengis og afkomu sjávarút- vegs benda á að verð á erlendum gjaldmiðlum marki grundvöllinn fyrir verkaskiptinguna í atvinnulíf- inu milli útflutnings-, innflutnings- og heimamarkaðsgreina. Ekki sé ljóst hvemig heildareftirspum eftir innflutningi og þörfín fyrir útflutn- ing breytist við að leggja veiði- gjald á sjávarútveg samhliða lækk- un annarra skatta. Ekki sé heldur ljóst hvort afkoma í sjávarútvegi eigi að vera óbreytt miðað við sama eða minna framleiðslumagn. Því hefur verið haldið fram að sjávarútvegurinn skili þjóðarbúinu mestu þegar hann fær skilyrði til þess að eflast og standa undir háu gengi krónunnar og góðum lífs- kjömm. Það fyrirkomulag sem þjóðin velur við stjórnun fískveiða eigi fyrst og fremst að taka við af því hvað sjávarútvegurinn og þjóðinni í heild sé fyrir bestu. Þann- ig fáist mestur arður af auðlind- inni. Ekki eigi að einblína á hver græddi hvað og hver sendi hvaða óveiddu físka sem hann átti eða átti ekki, heldur hvort viðskiptin hafí stuðlað að enn öflugari at- vinnugrein og framföram sem hækki kaupmátt almennings. Enn- fremur hefur komið fram það sjón- armið að veiðigjald verði í reynd sérstakur skattur á landsbyggðina vegna þess að þar er sjávarútveg- urinn hlutfallslega mikilvægur í atvinnumynstrinu. Þá hefur því verið haldið fram, að jafnframt því sem réttlætisrök mæli með því, að sjávarútvegur greiði samfélaginu hluta fískveiði- arðs, verði þó fyrst að gefa útgerð- armönnum kost á að bæta sér upp fyrri taprekstur, sem m.a. stafí af rangri skráningu á gengi krónunn- ar. Auk þess verði að hafa í huga, að margir hafí keypt skip með veiðiheimildum undanfarin ár og greitt fyrir veiðiheimildimar, í sumum tilvikum til opinberra aðila, og sé eðlilegt að taka tillit til þessa við ákvörðun um hvenær álagning veiðigjalds skuli heíjast.“ Hugmynd að málamiðlun „Hér að framan hafa verið rakin ýmis sjónarmið með og á móti upptöku veiðigjalds. Nefndin leit á það sem verkefni sitt að leita leiða um fyrirkomulag þessara mála sem gæti skapað sem víðtækasta sátt milli mismunandi sjónarmiða. I störfum nefndarinnar komu fram ýmsar hugmyndir með hvaða hætti mætti brúa bilið milli and- stæðra sjónarmiða. Sú hugmynd sem lengst var staldrað við var að skipta aflaheimildum í tvo flokka, þar sem annar var með óvissan gildistíma og óframseljaniega afla- hlutdeild en hinn með mjög langan gildistíma sem gengið yrði frá í veiðisamningi sem gerður yrði við ríkið. Þessi flokkur aflaheimilda lyti algjörlega fijálsu framsali og fyrir hann yrði greitt samnings- gjald. Gjald þetta yrði ekki virkt fyrr en tilteknu aflcomustigi yrði náð í sjávarútvegi, sem síðan yrði notað sem e.k. grandvöllur fyrir upphæð gjaldsins. Þegar hér var komið sögu náði ríkisstjórnin samkomulagi um Þró- unarsjóð sjávarútvegsins þar sem m.a. er gert ráð fyrir gjaldtöku í sjávarútvegi. Gerðist það í tengsl- um við efnahagsráðstafanir í nóv- ember sl.“ NEFND um mótun sjávarút- vegsstefnu gerði úttekt á fyrir- komulagi og árangri stjórnunar fiskveiða í öðrum löndum. Tek- in voru fyrir þau lönd sem hafa verið I fararbroddi í fiskveiði- stjórnun í heiminum, en einnig aðrar helstu fiskveiðiþjóðir heims. í þessari úttekt kemur fram að eftir útfærslu fískveiðilögsagna í 200 mflur hafa flestar fiskveiði- þjóðir tekið upp víðtæka fískveiði- stjómun. Með það fyrir augum að tryggja viðgang fískistofnanna era heildarkvótar nú regla fremur en undantekning í fískveiðum heims- ins. Margar þjóðir beita auk þess veiðarfæratakmörkunum, tíma- bundnum veiðistöðvunum og svæð- islokunum í sama skyni. Svo mikl- ar framfarir hafa orðið í hinni líf- fræðilegu stjómun fiskveiðanna, að tiltölulega lítil hætta er nú á því, að fískistofnun, sem halda sig að mestu innan 200 mflna físk- veiðilögsagna, verði útrýmt með ofveiði, segir í skýrslu nefndarinn- ar. Jafnframt hinni líffræðilegu vemdun fískistofnanna hafa ýmsar þjóðir tekið upp hagræna stjómun, þ.e. sérstök stjómkerfí, sem hafa það að markmiði að auka arðsemi veiðanna. Á meðal slíkra stjóm- kerfa má nefna sóknarhömlur, aðgangstakmarkanir, veiðileyfí og aflakvóta af ýmsum gerðum. Á síðari áram hafa margar af helstu fískveiðiþjóðum heims í vaxandi mæli tekið upp aflakvótakerfí í fískveiðistjórn sinni. Þau kerfí fískveiðistjómunar sem nefndin tók til sérstakrar at- hugunar, era í Ástralíu, Bandaríkj- unum, Evrópubandalaginu, Kanada, Noregi og Nýja-Sjálandi. Auk þess er fjallað nokkuð um fisk- veiðistjómun í Japan, fyrram Sov- étríkjunum, Kína, Chile, Perú og Færeyjum. Víðtæk og árangursrík stjórnun fiskveiða Þegar litið er yfir reynslu þessara þjóða er eftirfarandi mest áberandi að mati nefndarmanna: 1. Að frátöldum veiðarfæra- og svæðatakmörkunum var lítið um líffræðilega fiskveiðistjórnun fyrir útfærslu fískveiðilögsagna í 200 mflur á áttunda áratugnum. 2. Fyrir útfærslu fiskveiðilög- sagna í 200 mflur var það aðeins í Kanada og Bandaríkjunum, sem alvarlegar tilraunir voru gerðar til hagrænnar fiskveiðistjómar. Þær tilraunir fólust fyrst og fremst í aðgangstakmörkunum og veiði- leyfakerfí í tilteknum afmörkuðum fískveiðum, einkum lax- og skel- fiskveiðum. 3. Eftir útfærslu fiskveiðilög- sagna sinna í 200 mflur hafa öll þessi lönd tekið upp víðtæka og árangursríka líffræðilega stjómun í fískveiðum sínum. 4. Þessi lönd hafa jafnframt reynt mikinn fjölda hagrænna stjórnunar- aðferða í fískveiðum sínum. Þeirra á meðal má nefna sóknartakmark- anir, fjölmörg afbrigði aðgangstak- markana, veiðileyfa og fjárfesting- artakmarkana auk eignarréttar- skipulags af ýmsu tagi, þ. á m. aflakvóta. 5. Reynslan af þessari tilrauna- starfsemi er í stóram dráttum sú, að sóknartakmarkanir, aðgangs- takmarkanir og veiðileyfí hafí kom- ið að litlu haldi sem tæki til að skapa hagkvæmni í fiskveiðum. Eignarréttarskipulag í fiskveiðum hefur gefíð betri raun. Einkum hef- ur kerfí framseljanlegra, varan- legra aflakvóta reynst árangursríkt. 6. Á síðustu áram hefur orðið veruleg þróun í átt að aflakvótum í fískveiðistjórn þessara landa. Sum löndin, eins og Bandaríkin og ríki Evrópubandalagsins, hafa þó aðeins tekið upp takmarkað aflakvótakerfí í fáum fiskveiðum. Önnur, eins og Noregur og Kanada, hafa aflak- vótakerfi í meirihluta fískveiða sinna, en oft með talsverðum höml- j um á framsal kvótanna, sérstaklega Noregur. í Ástralíu er hins vegar tiltölulega fullkomið aflakvótakerfi í meirihluta fiskveiðanna og á Nýja- Sjálandi er fullkomið aflakvótakerfí í öllum fískveiðum. 7. Þróun í hagrænni fískveiði- stjórn annarra stærri fiskveiðiþjóða virðist einnig heldur vera í átt að aflakvótakerfí. Segja má að Chile hafí þegar markað þessa stefnu og Perá er líklegt til að fylgja í kjölfar- ið. í Japan hefur lengi gilt sérkenni- legt kerfi eignarréttar í fiskveiðum, í miðstýrðum hagkerfum eins og Kína er vandamál samkeppnisfisk- veiða ekki fyrir hendi. Fiskveiði- stjórn í fyrram Sovetlýðveldum er enn ómótuð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.