Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 1993 43 Minning Pálína Guðjónsdóttir frá Móakoti í Garði Fædd 18. júlí 1917 Dáin 29. mars 1993 Mig langar að minnast Pálínu Guðjónsdóttur frá Móakoti í nokkr- um orðum. Pálína var fyrir mér nokkurs konar mamma mín númer tvö. Ég bjó á næsta bæ en lék mér nær daglega í Móakoti. Það var gott að koma þangað og ég var alltaf vel- kominn. Ég var ekki eini krakkinn sem hændist að Pálínu. Við vorum ótalmörg. Sum dvöldust í Móakoti yfir sumarið, komu og fóru og svo var fjölskyldan stór. Það voru mínir bestu vinir. Pálína talaði aldrei við mig eins og ég væri krakki, heldur fullorðinn og það þótti mér gott. Ég furðaði mig stundum á því hvernig hún kæmist yfir alla sína vinnu. Elda matinn handa svona mörgu fólki, mjólka kýrnar og baka þessar frá- bæru kleinur. „Barði, viltu ekki koma inn og fá þér mjólk og klein- ur?“ Það þurfti sko ekki að bjóða mér það tvisvar og ég borðaði eins og mig lysti. Það var eitthvað í fari hennar sem vakti hjá mér mikla aðdáun. Hvort það var þessi ró eða þolin- mæði veit ég ekki. Kannski var það af því hún var falleg og mamma, fósturmamma svo margra. Pálína átti oft erfitt, en hún bar ekki til- finningar sínar á torg. Nú er hún farin en einhvern veginn finnst mér að hún sé hér ennþá og verði svo lengi sem ég lifi. Ég vil þakka Pálínu fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og ég veit að ég get þakkað henni fyrir hönd allra hinna krakkanna. Barði Guðmundsson. Amma okkar í Móakoti er látin, éftir langa baráttu við dauðann. Móakot var okkar annað heimili Og að koma þar í allan ysinn og þysinn, því þar var alltaf fullt af fólki, var eins og að koma heim. það var alltaf tekið á móti okkur með veitingum, sérstaklega þótti okkur nýbökuðu kleinurnar hennar ömmu með ískaldri mjólk góðar. Eins var gott að koma í íjósið til ömmu meðna hún var að mjólka uppáhaldskúna sína, hana Rósu, og fengum við þá að fara inn í hlöðu og ná í eina heytuggu og gefa Rósu. Aldrei munum við eftir að amma settist niður með bók eða handa- vinnu, hún var alltaf á ferðinni, enda einstaklega dugleg og atorku- söm kona, með stórt heimili þar sem allir voru velkomnir í mat og gist- ingu, en aldrei sást á henni að hún væri þreytt, enda kvartaði hún aldrei um það og alltaf hafði hún tíma til að sinna okkur hveiju og einu þó vorum við oft ansi mörg barnabörnin í Móakoti í einu. Við vitum að við mælum fyrir hönd allra barnabarna hennar þeg- ar við segjum: „Elsku amma, megi þér líða eins vel núna og okkur leið hjá þér alla tíð.“ Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Sb. 1945 - H. Andrésd.) íris Inga Svavarsdóttir og Steinar Svavarsson. Hún Pálína tengdamóðir mín er látin og ég veit ekki hvort ég á að gleðjast eða hryggjast, en vissulega má gleðjast yfir því að hún skuli loks vera laus úr viðjum þessa sjúka og þjáða líkama, laus við þann sjúk- dóm sem hún hefur barist hetjulega við í 7 ár. Hitt hryggir mig að kveðja nú í hinsta sinn góða tengdamóður sem fyrir 30 árum bauð mig vel- komna með hlýja glettna brosinu sinu, hún sagði það ekki með orðum hún var aldrei með neitt orðskrúð, en fas hennar og framkoma sagði allt sem segja þurfti, þolinmæði og þrautseigja, dugnaður og ósérhlífni samfara léttri lund og lífsgleði allt þetta prýddi þessa glæsilegu konu, það var sama hveiju hún klæddist, hvort hún var í heyskap eða í betri fötunum, alltaf bar hún sig jafn vel og léttilega. Þegar ég kom fýrst á heimili hennar voru 11 manns í heimili auk mín, þar af voru 2 ömmubörn sem hún annaðist auk alls annars, aldr- ei var að sjá að Pálína hefði of mikið að gera. Ef vinir eða frænd- systkin barnanna komu í heimsókn, var sjálfsagt að þau gistu og væru eins lengi og þau vildu. Er ég svo seinna þurfti pössun fyrir börnin mín var alltaf sjálfsagt að passa þau. Hún var góð amma, svo ótrúlega þolinmóð og aldrei hafði hún svo mikið að gera að hún hefði ekki tíma fyrir þau. Það sama gilti fyrir langömmubörnin, en um það leyti sem þau fóru að fæðast fór heilsu hennar að hraka og sárt þótti henni að geta ekki sinnt þeim Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birt- ingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritslgórn blaðs- ins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. eins og hana langði til. Eftir að hún varð rúmföst að mestu var ekki óalgengt að smáfólkið tyllti sér á rúmstokkinn eða sæti jafnvel uppi í rúminu hjá langömmu. Ég vil þakka téngdamóður minni samveruna í öll þessi ár. Ég veit að nú getur hún glatt sig við falleg blóm 'og notið útiveru og hlustað á fjörlega tónlist og ég er viss um að hún raular með. Elsku Óskar minn og þið öll börn- in hennar og barnabörn, nú líður henni vel. Guð styðji ykkur í missi ykkar. Til föðurlands vors svo förum heim, þar framar ei rennur dagur. Borg lifanda Guðs í löndum þeim og ljóminn svo undra fagur oss tekur þá við - þar endar ei vor indæli sæluhagur. (Stef. Thor.) Sigríður Halldórsdóttir. Ég minnist þín er ég sé sjóinn glitra við sólar hvel og þegar mánans mildu geislar titra, ég man þig vel. (J.T.) Ég minnist þess er ég stóð á stéttinni á Útskálum og horfði á nýju nágrannana. Þeir voru að flytja í Móakot, sem var næsti bær. Það var vor í lofti og fuglarnir sungu. 29. maí 1955 á hvítasunnu átti að Blóm Skreytingar Hjjafavara Kransar Krossar Kistuskreytingar Opið alla daga frá kl. 9-22 Fákafeni 11 s. 68 91 20 HÓPFERÐIR VEGNA JARÐARFARA HÖRIM GÆÐA HÓPBU'REIÐAR FRA12 TI1 65 FARÞPGA LEITIÐ UPPLÝSINGA HOPFERÐAMIÐSTO Bíldshöfða 2a, Sími 685055, Fax 674969 ferma í Útskálakirkju. í Móakot fluttust þau Pálína Guðjónsdóttir og Óskar Siguijónsson með sex af börnum sínum frá Selfossi. Elsta barnið, Svavar, fór austur í Borgar- fjörð til afa síns og ömmu. Pálína kom gangandi frá Móakoti og bað Guðmund manninn minn að ferma næstelsta son sinn. Það var hátíðar- stund í kirkjunni þegar börnin voru fermd og um leið skírðum við yngri dóttur okkar. Um sumarið lenti Pálína í bílslysi á leið til Keflavíkur. Frændur mínir óku fram á slysið. Þeir fóru með hana til læknis í Keflavík og síðan heim. Þetta var sem betur fer ekki mjög alvarlegt, en þó spurði annar frændi minn hvort ég gæti ekki farið út í Móakot því konunni þar liði illa. Ég fór til hennar. Börnin stóðu í kring um hana. Hún hafði fengið hnykk á hálsinn. Ég var svo heppin að hafa lært sjúkranudd þegar ég var ung og bauð henni að koma til mín í þeirri von að ég gæti hjálpað henni. Pálína þáði það og varð það upphafið að ævilangri vináttu okkar. Við hittumst oft og töluðum saman í síma næstum dag- lega. Ég þurfti oft að leita til henn- ar með börnin okkar þegar eitthvað stóð til og hún var þeim eins og besta móðir. Pálína unni heimili sínu og fór sjaldan af bæ. Hún og Óskar voru með búskap fyrstu árin og einnig vann hún í frystihúsinu í Garði. Þá fór Óskar á sjó og hagur þeirra batnaði. í Móakoti var gestrisni mikil, frændur og vinir dvöldu hjá þeim og börnin í plássinu hópuðust þangað. Þegar Pálína varð sextug fór hún í ferðalag til Bandaríkjanna. Hún þoldi illa hitann og er hún kom heim fékk hún lungnabólgu. Eftir það náði hún aldrei fullri heilsu og varð að dvelja tímum saman á sjúkrahúsi. Síðustu fjögur árin voru henni erfið. Við höfðum þá flust hingað til Reykjavíkur. Síðastliðið haust fór hún á Vífilsstaðaspítala. Hún komst aðeins heim um jólin og var þá heima rúma tvo mánuði rúmliggjandi. Ég á engin orð til að þakka þess- ari elskulegu vinkonu minni og manni hennar, Óskari, fyrir allt sem þau gerðu fyrir okkur frá fyrstu kynnum. Pálína lést á Vífilsstaðaspítala 29. mars sl., 75 ára að aldri. Bless- uð sé minning hennar. Steinvör Kristófersdóttir. MUNIÐ! Minningarkort Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna Seld í Garðsapóteki, sími 680990. Upplýsingar einnig veittar í síma 676020. Tökum að okkur erfidrykkjur í ný uppgerðum Gyllta salnum. Hlaðborð og nýlagað kaffi kr. 790,- HótelBorg sími 11440. ERFIDRYKKJUR Verð frá kr. 850- P E R L a n sími 620200 Erfidrviikjur Glæsileg kaffi- hlaðborð íidlegir salir og mjög góð þjónusta. Upplýsingar ísíma22322 FLUGLEIDIR HÉTEL IðfTLIllIR HELLUHRAUNI 14 • 220 HAFNARFIRÐI • S(MI 652707 REYKVIKINGAR! NÚ ER KOMINN TfMI NAGLADEKKIN AF FYRIR SUMARDEKKIN SUMARDEKKIN Á GATNAMÁLASTJÓRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.