Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 1993 45 Sigríður Jónsdóttir Ragnar — Minning Mig setti hljóðan 10. mars þegar Ásgerður frænka mín tilkynnti mér lát systur sinnar Siggu frá Gaut- löndum. Þó var ljóst að hveiju stefndi og hún hafði barist hetju- lega og með bjartsýni gegn þeim sjúkdómi sem bar hana ofurliði að lokum. Sigríður var fædd á Gautlöndum 26. júlí 1922, annað barn hjónanna Jóns Gauta Péturssonar (Péturs Jónssonar) bónda á Gautlöndum og Önnu Jakobsdóttur frá Narfa- stöðum í Reykjadal. Systkini henn- ar eru Ásgerður, f. 1919, Böðvar, f. 1925, og Ragnhildur, f. 1926. Bernsku og uppvaxtarárin voru ekki tími allsnægta. Kreppuárin 1930-1940 settu sitt mark á, en á striðsárunum vænkaðist hagur heimilisins. 12 ára gömul, 1934, missir Sigríður móður sína. En lán í óláni var að til heimilisins réðst Jóhanna IUugadóttir sem var kaupakona þar 1917. Tók hún við umönnun barna og vann heimilinu allt sem hún mátti meðan kraftar entust, en hún lést 1. janúar 1990 tæplega 99 ára. Systkinin vöndust að hjálpa til við bústörfin og vinnu- semi var þeim í blóð borin, enda þurfti á því að halda því faðir Siggu var oft heilsulítill (lá einn vetur á sjúkrahúsi) og hlaðinn störfum. Ég kynntist Siggu og Gaut- landssystkinum í föðurhúsum, þeg- ar ég var þar sumrin 1943-1950 sem liðléttingur og siðar kaupa- maður. Það var gott að vera með Siggu og Gautlandsfólki í því and- rúmslofti sem þar var bæði í leik og starfi. Nú riijast upp fyrir mér minningar þessara tíma. Oft hefur reynt á þolinmæði Siggu að hafa svo keipótt kaupstaðabörn, en Sigga var skilningsrík, en þó ákveðin og föst fyrir. Á stríðsárunum var Sigga í kennaraháskólanum og dvaldist einn vetur á heimili foreldra minna, Guðrúnar og Gunnars Viðar, en móðir mín og Jón Gauti, faðir Siggu, voru systkinabörn. Þá var glaðværð yfír heimilinu og margt spjallað og margs að minnast. Þennan vetur var mikil gróska í Þingeyingafélaginu og þá starfaði Þingeyingakórinn með miklum þrótti, þar kynntist Sigga bónda- syninum frá Ljótsstöðum, Ragnari H. Ragnars, og þar bundust bönd sem ekki slitnuðu og urðu henni örlaga- og gæfuspor. Ragnar var sonur hjónanna Hjálmars Jónsson- ar og Áslaugar Torfadóttur konu hans frá Ólafsdal. Ragnar hafði verið í bandaríska hemum á stríðs- árunum, þvi að hann var búsettur í Vesturheimi. Þau giftu sig 1945 og fluttust vestur og bjuggu þar í þrjú ár, en ísland heillaði og þau fluttust aftur heim. Fljótlega eftir að heim kom var leitað til þeirra frá ísafirði að taka að sér tónlistar- kennslu og tóku þau starfið að sér og fluttust vestur 1948 og bjuggu þar til æviloka. Á ísafirði lyftu þau Grettistaki í tónlistar- og menningarmálum, við frumstæðar aðstæður og rýran fjárhag, en vilji er allt sem þarf. Var lengi vel kennt á heimili þeirra Smiðjugötu 5. Þar var opið hús fyrir hverskyns menningarstraum- um og tónlist og tónlistarskólinn i var þar lengi til húsa. Þetta var þeirra ævi og lífsstarf og kunna aðrir betur frá því að segja. Þau héldu þó vel tryggð við æskustöðv- ar og Laxárdal og dvöldu þar oft á sumrin og fóru þá oft á hestum í Ljótsstaði frá Gautlöndum, þau hjálpuðu til við heimilis- og bústörf og man ég vel eftir Ragnari við slátt við Gautlandalækinn. Þröng- ur var fjallahringurinn á ísafirði og orðaði Sigga það svo að hún hafi verið 15 ár ofan í síldartunnu miðað við víðáttuna í Mývatns- sveitinni. Þau samlöguðust fljótt ísafirði og hinu stórbrotna lands- lagi þar og voru mjög samhent í hvívetna, þar störfuðu þau alla tíð. Siggu og Ragnari varð 3ja barna auðið. Þau eru Anna Áslaug, f. 1946, gift Ludvik Hofman, býr í Múnchen; Sigríður, f. 1949. skóla- stjóri Tónlistarskólans á lsafirði, gift Jónasi Tómassyni; og Helgi Hjálmar, f. 1952, tónskáld, giftur Ásu Ríkharðsdóttur. Öll hafa þau tekið í arf tónlistaráhugann frá foreldrum sínum og helgað tónlist- inni krafta sína með frábærum árangri við hljóðfæraleik, kennslu og tónsmíðar. Sigga missti mann sinn á Þorláksdag 1987 og hafa ísfirðingar reist honum minnis- merki í hjarta bæjarins. _ Ég kom tvisvar til ísafjarðar 1953 meðan börnin voru í æsku og Ragnar og Sigga í fullu starfi. í sumar fórum við Heiða um Vest- firði. Áttum við þar tvo ógleyman- lega daga á heimili hennar, þar sem okkur var tekið með rausn og hlýhug. Sigga var þá að undirbúa 70 ára afmælið sitt með aðstoð dætra sinna, Ásgerðar og vina á ísafirði, sem hún hélt með glæsi- brag. Hún lifði lífinu lifandi og af fullum krafti. Hún leit vel út og ég vonaði að hún ætti langt eftir. Á haustdögum tóku veikindin sig upp aftur og þrátt fyrir dugnað og bjartsýni hafðist það ekki. Börn- in voru öll hjá henni og Önnu Ás- laugu tókst rétt að komast og ná sambandi við hana. Börnin og Ás- gerður systir hennar voru hjá henni og léttu henni siðustu stundirnar. Við sendum öllum börnum henn- ar, systkinum, ættingjum og vinum innilegar samúðarkveðjur. Guð styrki ykkur öll. Það er skarð fyrir skildi á Smiðjugötu, en nú hittir hún aftur lífsförunautinn í öðru lífi. Ég vil enda þetta með línum Matthíasar Jochumssonar. Við sjáum hvar sumar rennur með sól yfír dauðans haf og lyftir í eilífan aldingarð því ðllu sem drottinn gaf. Óttar Viðar. Svandís Krisljáns- dóttir — Minning Er ég nú nauðug verð að kveðja Dídí vinkonu mína, sem lést langt um aldur fram, geysast minning- arnar fram í hugann. Þar er um auðugan garð að gresja. Ég kynntist Dídí fyrir rúmum áratug og varla er hægt að segja að dagur hafí fallið úr sem við ekki hittumst eða töluðumst við. Hún vinkona mín var lífsglöð með af- brigðum og hafði einstakt lag á að koma fólki í gott skap með leiftr- andi kímni og hæfileikum til að sjá hlutina í bjartara ljósi. Oft var þó skoðanamunur á milli okkar, en aldrei svo að ekki kæmumst við að niðurstöðu. Ég man svo vel Þingvallaferðina, sem við fórum og ýmislegt annað sem við tókum okkur fyrir hendur. Hún var einlægur unnandi íslenskr- ar náttúru og ég man hve hún dáð- ist að fegurð Þórsmerkur í það eina sinn sem hún kom þangað. Ég man hve stolt ég var er ég kynnti henni þennan uppáhaldsstað minn. Minningamar streyma fram, en fátt eitt er sagt. Ekki get ég látið hjá líða að minnast þess, hve góð hún var drengjunum mínum. Hún reyndist þeim eldri, Jóni, hinn tryggasti vinur og Björgvin eins og hún ætti hann. Hún kallaði hann litla prinsinn frá því er hún sá hann fyrst. Hann dáði hana og leitaði fyrst til hennar, ef ég var ekki til staðar. Hann saknar vinkonu sinnar mikið. Jón, sem er við nám erlend- is, sendir saknaðar- og samúðar- kveðjur heim. Ég veit ekki hvað ég get sagt. Hún Dídí var vinkona mín, horn- steinn, mér þótti vænt um hana, enginn var eins og hún. Sárt er að sakna, og ég á eftir langan saknað- artíma. Eg bið Guð almáttugan að gæta vinkonu minnar á ókunnum stigum. Börnunum hennar, barnabörn- um, foreldrum og systkinum sendi ég samúðarkveðjur og bið Guð um að styrkja þau í sorginni. Nú legg ég augun aftur, 6, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (þýð, Sv. E.) Gígja. t Innilegar þakklr sendum viö þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför mannsins míns og föður, VALDEMARS HELGASONAR leikara, Skaftahlfð 12. Jóhanna Björnsdóttir, Arnaldur Valdemarsson. t Innilegar þakklr tll allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför MIKAELS SIGURÐSSONAR, Háaleitisbraut 24, Reykjavfk. Linda Axelsdóttir, Sigmar P. Mikaelsson, Sigrfður Sigurðardóttir, Anna S. Mlkaelsdóttir, Svanhildur Sigurðardóttir, Ragnhlldur Mikaelsdóttir, Axel Finnur Slgurðsson, Sólveig Mlkaelsdóttir, systur, tengdabörn og fjölskyldur. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GRÓA ÞORGILSDÓTTIR, Unufelli 31, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 7. apríl kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Garðar Guðmundsson, Kristfn Magnusdóttir, Vilberg Guðmundsson, Marfa Erla Guðmundsdóttir, Jóhann Guðmundsson, Elfn Oddný Kjartansdóttir, Edda Guðmundsdóttir, Helgi Kristjánsson, Kristfn Guðmundsdóttir, Ingólfur Örn Arnarsson, Ingigerður Guðmundsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför dóttur minnar, systur og mág- konu, móður okkar, tengdamóður og eiginkonu minnar, SIGRÍÐAR SÓLBORGAR EYJÓLFSDÓTTUR, Flúðaseli61, Reykjavík. Inga Guðmundsdóttir, Steinn Eyjólfsson og Auður Skúladóttir, Ingvi Eyjólfsson og Helga Guðbrandsdóttlr, Ingigerður Eyjólfsdóttir, Guðrún Eyjólfsdóttir, Lára Jóhannsdóttir og Snorri Hauksson, Elmar Freysteinsson, Freystelnn Jóhannsson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, AÐALSTEINN V. ÞÓRÐARSON, Fjóluhvammi 4, Hafnarflrði, sem lést í St. Jósefsspftala, Hafnarfirði, 30. mars sl., verður jarð- sunginn frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 7. apríl kl. 15.00. Laufey Andrésdóttir, Sigurþór Aðalstelnsson, Ragnheiður Friðjónsdóttir, Gunnar Aðalstelnsson, Herdfs Óskarsdóttir, Slgrfður H. Aðalsteinsdóttir, Sveinn Karlsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, JÓN HILMAR JÓNSSON fyrrum verkstjóri, Hrafnistu, Hafnarflrði, sem lést föstudaginn 2. apríl sl., verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðju- daginn 13. apríl kl. 13.30. Jón Grótar Jónsson, Iðunn Bragadóttir, Gunnar Jónsson, Fríða S. Ólafsdóttir, Hilmar Jónsson, Þór Valdimarsson, Guðlaug Guðjónsdóttir, Karl Valdlmarsson, Marfn Valdimarsdóttir og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, SVEINBJÖRN FINNSSON, Aflagranda 40, Reykjavfk, sem lést 1. apríl, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni (Reykjavík miðvikudaginn 7. apríl kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Thyra Finnsson, Gunnar Finnsson, Kristfn Albertsdóttir, Arndfs Finnsson, Hrafn Jóhannsson, Hllmar Finnsson, Jóseffna Ólafsdóttir, Ólafur W. Ffnnsson, Bryndfs M. Valdimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför sonar m(ns, föður, bróður og mágs, FRÍMANNS JÓHANNSSONAR vélstjóra, Sævangi 17, Hafnarfirði, fer fram frá Víðistaðaklrkju ó morgun, miðvlkudaginn 7. apríl, kl. 13.30. Steinunn Jana Guðjónsdóttir, Davfð Már Frfmannsson, Jóna S. Jóhannsdóttir, Krlstinn E. Guðnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.