Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 1993 fólk f fréttum KEFLAVIKURFLUGVÖLLUR Viðurkenning fyr- ir besta vinnueftirlitið Það vakti athygli að Meryl Stre- ep mætti allsendis ómáluð á fyr- irlestur Isabellu Allende en á myndinni til hliðar sést Donald Gummer, eiginmaður Meryl Streep, skreppa í dýragarðinn ásamt dætrunum Mary og Lou- isu.. DANMÖRK Hjónakornin ásamt börnunum fóru oft á Pizza Time í Grennegade og fengu sér pizzur. Hér má sjá miða sem Meryl Streep skildi þar eftir Naomi Campbell lét tilleiðast fyrir 350 milljónir króna að láta síðustu pjötl- urnar falla. Meryl Streep við upptökur á Húsi andanna Yfirmaður flugdeildar Atlants- hafsflota Bandaríkjanna, Anthony A. Less flotaforingi, af- henti nýlega yfirmanni flotastöðv- ar varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli, Charles T. Butler kafteini, viðurkenningu bandaríska flota- málaráðuneytisins fyrir besta vinnueftirlit í Bandaríkjaflota á síðastliðnu ári. Starfsmenn vinnu- eftirlitsins eru allir íslenskir og er þetta eina flotastöð Bandaríkja- manna þar sem slík starfsemi er í höndum annarra en bandarískra ríkisborga. Að sögn Friðþórs Eydals, upp- lýsingafulltrúa varnarliðsins, er þessi viðurkenning veitt árlega að undangenginni nákvæmri skoðun á vinnuverndarstarfi í öllum stöðv- um bandaríska flotans. Forstöðu- maður vinnueftirlitsins er Magnús Guðmundsson sem á að baki ára- tuga reynslu á þessu sviði. Auk fimm starfsmanna vinnueftirlits- ins fengu átta aðrir íslenskir starfsmenn vamarliðsins viður- kenningar fyrir að hafa skarað framúr í vinnuverndarmálum; Guðfinnur Sigurvinsson, Guðbjörn Ásbjörnsson, Sigurgeir Kristjáns- son, Kristján Þórðarson, Valþór Jónsson, Hjörtur Fjeldsteð, Kjart- an Jónsson og Jón Nordquist. Leikaramir Meryl Streep, Glenn Close, Jeremy Irons og Va- nessa Redgrave sáust nýlega á vappi hvert í sínu lagi í Kaup- mannahöfn. Þar dvöldust þau um tíma vegna upptöku myndarinnar Húsi andanna eftir Isabellu Al- lende. Meryl sem leikur aðalpersónu sögunnar, Klöm, hafði aldrei hitt höfund bókarinnar, svo hún dreif sig einn frídaginn ásamt eigin- manni sínum, Donald Gummer, á Louisiana-safnið á Norður-Sjá- landi til að hlusta á Isabellu segja frá bókinni Húsi andanna. Safnið var útúrfullt, en Meryl og Donald létu það ekki aftra sér og tylltu sér í töppumar. Það vakti sérstaka athygli að Meryl mætti allsendis ómáluð og fatnaður hinnar frægu leikkonu var ósköp hversdagsleg- ur. Þá vakti einnig eftirtekt þeirra sem til sáu, hversu ástfangin par- ið virtist, en þau sátu og héldust í hendur og Meryl hjúfraði sig upp að manni sínum eins og nýtrúlofað par. Heimsótti hús Karenar Blixen Meðan á dvölinni í Danmörku stóð fór hún einnig til Rungsted- lund þar sem gamalt heimili rithöf- undarins Karenar Blixen var opn- að sérstaklega fyrir hana. Heim- sóknin.vakti sérstakar tilfinningar í bijósti leikkonunnar, því einungis eru nokkur ár síðan hún lék Karen Blixen í kvikmyndinni Jörð í Afr- íku. Leikkonurnar Glenn Close og Meryl Streep hafa fengið kennara til að annast kennslu barna sinna á meðan upptökum stendur og var nokkurs konar skólastofa innrétt- uð á Hótel d’Angleterre, þar sem þær búa. Einnig hefur verið út- búið herbergi með þrektækjum til þess að stjörnurnar geti sinnt lík- amsræktinni af fullum krafti. Heimsókn í dýragarð Dagurinn hjá þeim Meryl og Glenn er langur og strangur, oft unnið frá því eldsnemma á morgn- ana og fram á kvöld. Á meðan sinnir Donald börnum sínum, en barnapía gætir bama Glenn. Dag nokkurn þegar kennslunni var lok- ið stakk Donald af með tvö barn- anna, Mary átta ára og Louisu eins og hálfs árs, í dýragarðinn, þar sem þær voru dregnar um í kerru. Sonurinn, Henry 13 ára og Grace Jane 5 ára, voru upptekin við annað svo þau fengu 'ekki að sjá dýrin að þessu sinni. FYRIRSÆTUR Naomi í Playboy aomi Campbell ein hæstlaunaða fyrirsæta heims situr fyrir hin ýmsu tilefni. Hún sýnir föt, auglýsir nýjan Vaux- hall bíl, auk þess að vera forsíðuandlit hinna ýmsu tíma- rita. Nú lætur hún sér ekki nægja að vera forsíðuandlit, heldur verða birtar myndir af henni í júníhefti Playboy-tíma- ritsins, sem þekkt er fyrir nektarmyndir. Þrátt fyrir að oft hafi birst myndir af Naomi þar m sést hefur í ber bijóst eða lendar hafa aldrei birst nektarmyndir af henni áður. En fyrir 350 milljónir króna hefur hún ákveðið að láta síð- ustu pjötluna falla og standa myndatökur nú yfir á Bahama-eyjum. Þetta er hæsta upphæð sem fyrirsætu hefur nokkru sinni verið greitt fyrir eitt verkefni, Cindy Crawford hefur einnig setið fyrir hjá Playboy og fékk þá eina milljón króna fyr- r, en það var reyndar fyrir sjö árum. Hinrik prins fór til Frakklands með vinum sínum á skíði, en Mar- grét Danadrottning kaus friðsælar sveitir Noregs ásamt Sonju Nor- egsdrottningu. KÓNGAFOLK Margrét og Hinrik hvort í sínu lagi Hinrik prins eiginmaður Mar- grétar Danadrottningar hefur alla tíð haft mikla þörf fyrir að hafa ákveðið frelsi og gera það sem hann langar til. Þetta hefur Mar- grét fyrir löngu sætt sig við, en nú er dönsku pressunni nóg boðið og er farin að gera athugasemdir við að þau hjónin eyði frítíma sínum alltof sjaldan saman. Þau ætla þó að eyða páskafríinu saman og er það sérstaklega tekið fram í leiðara eins vikublaðsins, sem fjallar reynd- ar alfarið um þetta málefni. Komið hefur í ljós, að Hinrik prins hefur eytt 40 dögum af fyrstu 80 dögum ársins utan Danmerkur, en Margrét 28 dögum. Margrét hefur sagt um ferðir Hinriks að þær fari alls ekkert í taugarnar á sér og væri hún með í ferðum fengju þær oft annan til- gang og öðruvísi yrði að þeim stað- ið. Prinsinn hefur reyndar aldrei farið dult með þá skoðun sína að hann vill gjarnan að litið sé til hans með meira jafnræði á við drottning- una og að hann sé þar með verðug- ur fulltrúi Dana. Það sem hefur ef til vill breyst í þessu efni er að Margrét er hætt að sitja heima en notar tækifærið og sinnir sínum áhugamálum með- an Hinrik er í skútusiglingum, á skíðum, í veiðiferðum eða sinnir skylduverkefnum. Þegar prinsarnir voru litlir eyddi fjölskyldan að minnsta kosti skíðafríum saman, en nú er það breytt, því Hinrik kýs ijöllin í Frakklandi en Margrét velur friðsælar sveitir Noregs til skíða- göngu. COSPER (OPIB IMHUK \Z->70 COSPER Góðan dag. Get ég fengið heimilistryggingu? Ég á konu og fjögur egg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.