Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 1993 53 - Þörf er á atvinnuskap- andi atvinnuvegnm Frá Hafsteini Ólafssyni: Orðum þessum er beint að ráða- mönnum þessarar þjóðar. Hér er lausleg frásögn af því, sem hefur verið að gerast í þessum hlut- um hin síðari ár. Breytt hefur verið um efni til bygginga stórra og smárra íbúða í heild. Það mun óþarfi að lýsa forsendum fyrir þessum skrif- um og ástandi því, sem nú er að hellast yfir þjóðina í líkingu við ástandið í Færeyjum og Finnlandi. Okkur birtast nú í fjölmiðlum margs- konar skraf og skrif um þessi mál og beinar áskoranir um að allur al- menningur finni nú upp eitthvað, sem aukið gæti atvinnuna í lengd og bráð, en auðvitað án árangurs. Það er eðli málsins vegna að ekkert mun fínnast í raun, sem aukið getur við vinnuna, heldur hið gagnstæða. Allt ber að sama brunni. Tæknin hefur nú gripið inn í mál- in svo hressilega, að við getum nú sent mannlaus skip heimshorna á milli ef okkur sýnist svo og speglar sú staðreynd hvað sé í vændum. Við sjáum hvert stefnir í atvinnumálum þjóða í náinni framtíð. Tæknin hefur að sama skapi stýrt okkur inn á þær brautir að nú er hægt að byggja mjög góð hús fyrir miklu minni pen- ing en við höfum áður þurft til slíkra framkvæmda. Landbúnaðurinn er nú kominn á það stig að við reynum að hefta framleiðsiu hans með lögum fyrir það eitt að við fáum ekki fýrir kostnaði við framleiðsluna. Sjávarút- vegurinn er nú að komast á ystu nöf fyrir áhuga manna á lífsgæði þjóða, sem er eitt af því versta sem hefur komið yfir nú hin síðari ár. Og við sjáum að orsakir allar eru mannanna verk og að það sé þeirra að fínna lausnir og þeir munu finna þær. En til þess verðum við að breyta veru- lega um hugsunarhátt okkar og fara að horfast í augu við þær breyting- ar, sem hafa orðið í atvinnumálum þjóða hvar sem er í heiminum. Getum við nú ekki orðið sammála um að við verðum að taka þátt í uppbyggingu heimsins af fullum krafti. Við höfum nú í hendi verulega ástæðu til að snúa hlutunum við. Farið nú að framleiða hús eða hús- hluta úr alíslenskum efnum til út- flutnings í stórum stfl. Við verðum að koma á fót verksmiðjum, sem framleitt geta mikið magn af plötum úr léttum einangrandi og sjálfber- andi steinefnum. Búið til plötur úr gjalli, vikri og úr perlusteini í miklum mæli. Að reisa hér glerverksmiðju, sér- lega með hert gler í huga, sem mikla orku þarf til. Hert gler mun mikið verða notað hér á landi eins og ann- ars staðar. Að reisa hér verksmiðju til framleiðslu á öllum smærri hlutum úr málmi og gúmmíkenndum efnum til festinga á gólfplötum, loftplötum og milliveggjum, sem má ekki vanta í hús byggð af þessari tegund hvar sem er í heiminum. Við gleymum því ekki að til er hér á landi álverk- smiðja og meira að segja stálverk- smiðja, sem vert er að tala um. Þá má geta þess að mikið magn vantar af límborðum til að líma upp allt gler í húsin. Teikning liggur fyrir og síð- ast en ekki síst erum við að komast í þá aðstöðu að geta framleitt nægan hita í slík hús endanlega frá eigin rafstöðvum með orku frá sólinni og/eða frá vindorku, a.m.k. þar sem sól er mikil og orkuskortur er tilfinn- anlegur. Þetta eru svo mikilvægir hlutir að við megum ekki láta þetta fara framhjá okkur athugasemda- laust. Ég fullyrði að á þennan eina hátt munum við vinna okkur út úr efna- HEILRÆÐI SLYSAVARNAFÉLAGÍSLANDS RAUÐI KROSS ÍSLANDS VEIST ÞÚ HVAR ER AÐ LEIKA SÉR? hagskreppunni til frambúðar. Höfum viðseíni á að hugsa um slika hluti öllu iengur. Við erum ekki fleiri en svo að hægt er að líkja því við eitt hverfí í stórborgum erlendis. Við verðum að hlusta á Dani, sem tóku þessum hugmyndum vel og stungu upp á því að stofnað verði til sam- norræns fyrirtækis um slíkar fram- kvæmdir. Þeir benda á að vinna markaðinn með því að koma þessum hugmyndum á framfæri hjá þeim þjóðum, sem verst eru settar í hús- næðismálum og þurfa að byggja hratt og ódýrt umfram allt á hinum síðustu og verstu tímum. En forsendan fyrir þessum hug- myndum verður auðvitað að byggja fýrstu húsin í lengd og bráð. Það er líka nauðsyn að byggja mótel af slík- um framkvæmdum, en vantar pen- inga til þeirra nota ef við ætlum okkur einhver afskipti af þessum fyrirhuguðu framkvæmdum. Málið er komið upp á borðið til að vera. HAFSTEINN ÓLAFSSON Furugrund 75, Kópavbgj. LEIÐRÉTTINGAR Nafnavíxl Víxl urðu á nöfnum í myndatexta við afhendingu verðlauna FÍP í laug- ardagsblaði Morgunblaðsins. Þar sem stóð í myndatexta nafnið Ámi M. Björnsson átti nafnið Reynir Jó- hannsson að vera og öfugt. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Eyrún rang- feðruð í leiklistargagnrýni um uppsetn- ingu Stúdentaleikhússins á Bíla- kirkjugarðinum sem birtist í Morg- unblaðinu síðastliðinn miðvikudag misritaðist nafn leikmyndarhönnuðar sýningarinnar. Þar átti að standa Eyrún Sigurðardóttir, en ekki Eyrún Bjarnason, og er hún beðin velvirð- ingar á þessum mistökum. Vinningsfolur iaugardaginn 3. apríl 1993. (32)JSBS? T35K38) H3) VINNINGAR | vimib^tAFA UPPHÆÐÁHVERN VINNINGSHAFA 1. 5aJ5 | 1 6.403.939 2. 5 222.567 3. 4a!5 | 167 7.225 4. 3aí5 I 5.174 544 i Heildarvinninqsupphæð þessa viku: 11.538.005 kr. M> upplýsingar:símsvari91 -681511 lukkulína991002 AÐALFUNDUR SJÖVA-ALMENNRA TRYGGINGA HF. VERÐUR HALDINN 7. APRÍL 1993 AÐ HÓTEL SÖGU Fundurinn verður í Súlnasal og hefst kl. 15.00 síðdegis. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 17. grein félagssamþykkta. 2. Tillaga um arðgreiðslur. 3. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Aðgöngumiðar verða afhentir á skrifstofu félagsins, Kringlunni 5, frá 2. apríl til kl. 12.00 á fundardag. SIÓVÁ-ALMENNAR KKINGLUNNI 5, 103 UEYKJAVÍK, SÍMI 91-692500 HEILSUBOTARDAGAR AREYKHOLUM ÍSUMAR Við bjóðum ykkur velkomin í 7 daga hvíldar- og hressingardvöl í júlí og ágúst. Þar verða kynntar leiðir til að bæta heilsuna og öðlast meiri lífsgleði og frið. Við bjóðum: ★ Heilsufæði (fullt fæði) ★ Fræðsluerindi ★ Rúmgóð 2ja manna herbergi ★ Uppskriftir ★ Líkamsæfingar, jóga ★Tónleika ★ Gönguferðir ★ Nudd ★ Hugkyrrð, slökun Sérstakir fyrirlesarar og tónlistarmenn verða á hverju námskeiði. Á staðnum er glæsileg sundlaug og nuddpottur. Nánari upplýsingar veita Helga og Hreinn í síma 76074 á milli kl. 17.00 og 19.00 alla virka daga Kær kveðja Sigrún Olsen Thor Barðdal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.