Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRIL 1993 V erndunarsinnar funda um aðgerðir ' • Borgarnesi. Á FUNDI sem stuðningsmenn Brákarsunds héldu í Borgarnesi sl. þriðjudagskvöld var samþykkt að bera út upplýsingabréf í hvert hús í Borgarnesi um Brákarsunds- málið og lýsa þar skoðunum verndunarsinna í því máli. Einnig var ákveðið að ganga í hús og safna undirskriftum til varnar Brákarsundi og Ijúka því fyrir 7. apríl. Á undirskriftalistanum er eftirfar- andi texti: „Við undirritaðir íbúar í Borgarnesi beinum þeim eindregnu tilmælum til bæjarstjórnar Borgar- ness að allra ráða verði leitað til að koma megi í veg fyrir að Brákar- sundi verði lokað, í bráð eða lengd, með vegfyllingu út í Brákarey. Það er skoðun okkar að Brákarsund sé það mikilvægur hluti sögu Borgar- ness og Borgarljarðarhéraðs að ekki sé réttlætanlegt, þrátt fyrir nokkurn kostnaðarmun, að loka því með upp- fyllingu. Því skorum við á bæjar- stjórn Borgamess, alþingismenn Vesturlandskjördæmis og Vegagerð ríkisins að tryggja endurbyggingu núverandi brúar eða leita annarrar sambærilegrar lausnar." I umræðum á fundinum kom m.a. fram að fólki fannst nóg að komið í uppfyllingum á víkum og vogum í Borgamesi þó svo ekki væri farið í að skemma söguslóðir. Ekki væri einungis um Brákarsundið að ræða heldur ætti fyrirhuguð vegfylling að koma þvert yfir Brákarpoll þar sem verslunarsaga Borgnesinga hefði hafist en þar hefðu kaupskip legið fyrmm. Þá segir í dreifibréfinu: „Það er sannfæring okkar, sem undirrita þetta rit, að gildi þess að eiga sund- ið eins heilt og nokkur kostur er, sé margfalt meira en sem nemi kostnað- armun á fyllingu og brú. Það er reyndar sannfæring okkar að hér sé ekki á ferðinni mál sem aðeins snerti Borgfirðinga heldur landsmenn alla.“ TKÞ. Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson Brákarsund Brákarey er vinstra megin á myndinni. Hugsanleg vegfylling kæmi yfir sundið sunnan við (nær á myndinni) brúna. Brákarsundsmálið kynnt þingmönnum Vesturlands Vegagerð falið að skoða málið betur Skíðavikan á ísafirði Á ÍSAFIRÐI verður margt um að vera þessa páskaviku eins og t.d. vélsleðamót, páskaeggjamót, furðufatadagur, skíðagönguferðir, flugeldasýning, sigling um Isafjarðardjúp, leiksýning, garpamót, fonduekvöld í Skíðheimum, fjölskylduferð með snjóþotum og vélsleð- um, torgsala, flóamarkaður og skíðaleiga. Rútuferðir miðvikudaginn 7. apríl frá Akureyri kl. 9.30 og frá BSÍ, Reykjavík, kl. 10 og til baka mánudaginn 12. apríl kl. 12.30. Einnig verður boðið upp á ódýran flutning á vélsleðum úr Reykjavík og _gistingu. A kvöldin verður áfram enda- laust fjör með S.S.Sól og KK Band. Unglingaskemmtun, karaoke- BÆJARRÁÐ Borgarness fór á fund þingmanna Vesturlands á fimmtudaginn var til að kynna þeim hugmyndir um tengingu Bráka- reyjar við land og umræður sem fram hafa farið í Borgarnesi um það mál. Sturla Böðvarsson fyrsti þingmaður Vesturlands sagði í samtali við Morgunblaðið að þingmennirnir hefðu óskað eftir því að Vegagerðin skoðaði nánar þá möguleika sem fyrir hendi væru og leggja fram áætlun um kostnað við þá. ---------------------------------- Sturla sagði að það væri mál heimamanna að velja hvaða leið yrði farin í því að tengja Brákarey en Vegasjóður þyrfti að greiða hluta kostnaðar samkvæmt þeim reglum sem unnið væri eftir. Þegar Vega- gerðin legði fram áætlanirnar myndu þingmennimir leggja fram tillögur sínar um hlut Vegasjóðs. Sigrún Símonardóttir, forseti bæjarstjómar Borgamess, sagði að Vegagerðin myndi meðal annars athuga ástand bogans í núverandi brú með það í huga hvort mögulegt sé að nýta hann áfram. Hins vegar væri búið að hafna hugmyndum Hrafnakletts hf. um viðgerð á brúnni. Myndaður hefur verið stuðnings- mannahópur Brákarsunds vegna hugmynda sem fram hafa komið um vegfyllingu út í Brákarey í stað nú- keppni, kvöldvökur, dansleikur, pöbbakvöld í Krúsinni, Sjallanum, Víkurbæ, Vagninum, Frábæ og Hótel ísafirði. Allar nánari upplýsingar em veittar hjá Allrahanda. Pantanir þrufa að berast tímanlega í gistingu og vélsleðaflutninga. (Fréttatilkynning) "M Ábendingar frá LÖGREGLUNNI: Um útivistartíma barna og unglinga Um síðustu áramót urðu nokkrar breytingar á reglum um útivistar- tíma barna og unglinga með gildistöku laga nr. 58/1992 um vernd bama og ungmenna. Óbreytt eru ákvæði um að böm yngri en 12 ára megi ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20 frá 1. september til 1. maí og eftir kl. 22 frá 1. maí til 1. september nema í fylgd með fullorðnum. Nýmæli er að í reglunum er nú kveðið á um útivistartíma bama á aldrinum 13 til 16 ára en ekki yngri en 15 ára eins og fyrr. Börn 13 til 16 ára mega ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22 frá 1. september til 1. maí og eftir klukkan 24 (í eldri reglum var miðað við klukkan 23) frá 1. maí til 1. september nema í fylgd með full- orðnum eða um sé að ræða beina heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Fæðingarár eða fæðingardagur? Börnum yngri en 16 ára er óheimill aðgangur og dvöl að dansleikj- um öðmm en sérstökum unglinga- eða fjölskylduskemmtunum sem haldnar em af skólum, æskulýðsfélögum eða öðrum þeim sem til þess hafa leyfi. Miða skal aldur við fæðingarár. Börnum eða ungmennum yngri en 18 ára er óheimill aðgangur og dvöl á stöðum sem hafa leyfi til áfengisveitinga nema í fylgd með foreldri, öðrum forsjáraðila eða maka. Miða skal aldur við fæð- ingardag. Ungmenni innan 18 ára aldurs mega ekki starfa á stöð- um sem hafa leyfí til áfengisveitinga nema það sé liður í viður- kenndu iðnnámi, samkvæmt ákvæðum í lögum. Þá má nefna að samkvæmt ákvæðum í lögreglusamþykkt Reykja- víkur er börnum innan 14 ára aldurs ekki heimill aðgangur að knatt- borðum, spilakössum eða leiktækjum nema í fylgd með forráðamönn- um. Miða skal aldur við fæðingarár. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Jónas Pétursson setur regnboga- silung í Seltjörn. Veiði hafin í Selljörn Vogum. SELTJÖRN var opnuð fyrir veiði- mönnum á laugardaginn var 3. apríl, að sögn Jónasar Pétursson- ar sem var að sleppa 1.500 regn- bogasilungum frá Laxalóni í tjörn- ina. Veiðisvæðið verður opið veiði- mönnum allar helgar í apríl og um páskana frá kl. 9 að morgni til 9 að kvöldi. Alls 15 þúsund fiskum verður sleppt í tjömina í sumar. Þeir eru frá því að vera tæplega 2 pimd að þyngd upp í 6-7 pund. Einnig eru í vatninu bleikja og urriði. Á síðasta ári veidd- ust 3.300 fiskar, en þá var tæplega 7.000 fiskum sleppt. Veiðileyfí í Seltjörn, sem er við veginn til Grindavíkur, kostar 1.500 krónur og í því verði eru þrír fískar, en veiðist fleiri greiðist sérstaklega fyrir þá. _ £ Q N-Kóreumenn ósáttir Mótmæla „óþol- andi afskipt- um“ af innan- ríkismálum FULLTRÚI sendiráðs Norður- Kóreu í Stokkhólmi, Ryul Hong, kom í sendiráð Islands þar í borg i síðustu viku og kvartaði yfir „óþolandi afskiptum" íslenskra stjórnvalda af norður-kóreönsk- um innanrikismálum. Ástæða þessarar kvörtunar var orðsending frá íslenska utanríkis- ráðunejAinu sem afhent var fulltrú- um Norður-Kóreu hjá Sameinuðu þjóðunum í New York þann 25. þessa mánaðar. í orðsendingunni tóku íslensk stjórnvöld undir for- dæmingu fjölda ríkja á þeirri ákvörðun stjórnvalda í Norður- Kóreu að tjúfa samninginn um tak- mörkun útbreiðslu kjarnavopna. Var skorað á stjórnvöld Norður- Kóreu að falla frá þessari ákvörðun. Krafðist fulltrúi sendiráðs Norð- ur-Kóreu þess að fyrrgreind orð- sending yrði dregin til baka. verandi brúar sem er illa farin. Nátt- úruverndarnefnd Mýrasýslu mælir eindregið með því að Brákarey verði áfram tengd landi með brú en ekki uppfyllingu. „Liggja þar meðal ann- ars til grundvallar söguleg sjónar- mið, þar sem veigamikill atburður einnar frægustu fomsögu lands- manna tengist staðnum og árlega koma erlendir og innlendir fræði- menn, námsmannahópar og aðrir söguunnendur til að líta svæðið aug- um. Upphaf sögu verslunar við Brák- arpoll stafar vissum ljóma á þessa byggð, og verður að álíta að beislun Brákarsunds með gijótfyllingu hlyti einnig að skerða ímynd þeirrar sögu til muna,“ segir meðal annars i áliti náttúruverndamefndarinnar. Brákarsunu fyllist Borgarnesbær hefur fengið álit vatnafræðings Vegagerðarinnar á áhrifum vegfyllingar á dýpi í Brák- arsundi. Telur hann líkur á því að sundið myndi fljótlega fyllast af sandi og ekki dugi að setja rörhólka í vegfyllinguna til að halda álnum hreinum. Veiðibann við Austurland AUK netaveiðibanns og banns við öllum veiðum á hrygningarsvæð- inu fyrir Suður- og Vesturland frá kl. 20 6. apríl til kl. 10 21. apríl hefur ráðuneytið bannað allar veiðar á Stöðvarfirði og á svæði í Bakkaflóa. Á Stöðvarfirði eru allar veiðir bannaðar innan línu, sem dregin eru úr Rastarhæl á Kambanesi í Landat- anga. I Bakkaflóa eru allar veiðir bann- aðar á Finnafirði og Grunnólfsvík innan línu sem dregin er úr Saurbæj- artanga í Fossárós. Bann við veiðum á Stöðvarfirði og í Bakkaflóa tekur til veiða með öllum veiðarfærum nema grásleppu- netum og gildir frá kl. 20, 6. apríl til Id* 10 21. apríl. (Fréttatilkynning) Fjögur til- boð í sorp- brennslu FJÖGUR tilboð bárust í vél- búnað og reykhreinsibúnað fyrir sorpbrennslu á Isafirði. Lægsta tilboðið nam rúmum 108 milljónum, en það hæsta tæpum 152 milljónum. Þá er virðisaukaskattur vegna kaupanna ekki meðtalinn, en hann fæst endurgreiddur. Tekin verður afstaða til tilboð- anna innan þriggja vikna. Lægsta tilboðið í vél- og reyk- hreinsibúnað, uppsettan og próf- aðan, var frá Vélsmiðju Orms og Víglundar, sem bauð búnað frá danska fyrirtækinu Envi- kraft á 108.277.592 krónur. Virðisaukaskattur nemur að auki rúmum 26 milljónum. Næsta tilboð var frá Flutninga- tækni, sem er með bandarískan Crawford-búnað og var það upp á 132.335.096, virðisaukaskatt- ur um 32,5 milljónir. Þriðja til- boð var frá R. Hannessyni, sem er með búnað frá Norsk Hydro. Það hljóðar upp á 137.581.395, en virðisaukaskattur er tæpar 34 milljónir. Hæsta tilboð var frá Flutningamiðiuninni Vélkó, sem er umboðsmaður ítalska fram- leiðandans IMEF, 151.782.292 krónur, virðisaukaskattur rúmar 37 milljónir. Byggingin boðin út Útboð vegna húsbyggingar fyrir sorpbrennsluna verður nú í vor eða sumar, að sögn Gunn- ars G. Magnússonar, starfs- manns Sorpsamlags Vestfjarða, sem reisir brennsluna. Að Sorp- samlagi Vestfjarða standa ísa- fjörður, Bolungarvík, Súðavík, Suðureyri, Flateyri, Þingeyri, Mosvallahreppur og Mýra- hreppur. Saga kvennaframboða á Islandi og erlendis HIÐ hálfsmánaðarlega rabb um rannsóknir og kvennafræði á vegum Rannsóknastofnunar í kvennafræðum við Háskóla íslands fer fram í dag þriðjudaginn 6. apríl. Rabbið fer fram í stofu 202 í Odda kl. 12-13 og er öllum opið. Þar mun Auður Styrkársdóttir stjómmálafræðingur kynna rann- sóknir sínar á sögu kvennafram- boða á íslandi og erlendis, baráttu- málum og stefnumiðum. í rabbinu mun hún rekja kenningar um það hvernig unnt er að útskýra og túlka hinn mikla fjölda sérframboða kvenna í lýðræðisríkjum þar sem aðgangur að stjórnmálum er í orði opinn öllum. Auður er með BA-próf í þjóðfé- lagsfræðum frá Háskóla íslands og MA-próf í félags- og stjórnmála- heimspeki frá háskólanum í Sussex. Hún hefur undanfarin ár sinnt stundakennslu við félagsvísinda- deild Háskóla íslands. (Fréttatilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.