Morgunblaðið - 25.04.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.04.1993, Blaðsíða 5
iÆORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. APRIL 1993 B 5 að þróa handritið. Universal sá svo um dreifingu. Myndin kostaði þrett- án milljónir dollara í framleiðslu og hefur hingað til tekið inn milii hundr- að og fimmtíu og tvöhundruð millj- ónir. — Kom þessi velgengni ykkur á óvart? Það kom mér ekki á óvart að myndin skyldi höfða til fólks. Ég held ég hafi nokkuð góða tilfinningu fyrir því enda reynum við báðir að halda ákveðinni fjarlægð frá Holly- wood og þeirri skoðanamyndun sem þar fer fram. Við reynum að lifa okkar lífi nær hinum raunverulega heimi og halda tengslum við venju- legt fólk og hvað því finnst. Við verðum varir við mikla óánægju með kvikmyndirnar, ofbeldið, hvernig þær taka á mikílvægum málum og þá mynd sem þær draga upp af konum. Auk þess hef ég tröllatrú á John sem leikstjóra en þarna spreytti hann sig í fyrsta skipti á kvikmynd í fullri lengd. En þessi velgengni var náttúrulega framar öllum vonum og eftir á var þetta eins og með Litlu gulu hænuna, kvikmyndaverin vildu öll hafa gert þessa mynd og Disney rámaði ekki í að hafa staðið það til boða. Tvisvar! — Hveiju hefur þetta breytt? Þetta breytti miklu fyrir myndir af þessu tagi. Við höfum fengið ótal þakkir frá fólki í kvikmyndaiðnaðin- um sem hefur legið í fleiri ár með uppáhaldsverkefnin sín en ekki tek- ist að fá þau framleidd af því þau falla ekki inn í formúluna og þykja ekki gróðavænleg. Nú getur það bent á „Steikta græna tómata“ og þannig hefur þetta opnað margar dyr. Fyrir fyrirtækið hefur þetta haft mikil áhrif, starfsemin hefur tekið stökk upp á við og umsvifin aukist. Möguleikarnir eru fleiri og okkur stendur nú báðum til boða að ieikstýra og framleiða fyrir stóru kvikmyndaverin. Við erum með þijár myndir í fram- leiðslu eins og er. „Significant ot- her“ sem Qallar um alkóhólisma, með Andy Garcia og Meg Ryan í aðalhlutverki. „Skytturnar þijár“ . með Keifer Sutheriand, Charlie She- en, Oliver Platt og Chris O’Donnel í titilhlutverkunum. Og „Sigurvegar- arnir 2“ mynd sem fjallar um krakka úr- frekar fátæku hverfi sem í fyrstu myndinni komust í úrslit í íshokkí- keppni undir stjórn þjálfara síns sem Emilio Estevez lék. I mynd tvö munu þau keppa fyrir hönd Bandaríkjanna gegn hinum illræmdu Víkingum sem er lið Islendinga. (Það þýddi ekkert að segja Jordan að íshokkí væri ekki mjög algeng íþrótt á Islandi.) Auk þess erum við með fimmtán önnur verkefni í þróun. Þar á meðal „Steiktir grænir 2“ þar sem við sjáum heiminn í gegnum augu svörtu fjölskyldunnar, Sipsy og Big George. Og Ed fær draum sinn um að búa með tveimur konum uppfyllt- an. „Apartheid“, saga um svarta fjöl- skyldu í Suður Afríku í gegnum þijá ættliði. Og „Mama Flora“ saga sem Alex Haley, sem skrifaði „Rætur“ og ævisögu Malcolms X, var kominn vel á veg með fyrir okkur þegar hann lést í fyrra, og var byggð á sögum svartra fósturmæðra okkar John. — Þannig að þið látið ekki vel- gengnina breyta ykkar stefnu? Nei, öll þau verkefni sem við erum með í þróun eru af svipuðum toga og þó það sé nú ekki eins erfitt fyr- ir okkur og áður að fá þessar mynd- ir gerðar þá verður það aldrei auð- velt því hlutfallslega er svo lítið gert af „öðruvísi“ myndum. Okkur bjóðast nú að vísu til fram- leiðslu myndir sem eru meiri versl- unarvara en það sem við höfum gert hingað til, en ég held að það verði ef til vill við sem breytum stefnu þeirra með því að hafa áhrif á handritin og breyta áherslum. Okkar útgáfa af „Skyttunum þrem- ur“ er til dæmis bæði mannlegri og pólitískari en fyrri útgáfur og kon- urnar sem koma við sögu eru bæði mikilvægari og sterkari. Höfundur er leikari í Hollywood ogfyrrum blaðamaðurá Morgunblaðinu. miV MATREIÐSLUSKÓUNN UKKAR Námskeið f vor ítölsk matargerð 26.-27. apríl kl. 19:30-22:30. Verð 4.500,-. Grillréttir og meðlæti 3.-4. maíkl. 19:30-22:30. Verð 4.500,-. Gerbakstur 5.-6. maí kl. 19:30-22.30. Verð 3.900,-. Fiskréttir 10.-1 l.maíkl. 19:30-22.30. Verð 4.500,-. Grænmetisréttir 12.-13. maí kl. 19:30-22:30. Verð 4.200,- Grillréttir og meðlæti 17.-18. maí kl. 19:30-22:30. V. 4.500,-. Allar nánari upplýsingar veitir: Matreiðsluskólinn okkar, Bæjarhrauni 16, Hafnarfirði, sími 91-653850. '&tru ÁÐ BYGQA EBA BWW) Við hjá H-Gæði erum að breyta í sýningarsal okkar og seijum því næstu daga nokkrar innréttingar (eldhús, böð og fataskápa) með áft °L AFQI ÆTTI /o nTolft 111 Staðfest veiðileyfi óskast gerð upp sem allra fyrst svo komist verði hjá að þau verði seld öðrum. Norðurá I ,JFegurst allra áa“ • Netin taka ekki þá stóru í sumar. • Eitt glæsilegasta veiðihús landsins í umhverfi sem á sér ekki hliðstæðu. • Gisting og úrvalsfæði á aðeins kr. 5.900,- á dag. • Verð í júní og ágúst frá kr. 10.800,-. Langá — fjallib rómub fegurb • Lax og silungur. • Glæsilegt veiðihús fylgir í verði þó aðeins ein stöng sé í boði. Staðsett á sérlega fallegum stað. • Mikið og fjölbreytt veiðisvæði. • Stórkostlegt berjaland. • Miklir möguleikar fyrir fjölskyldur. • Verð frá kr. 5.500,-. Gljúfurá Laxveibiá í einu fegursta hérabi landsins # Stóraukin laxavon vegna uppt'öku neta, endajókst veibin verulega síbastlibin tvö ár. # Verulega endurbcett veibihús meb svefn- plássi fyrir 8 — 10 manns. # Verb frá kr. 8.600,-. SVFR Hítará „Draumaá Jóhannesar á Borg“ # Þessi fallega laxveibiá vestur á Mýrum er nú í bobi hjá SVFR í fyrsta sinn. # Dvalib er í veibihúsi Jóhannesar á Borg, í cevintýralegu umhverfikletta ogveibihylja. # Lax og silungur. Verb í júní og ágúst frá kr. 10.000,- á dag. í júlí frá kr. 15.000,-. Sogið Þessi vatnsmesta bergvatnsá landsins er aðeins steinsnar frá Reykjavík. Hún er mikið uppáhald stangaveiðimanna enda er þar stórlaxavon á hóflegu verði. Nýtt 100 fm glæsilegt veiðihús er í landi Ásgarðs með frábæru útsýni, þrjú tveggja manna herbergi með snyrtingu og gufubað er í húsinu. Sömuleiðis er nýtt glæsilegt veiðihús í landi Bílds- fells. Ráðgert er að setja upp nýtt stórglæsilegt veiði- hús í landi Alviðru og stórbæta aðstöðu við Syðri- Brú. Ennþá eru til veiðileyfi á öllum svæðum. Verð frá kr. 3.800,-. Aðrar ár I boði: Brynjudalsá, Norðurá II, Flóðatangi við Norðurá, Hít- ará II, Hítarvatn, Miðá í Dölum, Tungufljót, Stóra-Laxá í Hreppum, Snæfoksstaðir, Laugarbakkar í Hvítá og Flekkudalsá. Allar upplýsingar eru gefnar í afgreiðslu Stangaveiðifélags Reykjavíkur, Háaleitisbraut 68, eða í síma 91-686050. Opið er mánudaga til föstudaga frá kl. 9-18. STANGAVEIÐIFOLK! Verður sumarið 1993 mesta laxveiðiár allra tíma? Nú er liðinn sá frestur sem félagsmenn okkar höfðu til að nýta forgang sinn til veiðileyfakaupa. Enn eru þó laus veiðileyfi á veiðisvæðum félagsins sem standa ykkur til boða. SVFR Vegna hagstæðra samninga er verð veiðileyfa í mörgum ám lægra en í fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.