Morgunblaðið - 25.04.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.04.1993, Blaðsíða 17
16 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. APRIL 1993 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1993 B 17 MORG Coppelía, 3. þáttur. Nicolette Salas og Mauro Tambone. Skagfirska söngsveitin _________Tónlist______________ Jón Ásgeirsson Skagfirska söngsveitin, undir stjórn Björgvins Þ. Valdimarssonar, hélt sína vortónleika sl. fimmtudag í Langholtskirkju. Einsöngvarár voru Sigrún Hjálmtýsdóttir, Fríður Sigurðardóttir, Guðmundur Sigurðs- son, Óskar Pétursson og Sigurður Steingrímsson. Undirleikari var Sig- urður Marteinsson píanóleikari. Efn- isskráin var samsett úr óperum og óperettum með Halelúja-kórinn úr Messias, eftir Handel, sem lokanúm- er tónleikanna. Kórinn er raddlega betri en nokkru sinni áður og auðheyrt að söngþjálfun Signýjar Sæmundsdótt- ur, óperusöngkortu, hefur skilað sér og blómstraði, m.a. í kraftmiklum og þéttum söng kvennraddanna. Þá er ekki síður um vert að söngstjórn Björgvins Þ. Valdimarssonar er ör- ugg, er kemur fram í markvissum og vel samtaka söng, bæði er varðar hryn og blæmótun. Bestu lög kórsins fyrir hlé voru Hver fetar svo létt eftir Sigfús Ein- arsson og Er haustið ýfir sævarsvið eftir Pál ísólfsson og má geta þess að á þessu ári eru liðin 100 ár frá fæðingu Páls en höfundur textans, Þórður Kristleifsson, hélt upp á 100 ára afmæli sitt fyrir skömmu. Snert hörpu mína eftir Atla Heimi Sveins- son var sungið ágætlega af Guð- mundi Sigurðssyni og Óskari Péturs- syni og gott lag eftir Björgvin við kvæði eftir Jón frá Ljárskógum (Kvæði til konu minnar) var vel flutt af Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og Ósk- ari Péturssyni. Foster-syrpa var 200 manns í Wagnerupp- færslu Operusmiðjunnar UM 200 manns munu taka þátt í konsertuppfærslu Óperusmiðjunnar á óperunni Parsifal eftir Wagner, sem væntanlega verður flutt í tvennu lagi. Óperan er í þrem þáttum og tekur flutningur hennar fimm tima. Stefnt er að því að flytja 1. þátt um næstu jól og síðan 2. og 3. þátt um næstu páska. Að sögn Stefáns Arngrímssonar, framkvæmdastjóra uppfærslunnar, taka 18 einsöngvarar þátt í henni ásamt 80 manna kór og Sinfóníu- hljómsveit æskunnar sem telur um 100 manns. Óperusmiðjan fékk ný- lega þriggja milljóna króna styrk frá Leiklistarráði til uppfærslunnar. Stefán segir að verið sé að skoða valið á einsöngvurum, en ekkert sé frágengið í því efni. „Þetta er í fyrsta skipti sem Wagnerópera er sett upp hér á landi með íslenskum flytjendum eingöngu. Þarna er á vissan hátt verið að brjóta blað, en við ætlum okkur að sýna fram á það að það sé vel hægt að manna Wagneróperur með söngfólki héðan, svona ólíkt því sem ýmsir hafa viljað halda fram hingað til,“ sagði Stefán. VERND UMHVERFIS- VIOURKENNING IDNLÁNASIÓDS j 0 Islenski dansflokkurínn og Listdansskóli Islands Sellótónleikar Coppelía á nýju sumri Vinafélag’ Blindra- bókasafnsins stofnað heldur bragðdauf, nema helst fyrsta lagið. Eftir hlé voru söngatriði úr óper- ettum og óperum eftir Johann Strauss, Carl Zeller og Verdi. Óskar Pétursson, sem er efnilegur tenóor, söng atriði úr Nótt í Feneyjum og Sigrún Hjálmtýsdóttir söng af glæsi- brag, Mein Herr Marquis úr Leður- blökunni og eru bæði þessi söngatr- iði eftir Johann Strauss. Dúettinn, Schenkt man sich rosen in Tyrol, eftir Carl Seller, var ágætlega flutt- ur af Sigrúnu og Óskari. Sígauna- og nautabanakórarnir úr La Traviata eftir Verdi voru mjög vel sungnir af kórnum, sérstaklega kvenraddirnar í sígaunakórnum en „Mattadoramir" voru ekki nógu hljómmiklir, þó þeir syngu annars vel. Libiamo úr sömu óperu, var glæsilega sungið af Sigrúnu og Ósk- ar stóð sig mjög vel. Lokaverkið var Halelúja-kórinn eftir Handel og þar fóru „stúlkurn- ar“ á kostum og þó „strákarnir" syngu mjög vel vantaði þá skerp- una. í heild voru þetta góðir tónleik- ar og eins og fyrr segir var kórinn mjög góður undir öruggri stjórn Björgvins Þ. Valdimarssonar. Undir- leikurinn var helst til „nervös“, sem má vera vegna reynsluleysis píanó- leikarans. __________Tónlist_______________ Jón Ásgeirsson Gunnar Kvaran sellóleikari og Dagný Björgvinsdóttir píanóleikari héldu tónleika á Sólon Islandus sl. þriðjudag. Á efnisskránni voru verk eftir J.S. Bach og Vivaldi. Fyrsta verkið var einleiks-svíta nr. 1 í G-dúr en tónleikunum lauk með einleiks-svítu nr. 2 í d-moll og em bæði verkin eftir J.S. Bach. Þessi meistaraverk voru í heild mjög vel leikin, sérstaklega saraböndu-dans- þættirnir, sem eru oft notaðir sem mælikvarði; séu þeir vel leiknir, er allt annað gott. Einleiks-svíturnar (bæði fyrir selló og fiðlu) eru merkilegar og þrátt fyrir að þær séu samdar fyrir aðeins eitt hljóðfæri og flestar mjög einfaldar í formi, er ekki auðvelt að fínna verk sem eru stórbrotnari tón- smíðar. Flutningur á einleiks-svítun- um er ávallt viðburður og hólmganga fyrir einleikarann, þar sem glímt er við margslungið tónmál meistara Bachs og þá þraut leysti Gunnar Kvaran af öryggi og oft með glæsi- legum tilþrifum. Miðverkið var sónata nr. 5 í e- moll eftir Antonio Vivaldi. Það sama má segja um flutninginn á sónöt- unni og verkum Bachs, að þar var allt í góðu gengi en seinni largo-þátt- urinn og lokaþátturinn þó best leikn- VW Golf sýnir ekki sínar sterkustu hliðar - nema í neyðí __________Ballett______________ Ólafur Ólafsson Coppelia, ballett í þremur þáttum. Uppsetning Evu Evdokimovu, byggð á dönsum Arthurs Saint- Léon og Marius Petipa. Tónlist: Léo Delibes. Leikmynd og búningar: Hlín Gunnarsdóttir. Aðstoð við uppsetningu: María Gísladóttir, Alan Howard. Hljómsveitarstjóri: Öm Óskars- son. Borgarleikhúsið, apríl 1993. Ekki er skortur á góðum dönsur- um í íslenska dansflokknum um þessar mundir. Þegar vetur kvaddi og sumar heilsaði, höfðu nýir dans- arar tekið við aðalhlutverkunum í Coppelíu, Svanhildi og Frans. Reyndar eiga enn eftir að verða skipti, því Hany Hadaya mun dansa hlutverk Frans á lokasýningunni, hinn 8. maí. Hany Hadaya hefur dansað með íslenska dansflokknum síðan 1988 og sýnt of á tíðum frá- bæran dans. Nicolette Salas tók við hlutverki Svanhildar. Hún stundaði ballett- nám í Texas og New York. Nicol- ette Salas er komungur dansari, sem tekst hér á við erfitt hlutverek, einkum þar sem töluverða reynslu og þroska þarf til að koma lát- bragði sýningarinnar til skila, enda örlaði dálítið á óstyrk í upphafí, sem gerði látbragðið ekki eins markvisst fyrir vikið. Danslega stóð hún sterkt Vinafélag Blindrabókasafns ís- lands verður stofnað miðviku- daginn 28. aprí, klukkan 20.30, í Gyllta salnum á Hótel Borg. Stofnun félagsins hefur lengi verið í undirbúningi og hefur sérstök undirbúningsnefnd unn- ið að henni. Helga Ólafsdóttir, forstöðumaður Blindrabóka- safns íslands, hefur veitt þeirri nefnd forstöðu og í viðtali sem Morgunblaðið átti við hana, kom fram, að hún er eini aðilinn í undirbúningsnefnd sem starf- ar innan vébanda safnsins. Aðr- ir eru leikmenn sem vijja vinna að uppbyggingu safnsins. Um tilganginn með stofnun vinafélagsins sagði Helga: „Vina- félög bókasafna eru orðin býsna algeng víða um heim, þó aðallega í Bandaríkjunum, þar sem þau starfa við flest bókasöfn. Öll þau vinafélög sem þar starfa hafa myndað heildarsamtök, sem eru mjög öflug. Tilgangurinn er að styðja við starfsemi bókasafna, til dæmis með því að safna peningum og öðru sem vantar. Stuðningur- inn getur líka verið í formi vinnu- framlags og því sem kallað er „lobbýismi,“ það er að reyna að hafa áhrif á þá í qpinbera geiran- um sem hafa áhrif á örlög safns- ins.“ Starfar vinafélagið undir stjóm safnsins? „Nei, vinafélög eru sjálfstætt starfandi heild, þótt þau starfí í nánu sambandi við forstöðumann Skagfirska söngsveitin. Gunnar Kvaran sellóleikari. ir. Dagný Björgvinsdóttir lék vel en helst til varfærnislega, hvað snertir styrk en fylgdi einleikaranum af öryggi. Salurinn á Sólon Islandus er á margan hátt skemmtilegur og þegar utanaðkomandi hljóð, vegna bíla- umferðar og frá gestunum á neðri hæðinni, hafa verið lokuð úti, er hér um að ræða þokkafullan stað fýrir minni sýningar og tónleika. framleiddur er. í nýlegu árekstrarprófi h ins virta tímarits AUTO MOTOR UND SPORT reyndist Golfinn sterkastur í sínum flokki. Krafturinn er líka á sínum staS, aksturseiginleikarnir eru einstakir og mikið innra rými gerir Golfinn að frábærum fjölskyldubíl. Hann er því vel að titlinum „Bíll ársins í Evrópu 1992" kominn. Veldu VW Golf - það er sterkur leikur! ? ▲ Volkswagen GOLF El HEKLA Laugavegi 170-174 Sími 69 55 00 og 2. þáttur hennar (dúkkuþáttur- inn) hreint frábær. Það er ljóst, að hér er á ferðinni dansari, sem alls ekki er kominn á neina endastöð á listferli sínum. Þótt alltaf sé hæpið að spá einhverju um framtíð ungra listamanna, þá segir mér svo hug- ur, að við eigum eftir að sjá mun- meira til Nicolette og í safni hennar verði Svanhildar minnst á meðal fyrstu sigra á listabrautinni. Eitt er deginum ljósara, en það er að sviðstöfrar eru miklir og oft er það sá þáttur, sem skilur á milli feigs og ófeigs á svona sýningu. Mauro Tambone er ítalskur og stundaði nám þar og í Stuttgart. Frá því 1987 hefur hann dansað með Aterballetto á Ítalíu, Ríkisleik- húsinu í Mainz og í Darmstadt í Þýskalandi. Hann hefur dansað í fjölmörgum hinna klassísku ball- etta. Af verkum, sem hann hefur dansað í má nefna Öskubusku, Carmina Burana og Rómeo og Júl- íu. Hann er hvalreki á fjörur ís- lenskra dansunnenda. Hann er frá- bær Frans, sem hefur þetta allt á hreinu; látbragð, glæsileik og kraftmikinn dans, en ljóðrænan og blíðan, þar sem það á við. Fjaður- magn og snerpa eru hans aðals- merki í dansinum. Samdans hans og Nicolette var orðinn góður á annarri sýningu þeirra. Saman heilla þau og eru eins og Svanhild- ur og Frans eiga að vera. Þegar Þjóðarballettinn í Péturs- borg kom til landsins í haust og sýndi Svanavatnið, kom Lila Vali- eva fýrst til landsins. Núna starfar hún með íslenska dansflokknum, dansar hún sóló-dansinn í 3. þætti og gerir það með sóma. Það hefur annars verið fróðlegt að fylgjast með íslenska dans- flokknum í vetur. Starf hans hefur verið með hreinum ágætum og hann hefur gert meira en að standast væntingar. Sýningin á Coppelíu verður að teljast töluverður áfanga- sigur. Aldrei fyrr í tuttugu ára sögu flokksins hafa karldansararnir verið neitt í líkingu við hópinn nú og danslegt jafnvægi íslenska dans- flokksins er þannig, að hann er til alls líklegur. Eins eru ungir dansar- ar að komst á legg, svo best er að líta björtum augum til framtíðar. Helga Ólafsdóttir safns. Þetta er í fýrsta sinn sem þetta er reynt hér á íslandi, en við fengum Sandy Donick, fram- kvæmdastjóra heildarsamtaka vinafélaga bókasafna í Bandaríkj- unum í heimsókn þegar við byrjuð- um undirbúninginn og sníðum þetta félag eftir þeirra kerfí. Á samdráttartímum eins og nú eru finnst mér sjálfsagt að reyna þessa leið, vegna þess að þá er safninu hvað mest hætta á hnign- un. Það væri mjög alvarlegt mál ef við til dæmis þyrftu að draga úr hljóðbókagerð núna, vegna þess að safnið er svo ungt.“ Volkswagen Golf er hannaður eftir sérstökum öryggiskröfum Volkswagen-verksmiðjanna sem eru strangari en þær kröfur sem bundnar eru í lög. BurSarvirkiS, sérstakir styrktarbitar í hurSum, hönnun mælaborðs og stýrishjóls - allt stuðlar þetta að því að gera Volkswagen Golf aS einhverjum öruggasta fólksbíl sem Nýr Golf kostar frá kr. 1.120.000. Góð ending og hátt endursölu- verð gera Volkswagen Golf að vœnlegri fjárfestingu. ÁRGANGUR FÆDDUR 1946 sem voru í Gagnfræðaskólanum við Lindargötu 1959- 1963 ætla að halda trall í tiiefni þess að 30 ár eru iiðin frá lokum skólagöngu í þessum ágæta skóla. Fyrirhugað er að halda traliið 22. maí ’93. Pátttaka tilkynnist fyrir 7. maí ’93 til Raggey s. 611464, Möggu góðu s. 10065, Ólöfu G. s. 74756 og Nonna litla s. 627053 Nánar auglýst síðar. Gluggaþvottur Hreingerningalijóniista Páls Rúnars Vönduö vinna - gerum tilboð Símapantanir í síma 91 -72415

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.