Morgunblaðið - 25.04.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.04.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDÁGUR 25. APRÍL 1993 B 19 ÍBÍÓ Hin rífandi fína að- sókn sem íslenskar bíómyndir hafa fengið að undanfömu sýnir að mikill áhugi er á íslensku biómyndinni svo minnir á fyrstu ár kvikmynda- vorsins þegar tugir þús- unda flykktust á tiveija mynd. Aðsóknin sýnir líka að kvikmyndagerðarmenn hafa lagt sig fram við að gera myndir sem höfða á einhvem hátt beint til áhorfenda og sérstaklega þeirra yngri, sem er stærstur hópur þeirra sem sækja bíóin dags daglega. Stuttur Frakki byrjaði með hvelli um páskana, Karlakór- inn Hekla er kominn langt yfir 40.000 manna markið, Veggfóður - eró- tísk ástarsaga sömuleiðis og Sódóma Reykjavík er þama á svipuðum slóð- um. Þetta er sama að- sókn og metsölumynd- irnar að vestan fá hér á landi og þær eru reyndar ekki svo margar kannski tvær tii þijár á ári - sem fara yfir 40.000 manns í aðsókn. Hér er góður jarðvegur fyrir frumsamdar myndir úr samtímanum sem fjalla ekkert of hátíðlega um Reykjavíkurlífið. Það má alltaf deila um gæði þeirra en þær hafa greinilega uppfyllt kröf- ur þeirra sem vilja skemmta sér á íslenskri bíómynd. durgerð; Foster og Gere í „Sommersby", sem væntanleg í Sambíóin. 20.000 SÉÐ HINA VÆGÐARLAUSU Alls höfðu um 16.000 manns séð íslensku gamanmyndina Stuttan Frakka í Sambíóunum_ um síðustu helgi að sögn Arna Samúelssonar eiganda bíó- anna. Hann sagði um 17.000 hafa séð spennumyndina Ljótan leik eftir Neil Jord- an, 16.000 óskarsverð- launamyndina Konuilm með A1 Pacino, 12.000 gamanmyndina Háttvirti þingmaður með Eddie Murphy og 10.000 Disney- myndina Elskan, ég stækk- aði barnið. Þá sagði Árni að Clint Eastwood-myndina Hina vægðarlausu hefðu 10.000 manns séð eftir að hún var endursýnd í tilefni óskars- útnefninganna og því hafi um 20.000 manns séð hana í allt. Næstu myndir Sambíó- anna eru Hoffa, sem reyndar byijaði sl. mið- vikudag, „Aspen Ex- treme“, þá kemur „Malc- olm X“ eftir Spike Lee, „Sommersby" með Jodie Foster og Richard Gere, sem er endurgerð frönsku myndarinnar Martin Gu- erre snýr aftur, „Sniper“ með Tom Berenger, „Champions“ og loks Leik- föng eða „Toys“ með Robin Williams undir leikstjórn Barry Levinsons. Deyrhún fljótt út eba mun hún vara? Sharoti Stone HOLLENSKI leikstjórinn Paul Verhoeven gaf henni fyrsta almennilega tæki- færið í bíómyndum þegar hann réði hana til að leika lítið hlutverk á móti Arn- old Schwarzenegger í „Total Recall". Hann réði hana aftur í öllu veiga- meira hlutverk sem Cat- herine Tramell í Ógnareðli og nú er hún eitt stærsta nafnið í kvikmyndalieimin- um. Hún fékk 300.000 doll- ara fyrir Ógnareðli, hún fær 2,5 miHj. fyrir næstu mynd sína, „Sliver", og hún fær fimm miHj. fyrir þriðju myndina. Þær eru fáar ef nokkrar leikkon- urnar vestra sem fá svona pening fyrir hlutverk (og fáir karlleikarar), en þær eru líka fáar, ef nokkrar, leikkonur eins og Sharon Stone. Hún hefur skotist uppá stjömuhimininn með þessari einu mynd sem var hvarvetna vel tekið en líklega hvergi eins vel og á íslandi þar sem hún trónir sem að- sóknarmesta myndin 1992 með 60.000 áhorfendur. Myndin sjálf var meingölluð glæpasaga en það var ljóst að þarna var komin kvik- myndastjarna sem yrði áber- andi næstu árin a.m.k. Per- sónugerðin átti reyndar ekki heima í tertuboðum; gullfall- egur tvíkynhneigður, síver- gjarn morðingi sem rak beitt- an flein í karlfómarlömbin á stund fullnægingar. En Stone lék hana eins og hún væri stolt af því að vera gullfalleg- ur tvíkynhneigður, sívergjarn morðingi sem sýndi sig best mmmmmm^m 1 því sem nú heitir einfaldlega „ýfír- heyrsluatr- iðið“. Kannski það frekar e"lr en nokkuð Amald Indriðason annað hafí mótað ímynd Stone, sem nú er markaðssett á fullu vestur í Bandaríkjunum. Hún er umtalaðasta leikkonan í Hollywood, forsíðumyndin á öðru hveiju tímariti er af henni og þegar er farið að byggja upp mikla eftirvænt- ingu vegna nýju myndarinnar, „Sliver“, sem handritshöfund- ur Ógnareðlis, Joe Eszterhas, skrifar handrit að. Leikstjóri er Ástralinn Phillip Noyce. Stone er leikkona dagsins. Spurningin er hvort hún hverfi fljótlega aftur af sjón- arsviðinu eða eigi eftir að setja varanlegt mark á kvik- myndirnar. Eins og yfir- heyrsluatriðið sýndi er eitt af því sem gert hefur Stone að stjörnu það hversu opin hún er fyrir að leika í kynlífs- atriðum og ganga lengra í því en aðrar leikkonur. „Sli- ver“ virðist gera heilmikið útá akkúrat þetta. í fyptu hafnaði Stone boði um' áð leika í myndinni á þeim for- sendum að hlutverkið væri of líkt því sem hún lék í Ógnareðli en framleiðandinn Robert Evans þrýsti á hana þar til hún gaf eftir. „Sliver“ (orðið merkir m.a. flís eða að flísast) er um gæjufýsn ásamt öðru. Stone leikur konu sem á i sambandi við tvo nágranna 'sína, leiknir af Tom Berenger og William Baldwin, en eftir því sem samband þeirra þróast lendir hún í æ flóknara samspili og sífellt meiri hættu. Sjálf segist Stone alls ekk- ert lík þeim persónum sem hún hefur leikið í Ógnareðli og „Sliver" og segir að kyn- lífsatriðin í þeirri fyrrnefndu hafi verið „fjarstæðukennd“. Hún segir: „Mér finnst það fáránlegt að ég skylí vera orðið kyntákn, sérstdklega þar sem ég er tákn fyrir, kynlífshegðun, sem ég hef enga trú á.“ Hvað sem um það má segja er eitt víst. Stone á aldrei eftir að leika í Tónaflóði II, en hún verður örugglega í Ógnareðli II. „Sliver“ er væntanleg í Sambíóin í september. Upp tll stjarnanna: Markaðs- setningin á Stone stendur sem hæst þessa dagana. FRAM AF HENGIFLUGINU YSOGÞYS ÚT AF ENGU Finninn Renny Harlin er orðinn einn eftirsóttasti hasarmyndaleikstjóri sem til er í Hollywood eftir að hann leikstýrði framhaldsmynd- inni „Die Hard 2“. „Cliffhan- ger“ er nýjasta myndin hans, fjallahasar með Sylvester Stallone í aðalhlutverki en Sly veitir ekki af stórmynd til að flikka uppá daiandi feril sinn. Hann leikur fjallaprílara sem missir duginn þegar hann lendir í klifurslysi með kærustunni sinni. Með önnur hlutverk fara John Lithgow, Michael Rooker og Janine Turner en Sly gerði sjálfur handritið ásamt Michael France. Hasarinn í fjöllunum, sem Stallone til bjargar; úr mynd Renny Harlins, „Cliffhanger". filmaður var í ítölsku Ölpun- um fyrir helling af lírum, þykir sérlega góður enda Harlin ekki maður sem annt er um plat og gervisviðsetn- ingar af neinu tagi. „Ég vildi fara út á tökustað og sýna áhorfendunum nákvæmlega að þetta hér er fjallið og þetta hér eru leikararnir,“ er haft eftir hróðugum Finnanum. Þjálfaðir klifrarar voru auðvitað notaðir í kli- furatriðunum en önnur áhættuatriði vildi Finninn að leikararnir gerðu sjálfir og ef þeir hikuðu fór Harlin sjálfur fyrst í gegnum áhættuatriðið. Breski leikarinn og leikstjórinn Kenneth Branagh skaust upp á hinn alþjóðlega stjörnuhimin með kvikmyndaútgáfu sinni á leikriti Williams Shakespeares, Hinrik V. Branagh hefur nú aftur leitað í smiðju skálds- ins og gert bíómyndina „Much Ado About Nothing“ eða Ys og þys út af engu. Með hlutverk í myndinni fara mestanpart þekktir bandarískir leikarar eins og Michael Keaton, Denzel Washington, Keanu Reeves og Robert Sean Leonard en auk þeirra fara hjónin Branagh og Emma Thompson, sem nýverið hreppti Óskarinn, með stór hlutverk. Þetta er lítil og ódýr framleiðsla sem tók tvo mánuði að filma við þorp eitt í Toscana á Ítalíu. Branagh vildi síður hafa formlega Shakespeareleikara í hlutverkunum heldur lið sem ætti ekkert sameiginlegt með „hinum fjarlæga, fagurrómaða leikhúsrembingi" sem honum fínnst yfirleitt einkenna Shakespeare- Shakespeare fyrir alla; Branagh og Thompson í Ysi og þysi út af engu. uppfærslur. Og mismunandi hörundslitur skipti engu máli. Hann fékk svertingjann Denzel Washington til að leika hálfbróður Reeves, sem er hvítur. „Ég er á móti því að draga fólk í dilka,“ segir hann. „Shake- speare er fyrir plánetuna alla, ekki einhvern útnára hennar."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.