Morgunblaðið - 25.04.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.04.1993, Blaðsíða 29
MORGtJNBLAÐnD VELVAKAMPIMnnhoa^ur 25. APRÍL T993 3 29 Eilífur og óbreyt- anlegur Guð Frá Þorsteini S. Thorsteinssyni: í MBL. sunnudaginn 21. feb. birti Jónas Gíslason vígslubiskup greinina „Hvar er kærleikur Guðs?“ En þar segir: „Jesús fórnaði sér fyrir oss til lífs! Nú er ég hræddur um að ýmsir misskilji þetta og líti fyrst og fremst á Jesúm sem píslarvott há- leitra kenninga. Það er alvarlegur misskilningur að halda það!“ segir Jónas. Hvað hefur Jónas á móti háleitum kenningum, er mönnum ekki leyft að líta á Jesú sem píslar- vott? Síðan segir hann: „Jesús Krist- ur varð sekur um öll fólskuverk mannkyns frá upphafi sköpunar og útskúfað frá Guði! Því hrópaði hann á krossinum: Guð minn! Guð minn! Hví hefur þú yfirgefið mig?“ Hvemig fór Jesú að því að verða sekur um öll fólskuverk mannkyns- ins? Hvernig sem það nú er, þá held ég að mönnum hljóti að hafa orðið á einhver mistök við að reyna að túlka eitt og annað. En að segja að Guð hafí útskúfað Jesú Kristi, fínnst mér ekki rétt. Guð, skaparinn í öllum trúar- brögðum, er ekki vondur Guð og sem faðir útskúfar Hann ekki frelsara mannkynsins, eða hvað þá heldur mönnum er hafa ekkert gert af sér. í fyrsta lagi varð Guð sár er Hann sá hvernig þjóð hafði brugðist öllum þeim fyrirætlunum er Hann hafði gert til þess að byggja Guðs ríki á jörðu. í öðru lagi varð Hann sár yfir því hvernig hafði verið farið með Jesú er allur undirbúningurinn var farinn og Hann gat ekki lengur unnið með útvöldu þjóðinni. í þriðja lagi varð Hann sár yfir þeim örlögum er þjóðin hlyti. Sr. Einar Sigurbjörnsson orðar það þannig í bókinni Kirkjan játar, að: „Jesús kom sem gjöf Guðs mönn- um til handa“ (Kirkjan játar, bls. 177). En síðan segir hann annars staðar í bókinni: „Það má vel hugsa sem svo, að krossinn og dauði hafi verið óumflýjanleg örlög Guðs sonar í heiminum. Menn hefðu getað þegið gjöfina sem hann var, krossinn þar með umflúinn! (Kirkjan játar, bls. 182). Það hefði verið betra að orða þetta öðru vísi en að segja „það má vel hugsa sem svo“. í bókinni hefði átt að koma fram skýrt og skilmerki- lega til hvers Kristur kom í heiminn og fólkið afneitaði honum, þar af leiðandi varð Guðs ríki ekki að veru- leika. Sagan af hinum vondu vínyrkj- um í Matteusi segir greinilega frá hvernig þjóðin hafði brugðist Guði (eiganda víngarðsins) algjörlega er hann hafði sent Soninn (erfmgjann) til þess að þeir myndu virða Hann, en þeir myrtu Soninn. Svarið sem Jesús gaf far'seunum og prestunum var: „Guðs ríki verður frá yður tekið og gefið þeirri þjóð, sem ber ávexti þess.“ (Matt. 21:43). í blaðinu Vakning, sem var gefið út fyrir um það bil ári, birtist eftir- farandi bæn sem byijaði þ'annig: „Góður Guð, ég trúi því að þú hafir dáið vegna synda minna og risið upp frá dauðum, til þess að ég gæti eign- ast eilíft líf fýrir trú á þig.“ Hugs- anlega eiga sumir í erfiðleikum með að trúa því sem segir í þessari bæn, að Guð hafi dáið á krossi og risið upp. Fræðslufulltrúi Þjóðkirkjunnar á Austurlandi, Þórhallur Heimisson, segir í grein sinni, „Kristni á kross- götum (Mbl. 1. mars ’92): Margir eiga erfitt með að hugsa sér Guð hangandi á krossi, finnst það ógeð- fellt og ekki passandi því afli sem öllu ræður.“ Og síðan segir hann: „María sem fæddi Guð í heiminn, sem stóð hjá syni sínum undir kross- inum forðum þegar allir höfðu yfir- gefið Hann.“ Það er rétt hjá Þór- halli, að margir eiga erfitt með að hugsa sér að Guð hafi dáið. Guð sem við segjum að sé algjör, óbreytanleg- ur og sem hefur eilíft líf getur ekki fæðst, dáið og síðan risið upp frá dauðum. Eilífur Guð og sem skapari alls lífs hlaut að hafa verið til fyrir upphaf alls lífs. Við mennirnir erum sagðir vera musteri Guðs þar sem andi Guðs býr (1. Kor. 3:16). Jesús er sagður vera hinn sanni maður, einn sameinaður vilja Guðs, þar sem andi Guðs býr. I fyrsta Tímoteusarbréfi er sagt: „Einn Guð. Einn er meðalgangarinn milli Guðs og manna, maðurinn Kristur Jesús.“ (1. Tm. 2:5). Ekki er hægt að segja að Jesús sé Guð, í ljósi þess að hann bað á krossinum: „Faðir, fyrirgef þeim því þeir vita ekki hvað þeir gjöra.“ Hann var þá ekki að tala við sjálfan sig. Og þar sem við vitum að Hann kenndi læri- sveinum sínum að biðja, en þeir hefðu annars getað talað við Hann beint án þess að biðja. Athugasemd Frá Geir Magnússyni: Herra ritstjóri. NÝLEGA las ég í blaði yðar greina- flokk eftir prófessor við Háskóla íslands um fjármálastefnu Reagans fyrrum forseta og áhrif þeirrar stefnu á afkomu lands og þjóðar. Greinin er skrifuð á fagmannleg- an hátt, með tilvitnunum og kafla- skiptum. Niðurstaða skrifanna er samt í svo gjörsamlegri andstæðu við veruleikann, að ég get ekki orða bundizt. Heimildir prófessorsins eru Landssamtök fasteignasala ogýmsir hinir svokölluðu „Think Tanks“ eða áróðursmyllur af hægra kanti. Það er rétt, að frá sjónarhóli fasteigna- sala voru stjórnarár Reagans hinir mestu gósentímar. Það táknar samt ekki endilega -góðæri fyrir hinn al- menna borgara. Hefði prófessorinn verið að skrifa um Spönsku veikina hefði hann eflaust getað vitnað í hagtölur frá samtökum útfararstjóra til að sanna góðæri. Hinir svokölluðu Think Tanks geta ætíð „sannað" það sem þeirra húsbændum hentar að sanna og á það við slíkar stofnanir bæði til hægri og vinstri. Nei, öllum hlutlausum athugend- um ber saman um að lífskjör al- mennings í Bandaríkjunum hafi stór- versnað undir stjórn repúblikana. Hagsýslukenningar Reagans, hin svokölluðu Reaganomics, sem Bush réttilega kallaði „svartagaldurshag- fræði“, byggðust á algjörri rökleysu og óskhyggju. Að vísu er ekki rétt að kenna Reagan um þetta persónu- lega, hann var leikbrúða og var að mestu utangátta í þessum málum, sem og öðrum. Má kenna sjónvarp- inu um þetta landsböl. Hans sterka hlið var upplestur. Hann hafði sér- staka kæki, sem gáfu ræðum hans sannleiksstimpil. Voru kækir þessi sérstakt bros, kímilegar augngotur og það að halla undir flatt. Hann var ekki mikill ræðumaður frá eigin bijósti, las allt af „kjánaskjá“ (telep- rompter), sem ekki sést, þannig að margir héldu hann bara nokkuð skarpan. Sannleikurinn er annar, hann bar alltaf með sér vasafylli af pappaspjöldum, ólesin spjöld í vinstri vasa, lesin spjöld í hægri vasa. Fengu frammámenn annarra þjóða oft fyrir hjartað, þegar þeir fóru á fund Reagans og uppgötvuðu að þessi „leiðtogi hins frjálsa heims“, eins og Bandaríkjaforseti er oft kall- aður, þurfti að taka pappaspjöldin úr vinstri vasa og lesa af þeim um þau mál, sem til umræðu voru, en vissi ekkert að öðru leyti. Undir Reaganomics margfölduð- ust ríkisskuldir, framlög til félags- mála minnkuðu, útgjöld til hermála, og þar á meðal til „geimstríðs“-vit- leysunnar, stóijukust. Er nú svo komið að vaxtagjöld af ríkisskuldum eru einn stærsti útgjaldaliður Bandaríkjanna. Ef prófessorinn vill fá sannar hagskýrslur um breytingar á afkomu fólks í Bandaríkjunum 1980 til 1982 skal ég senda honum þær. GEIR MAGNÚSSON, 3045 Lisburn Road, Mechanicsburg, PA, 17055. Ef menn svo hugleiða þessa bæn í blaðinu Vakningu, gagnvart þeirri staðreynd hver tilgangurinn var með komu Krists í heiminn eða stofn- setja Guðsríki á jörðu, en ekki að heimurinn hafnaði Honum og kross- festi. Þar sem Jesús var farinn að fyrirgefa syndir, án þess að hafa misst svo mikið sem einn blóðdropa, eða löngu áður en Hann varð kross- festur. Því var krossfestingin ekki einhver atburður sem varð að eiga sér stað, til þess að fyrirgefa syndir svo að menn gætu eignast eilíft líf. Gamla Testamentið segir að ef maður „lætur af synd sinni og iðkar rétt og réttlæti skilar aftur veði, endurgreiðir það, er hann hefir rænt, breytir eftir þeim boðorðum, er leið- ir til lífsins, svo að hann fremur engan glæp, þá skal hann lífi halda og ekki deyja. Allar þær syndir, er hann hefir áður drýgt, skulu honum ekki tilreiknaðar verða. Hann hefír iðkað rétt og réttlæti, hann skal lífi halda!“ (Esk. 33.15-16). ÞORSTEINN S. THORSTEINSSON, Kaplaskjólsvegi 53, Reykjavík. LEIÐRÉTTINGAR Misritun í fyrir- sögn Komma féll niður í fyrirsögn um árlegan bílakostnað fyrirtækja í blaðinu í gær. Rétt er að kostnaður- inn er talinn geta numið 3,8 millj- örðum eins og segir í fréttinni. Ekki samkeppni ríkisins í frétt Morgunblaðsins sl. mið- vikudag á bls. 31 af umræðu á Alþingi um frumvarp til lyfjalaga féll niður orðið „ekki“. Orðfall þetta brengaði frásögn af ræðu Geirs H. Haarde (S-Rv) formanns þingflokks sjálfstæðismanna. Rétt skal frá greint: Ræðumaður vek að ýmsum atriðum sem umdeild hafa verið. Hann sagði að ekki ætlunina að sjúkrahús og heilsugæslustöðvar hæfu samkeppni við einkaaðila í stórum stíl. Veltutölur Ess- emm ekki sam- anburðarhæfar í töflu í viðskiptablaði sl. fimmtu- dag yfir veltu auglýsingastofa inn- an SIA láðist að geta þess að aug- lýsingastofan AUK hf. annast birt- ingar fyrir Essemm. Birtingar- kostnaður hjá fjölmiðlum var því ekki meðtalinn í veltutölum Es- semm fyrir árin 1991 og 1992. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Fermingar í Dómkirkjunni Þær breytingar hafa orðið á ferm- ingarbömum í Dómkirkjunni sunnudaginn 25. apríl að Agnes Hrönn Gunnarsdóttir Ránargötu 9a, fermist ekki þann dag. Þá féll niður nafn Hildar Karenar Bene- diktsdóttur Reynimel 57. Rangt nafn Nafn Friðrikku Eddu Þórarins- dóttur Túngötu 4 í Grindavík, sem fermist í Grindavíkurkirkju í dag sunnudaginn 25. apríl, misritaðist í blaðinu í gær. Beðist er velvirðin- ar á þeim mistökum. Fór en flúði ekki Ranghermt var í fyrirsögn fréttar á bls. 4 í blaðinu í gær að sambýlis- kona mannsins sem handtekinn var með 1,4 kg. af amfetamíni á Kefla- víkurflugvelli hafi flúið land áður en dómur gekk í máli vegna fíkni- efna innflutnings hennar fyrir skömmu. Eins og fram kom í meg- inmáli fréttarinnar fór konan úr landi, eftir að farbann sem henni hafði verið sett af dómstólum, rann út. Þá var hins vegar ekki búið að dæma í máli hennar. Kæru vinir! Innilegar þakkir til allra þeirra, er samglödd- ust mér á 80 ára afmœli minu 17. apríl sl. Sérstakar þakkir til alls þess góÖa fólks er aÖ- stoöaöi mig við veisluhaldiÖ. Björn Þóröarson, Blönduhlíö, Dalasýslu. NÁMSAÐSTOÐ á lokasprettinum fyrir vorprófin • réttindakennarar • flestar greinar ■ öll skólastig Innritun í síma 79233 frákl. 14.30 til 18.30 virka daga ____________Nemendaþjónustan sf. Aðalfundur Rauða kross deildarinnar í Garðabæ verður hald- inn miðvikudaginn 28. apríl kl. 20.30 í Slökkvistöð- inni í Hafnarfirði við Flatarhraun. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn. Stjórnin. Raudi Kross íslands + Aéalfundur Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands verður haldinn miðvikudaginn 5. maí 1993 kl. 20.30 í „Múlabæ", Ármúla 34. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. Félagsmenn sýni félagsskírteini 1992 við innganginn. Stjórn Reykjavíkurdeildar RKÍ. ^®'ÍSíicotineirnikótínplástri ^Vverða haldnar í eftirtöldum apótekum frá kl. 14-18: Kópavogs Apóteki..... Háaleitis Apóteki.... Hafnarfjarðar Apóteki Ingólfs Apóteki...... Breiðholts Apóteki... Mánudaginn 26. Þriðjudaginn 27. Miðvikudaginn 28. apríl Fimmtudaginn 29. apríl .Föstudaginn 30. apríl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.