Morgunblaðið - 25.04.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.04.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDÁGUR 25. APRÍL 1993 B 31 SÍMTALIÐ... ER VIÐ BALDUR JÓNSSONPRÓFESSOR Lausir við málótta 28530 íslensk málstöð, Kári. - Góðan dag, þetta er á Morg- unblaðinu, gæti ég fengið að taia við forstöðumanninn, Baldur Jóns- son? Augnablik. Baldur. - Komdu sæll^ ég hef nú oft hringt í ykkur í Islenskri málstöð þegar erfitt orð vefst fyrir mér, og nú finnst mér eiginlega tími til kominn að vita eitthvað meira um þessa ágætu stofnun og hlutverk hennar. Jú, í stuttu máli má segja að hún sé framkvæmdastofnun ís- lenskrar málnefndar. Málnefndin er skipuð 15 mönnum og innan hennar er svo fimm manna stjórn sem kemur reglulega saman. Nefndin var stofnuð 1964 en ís- lensk málstöð tók til starfa í árs- byijun 1985. - Og eruð þið í tengslum við Háskólann? Málstöðin er nú aðallega tengd Háskólanum af sögulegum ástæð- um, reyndar hagnýtum líka því við erum í húsnæði hans hér í Ara- götu, og svo er forstöðumaðurinn prófessor í heimspekideild. Hlut- verk okkar er það helst að veita málfarslega ráðgjöf, bæði munn- lega og skriflega, undibúa fundi og ráðstefnur sem málnefndin held- ur, annast útgáfu-. starfsemi og halda uppi tengslum við málnefndir á Norðurlöndum og orðanefndir hér á landi. Það er nú kannski aðal upp- gangurinn, ný- yrða- og íðorða- starfsemin. - íðorðastarf- semi, í hveiju felst hún? Áður var alltaf talað um nýyrði, en það er ekki aiveg það sama og íðorð. íðorð er annars vegar haft um fræðiheiti og hins vegar um starfsbundin heiti, og oft geta þetta verið hundgömul orð. Við. höfum gefið út orðasöfn fyrir hin ýmsu fög og störf, bæði með íðorð- um og nýyrðum og erum í tengsl- um við 30 orðanefndir í landinu. - Svo það er nóg að gera. Já, okkur vantar bara fólk. Það vantar tvær nýjar stöður sem við höfum beðið um í mörg, mörg ár. f Hér eru aðeins þijár stöður eins og er og ein er ómönnuð í bili. - Hvað snertir almenning, er mikið hringt í ykkur? Já mjög mikið, og mér þykir vænt um það þegar fólk hvað- anæva af landinu rís upp frá verki sínu til að spyija okkur um beyg- ingar á orðum. En á síðasta ári fengum við 1.230 fyrirspurnir í 970 símtölum. - Og hvað er helst spurt um? Framan af var mest spurt um þýðingar á erlendum orðum, og þá varð nú oft íslenska orðið til á staðnum, bara í símtalinu. Und- anfarið hefur líka borið á spurning- um um einstök málfarsatriði eða málfræðileg, eins og beygingu orðs, rithátt og þess háttar. - Nú ert þú mikill íslensku- fræðingur, er fólk ekki hálffeimið við að opna munninn í návist þinni? Nei. Einhver fann nú upp á því að tala um málótta í návist svona skelfilegra manna eins og þú ert að tala við núna, en ef nokkur þjóð er laus við^ málótta eru það íslending- ar, það kjaftar á þeim hver tuska. - Það er ekki að spyija að því, en ég þakka þér fyrir spjallið. Baldur Jónsson 1- Fengu Þingvalla- vatnyfirsig Mesta tjón, sem orðið hefur við nokkra mannavirkjagerð hér á landi, varð að morgni 17. júní við orkuverið sem verið er að reisa við Efra-Sog, segir í upphafi fréttar í Morgunblaðinu 19. júní 1959. Þá var verið að virkja Sogið þar sem það rann úr Þingvallavatni, sem var mikið mannvirki á þeim tíma, og stíflugarðurinn brast framan við jarðgöngin gegnum Dráttarhlíð eftir næturlangt stór- viðri með miklu brimi á Þingvallavatni. Skarðið í varnargarðinn þar sem Þingvallavatn braust fram var 15 m breitt. egar vatnið kom út um göngin ofan við stöðvarhúsið, sópaði það á undan sér stálsteypumótun- um, sem notuð eru þegar steyptir eru veggir og hvelfing jarðgangn- anna og stanzaði mótið á öðru vatnsinntaki sem búið er að steypa. Vatnið molaði niður og sópaði með sér mótauppslætti. Tvær neðstu hæðir stöðvarbyggingarinnar fyllt- ust, og nokkurt vatn er á þriðju hæð, en þar verður vélasalur orku- versins. Flóðið sópaði með sér út á Úlfljótsvatn miklu af timbri, vinnuskúrum og ýmsu lauslegu og einn stóran krana hreif flóðið með sér. Þegar flóðaldan skail á stöðv- arhúsinu voru þar inni þrír menn sem þangað höfðu verið sendir til að bjarga dýrmætum mælitækjum og teikningum. Mennina sakaði ekki, en þeir komust allir í hættu. Einn bjargaði sér upp á þak stöðv- arhússins, annar út um glugga og sá þriðji óð vatnsflauminn til lands. Flóðið inni í byggingunni færði þar til jýmis stór og þung stykki. I flóðinu hefur lent fjöldi mjög dýrra tækja, sem enginn veit nú hvort nokkurn tíma muni finnast. Margra vikna vinna fjölda manna hefur eyðilagzt eða stórskemmst ... Um 150 manns hafa verið við störf við orkuverið að undanförnu og miðaði byggingavinnunni vel áfram. Aðeins fátt manna var heima við er stíflúgarðurinn brast og var það lið allt boðað út til starfa, en fékk að sjálfsögðu lítt að gert eins og á stóð. Aðfaranótt 17. júní hafði verið mesta veður sem komið hefur í Dráttarhlíð síð- an vinna hófst þar fyrir tveim árum. Léku íbúðarskálarnir á reiði- skjálfi um nóttina. Við varnargarð- inn í Þingvallavatni var hauga- brim. Ofaná stálþilinu framan við varnargarðinn var skjólveggur úr timbri, en í brimrótinu um nóttina og að morgni þjóðhátíðardagsins, braut brimið skjólvegginn. Stöðugt skolaði yfir garðinn og tók að renna úr honum. Velktist garður- inn þannig smám saman, en á honum hvíldi óhemju þrýstingur vegna straums og storms. Um FRÉTTA- LJÓSÚR FORTÍD klukkan 11.30 árdegis brast stál- þilið framan við uppfyllinguna og brátt myndaðist 15 metra skarð í varnargarðinn." í fréttinni segir að í orkuverun- um í Ljósafossstöðinni og írafossi þarna rétt fyrir neðan hafi komið í ljós að vatnsmagnið var 370 kú- bikfet og var vatnið orðið mjög hátt í svelg írafossstöðvarinnar. Eðlilegt rennsli um Þrengslin var sagt 10 kúbikmetrar á sekundu. Enn frekari mælingar leiddu í ljós að „svo ört lækkar vatnsborð Þing- vallavatns að eins og nú stendur nemur lækkunin 25 sm á sólar- hring. Hefur Sogið aldrei verið svona vatnsmikið, enda er það ægileg sjón að sjá þegar vatnið beljar niður flúðirnar fyrir neðan stíflugarðinn við orkuverin". Ekki var vitað hve miklar tafir mundu af þessu leiða við smíði orkuvers- ins, en víst að þetta stórtjón mundi tefja verulega fyrir. Var strax haf- ist handa, aðstaðan var erfið mjög vegna hins ógurlega straumþunga. Þrír öflugir dráttarbílar voru strax sendir norður á Sauðárkrók til að sækja stálþil, sem nota átti til að loka skarðinu. Tveimur dögum seinna segir í frétt í Morgunblaðinu að unnið hafi verið nótt og dag við flutning á gijóti í hinn nýja garð og virðist verkið sækjast allvel. Sækja varð gijótið nokkurn veg. Bílarnir með stálþilin voru komnir að Efra Sogi og vonir stóðu þennan sunnudag til að nýi varnargarðurinn yrði kominn langleiðina helgina á eft- ir.„Þegar komið er austur að Þrengslum nú, er sjónarmunur á vatnsborði Þingvallavatns, enda veruleg lækkun orðin á vatninu“, segir þar. Þarna hefur verið sjón að sjá, enda segir í blaðinu: „Fjöldi fólks hefur lagt leið sína austur undan- farna daga. Vegna gijótflutninga- anna í nýja garðinn hefur orðið að loka veginum upp í Dráttarhlíð. Við brúna við Efra Sog er kominn vörður. Vegna flutninganna hefur bílum verið bannað að nema staðar á þjóðveginum. Nær þetta stöðu- bannssvæði frá norðurenda Þrengslanna og suður fyrir gatna- mótin, að vegamótunum að brúnni við Efra Sog.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.