Morgunblaðið - 01.05.1993, Page 2

Morgunblaðið - 01.05.1993, Page 2
í-2 C .. M0BGUNBIÍ4ÐIÐ XAUGARDAGUR 1. MAÍ 1993 Garðasýning Garðyrkjusýning í Perlunni ÞEIR voru hátt í þrjátíu þúsund gestirnir sem mættu í Perluna um síðustu helgi til að kynna sér ýmiskonar þjónustu og starfsemi tengda ferðamálum og útivist á sýningu sem þar var haldin. í dag verður þar opnuð önn- ur og ekki síður umfangsmikil sýning fyrir áhugafólk og fagmenn um flest það sem við- kemur görðum og gróðurrækt og stendur hún yfir til 9. maí. Sérstakir heiðursgestir á sýningunni eru íbúarnir á Sólheimum í Grímsnesi, sem hafa um árabil ræktað græn- meti á lífrænan hátt og munu kynna þá starf- semi sína. Rúmlega 40 aðilar kynna vör- ur, þjónustu og ráðgjöf á garðyrkjusýningunni, sem að sögn þeirra Stefáns Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Perlunnar, og Stefáns Á. Magnússonar, markaðs- ráðgjafa við sýningar þar, hefur verið í undirbúningi frá byrjun þessa árs. „Við höfðum samband við þá aðila sem við töldum eiga erindi á sýninguna í ársbyijun og síðan þá hefur verið stöðugur undirbúningur í gangi,“ segir Stefán Á. Magnússon. fyrí.r ALLT GLUGGANN úrval, gæði, þjónusta pli-sof Plíseruö gluggatjöld, sérsniöin fyrir hvern glugga í mörgum litum og gerðum. Tilvalin í sólhúsiö, glugga mót suðri og alla vandamála- glugga. Sendum í póstkröfu um land allt. Einkaumboö á l’slandi Síðumúla 32 - Reykjavík Sími: 31870 - 688770 Tjarnargötu 17 - Keflavík Sími 92-12061 Glerárgötu 26 - Akureyri Sími 96-26685 iÍGrænt númer: 99-6770 Fræösla, róðgjöf og hugmyndir „Markmiðið var að koma upp sýningu sem höfðaði til allra þeirra sem vildu fá hugmyndir fyrir garða sína, vildu fræðast meira um garð- rækt, fá ráðgjöf og kynnast því hvaða möguleikar væru í boði. Eins og listinn yfir sýn- endur er nú samsettur er ljóst að þessum mark- miðum er náð og ef ætti að telja upp nokkur þau atriði sem eru sýnd þá má nefna áburð, mold, túnþökur, heita potta, timbur, skjól- veggi, sólpalla, steina, stórgrýti, gosbrunna, sandkassa og hvaðeina, fyrir svo utan gróðurinn sjálfan og ýmsar nýj- ungar varðandi bætt vaxtarskilyrði." Mestur hluti sýning- arinnar er á jarðhæð Perlunnar, en við hana er í Öskjuhlíðinni búið að útbúa 300 fermetra sýningargarð sem hlotið hefur nafnið Perlugarð- urinn. Þar hafa nokkrir sýnendur, þ.e. Garðhús- ið, Eggert Waage, Nor- mann Byggingarvörur, Garðaval, Pálminn, Raf- kaup, Húsasmiðjan og Stanislas Bohic, garða- hönnuður útbúið garð- inn til að gefa gestum raunsæja mynd af möguleikum varð- andi hönnun garða, útlit og efni. Göngur undir leiðsögn En boðið verður upp á lengri göngutúra en bara um Perlugarðinn, því að þijár skógargöngur verða farnar í tengslum við sýninguna, báða sunnudagana kl. 15 í leiðsögn Skógræktarfélags Reykjavíkur og einnig kl. 20 að kvöldi fimmtudags. Gengið verður frá Perlunni um Öskjuhlíðina og í Fossvoginn. Þá verða fyrirlestrar og fræðslu- fundir haldnir í fundarsalnum í kjall- ara Perlunnar, m.a. verður fjallað um salatræktun á vegum fyrirtækis- ins Lambhaga, Gróðrarstöðin Mörk verður með fræðslufund og mynda- sýningu um gróðursetningu, fræðslufundir verða á vegum Garð- UNDIRBÚNINGUR fyrir garðyrkjusýning- una hefur staðið yfir frá ársbyrjun undir stjórn þeirra Stefáns Á. Magnússonar mark- aðsráðgjafa sýningarinnar og Stefáns Sig- urðssonar, framkvæmdastjóra Perlunnar. yrkjufélags íslands, Húsasmiðjunnar og fleiri aðila. Auk þeirra aðila sem hér hafa verið nefndir eru í hópi eftirtaldir í hópi sýnenda: Grasagarðurinn í Laugardal, Áburðarverksmiðja rík- isins, Björgun, Water-Works, Hús og hýbýli, Esja, B.M. Vallá steina- verksmiðja, S. Guðjónsson rafbúð, Félag skrúðgarðyrkjumeistara, Sölufélag garðyrkjumanna, Garð- yrkjufélag Islands, Sindrastál, Vetr- arsól, Orka, Borgarljós, Vesturheim- ar, Gróður og garðar, Ellingsen, K. Richter, Smágröfur, íslenska um- hverfisþjónustan, Gróandinn, Skelj- ungur, Árni M. Hannesson, Félag garðplöntufræðinga, Hirðir og Skóg- arálfar. ve PERLUGARÐURINN hefur smám saman verið að taka á sig endan- lega mynd undanfarna daga. Hann er gerður í samstarfi nokk- urra aðila til að gefa mynd af möguleikum varðandi hönnun útlit og efni. Félag skrúðgarðyrkjumeistara Leiðbeiningar, ráðgjöf og upplýsingar um félagsmenn FÉLAG skrúðgarðyrlgumeistara hefur nú opnað skrifstofu við Oðinsgötu 7 í samvinnu við Félag garðyrkjumanna og verður þar með fastan símatíma vikulega. Verður boðið verður upp á leiðbeiningar, ráðgjöf og upplýsingar, auk þess sem þar mun liggja frammi listi yfir félagsmenn. Þetta er liður í að auka kynn- ingu á félaginu og faginu, en formaðurinn, Gunnar Jónatansson, segir nokkuð bera á því að fólk geri ekki greinarmun á fagmönn- um og ólærðum áhugamönnum seni starfi við garðyrkju á sumrin. „Við höfum stundum orðið varir við það viðhorf að það geti varla þurft sérstaka kunnáttu til að vinna í garðrækt. Kannski vegna þess að hún er mjög algengt áhugamál hjá fólki,“ segir Gunnar Jónatansson. „En þegar kemur að framkvæmdum sem kosta fé og fyrirhöfn reynir á þekkingu þeirra- sem vinna verkið og því viljum við efla fræðslu um félagið og auð- velda fólki aðgang að fagfólki og þekkingu þess.“ Menntunin að baki skrúðgarð- yrkjumeistara er tveggja vetra nám í Garðyrkjuskóla ríkisins, samhliða námssamningi hjá meist- ara í faginu. Að lokinni tveggja ára vinnuskyldu eftir sveinspróf kemur svo að einnar annar námi í Meistaraskóla og er m.a. boðið upp á það bæði í Iðnskólanum í Reykjavík og Hafnarfirði. Al- menna garðyrkjunámið felur í sér kennslu um allar garðafram- kvæmdir, s.s. göngustígagerð, hellulagnir, undirbúning á beðum fyrir plöntun, grasafræði, jarð- fræði og áburðarfræði, byggingar- fræði og skipulagsfræði, svo nokk- uð _sé nefnt. Ásókn í þetta nám hefur aukist talsvert á undanförnum árum og skólinn útskrifar um 15 til 20 nem- endur á tveggja ára fresti. Hellusteypan Smárahvammi SfiÉi (A horni Hagasmára og SmárahvammsvegarJ Höfum til afgreiðslu áferðarfallegar hellur í öllum helstu stærðum og gerðum. Sexkantur - l-steinn - Brotsteinn - Hleöslusteinn - Lássteinn - Kantsteinn. Höfum jafnframt hafið sölu á Milliveggjaplötum - Rörum - Keilum - Beygjum Greinum - Hringjum - Sandföngum - Þrepum. helLUSTEYPAn smárahvammi HAGASMÁRA 4, KÓPAVOGI, SÍMI 91-45125.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.