Morgunblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1993 C 5 8861 IAM .1 51 Garöyrkja Fyrstu skrefin í garðrækt Hvernig á að koma sér upp skemmtilegum garði? Er hægt að skapa sér eigin „verðlaunagarð“ á stuttum tíma? Er til einhver for- skrift? Þurfa menn að vera sérfræðingar í garðrækt til að geta stundað garð- yrkju heima við af ein- hverju viti? Þessum og fleiri spurningum var beint til Sigríðar Hjartar sem er formaður Garðyrkjufélags íslands, en það er félag áhugafólks um garðyrkju og telur um fjögur þúsund félagsmenn og er eitt elsta félag landsins. HÉR MÁ sjá hvar verið er að taka fyrstu skrefin í mótun garðsins. HÉR ER búið að endurskipuleggja beð við inngang húss þar sem áður var grasflöt. I steinhæðina í miðju og fjölæringabeðið umhverf- is er reynt að raða plöntum með mismunandi blómgunartíma. Ef þú ætlar að koma upp verð- launagarði, án þess að við skil- greinum hann nokkuð nánar, á fáum árum þarftu einfaldlega að kaupa þér mikla þjónustu og ráðgjöf landslagsarkitekta og garðyrkju- manna. Ef þú vilt hins vegar gera þetta sjálfur í rólegheitum og taka til þess nógan tíma ferðu öðruvísi að,“ segir Sigríður en bendir um leið á að við verðum að skilgreina verðlaunagarð. Þar með er ákveðið að nálgast málefnið frá öðru sjónarhorni. ímyndum okkur fjölskyldu sem er að koma sér upp einbýlishúsi með þokkalegri lóð. Hvert er fyrsta stig- ið í garðræktinni? „Ef væntanlegi garðyrkjuáhuga- maðurinn okkar er svo heppinn að hafa góða lóð og hús og vill fá skemmtilega heildarmynd er best að byrja á að ráða landslagsarkitekt í þjónustu sína um leið og arkitekt- inn teiknar húsið. Hönnun á megin- atriðum garð og húss verður að fara saman. Landslagsarkitektinn teikn- ar eins konar beinagrind, leggur meginlínur, bendir á hvar hentugast sé að hafa sólpall, matjurtagarð, runna og svo framvegis en síðan á garðeigandinn sjálfur að annast nán- ari útfærslu." Lærum langmest af mistökum Hvað þarf að hann kunna til þess? „Sá sem er fullur áhuga er fljótur að læra og í garðræktinni er það eins og í svo mörgu öðru að við lærum langmest af eigin mistökum. Við þurfum í upphafi að skapa skjól, velja tijátegundir og aðrar plöntur og þannig þreifum við okkur áfram. Við sjáum þá fljótt hvaða tré og runnar vaxa og dafna, skiptum um tegund ef ein gengur ekki og það sama er að segja um aðrar plöntur. En þetta getur verið þolinmæðisverk og garðræktinni lýkur aldrei." Gorðar taka breytingum Sigríður segir að oft skipti garðar um svip og breytist með breytingum í fjölskyldunni. I garði hennar var fyrst rými fyrir grasflatir til bolta- leikja, leiktæki, sandkassi og annað sem smábömum kom vel. Nú séu þessi tæki horfin en mun meira kom- ið af plöntum í staðinn og reyndar búið að breyta aðkomu og bílastæði og byggja nýjan bílskúr. „Þannig þróast garðurinn og tekur hægum breytingum og eftir því sem við öðl- umst meiri reynslu í meðferð og vali plantna leggjum við kannski út í æ meiri tilraunir með nýjar tegund- ir. Og þeir sem eru í garðrækt af lífi og sál em sífellt að spá og spekúl- era. Þeir sjá að ein plöntutegund í næsta garði dafnar vel en ekki hjá þeim sjálfum og öfugt og til þess geta legið margar ástæður. Þeir sjá forvitnilegar plöntur á ferð sinni um landið og í garði kunningjanna og taka að skiptast á um græðlinga og SIGRÍÐUR Hjartar, formaður Garðyrkjufélags íslands. lauflausar plöntur. Annað meginatriði finnst mér vera varðandi val á skrautjurtum að þeim sé raðað þannig að hafðar séu saman jurtir sem blómstra á mismunandi tíma. Þá sjáum við allt- af eitthvert líf í beðinu. Sumar jurt- ir blómstra mjög snemma, strax í febrúar eða mars og aðrar bera blóm allt fram í október. Þannig getum við haft blómstrandi jurtir næstum því hálft árið. Þriðja atriðið vildi ég einnig benda á og það á við um gamla garða. Ef menn hafa keypt notuð hús þar sem garður hefur þegar verið ræktaður upp ráðlegg ég mönnum að fara hægt fyrsta árið. Kannið vel hvaða jurtir eru í garðinum, bíðið eftir að sjá hvaða jurtir skjóta upp kollinum næsta vor eða sumar eftir að þið kaupið og farið þá fyrst að huga að eigin breytingum. Og ég ráðlegg mönnum hiklaust að leita eftir ráð- leggingum og ábendingum garð- yrkjumanna og landslagsarkitekta, þannig komumst við af stað en síðan þarf bara að þreifa sig áfram og sýna garðinum ákveðna umhyggju.“ jt fræ og þannig eru þeir sífellt með hugann við að auka fjölbreytnina. Við þurfum líka að vera opin fyr- ir því að færa plönturnar til í garðin- um til að fá sem best vaxtarskilyrði og heildarmynd og gildir það bæði um trjáplöntur og blómjurtir." Er þetta ekki endalaus vinna og jafnvel púl að sjá um þokkalegan garð, reyta arfa og flytja mold og grjót? „Nei, það er nefnilega misskiln- ingur. Garðrækt er miklu fremur ánægja en púl. Auðvitað þarf stund- um að flytja mold, leggja hellur og vinna ýmis slík erfið verk en það er bara á nokkurra ára fresti. Auð- veldu verkin eru hins vegar miklu fleiri, hlú að jurtunum, snyrta beðin, bera á og vökva og þar fram eftir götunum og ef þetta allt er gert jafnt og þétt er vinnan ekki erfið. Og við megum heldur ekki láta arf- ann vaxa þannig að hann breiði úr sér yfir allt. Við eigum að kippa upp illgresisplöntum um leið og við verð- um þeirra vör - annars verður það puð. Við getum til einföldunar skipt garðyrkjunni í þijú tímabil: Á veturna á að hugsa um garðinn og velta fyrir sér skipulagi, á vorin þarf að vinna í garðinum og á sumr- in eiga menn að njóta hans. Og það er alveg óhætt að fara frá garðinum í sumarfriinu. Ef hann er vel hirtur þegar við förum er ekki mikið verk að gera hann jafngóðan aftur eftir mánaðarfrí. Við skulum líka hafa í huga að garðeigandinn er herra garðsins en ekki öfugt svo umsjónin á ekki og má ekki vera honum byrði eða skyldukvöð.“ Er dýrt að koma sér upp snyrtileg- um og fallegum garði? „Nei, það þarf ekki að vera það ef menn hafa nógan tíma og þurfa ekki að kaupa sér mikla aðstoð. Sumir vilja hins vegar koma garðin- um í endanlegt horf um leið og þeir ljúka við húsbygginguna og þá þarf að kaupa ýmislegt, plöntur, tré og rurtna sem við gætum alveg ræktað upp sjálf á nokkrum árum. En til að stunda garðyrkju þurfa menn ekki annað en einföld verk- færi og dálítinn tíma. Garðyrkjan er nefnilega mjög góð í tómstundum, hún dregur mann út og maður fær hreyftngu og þar að auki lærir mað- ur margt um náttúruna, lærir að þekkja plöntur, hvernig þær hegða sér við hin ýmsu skilyrði og hversu veðráttan ræður miklu um hvernig þær dafna.“ Þrjú meginatriói Hvaða leiðbeiningar geturðu gefið um val á plöntum? „Það er erfitt að ráðleggja um slíkt því það er svo einstaklingsbund- ið hvað menn vilja, hvað þeim fínnst fallegt og hvort þeir vilja fremur leggja áherslu á tijágróður eða aðr- ar jurtir og enn aðrir vilja mikið rými fyrir matjurðagarð. En það má benda á þijú meginatriði: Á höfuðborgarsvæðinu þar sem veðráttan er fremur grá, hvorki stöð- ugur snjór og birta á vetrum né stöð- ugt sólskin á sumrin finnst mér hent- ugt að nokkuð mikið sé um sígræn- ar plöntur. Þær þyrftu þá helst að vera nálægt inngangi og þar sem fólk er á ferðinni við húsið allt árið svo menn sjái ekki bara líflausar og Hellur - steinar Dæmi um verð í Reykjavík og á Suðurlandi: 40x40x5 gangst.hellur kr. 1.313,- pr. fm. l-steinn 6 cm þykkur kr. 1.575,- pr. fm. Götusteinn 6 cm þykkur kr. 1.540,- pr.fm. Sumarbústaðaeigendur Fyrirliggjandi á lager hliðgrindur úr járni Dæmi um verð: 4 m hlið kr. 55.000,- m/vsk. Sölusími 98-31 104 Fangelsiö Litla-Hrauni, Eyrarbakka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.