Morgunblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 7
MORGU.NBLAÐIÐ IAUGARDAGUR 1. MAI 1993 G 7 Vol q trjám Yfir eitt hundrað tegundir ÞEGAR planta á trjáplöntum í garða get- ur verið úr vöndu að ráða. Tegundirnar eru orðnar fjölmargar og við getum í dag valið á milli yfir 100 tegunda en ekki aðeins á milli birkis, víðis, reynis og greni- trjáa eins og algengt var fyrir aðeins til- töiulega fáum árum. En það sem getur hjálpað við valið er hvernig aðstæðurnar eru á lóðinni því það er ekki víst að við getum boðið hvaða trjáplöntu sem er hvaða skilyrði sem er. Til að leiðbeina í þessum vanda snerum við okkur til Pét- urs N. Ólasonar sem hefur rekið gróðra- stöðina Mörk í Reykjavík í aldarfjórðung. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon LERKI er gott dæmi um skógarplöntu sem er hentug t.d. til ræktunar á sumarbústaðalöndum og eins þar sem jarðvegur er rýr. að hefur farið fram mjög mikið tilraunastarf varðandi ræktun á nýjum tijátegund- um hjá fjölmörgum aðilum,“ segir Pétur. „Þar á ég við gróðrastöðv- ar, einstaklinga, Grasagarðinn í Reykjavík og fleiri. Menn hafa farið í söfnunarferðir og orðið sér úti um fræ af nýjum tegundum sem tekist hefur að fá til að nema hér land. Helst eru það plöntur af háfjallasvæðum, til dæmis frá öðrum Norðurlöndum, Alaska og öðrum svæðum á svipaðri breidd- argráðu og ísland.“ Sambýliö skiptir móli Pétur segir að skilyrði til tijá- ræktar á höfuðborgarsvæðinu séu mjög misjöfn. Vogarnir og Bú- staðahverfið séu góð svæði og sömuleiðis Fossvogur en Breiðholt hafi verið nokkuð erfið í útjöðrun- um, þó ekki eins erfitt og ætla hefði mátt. Einnig hafi Seltjarnar- nesið verið nokkuð erfitt og sumir staðar á Suðurnesjum þar sem sjávarrok er mikið en það hafí víða lagast: „Það sem skiptir máli er sam- býlið. Gróður verður að hafa ákveðið sambýli, það dugir ekki að einn og einn garður sé ræktað- ur upp ef hann hefur ekki stuðning af gróðri í næsta garði. Á Seltjarn- arnesi eru skilyrði til dæmis orðin allt önnur en þau voru fyrir 10 til 15 árum. Sjávarrokið, selta og vindur gerðu mönnum erfitt fyrir en nú þegar tekist hefur að koma vel af stað þessum harðgerðustu plöntum geta aðrar dafnað í skjóli þeirra. Þetta hefur tekist með því að menn byggja skjólveggi og sinna þessari ræktun af þolinmæði og hún gefur þá þennan árangur. Við getum einnig séð þetta austur á Hellu. Þar er flatlendi og mikill vindur en smám saman hefur skapast þar allt annað loft- slag eftir því sem gróðurinn nær sér á strik.“ Pétur segir ágæta reglu að velja íslenskar og harðgerðar tegundir, til dæmis birki og víði, þar sem er vindasamt og hætt við sjávar- roki en erlendar víðitegundir, sem oftast vaxi hraðar en þær ís- lensku, geti myndað stuðnings- gróður. Þá hvetur hann menn til að vera óhrædda við að skipta um tegundir, höggva burtu tré og runna sem hafa gert sitt gagn og setja annað í staðinn. Þurfum líka að grisja „Við þurfum líka að muna eftir að planta tijám þannig að þau geti notið sín og að rúmgott sé kringum þau og síðan getur kom- ið að því að við þurfum að grisja og höggva burtu tré sem farin eru að standa öðrum tijám fyrir þrif- um. Við sjáum sums staðar hvern- ig garðar hafa verið yfirfylltir af tijám sem eru látin standa árum saman án þess að grisjað sé og þegar kemur að því að eitthvað verður að gera er eins og að slíta eigi sálina úr fólki! Það má líka benda á annað varðandi val á tijám ef menn eru að byija að planta í garðinn að það er betra að kaupa nokkrar tegundir heldur en aðeins eina ef í ljós kemur að einhver tegundin hefst illa við. Þannig eru menn fljótir að prófa sig áfram og geta síðan bætt við þeim tegundum sem þrífast best og mönnum falla best.“ Pétur segir að nokkuð sé um að fólk leiti leiðbeiningar og reynt sé að gefa þær mikið í síma og hafa fagfólk til að annast þær. Þá hefur gróðrastöðin Mörk gefið út litprentaðan bækling með plöntulista og ýmsum leiðbeining- um varðandi gróðursetningu, und- irbúning jarðvegs, vökvun, klipp- ingu og úðun og þar er einnig að finna ýmsan fróðleik um limgerði, skrautrunna, beijarunna, fjölærar jurtir, grænmetisjurtir og ýmislegt fleira. Þá segir Pétur að algengt sé að fólk komi í gróðrastöðina með uppdrætti af görðum sínum og óski eftir ráðleggingum um val á plöntum. jt Kristallar auka vöxt KOMIÐ er á markaðinn kristalla-efni sem framleið- endur teljá að auki vaxta- hraða ýmissa plantna um 20 til 40%. Kristallaefnið heitir Waterworks, en umboðsmað- ur hér á landi er Heildversl- un Þórhalls Sigurjónssonar hf. Þórhallur Siguijónsson segir bandaríska vísinda- menn hafi fundið þessa að- ferð, en hún byggist á því að kristallarnir haldi betur súrefni að plönturótunum og gefa þannig betri vaxtarskil- yrði. órhallur segir að Waterworks- efninu sé blandað í gróður- mold. Það drekki í sig vatn og margfaldi við það þyngd sína og rúmmál mörghundruð sinnum. Vatninu miðli það hægfara aftur til plönturótanna eftir því sem moldin þornar. Þannig stuðli Wat- erworks-efnið að jöfnum og stöð- ugum vexti og fyrirbyggi vaxt- artruflanir af völdum óreglulegs aðgangs að vatni og bæti um leið nýtingu áburðarefna í moldinni. Hann segir að reikna megi með allt að 25% uppskeruauka og 50% minni áburðarþörf sé Waterworks notað við ræktunina. Efnið á að halda eiginleikum sínum óskertum í að minnsta kosti fímm ár eftir blöndun þess í jarðveg, en í tímans rás brotnar það í náttúrulegar kol- efnasameindir. Reglur um notkun Þórhallur segir að eigi að nota Waterworks til ræktunar potta- plantna, beri að nota 600 til 1.500 grömm í hvem rúmmetra moldar eða 1,5 til 2 grömm i hvern lítra af pottamold fyrir stofublóm. Best sé að bleyta efnið vel upp fyrir blöndun þess í moldina. Ef um sé að ræða tré eða runna sé hinsvegar best að blanda 20 grömmum í 10 lítra af vatni og dýfa rótunum í vatnið áður en þeim er plantað út. Við hnaus eða pottaplöntur í görðum megi blanda 50 til 100 grömmum af Waterw- orks í holu í moldina fyrir hveija plöntu og síðan þurfí að vökva ríf- lega. Einnig segir Þórhallur að hægt sé að nota Waterworks við sáningu eða þegar grasflatir eru lagðar þökum. Þá beri að nota 15 kg af efninu á hveija 100 fermetra og vinna það í gróðurmoldarlagið. Hqndhægqr Iqusnir Skjólveggir og sólpallar SKJÓLVEGGIR, girðingar og sólpallar úr timbri eru handhægar lausnir þegar verið er að skipuleggja garða sína og búa þeim heildarsvip við hæfi. Möguleikar í út- færslu geta verið nánast óendanlegir því úrval í efni og litum er mikið og hér geta garðeigendur hvort sem er byggt á eigin sköpun eða notið leiðsagnar landslags- arkitekta og kannski rétt að leita ráðgjafar sérfræðinga vegna staðsetningar. Seljendur byggingarefnis í slíka veggi og palla gefa líka góð ráð og þannig hefur Húsa- smiðjan t.d. tekið saman handhægan bækling þar sem gefnar eru ýmsar hugmyndir um útlit og verðdæmi. Íbæklingi Húsasmiðjunnar eru sett fram níu dæmi um skjól- veggi og sýnt hvernig þeir geta verið í senn girðingar og lokað lóðum frá götum eða öðrum lóð- um, hvernig mynda má mismun- andi mynsturfleka til að setja skemmtilegan svip á girðinguna eða vegginn og vakin er athygli á að girðingar skuli hleypa lofti gegnum sig þótt hún sé loftbijót- ur. Verð á efni í skjólveggi er misjafnt en allt er það gagnfúa- varið og heflað. Hver fermetri í skjólvegg kostar á bilinu 1.700 til um 3.000 krónur og er þar reiknað með staurum, þverbönd- um, klæðningu og listum. Sólpallar geta á sama hátt verið með fjölbreyttu sniði. Þeir eru eins konar stækkun eða við- bót við stofuna eða sumarbústað- inn og eru hentug lausn fyrir þá sem vilja eða þurfa leggja minni vinnu í sjálfa garðræktina. Verð á hvern fermetra efnis í sólpall getur verið frá um 1.350 krónum og uppí um 2.000 krónur. Pallur sem er 15 til 20 fermetrar kost- ar því milli 25 og 33 þúsund krónur. Hjá Húsasmiðjunni er boðinn 12% staðgreiðsluafsláttur í maí. Viðhald Rétt er að minna á að þótt timburefni sé gagnvarið frá sölu- aðila er rétt að kynna sér vel leiðbeiningar um viðhald og bera reglulega, jafnvel árlega, viðeig- andi fúavörn eða olíu. Með því verður allt viðhald léttara og endingin tryggð sem best. Sterkbyggð og glæsileg * Gróðurhús sem þola íslenzka veðráttu Heildverslunin Smiðshús - E. Smurjónsdóttir, Smiðshúsi, 225 Álftanesi, sími 650800. Umboðsmaður á Akureyri: Verzlunin Kaupland Umboðsmaður Á Egilsstöðum: Tómstundaiðjan CLASSICA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.