Morgunblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1993 e 11 Fréftir Að ýmsu er að huga við val á lim- gerðisplöntum sem líklega eru al- gengustu plönturnar í íslenskum görðum. Leiðbein- ingar um val er m.a. að finna í bæklingi frá Gróðrarstöðinni Mörk og bent á að lögun, vaxtar- hraði, hversu harðger plantan er o g ástand jarðvegsins séu allt atriði sem taka þarf með í reikninginn. Birki og víðir eru algengustu og harðgerðustu tegundirnar og eru mest notaðar í stærri skjólbelti (eða á lóðamörkum umhverfis garð- inn). Ætla má að slík limgerði nái að vaxa upp í 150-200 cm hæð og verði um 100 cm á breidd. Ýmsir runnar, eins og gljámispill, fjallarifs og blátopp- ur sem eru skuggþolnir, ýmsir kvistir eins og t.d. birkikvistur og runnamura eru notaðir í lægri lim- gerði inni í garði og til skjóls við blómabeð. Þessar tegundir vaxa venjulega upp í 100-150 cm hæð og ná 60-80 cm breidd. Þeir runn- ar, sem hér hafa verið nefndir, vaxa allir fremur hægt, eru í meðallagi harðgerðir og verða auðveldlega þéttir. Limgerði þjónar ekki tilgangi sín- um nema það sé þétt, stinnt og endingargott. Birki reynist víðast hvar harðgert, er stinnt og auðvelt að klippa, þannig að það verði þétt. Það vex í meðal- lagi hratt. Víði- tegundir eins og viðja, alaskavíðir og tröllavíðir vaxa hratt og eru nokkuð stinnar en erfiðara er að fá þær þéttar. Þær reynast víða harðgerðar en rok og sjávarselta fara illa með þær, þó þolir tröllavíðirinn betur sjávarseltu én hinar tegundirnar. Brekkuvíðii og fleiri gulvíðistegundir eru mjög harðgerðar, þola að vera í hálf- skugga og nálægt sjó. Þessar teg- undir vaxa í meðallagi hratt en vaxtarsprotanir eru fremur linir og þarf að klippa þá eftir ákveðnum reglum eigi limgerðið að verða þétt og stinnt. Gljávíðir er fremur harð- gerður en þarf þurran jarðveg og sendinn eigi hann að geta náð að tréna fyrir haustið og þannig þolað betur haustfrost. Varast skal að velja gljávíði og alaskavíði stað undir ljósastaurum, því að ljósið truflar lífsferil plantnanna. Tímarofi fyrir garðúðun frá... (é) GARDENA '*** Gleðilegt sumar! Sólstofur Mjög vandaðar sólstofur á góðu verði frá stærsta framleiðanda heims í þaki og veggjum er öryggisgler. Valkostur er gler, sem ver gegn of- hitun á sólardögum og hefur tvöfalt einangrunargildi tvöfalds glers. Burðarrammar úr áli eða viöi. Glerjað er með állistum undir og yfir glerið. Seljum einnig glerið eftir máli. Sýningarhús á staðnum. Opið um helgina. Tæknisalan, Kirkjulundi 13, Garðabæ, sími 656900. Búðu sjálfum þér og fjölskyldunni sælureit í garðinum Húsasmiðjunni færðu allt efni í sólpalla, Ef þú þarft á að halda útvegum við einnig skjólveggi og girðingar. Og í bæklingi góða fagmenn sem koma á staðinn, Húsasmiðjunnar um þessi efni er að finna meta verkið, hefjast handa - og Ijúka því hugmyndir um útlit, vinnuteikningar og fljótt og vel. efnisstærðir sem henta best. HUSASMtÐJAN Súðarvogi 3 - 5,104 Reykjavik, Simi 91-6877 Helluhrauni 16, 220 Hafnarfiiði, Slmi 91-650 Komdu eða hringdu í Húsasmiðjuna og við hjálpum þér að njóta sumarsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.